Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 4
Hinn 25 ára Egill Sæbjömsson er án efa einn efnilegasti myndlistarmaðurinn í dag. Hann settist niður í kaffistofu Kjarvalsstaða til að veita þetta viðtal og var ekki kominn með kaffi í bollann þegar það gekk upp að honum maður sem vildi kaupa eitt af verkum hans. JÚ, MO CR CKKt HA.&T AO FA ►CTTA Á RA96RCtOSt.UM, RM Í6 6R AO SAfHA FYRIR HIMU... { VA ! FÓRSTU 1 BRJÓSTASTA.KKUM T 1 3*! HVRRNIO 1.UT Ffem X f □ Vlð feðgarnlr eftir Þorvald Þorstelnsson frum- sýnt I Hafnarfjaröarleikhúslnu I kvöld kl. 20. Önnur sýning annað kvöld kl. 20. Örfá sæti laus. Sími 5550553. Þjóðlelkhúslö frumsýnir Bróðlr mlnn Ijóns- hjarta á morgun kl. 14. Önnur sýning á sunnu- daginn kl. 14. Sími 551-1200. Iðnó sýnir leikritið Rommí á laugardaginn kl. 20.30, örfá sæti laus og sunnudaginn kl. 20.30, örfá sæti laus. Sími 530-3030. ÞJÓNN n f • ú p U n n I S Leikritið ÞJónn í súpunnl er sýnt í Iðnó í kvöld kl. 20 en það er uppselt. Það eru hins vegar örfá sæti laus á miðnætur- sýninguna kl. 23.30. Slmi 530-3030. ______ Grease á Stóra sviðinu í Borgarlelk- húslnu á morgun kl. 15, uppselt og á sunnu- daginn kl. 20. Sími 568-8000. Sex I svelt í kvöld í Borgarlelkhúsinu og ann- að kvöld en uppselt á báðar sýningar. Lausir miðar á fimmtudaginn. Sími 568-8000. Helllsbúlnn er sýndur I íslensku óperunnl í kvöld kl. 21, uppselt, á morgun kl. 21, upp- selt. Sími 551-1475. Ávaxtakarfan I Óperunnl á sunnudaginn kl. 14. Slmi 551-1475. I Kaffllelkhúslnu er spennuleikritið Svika- mylla sýnt I kvöld kl. 21, örfá sæti laus. Sími 551-9055. Bugsy Malone I Loftkastalanum á sunnudag- inn kl. 16. Sími 552-3000. Fjögur hjörtu á Rennlverkstæðlnu á Akureyri I kvöld og annað kvöld en það er uppselt á þær báðar. Sími 461-3690. Hafnarfjarðarlelkhúslð Hermóður og Háðvör. Síöastl bærinn í dalnum á sunnudaginn kl. 16. Slmi 555-0553. meira a. www.visir.is „Ég sel ekkert of vel en ég er frekar ungur þannig að það er nú ekkert að marka. En það fer alltaf eitthvað. Ég var næstum því búinn að selja allt verkið sem er hérna á Kjarvalsstöðum. Vil bara fá frekar hátt fyrir það því ég vil eiga eftir- prentunarréttinn. Þetta er frekar persónulegt verk og ég vil stjóma því hver eignast það,“ segir Egill Sæbjömsson um verkið sem heit- ir ekki neitt. Verkið er vídeómynd- band sem kemur fram á filmuræmu hér við hliðina á, risa- stórt málverk af getnaðarlimi, myndir og grafik sem hægt er að skoða í tölvu, útprentanir af einka- málaauglýsingum á Internetinu og margt fleira. Verkið er sem sagt margflókið og fyrirferðarmikið. Hver er hugsunin á bak vió þetta verk? „Þetta eru pælingar sem ég þurfti að afgreiða. Stundum þarf maður að klára vissa hluti til að geta haldið áfram og sett næsta verk á dagskrá. Þetta verk er búið að hafa langan aðdraganda. Er í anda expressjónisma og voyer- isma. Fjallar um að vera það sem maður er og fela ekkert. Sýna bara það sem býr innra með manni án tillits til afleiðinganna. Enda eru Egill Sæbjörnsson tekur sér örstutt hlé frá undirbúningi samsýningar með nokkrum löndum sínum, Svisslendingum og Ungverjum. engar afleiðingar. I mesta lagi finnst einhverjum þetta vera óeðli en það er ekkert hægt að meta það. Flassari er ekki óeðlilegur nema vegna þess að enginn annar flass- ar. Ef allir flössuðu væri óeðlilegt að flassa ekki. Það er bara þannig að allt sem er fyrir utan eitthvað ákveðið norm er álitið sjúklegt. En þar liggur feillinn. Því maðurinn lifir af í heiminum vegna þess að hann hefur ótrúlegan fjölbreyti- leika. Óeðlið er í fullu samræmi við náttúruna. Þetta er ekkert flóknara en það.“ Egill er útskrifaður úr MHÍ og AE. MHÍ stendur fyrir Myndlista- og handíðaskóla íslands. AE merk- ir Akademía Egils. Hann ætlar ekki að fara út í framhaldsnám að svo stöddu. Telur sig ekki verða neitt betri listamann þótt hann sitji á skólabekk í fallegri borg. Nám gerir listina ekkert betri. „í AE tala ég við hvem sem er og bið hann að vera kennarann minn. Fer með viðkomandi kennara og sýni honum verkin mín og glósa niður það sem hann hefur að segja. Með því fæ ég fjölbreytt kennara- val og þá ekki bara þá sem eru á kafi í list. Þetta virkar vel fyrir mig eins og stendur en sumum finnst meiri háttar að vera í skóla. Vera með öðrum nemendum og ræða um hlutina. Fá kennarana til að hugsa verkin með sér og svo framvegis. Ég var bara kominn með nóg af því ragli eftir MHÍ. Það getur samt vel verið að maður fari út en örugglega ekki á næstu tveimur árum.“ Hvaö með fimmhundruökallana? „Já, ég var á Sólon með gjörning. Það var fullt um að vera þar. Tón- listardagskrá og eitthvaö fleira. Ég fór upp á svið og átti að fara með mitt atriði. Var mjög fint klæddur og lék þetta eins og ég væri með standup. Talaði við fólkið og plat- aði það til að finna fimmhundruð- kall í veskinu sínu og halda honum upp í loft. Síðan gekk ég á milli með stálbakka og safnaði seðlun- um saman. Lét alla hafa kvittun og reyndi að vera frekar fagmannleg- ur við þetta. Svo þegar bakkinn var fullur fór ég aftur upp á svið og kveikti í peningunum. Sumum þótti þetta mjög sniðugt en margir urðu brjálaðir. Nokkrar konur réð- ust á mig og helltu sér yfir mig. Egill a fullu uppi i Nylistasafnmu. Geðveikin ræður öllu þegar lögð er lokahönd á stóra sýningu. Ein reyndi að klóra mig og önnur hvolfdi bakkanum yfir mig og ég þurfti að flýja niður í kjallara. Þessi viðbrögð voru svona frekar rosaleg, en samt viðbrögð. Fólk á alveg að hafa þann rétt að segja að þessi sé flfl og fáviti. Það eru allir svo dipló þegar það kemur að list- inni. Velta öllu fyrir sér og þykjast opnir fyrir öllu. Enginn þorir að segja hvað honum raunverulega finnst. Þegar ég fer á myndlistar- sýningar leyfi ég þessu bara að flæða. Set mig ekkert í opnar og já- kvæðar stellingar. Ég leyfi mér bara að upplifa þær eins og þær koma og er skítsama þótt ég segi þetta eða hitt ömurlegt og sjái síð- an eftir því daginn eftir. Það hlýtur að vera réttur hverrar manneskju að segja eitthvað einn daginn og sjá eftir því þann næsta.“ Fram undan hjá Agli er samsýn- ing með nokkrum Ungverjum og Svisslendingum í Nýlistasafninu. Sú sýning opnar á næstu vikum og eftir það er ekkert á áætluninni. Hann segist taka eina sýningu í einu og reynir að vinna á vinnu- stofunni þess á milli. Egill Sæ- bjömsson er vinnuþjarkur og ekki einn af þeim sem kvartar yfir því að vera listamaður. Honum er nokkurn veginn sama um allt ann- að. -MT Á sýningunni -30/+60 rúllar þetta myndband þar sem Egill fitlar vib hann á sér. f Ó k U S 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.