Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Síða 20
b í ó
Bíóborgin
Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viöbót
í seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatri&in flest til fyrirmynd-
ar. Þótt hún nái aldrei a& toppa þa& besta úr
fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki a&
valda aödáendum þeirra Riggs og Murtaugh
vonbrig&um. Þetta veröur líklega síöasta
myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni-
legri seriu. -ge
CityofAngels ★★★ Þrátt fyrir að vera klisju-
kennt bandariskt ástardrama eru fallegar og
áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik-
stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp
aö skapa þá stemningu serti upprunalega
hugmyndin um (ó)sýnilega engla býður upp á.
-úd
Bíóhöllin/Saga-bíó
The X-files ★★ Einhvernveginn þýddust ráö-
gáturnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleik-
ann bakviö þættina a& finna, en þa& er eins
og aðstandendur hafi aldrei alminnilega getaö
gert upp viö sig hvort gera skuli langan sjón-
varpsþátt eöa bíómynd. David Duchovny sýnir
enn og sannar aö hann er og verður aldrei
annaö en þriöja flokks sjónvarpsleikari, meö-
an Gillian Anderson ber breiðtjaldiö betur. -úd
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
stnu sem mesti töffarinn í Hollywood t mynd
þar sem frammistaða tæknimanna er það
eina sem hrós á skiliö. Leikstjórinn Michael
Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
Six Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hugmynda-
snauð en þó skemmtilega rómanttsk gaman-
mynd sem gerist í fallegu umhverfi á eyjum t
Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af góðum
leik aöalleikaranna, Harrisons Fords og Anne
Heche, sem ná einstaklega vel saman. Aðrir
leikarar standa sig ágætlega en hverfa t skugg-
ann af gneistandi samleik Fords og Heche.-HK
Háskólabíó
Sporlaust ★★*. Leikararnir skila stnu og
sögufléttan er aö mestu í anda góöra spennu-
mynda. Þó er aö finna slæmar holur í plottinu
sem eru lei&inlegar fyrir þá sök aö auövelt
hefði verið aö bjarga þeim. Þessir hnökrar
spilla þó tæplega miklu og myndin ætti ekki
aö valda vonbrigöum. -ge
Washlngton torg ★★★ Skáldsögu Henry
James fylgt vel eftir t sterkri mynd um ráðrik-
an fööur sem ekki sættir sig við eiginmanns-
efnið sem einkadóttirin hefur valið sér og sttg-
ar þeim t sundur á grimmilegan hátt. Hvaö er
rétt og hvað er rangt er þemaö. Jennifer Jason
Leight er misgóð t erfiðu hlutverki, en Albert
Finney er sem oftast áöur sterkur á svellinu
þegar kemur aö klassíkinni. -HK
DarkCity ★★ Dark City er metnaðarfull og ansi
mögnuð mynd, og vekur tilfinningar bæði um of-
sóknir og innilokun. Hún er full af ótrúlega eftir-
minnilegum myndrænum skeiðum, sérstaklega
þar sem geimþjóðin „tjúnar" og lætur borgina
bókstaflega vaxa, hús spretta upp úr götum,
stækka, minnka eða taka öörum breytingum.
Hins vegar veldur handritsskortur þvt aö oft var
eins og um langa auglýsingu aö ræða. -úd
Vlnarbragö ★ Helsta vandamál Vinarbrag&s
er kannski þaö aö myndin er hreinlega of leiö-
inleg, langdregin og flatneskjuleg og endirinn
fyrirsjáanlegur. Kosturinn er hins vegar sá að
leikurinn er almennt góður en átakalaus. -úd
Martha, má ég kynna... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd í rómantískari kantinum og helst
sérstök fyrir þá sök hversu bandarísk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro-
berts og er hér í svipuðu hlutverki og Julia
geröi sér mat úr á árum áður. Stærsti gallinn
liggur í handritinu sem skrifaö var af Peter
Morgan. -ge
Grease ★★★
Kringlubíó
Mafta ★ Mafia er ein af langri og merkri röð
grinmynda sem taka tyrir og hæöa tiltekin fyr-
irbæri úr kvikmyndaheiminum. Háöið var allt
hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best í þvf hvaö
ofbeldisatriðin voru blóölaus. Þrátt fyrir nokk-
uð góöa byrjun og skondin atriöi inn á milli
nær Mafia ekki einu sinni aö vera meðalhund-
ur í þessum parodíu-bransa. -úd
Slx Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hugmynda-
snauö en þó skemmtilega rómantísk gaman-
mynd sem gerist í fallegu umhverfi á eyjum í
Kyrrahafinu. Myndinni er haldiö uppi af góöum
leik a&alleikaranna, Harrisons Fbrds og Anne
Heche, sem ná einstaklega vel saman. Aörir
leikarar standa sig ágætlega en hverfa í skugg
ann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK
Laugarásbíó
Slldlng Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung
kona á uppleiö, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og líf hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góöur
en þó handritiö innihaldi heilmikiö af
skemmtiiegum punktum og klippingarnar milli
sviða/veruleika séu oft skemmtilegar þá
vantar hér einhvern herslumun. -úd
Mercury Rlslng ★★★ Tveir einstaklingar
sem eru á mismunandi máta einangraöir frá
umheiminum eru gegn öllum öðrum f þessari
ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti-
lega á óvart meö þéttri sögu um Stóra bróö-
ur sem gerir ekki mun á röngu og réttu og not-
ar öll meðul, lögleg sem ólögleg, til aö halda
sfnu. Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki
en í Armageddon. -HK
Steven Spielberg,
leikstjóri Saving
Private Ryan,
sem frumsýnd
verður í dag:
„Saving Private Ryan er kvik-
mynd um heiðarleika í því víti sem
stríð er,“ segir Steven Spielberg
um kvikmynd sína, en hún verður
frumsýnd í dag í Háskólabíói og
Kringlubíói. Fáar kvikmyndir hafa
orsakað jafn sterk viðbrögð hjá
áhorfendum og Saving Private
Ryan og eru flestir á því að sjaldan
eða aldrei hafi raunsæið verið jafn
áþreifanlegt í kvikmynd sem á að
gerast í síðari heimsstyrjöldinni.
Heimsstyijöldin síöari hefur ver-
ið fylgifiskur Stevens Spielbergs
lengur en nokkum grunar. „Þegar
ég var fjórtán ára gerði ég mína
aðra 8 miUímetra kvikmynd sem ég
nefndi Escape to Nowhere. Gerist
hún í síðari heimsstyrjöldinni og
var um loftbardaga. Leikarar voru
nánast allir skólafélagar mínir og í
nokkrar vikur fóru allar helgar í að
gera þá kvikmynd. Auk þess sá ég
allar stríðsmyndir sem ég komst
yfir þegar ég var krakki, svo það
hefur alltaf blundað í mér áhugi á
síðari heimsstyrjöldinni. Það má
sjálfsagt rekja þennan áhuga til
þess að faðir minn var þátttakandi í
styrjöldinni, var jeppabilstjóri í
Guam og Burma og í mörg ár komu
hann og stríðsfélagar hans saman
og ræddu um stríðið frá mörgum
sjónarhomum."
Reyndi að setja mig í
spor Johns Hustons
Það atriði í Saving Private Ryan
sem á eftir að snerta flesta er hið
langa upphafsatriði sem gerist á D-
deginum þegar bandamenn réðust
til atlögu gegn Þjóðverjum á strönd
Normandí. í viðtali stuttu eftir
ffumsýningu myndarinnar var Spi-
elberg spurður um það atriði og
hvort hann hefði haft það á tilfrnn-
ingunni að hann væri hershöfðingi
sem væri að stjóma innrásinni:
„Hershöfingi er eitthvað sem ég
hafði aldrei á tilfinningunni, það
var meiri vafi í huga minum hvort
þetta væri rétta aðferðin en svo að
ég væri öryggið uppmálað. Ég hafði
Steven Splelberg vlð tökur
á Saving Private Ryan.
aldrei áður gert atriði eins og þetta.
Ég hef ekki áður gert striðsmynd á
alvarlegum nótmn. Schindler’s List
og Empire of the Sun gerast að vísu
í heimsstyrjöldinni síðari, en þar
með lýkur samlíkingunni við Pri-
vate Ryan þegar kemur að stríðinu
sjálfu. Lendingin á Omaha-strönd-
inni er kvikmynduð í réttri timaröð
því mér fannst nauðsynlegt að sjá
hvað hafði verið gert áður en kom
að næstu töku. Ég á auðvelt með að
lifa mig inn í atburðarás og reyndi
að setja mig í spor Johns Hustons,
sem kvikmyndaði alvöru árás á ítal-
íu og gerði að mínu viti eina af
þremur bestu heimildamyndum um
síðari heimsstyrjöldina, The Battle
of San Pietro. Því var ég með kvik-
myndavélina i höndunum sem og
Janusz Kaminski, kvikmynda-
tökumaður minn. Hefði ég farið að
vera í einhverjum stórum krönum
viö tökur þá hefði ég aldrei getað
fengið þá tilfinningu sem ég vildi
finna fyrir, að ég væri að kvik-
mynda alvöru innrás.“
Spielberg segir að veðrið hafi
hjálpað til að gera atriðið raun-
sætt: „Þegar við kvikmynduöum
lendingu prammans á Omaha-
strönd var rigning og hvasst og
nánast allir um borð í pramman-
um urðu sjóveikir og þar með urðu
þeir náfolir án hjálpar, einnig feng-
um við ókeypis þennan gráa, nið-
urdrepandi lit sem nauðsynlegur
var.“
Forðað frá glamúráferð
Áferðin á Saving Private Ryan er
sérstök og þykir hæfa mjög vel sög-
unni. „Til að ná þessari áferð þurk-
kuðum við út og deyfðum 60% af
litnum. Áhorfandinn er að sjá kvik-
mynd sem er 40% í lit. Hugmyndina
fékk ég þegar ég var að horfa á
heimildamyndir George Stevens
(Giant, A place in the Sun) sem
hann gerði fyrir herinn í síðari
heimsstyrjöldinni. Það var mjög
mikill munur á lit í myndum sem
voru teknar i Evrópu og á Kyrrahaf-
inu, þær evrópsku voru annaðhvort
í svarthvítu eða nánast grábrúnum
litum en Kyrrahafsmyndimar voru
í öllum regnbogans litum. Þegar við
svo vorum að sía litinn úr filmunni
var ég með í huganum dökkbrúna
áferð (sepia), fannst það einfaldlega
hæfa best. Það sem ég var þó fyrst
og fremst að forðast var að láta lit-
inn vera með glamúráferð eins og
svo margar heimsstyijaldamyndir
eru. Ef mig langar til að láta litina
gera leikinn æsilegri get ég alltaf
gert Indiana Jones kvikmynd."
-HK
bíódómur
Háskólabíó /Kringlubíó - Björgun óbreytts Ryan ★★★★
Stríð í nærmynd
4«
„í Björgun óbreytts Ryan er í tuttugu og fimm mínútur dembt yfir
áhorfendur einu svakalegasta byrjunaratriði kvikmyndasögunnar,
sem á sér engan líka, nema ef vera skyldi byrjunaratriðið
í The Wild Bunch.“
:Lelkstjóri: Steven Spielberg. Handrlt: Robert
Rodat. Kvlkmyndataka: Janusz Kaminski.
Tónllst: John Williams. A&alhlutverk: Tom
Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Matt
Damon, Ted Danson og Dennis Farina.
Náfólir hermenn eru fluttir í
pramma eins og svín til slátrunar á
Omaha-strönd á innrásardaginn í
Normandí, 6. júni 1944. Þeir vita
sem er að margir þeirra eiga eftir
að verða byssufóður Þjóðverja
þennan örlagaríka dag þegar
sterkasta vöm Þjóðverja er brotin á
bak aftur í einhveijum blóðugasta
bardaga seinni heimsstyijaldarinn-
ar. í Björgun óbreytts Ryan (Saving
Private Ryan) er í tuttugu og fimm
mínútur dembt yfir áhorfendur
einu svakalegasta byrjunaratriði
kvikmyndasögunnar, sem á sér eng-
an líka, nema ef vera skyldi byrjun-
aratriðið í The Wild Bunch. Það
sem gerir atriðið jafhrosalegt og
raun ber vitni er að það virðist sem
handstýrð kvikmyndavélin fylgi
byssukúlum Þjóðveija þegar þær
tæta í sundur hermennina sem nán-
ast hafa aldrei tækifæri til að grípa
til vopna. Það er ekki orðum aukið
að maður situr sem lamaður eftir
þetta stórfenglega byrjunaratriði,
og það eitt gæti þess vegna staðið
undir ómældum stjörnufjölda, en
Steven Spielberg er meiri maður
en svo að hann kunni ekki að fylgja
þessu eftir og í kjölfarið kemur
áhugaverð saga um björgun manns-
lífs, saga sem fær endi í öðru sterku
og löngu lokaatriði þar sem barist
er gegn ofureflinu.
Fyrir herflokknum í pramman-
um í hinni blóðugu innrás á
Omaha-strönd fer Miller (Tom
Hanks) og er hann ásamt eftirlif-
andi mönnum úr herdeild sinni
fenginn til að hafa uppi á þeim
yngsta fjögurra Ryan-bræðra, en
þrír þeir elstu höfðu allir látist á
innrásardaginn. Hinn ungi Ryan er
ásamt herdeild sinni í sjálfheldu
innan víglínu Þjóðveija svo að um
mikla hættuför er að ræða. Enda
fer það svo að Miller á oft í erfið-
leikum með að telja mönnum sín-
um trú um að þeir séu að gera rétt
og segir meðal annars í eftirminni-
legu atriði, þar sem hann réttlætir
fyrir sjálfum sér og öðrum þátttöku
sína í hildarleiknum, að hann hafi
misst 94 hermenn en fyrir hvert
mannslíf sem hann hafi misst hafi
hann bjargað tíu. Flokkurinn finn-
ur Ryan, en hann vill ekki koma
með honum svo að Miller ákveður
að verða um kyrrt og veijast þar til
yfir lýkur.
Margar ágætar kvikmyndir hafa
verið gerðar um sögfræga atburöi í
síðari heimsstyijöldinni en óhætt
er að fullyrða að nálgunin við dauð-
ann, sem fylgir stríði, hefur ekki
verið jafn áþreifanleg og í Björgun
óbreytts Ryan. Einn af bestu kost-
um Stevens Spielbergs sem kvik-
myndaleikstjóra er að laða fram í
persónum sínum og gera áhugavert
eitthvað sem falið er. í raun er
Björgun óbreytts Ryan um að drepa
eða vera drepinn og persónumar á
yfirborðinu ekki merkilegri en í
öðrum myndum úr seinni heims-
styrjöldinni, en Spielberg nær að
gera allar persónur, sem eitthvað
koma við sögu, áhugaverðar og eft-
ir byrjunaratriðið byggir hann upp
stígandi í kringum þessar persónur
á þann hátt að myndin verður ekki
síður mikil upplifun út frá því
dramatíska lífi sem persónumar
lifa. Þetta gerði Steven Spielberg
vel í Schindler's List og gerir ekki
síður í Björgun óbreytts Ryan. Um
leið dregur hann fram það besta í
leikurunum, lætur þá tefla á tæp-
asta vað en ofgerir aldrei.
Hilmar Karlsson
20
f Ó k U S 11. september 1998