Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Síða 21
b í ó Stjörnubíó frumsýnir Himnabál, ástralska vegamynd um bankaræningja á flótta. Ræningjar hreppa brúði Tíu bestu strfðsmyndimar { um seinni heimsstyijöldina 1 The Bridge on the River Kwai 1957 Leikstjóri: David Lean 2, Schindler's List 1993 Leikstjóri: Steven Spielberg 3. From here to Eternity 1953 Leikstjóri: Fred Zinnemann 4 Patton 1970 Leikstjóri: Franklin Schaffner 5 Das Boot 1981 Leikstjóri: Wolfgang Petersen 6 They Were Expendable 1945 Leikstjóri: John Ford . Stalag 17 1953 Leikstjóri: Billy Wilder Soldier of Orange 1978 Leikstjóri: Paui Verhoeven 9 The Longest Day 1962 Leikstjórar, Ken Annakin, Andrew Marton og Bernhard Wicki 10. The Great Escape 1963 Leikstjóri: John Sturges Gífurlegur fjöldi kvikmynda hefur verið gerður um síðari heimsstyrjöldina og hefur þessi styrj- öld, sem sumir vilja kalla síðasta stóra stríðið, verið gjöful fyrir kvikmyndagerðarmenn. Víst má telja að Saving Private Ryan eigi eftir að skipa sér í hóp bestu kvikmynda sem gerðar hafa veriö um síðari heimsstyrjöldina og slðar á þessu ári eða snemma á því næsta verður frumsýnd A Thin Red Line, sem Terence Malick leikstýrir og er hennar beöið með mikilli eftir- væntingu. Hún gerist einnig í slðari heimsstyrj- öldinni svo þessi listi yfir tíu bestu síðari heimsstyrjaldarmyndir sem gerðar hafa verið gæti því breyst verulega á næsta ári. Brúin yfir Kwai-fljótiö. Wiliiam Holden, til vinstri, í hlutverki amerísks fanga. Stjörnubíó tekur til sýningar í dag Himnabál (Heaven's Burning) sem er áströlsk vegamynd krydduð með svörtum húmor. Mynd þessi hefur víðast hvar fengið góðar við- tökur. Fjallar hún um japanska brúði, Midori, sem eyðir hveiti- brauðsdögum sínum í Ástralíu. Upp úr þurru segir hún skilið við eiginmann sinn, fer í banka og skiptir ferðatékkum sínum. Hún er ekki heppnari en svo að um leið eru bankaræningjar að ræna bank- ann. Ránið fer út um þúfur og ræn- ingjamir taka Midori sem gísl. í helstu hlutverkum eru Russell Crowe, Youki Kudoh, ein þekktasta leikkona og söngkona Japans nú, Kenji Isomura og Ray Barrett. Leikstjóri er Craig Lahiff, þekktur kvikmyndagerðar- maður í heimalandi sinu sem byrj- aði í kvikmyndum þegar Ástralir voru að setja mark sitt á heims- byggðina með kvikmyndum á borð við Picnic at Hanging Rock og Breaker Morant. Russell Crowe er á hraðri leið upp á stjömuhimininn um þessar mundir. Hann er ekki ástralskur, eins og flestir halda, heldur nýsjá- lenskur, en hann var aðeins fjög- urra ára þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Sydney. Þar lagði hann snemma leiklistargyðj- unni lið. Þekktur varð Russell Crowe í Ástralíu fyrir leik í Romper Stomper, en hann hlaut ástralska „óskarinn" fyrir leik sirrn í þeirri mynd. Crowe hefur gengið vel í Bandaríkjunum eftir að hann fluttist þangað og ber þar hæst leikur hans í L.A. Confidenti- al. Af öðmm bandarískum kvik- myndum sem hann hefur leikið í má nefna Virtuosity, Breaking Up, The Quick and the Dead og No Way Back. Himnabál er sautjánda kvikmyndin sem Russell Crowe leikur í. -HK Regnboginn Fairy Tale: A True Story *** Álfasaga er hugljúf mynd en líöur svolítiö fyrir þá sök að handritshöfundurinn getur ekki gert uþp hug sinn. Stúlkurnar eru annaðhvort litlir svindlar- ar eða börn sem vissulega búa í undraverö- um heimi. Myndin sveiflast milli þessara skýr- inga og ómögulegt er aö segja fyrir um hvort álfarnir séu raunverulegir eða ímyndun. -ge Næturvörðurinn Hvernig á að meta og dæma mynd sem er nákvæm eftirgerð á annarri, bætir engu við; en tekur hún þá frá? Einhvern veginn var hinn bandariski Næturvörð- ur ekki eins heillandi og sláandi upþlifun og sá danski. Aðalleikaraparið McGregor og Arquette ná sér aldrei á strik og það vantaði líka mikið upþ á að Nick Nolte væri nógu góður. -úd Les visiteurs 2 * Þótt Jean Reno sé skemmti- legur leikari með mikla útgeislun getur hann ekkert gert til þess að bjarga þessari mynd sem líður fyrir óvenju vont handrit. Þegar upp er stað- ið er myndin ekkert annað en tímaeyösla. -ge Senseless * Marlon Wayans, með öllum sín- um kjánalátum, nær stundum upp ágætri stemningu og sumir brandararnir eru nógu fá- ránlegir til að vera sniðugir en eins og með nokkra kynbræður hans I leiklistinni, sem hafa sérhæft sig í farsakenndum eftirlíkingum af götulífi I úthverfum stórborga, þá fær maöur fljótt leið á einhæfum leik hans. Nokkrar auka- persónur lífga upp á myndina. -HK Stjörnubíó Godzilla **★ Godzilla er skemmtileg en ekki gallalaus. En hún hefur þaö sem máli skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott og hún er afskaplega tæknilega fullkom- in; og hún er myndin. Emmerich tekst að ná flottum senum með magnaðri spennu, sér- staklega var lokasenan algerlega frábær og nægir ein og sér til að hala inn þriöju stjörn- una. -úd He Got Game *** Spike Lee er kominn aftur á blað eftir skrykkjótt gengi að undan- förnu. Hann missir aöeins tökin á góðri sögu í lokin en þegar á heildina er litið er myndin gott drama þar sem Lee liggur sem fyrr ekki á skoðunum sínum á ýmsum þáttum mann- lífsins. Densel Washington nær sem fyrr í myndum Lees að sýna störleik. -HK meira á. www.visir.is 11. september 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.