Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 9
Forvarnarstarf Þjóðminjasafns eflt
Sigurjón Tracey keyrir bíl
númer 95 hjá Hreyfli
(
Vinnudagur
leigubílstjórans
er langur
Sigurjón er sjálfstæðasti íslending-
urinn í landinu. Það er ekki til sjálf-
* stæðari maður en leigubilstjóri. Sig-
urjón hefur verið á þeytingi um göt-
ur bæjarins frá árinu nítján hundr-
uðu sextíu og átta. Síðrassa buxur
unga fólksins koma honum ekkert á
óvart. Hann hefur séð allt.
„Minn bíll er á verkstæðinu núna
og ég er að keyra fyrir félaga minn.
Það er bara næstum því betra að
keyra fyrir einhvern annan. Dýrt að
( reka bíl í dag. Þungaskattur ef það er
dísill, tryggingar, bílaskattar og við-
haldið auðvitað. Þetta er orðinn ógur-
( legur kostnaður sem fylgir þessu. En
á móti kemur að það er mikil ábyrgð
að keyra fyrir annan. Það er leiðin-
| legt að skila bíl til félaga ef lítið hef-
ur verið að gera. Hann þarf að greiða
kostnaðinn af honum rétt eins og ég
þarf af mínum bíl. En það er að sjálf-
sögðu best að keyra sinn bíl. Þá er
frelsið algjört og þú ræður þér meira
sjálfur.“
Áður en Sigurjón hóf að aka leigu-
bíl vann hann sem járnsmiður. Þá
vann hann hjá öðrum og líkaði sæmi-
lega. Það er þó engin eftirsjá í að hafa
fengið sér leigubíl og orðið sjálfstæð-
ur maður í landinu.
( Sigurjón Tracey hefur ekki lesið
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.
Finnurðu fyrir hinu svokallaða góó-
(, œri?
„Nei. Það er ekkert mikið meira að
gera í þessu góðæri. Eru ekki allir að
kaupa sér nýja bUa og eiga því lítið
afgangs tU að taka leigubíl? Fyrir
mér er þetta bara svipað en það hef-
ur sem betur fer ekki versnað. Það er
nú kosturinn við þetta aUt saman.
Vinnudagur leigubUstjórans er nú
samt aUtaf jafn langur. Það er ekki
hægt að lifa á þessu nema vinna lengi
og mikið. Nauðsynlegt að sitja mikið
við þetta, sinna þessu af einhveiju
viti.“
(
(
ingu. Ekki er ólíklegt að hann sé eini
íslendingurinn sem hefur staðið í
slíku. Jóhann smíðar líka verðlauna-
gripi fyrir félagasamtök og stofnanir.
En það er mest að gera í því þegar
veiðitímabUið er ekki á fuUu. Þá brýn-
ir hann líka hnífa fyrir veitingahús og
ýmsa listamenn.
Finnurðu fyrir góðærinu af sama
þunga og þegar Ferdinand var skot-
inn?
„Ég veit það hreinlega ekki. Það er
. ekkert meiri uppgangur en var héma
( fyrir nokkrum árum. Efast um að
þetta lítilræði sé einsdæmi í íslensku
efnahagslífi. Góður vinur minn sagði
einmitt að það væri bara nóg að skipta
um fréttamenn í sjónvarpinu og þá
kæmi góðærið af sjálfu sér. En það er
nóg að gera hjá mér þó ég beijist auð-
vitað fyrir lífi mínu. Er að borga nið-
ur mjög dýrt nám og er ánægður á
meðan ég hef efni á þessum skuldum
sem hvUa á manni.“
Gripirnir keyptir um leið
og þeir koma
á markað til
að forðast
söfnunarsl
„Þetta var gamalt Supra-tæki, árgerö ‘94, með innbyggðu faxtengi sem
þá voru algeng, og fannst fyrir tilviljun undir sæti í gömlum pick-up
frá hernum sem íslendingur hafði keypt,“ segir Tindur Magnússon,
söfnunarfræðingur hjá Þjóðminjasafninu.
Eins og kunnugt er hefur Þjóð-
minjasafnið nú lokað dyrum
sínum um sinn á meðan unn-
ið er að endurbótum á húsnæði
þess. Starfsemi safhsins mun liggja
niðri næstu tvö árin. Þennan tíma
mun starfsfólk nýta til nýrra verk-
efna, einkum á sviði forvarnar-
starfs þar sem fremur er horft til
framtíðar en fortíðar. Á dögunum
kynntu forráðamenn Þjóðminja-
safnsins stofnun forvamardeildar
en á síðustu árum hafa slíkar
deildir tekið til starfa í mörgum
þjóðminjasöfnum á meginlandinu.
Tindur Magnússon söfnunar-
fræðingur er nýráðinn deildar-
stjóri forvamardeildar Þjóðminja-
safnsins.
„Forsöfnun er nýtt hugtak í
safnafræðinni sem að mínu mati er
komið til að vera. Við verðum ein-
faldlega að horfast í augu við það að
tíminn líður hraðar nú en segjum
fyrir tuttugu árum. Gamlar aðferðir
gilda ekki lengur og þar er Þjóð-
minjasafnið engin undantekning.
Nýjungar koma og hverfa á
nokkrum árum. Þetta er sérstaklega
áberandi í rafmagnsvörum, tölvu-
búnaði og fjarskiptatækjum. Fyrir
aðeins tveimur árum síðan var
faxtækið miðja margra heimila og
fyrirtækja en nú hefur raf-póstur-
inn, eða emillinn eins og sumir
kalla hann, tekið við. í dag era
faxtækin orðin jafh fornfáleg og
gömlu svörtu skífu-símarnir eða
fyrstu vasatölvurnar. Fólk er fljótt
að gleyma þessum tækjum, eða hver
man til dæmis núna eftir gamla
góða reiknistokknum sem var
þarfasti þjónninn á flestum verk-
fræðistofum fyrir tuttugu árum? Nú
er hann eins og hver önnur skytta
úr vefstól frá síðustu öld. Reynslan
sýnir okkur að menn eru mjög
kæralausir þegar kemur að þessum
hlutum og henda þeim miskunnar-
laust á haugana. Við erum því enn
og aftur að reka okkur á það að for-
tíðin hverfur sjónum okkar án þess
að okkar hafi tekist að gera henni
viðhlítandi skil á safninu."
Tindur hefur unnið að forsöfnun
á vegum Þjóðminjasafhsins nú um
nokkurra mánaða skeið og segir
hann að fyrst um sinn hafl hann
einbeitt sér að þvi að vinna upp
glataðan tíma.
„Það má segja að síðasti áratugur
hafi verið upphafið af þessum hrað-
tima sem við köllum svo. Þá hófst
tölvu- og upplýsingabyltingin en við
vorum hins vegar engan veginn
nógu fljótir að átta okkur á þessum
nýju aðstæðum og höfum nú eftir
mætti reynt að brúa það bil sem
hafði myndast. En sumt er einfald-
lega gengið okkur úr greipum og ég
lít til dæmis á það sem söfnunarlegt
slys að fyrsta kynslóð af Mclntosh-
heimilistölvunum hafi horfið spor-
laust á haugana. Ég veit að í hugum
margra vora þessir gripir hægvirk-
ar og þunglamalegar vélar en á
sama tíma mynduðu margir mjög
persónuleg tengsl við þær, engu sið-
ur en fólkið í baðstofunni gerði við
rokkinn. Lárus Ingólfsson, sem
starfað hefur timabundið sem bók-
menntafræðingur á safninu hjá
okkur, hefur til dæmis safnað mörg-
um munnmælavísum um gamla
Makkann sem sýnir og sannar þann
sess sem hann átti í hugum þjóðar-
innar. í sumar hefur lítill hópur
unnið við uppgröft á öskuhaugun-
um í Gufúnesi en þó að margt for-
vitnilegt hafl komið í leitimar, eins
og til dæmis fyrsta Mclntosh-músin,
frá 1981, og einnig lyklaborð frá ‘82
sem reyndar var ekki með íslensku
stafrófi, þá hefur tölvan sjálf ekki
fundist enn. Ég vil endilega biðja
fólk um ábendingar ef einhvers
staðar í bílskúr eða kjallarageymslu
skyldi mögulega leynast gömul
Apple-heimilistölva. Við borgum
vel fyrir slíkt. Á dögunum áskotn-
aöist okkur til dæmis mikill dýr-
gripur suður í Reykjanesbæ þar
sem okkur tókst að hafa uppi á einu
af fyrstu módemunum sem fram-
leidd vora. Þetta var gamalt Supra-
tæki, árgerð ‘94, með innbyggöu
faxtengi sem þá vora algeng, og
fannst fyrir tilviljun undir sæti í
gömlum pick-up frá hernum sem ís-
lendingur hafði keypt. í safnaheim-
inum fæst geysilega hátt verð fyrir
svona grip.“
í haust mun menntamálaráð-
herra leggja fram á Alþingi þingsá-
lyktunartillögu um aukafjárveit-
ingu til hinnar nýju starfsemi en að
sögn Tinds er forsöfnun ákaflega
íjárfrek ef vel á að vera.
„Erlendis eru menn í auknum
mæli að fara út í það hreinlega að
kaupa vöruna um leið og hún kem-
ur á markað til að tryggja sig fyrir
söfnunarslysum liku því sem ég
nefndi áðan. Við erum að fikra okk-
ur áfram með þetta hérlendis og
höfum mætt velvild hjá mörgum
fyrirtækjum á meðan ekki hefur
verið gengiö frá endanlegri fjár-
hagsáætlun og kunnum við þeim
miklar þakkir fyrir. Síðastliðinn
vetur var okkur til dæmis veittur
forkaupsréttur á vörum í Elkó og
fengum að tryggja okkur þær vörur
sem við teljum hafa söfnunargildi
áður en búðin opnaði fyrir almenn-
ing með þeim látum sem menn
muna sjálfsagt eftir.“
Forvamardeildin, eða forsafnið
eins og Tindur kýs að kalla það,
hefur til bráðabirgða fengið hús-
næði á Vagnhöfða til umráða fyrir
starfsemina sem enn sem komið er
er bundin við hreina söfnun og
nokkuð langt í land þar til sýning-
arstarfsemi geti hafist. Hér er um
að ræða lagerpláss upp á 800 fer-
metra en nú þegar er rúmur helm-
ingur gólfþlássins fullnýttur og ger-
ir umsjónarmaður minjalagers,
Gústav Bæring, ráð fyrir að hús-
næðið verði orðið of lítið strax á
næsta ári. „Það sem er að fara illa
með okkur era bílainnkaupin. Við
eram að upplifa mikla byltingu í
bílategundum, allar helstu verk-
smiðjumar era að setja ný módel á
markað og bílarnir taka mikið
pláss. Við sjáum fram á að þurfa að
halda í við okkur á þessu sviði á
meðan húsnæðismálin hafa ekki
fengið endanlega lausn.“
Tindur Magnússon telur þó að
komast megi hjá því að stórauka
fjárveitingar til Þjóðminjasafnsins.
„Víða erlendis, í Singapúr, Kóreu
og fleiri löndum hefur það verið lög-
leitt að allir framleiðendur, á hvaða
vöru sem er, eru skikkaðir til að af-
henda Þjóðminjasafni viðkomandi
lands tvö eintök af hverju módeli
sem framleitt er. Hjá okkur er þessi
regla aðeins virk hjá Landsbóka-
safni sem á rétt á eintaki af öllu
prentuðu máli. Málin vandast hins
vegar þegar framleiðandi og safn
eru hvort í sínu landi. Innan Evr-
ópusambandsins vinna menn nú að
því að víkka þessa reglu út á al-
þjóðavísu þannig að ffamleiðendur
verði skyldaðir til að gefa vörur sín-
ar í öll Þjóðminjasöfn álfunnar og
við erum að vonast til að njóta góðs
af því.“
Hallgrímur Helgason
11. september 1998 f óktlS
9