Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 21
 b í ó There's Something about Mary hefur hangið á listanum yfir mest sóttu myndir í Bandaríkjunum í margar vikur og virðist ekkert vera á niðurleið. Mary verður Mett Joe Black. Brad Pitt er hér að undirbúa sáluþjófnað á Claire Forlani. Margra haustmyndanna í Hoolywood fjalla um dauðann: Dauðaþögn um dauðann Stepmom. Susan Sarandon og Julia Roberts. barnavæn There's Something about Mary er sú kvikmynd sem mest hefur komið á óvart á þessu ári hvað vinsældir varðar og verður hún væntanleg sýnd hér á landi innan skamms. Nú hefur sannast það fornkveðna að þegar dollara- glampinn er kominn í augun þá er erfitt að losa sig við hann. Það vill svo til að það eru atriði í There's Something about Mary sem ekki þóttu hæfa bömum og því fékk hún R-stimil vestra sem þýðir á íslensku að hún sé bönn- uð börnum, allavega innan 12 ára ef ekki 16. í einu af stóru blöðum kvikmyndaiðnaðarins, The Hollywood Reporter, er því haldið fram að nú ætli 20th Century Fox að fara að klippa myndina til, snyrta hana, taka „ljótu“ atriðin svo allir krakkar geti séð alla dýrðina, setja hana í þeirri gerð á markaðinn eftir áramót og græða enn meiri peninga. í fyrstu mætti halda að þetta væri gert í óþökk Farrelly-bræðra, Bobby og Peter, sem leikstýra myndinni, en svo er ekki. í sömu frétt er því haldið fram að hugmyndin komi frá þeim bræðrum. Nú er bara spurn- ingin hvort There's Something about Mary hefði halað inn 130 milljónir dollara fyrir framleið- endur sína ef þessi atriði sem taka á út hefðu ekki verið til stað- ar. -HK Cameron Diaz og Ben Stiller í There's Something about Mary. Fram að jólum verða margar áhugaverðar kvikmyndir frum- sýndar í Hollywood margra grasa. Þegar farið er ofan í hvað þessar myndir fjalla um kemur í ljós að dauðinn kemur mikið við sögu í átta dramatískum kvikmyndum sem allar eru af stærri gerðinni. Það sem síðan vekur athygli er að í auglýsingum fyrir myndimar og i allri markaðssetningu er ekki minnst á dauðann og því er farið i kringum hlutina á þann máta sem auglýsingafólk getur eitt gert. Það er sem sagt greinilegt að Hollywood vill ekki viðurkenna náið samband við dauðann heldur sópar honum undir mottuna. Dauðinn er nálægur í One True Thing sem frumsýnd er í Banda- ríkjunum í dag. Þar leikur Meryl Streep móður sem haldin er ólækn- andi krabbameini. Önnur móðir sem haldin er sama sjúkdómi er Susan Sarandon í Stepmom en sú mynd verður frumsýnd á jólunum. I Meet Joe Black sem frumsýnd verður í nóv- ermber kemur dauðinn í líki Brad Pitts til jarðarinnar. Látinn Robin Williams leit- ar um allt að löngu látinn eig- inkonu í What Dreams May Come, sem fnunsýnd verður 2. október. í Simon Birch, sem frumsýnd var um síð- ustu helgi og The Mighty sem frumsýnd er í október verða tvö börn fómarlömb dauð- ans. Frjálsíþróttastjarna (Steve Prefontaine) verður fórnarlamb dauðans í Wit- hout Limits og þrælamamm- an Ophrah Winfrey drepur dóttur sína og verður síðan fyrir ágangi draugs í Beloved, sem frumsýnd verður 16. október. Það er sameiginlegt með þessum myndum eins og áður segir að í auglýsingum er ekki minnst á dauðann einu orði. Þegar að er gáð segir auglýsingafólkið að þegar dauðinn er auglýstur sem ráðandi afl í kvikmynd þýðir það dauða fyr- ir myndina. Það verður alltaf að vera einhver von og þá von er mun betra að markaðssetja heldur en dauðann og benda á Juliu Roberts í Steel Magnolias og Debru Winger í Terms of Endearment sem vinsæl- ar kvikmyndir sem aldrei var minnst á dauðann í auglýsingum þar sem þær fjölluðu um svo margt annað. Auðvitað byggir auglýsingafólkið markaðssetninguna á reynslu. Nýjasta dæmið um kvikmynd sem fjallaði um dauðann og var auglýst sem slík og kolféll er The Chinese Box, leikstýrð af Wayne Wang (Sense and Sensibility). Þar rölti Jeremy Irons um Hong Kong deyj- andi úr krabbameini. Fór sú mynd nánast beint á myndbandamarkað- inn. Aðrar kvikmyndir sem hafa hlotið sömu örlög eru My Life þar sem Michael Keaton var með krabbamein, Lorenzo's Oil um dreng með ólæknandi sjúkdóm, Dy- ing Young þar sem Julia Roberts féll fyrir CampbeU Scott, sem var meö krabbamein og Whose Life Is It Anyway þar sem Richard Dreyfuss barðist fyrir því að fá að deyja. Nefna má tvær kvikmyndir þar sem Hollywood dansar við dauðann og frumsýndar verða fyrir jól en þar sem þær eru gamanmyndir þá er dauðinn aldrei nálægur, eru þetta Wicked þar sem Jennifer Aniston leikur slæma persónu sem deyr en kemur til jarðar aftur sem betri manneskja og Bom To Shop þar sem Drew Barrymore deyr í slysi og kemur aftur til jarðarinnar í leit að nýjum foreldrum. -HK Kringlubíó Mafla ★ Mafia er ein af langri og merkri rö6 grínmynda sem taka fýrir og hæöa tiltekin fyr- irbæri úr kvikmyndaheiminum. Háöiö var allt hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best í því hvað ofbeldisatriöin voru blððlaus. Þrátt fyrir nokk- uð gööa byrjun og skondin atriöi inn á milli nær Mafia ekki einu sinni aö vera meöalhund- ur í þessum parodíu-bransa. -úd Töfrasverðlð ★★ Þetta er ekki fyrsta og ör- ugglega ekki slöasta kvikmyndin þar sem Arh- ur konungur, riddarar hans viö hringboröiö og sveröiö Excalibur koma viö sögu. Þaö sem greinir Töfrasveröiö frá öörum er að hún er teiknimynd, en stendur ekki undir samanburöi viö það besta sem komið hefur í þessum flokki. íslenska talsetningin er góð. -HK Laugarásbíó The Patrlot ★ The Patriot er ekki fyrsta mynd Seagals sem boöar náttúruverndarguöspjall en hún er líklega sú sem gerir slíkan boöskap minnst heillandi. Fyrirsjáanleg saga í bland viö óvenju slappt handrit gerir þessa mynd aö allélegustu Seagal-myndinni. Myndmál, hand- rit, saga, persðnur og leikendur, allt var þetta ekki bara kunnuglegt, heldur beinlínis vand- ræðalega ofnotaö. -úd Slldlng Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af hópi karlremba og l!f hennar tekur stakka- skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góöur en þó handritið innihaldi heilmikiö af skemmtilegum punktum og klippingarnar milli sviða/veruleika séu oft skemmtilegar þá vantar hér einhvern herslumun. -úd Regnboginn Falry Tale: A True Story ★★★ Álfasaga er hugljúf mynd en líður svolitið fyrir þá sök aö handritshöfundurinn getur ekki gert upp hug sinn. Stúlkurnar eru annaðhvort litlir svindlar- ar eöa börn sem vissulega búa í undraverð- um heimi. Myndin sveiflast milli þessara skýr- inga og ómögulegt er aö segia fyrir um hvort álfarnir séu raunverulegir eöa ímyndun. -ge Næturvöröurinn ★★★ Hvernig á aö meta og dæma mynd sem er nákvæm eftirgerö á annarri, bætir engu viö; en tekur hún þá frá? Einhvern veginn var hinn bandaríski Næturvörð- ur ekki eins heillandi og sláandi upplifun og sá danski. Aöalleikaraparið McGregor og Arquette ná sér aldrei á strik og þaö vantaði líka mikiö upp á að Nick Nolte væri nógu góöur. -úd Les vlslteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti- legur leikari meö mikla útgeislun getur hann ekkert gert til þess aö bjarga þessari mynd sem líður fýrir óvenjuvont handrit. Þegar upp er staö- iö er myndin ekkert annaö en tímaeyðsla. -ge Senseless ★ Marlon Wayans nær stundum upp ágætri stemningu og sumir brandararnir eru nógu fáránlegir til aö vera sniðugir en maöur fær fljótt leið á einhæfum leik hans. Nokkrar auka- persónur lífga upp á myndina. -HK Stjörnubíó Hlmnabál ★★★ Gráleit gamanmynd sem byrj- ar vel, bætir jafnt og þétt viö sig og hrynur svo á síðustu 20 mínútunum. Ég var þess lengi vel fullviss aö þessi ástralska vegamynd næði aö feta einstigiö milii ofbeldis og húmors, en myndin tapar áttum og missir fiugiö. Þaö er miður þvl aö lengi vel átti ég von á aö þetta yröi ein eftirminnilegasta mynd haustsins. -ge Godzllla ★★★ Godzilla er skemmtileg en ekki gallalaus. En hún hefur þaö sem máli skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott og hún er afskaplega tæknilega fullkom- in; og hún er myndin. Emmerich tekst að ná flottum senum með magnaðri spennu, sér- staklega var lokasenan algerlega frábær og nægir ein og sér til að hala inn þriöju stjörn- una. -úd meira á. www.visir.is bíódómur Stjörnubíó /Sam-bíóin: The Mask ofZorro ★★i Antón, Zorro, Antón Lelkstjóri: Martin Campbell. Handrit: John Eskow, Ted Elliott og Terry Rossio. Kvik- myndataka: Phil Meheux. Tónllst: James Horner. Aðallelkarar: Antonio Banderas, Anthony Hopkins, Catherine Zeta-Jones og Stuart Wilson. Þeir nafnar og félagar, Anton- io Banderas og Anthony Hopk- ins, náðu einhvern veginn aldrei sérlega vel saman í þess- ari mynd um tvær kynslóðir skylmingahetjunnar Zorrós. Meðan Banderas spilaði alger- lega upp á sjálfsháð og grín að vanda virtist Hopkins gangast upp í því ýkta drama sem sögu- þráður Zorrós býður upp á. í stað skemmtilegs samspils skap- aðist þarna fremur pirrandi ójafnvægi sem reyndar ein- kenndi þessa mynd í heildina. Þrátt fyrir margar skemmtilegar senur og góða takta hjá Bander- as náðist einhvern veginn aldrei upp nógu góður hraði og stemn- ing í þessa klassísku hetjusögu. Skylmingasnillingurinn Zorró er frelsishetja almúgamannsins í Kaliforníu og berst fyrir rétti fátækra frumbyggja gegn yfir- ráðum Spánverja. Hann er var- inn og falinn og dýrkaður af fólkinu enda stendur hann einn gegn heilum nýlenduher og þeysandi á fáknum Tornado bjargar hann þremur fóngum fyrir framan aftökusveitina. En að lokum fellur hann á eigin bragði og er tekinn til fanga á heimili sínu, kona hans drepin og dóttirin tekin í fóstur af erkióvininum, landstjóranum. Tuttugu árum síðar snýr land- stjórinn til baka til að kaupa Kalifomíu af Spánarkóngi en þá kemur fram nýr Zorro til að trufla þau valdaáform. Rómantíkin og dramað og hetjuskapurinn er hér keyrður upp eins og hægt er og meðan Banderas er heimamaður í sjálfsháði er nafni hans Hopkins öllu síðri sem slíkur. Og þótt það sé vissulega jákvætt og skemmti- legt að sjá góðlátlegt grín gert að karlmennsku og hetjustælum er það fremur þreytandi þegar slíkt er gert á kostnað kvenfyrirlitn- ingar. Sérstaklega var þetta neyðarlegt þar sem nokkru virt- ist til kostað að gera kvenhlut- verkið vel úr garði. Hins vegar mátti vel skemmta sér yfir þess- um ýktu hetjulátum og útblásnu rómantík og myndin var ákaf- lega áferðarfalleg, glæsileg og flott og smart en einhvern veg- inn vantaði herslumuninn. Úlfhildur Dagsdóttir „Það má vel skemmta sér yfir þessum ýktu hetjulátum og útblásnu rómantík og myndin var ákaflega áferðarfalleg, glæsileg og flott og smart.“ 18. september 1998 f Ó k U S 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.