Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 19
Þeir eru ekki margir poppararnir sem vilja vera kúl og treysta sér í íslenskuna. Veröld þeirra öll er á ensku; ekki bara textarnir heldur líka nafnið á því sem þeir búa til, stefnunni sem þeir taka. Dr. Gunni reynir hér að aðstoða þá með því að aðlaga helstu stefnur poppsins að ástkæra ylhýra. Átt1 eitthvað nýtt kj arr, trítl-hopp eða hús? Það er ekki auðvelt að tala um tónlist í dag án þess að sletta eins og vitleysingur. Ef þú ferð í plötubúð hitturðu fyrir fólk sem talar tungum. Amma þín myndi ekki skilja orð af því sem verið er að tala um en þú ert nokkurn veginn með þetta á hreinu þótt þú standir kannski stundum á gati. Nöfn tónlistarstefna sem hafa verið lengi í gangi hafa flest verið íslenskuð þótt í flestum til- fellum sé enska heitið meira not- að, samanber: Pop Music: Dægurtónlist / Popp Rock & Roll: Vagg og velta / Rokk og ról Punk Rock: Ræflarokk / Pungrokk / Pönk Heavy Metal: Þungarokk / Bárujárns- rokk / Heffí metal Fushion: Bræðingur / Fjúsjón Soul: Sálartónlist / Sól Folk: Þjóðlagatónlist / Folk Langalgengast er að enska heitið festist strax við stefnur án þess að tilraun sé gerð til ís- lenskunar. Þess vegna eru djass, blús, diskó, fönk og raggí nánast orðin að íslenskum orðum og er lítið út á það að setja. Síðustu árin hafa skotið upp kollinum ýmsar nýjar stefnur, yfirleitt í beinu framhaldi af sífellt meiri tækninotkun og þeim möguleik- um sem tölvur gefa í tónlistar- sköpun. Það að „sampla" (e. sampling) er orðin lenska hjá flestum, þ.e.a.s. að hljóðrita með „sampler“-búta úr lögum ann- arra (yfirleitt trommutakt, bassagang eða sönglínu) og setja í eigið verk. Tónlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins, Árni Matthíasson, hefur notað orðið „hljóðsmali" yfir „samplerinn" og sögnina „að smala“ yfir það að „sampla". Kannski á þétta eft- ir að festast, en einhvem veginn sér maður alltaf menn í lopa- peysum fyrir sér þegar sagt er t.d. „Propellerheads smala mikið á nýjustu plötunni sinni“. Þá gengur orðið tæplega sem nafn- orð, varla segir maður „Þeir nota mörg smöl á nýju plötunni" og því er e.t.v. betra að nota hér orðið tónsýni, sbr. nýjasta tísku- orðið, „lífsýni". Önnur lenska em „rímixin", þegar tónlistarmenn eru að krukka hver í annars verk og hrista þau saman upp á nýtt. Endurhljóðblöndun er óþjált orð og þá held ég að „rímix“ sé betra, eða kannski „endurmix", þó það sé eitthvað Tjarnarlegt við það. En íslenskan er barnaglingur og hvöss sem byssustingur og það er algjör óþarfi að týna sér í slettum. Hér kemur listi af mis- gáfulegum þýðingum og ísl-ensk- unum sem mætti kannski nota í framtíðinni. Ég ætla allavega að reyna það og þú hefur þá þenn- an leiðarvísi þegar þú hættir að skilja poppsíðuna. Hafa skal þó í huga að þótt spekúlantar noti þessar skilgreiningar eru lista- mennirnir sjálflr oftast ragir við það, enda dægurlandslagið orðið að algjöra öngþveiti þar sem allt blandast saman í frábærlega spennandi graut. Listann má því e.t.v. líka nota til að reyna að átta sig á stöðunni. -glh Ambient: Umhverfa / Þoka / Ambient Þokuleg og atburðasnauð (raf)tónlist; Brian Eno, The Orb. Bedroom Rock: Kytrurokk Rokk (eða annað) upprunnið úr svefn- herbergi listamannsins; Beck (í byrjun), Liz Phair (í byrjun). Big Beat: Ofurtaktur / Bigg-bít Nautheimsk en fjörug danstónlist, blanda af rokki, hipp-hoppi, fönki, tekknói og fleiru. Upprunnin i Brighton; Fat Boy Slim. Black Metal: Sorti / Djöflarokk Stífmálaðir þungarokkarar með Satan á heilanum, oftast frá Noregi; Burzum, Pervertum. Break Beat: Rof / Rof-taktur / Breikbít Náskylt bumbubassa og ofurtakti, takt- urinn þó kominn nær 4/4-takti teknós- ins; Bentley Rhythm Ace. Brit Pop: Bretapopp / Brittpopp Á tímabili héldu Bretar að þeir væru að verða jafnáhrifamiklir í poppinu og á tím- um Bítlanna. Sá draumur var snöggur að gufa upp eftir að Oasis meikuðu það ekki í Ameriku. I dag er Bretapopp hálf- gert skammaryrði; Oasis. DJ: PS (PlötuSnúður) Forskeyti á nafn plötusnúðs, t.d. PS Siggi. Downtempo: Droll / Droll-tempó Hæg tæknidanstónlist, oft með djössuðu grúfi; Courtney Pine, David Holmes. Drill 'N Bass: Bor og bassi Nýlegt orð sett á öfgafulla tónlist sem hefur óreiðutakt bumbubassans að leið- arljósi. Hljómar oft eins og traktor sem á erfitt með að komast í gang; Aphex Twin, Squarepusher. Drum 'N Bass: Bumbubassi / Drömmenbeis Einfaldara form kjarrs þar sem mest ber á trommum og bassa (eins og nafnið bendir til), oft með djössuðum undirtóni; Metalheads, Roni Size. Dub: Dubb / Döbb Bjagað, skælt og oftast löturhægt raggí. Uppáhaldstónlist hassreykingamanns- ins; Lee „Scratoh" Perry. Easy-Listening: Auðveld hlustun / Stofupopp Létt og glöð partítónlist, jaðrar við lyftu- tónlist; Burt Bacharoh, Páll Óskar og Casino. Electro: Rafmagnó / Elektró Fyrsta kynslóð raf(dans)tónlistarinnar; Kraftwerk. Emocore: Tilf-rokk Melódiskt pönk með textum sem tjá persónulegar tilfinningar; Sunny Day Real Estate, Rites of Spring. Eurotrash: Evrórusl / Meginlandssorp Hröð og sápukúluleg danstónlist (frá Evrópu); 2 Unlimited. Freestyle: Flæðimas / Grobb-rapp / Fristæl Rappmas samíð á staðnum, oftast grobb um sjálfan sig; t.d. „Ég heiti PS Siggi, ég er geggjað töff, sá besti i bænum, það er ekkert blöff." Garage Rock: Bilskúrsrokk Hrátt rokk úr bílskúrnum, svar Banda- rikjamanna við Bitlunum á sjöunda ára- tugnum en hefur verið að koma aftur; The Sonics, Man or Astronaut? Garage: Skúr Harðari hústónlist; The Reese Project, 187 Lockdown. Grindcore: Mulningsrokk Hörku-/dauðarokksblanda með myljandi gitarhávaða; Carcass. Groovc Gróp / Grúf Eitthvað með góðum takti eða fílingi. Sögn; Það grópar vel, eða það „grúfar" vel. Einnig nafnorð. Djöfull er gott gróp í þessu eða Vá, þetta er flott grúf! Grungc: Grugg Gróft og bjagað gítarrokk í beinu fram- haldi af The Stooges og MC5. Spratt upp seint á áttunda áratugnum í Banda- rikjunum; Nirvana, Botnleðja. Hard Core: Harka / Hörkukjarna- / Hardkor Upprunalega notað yfir hörkupönkbönd í Bandaríkjunum (t.d. Black Flag) en færðist yfir á enn hraðara reif (allt upp í 200 slög á mínútu); DJ Slipmat. Hip Hop: Hipp-Hopp Annað orð yfir rapptónlist; Public Enemy, Jurassic 5. Massive Atteclc^ fundu upp trítl-hoppið House: Hús / Hás Nútímadiskó; Masters at Work, Todd Terry. Indie: Sjálfstætt rokk / Indí Upprunalega notað yfir bönd sem gefa út hjá „sjálfstæðum" útgáfufyrirtækjum, þ.e.a.s. ekki hjá risasamsteypum. Hefur færst yfir á það sem einhvern tímann var kallað nýbylgjurokk; Elastica, Bellatrix. Industrial: Stálsmiðjutónlist / Verksmiðjurokk Níðþung tónlist, oft millistig þungarokks og „hardkor tækjó". Má ekki rugla sam- an við „iðnaðarrokk" (Toto, Boston); Lai- bach, Reptilicus. Janglepop: Juðpopp Létt indí þar sem juðast er á gíturum. Blómaskeiðið var fyrir sirka 10 árum; The LA's. Jungle: Kjarr / Djöngúl Af refinu spratt kjarrið sem byggist fyrst og fremst á óreglulegri og flóknari takti en hinum stöðuga 4/4-takti reifsins; Goldie, Alex Reece. Kraut-Rock: Þýskararokk Einhæf, taktföst og „listræn" tónlist, upp- runnin í Þýskalandi á áttunda áratugn- um, en hefur verið að fá mikla athygli aft- ur með böndum eins og Stereolab; Neu, Faust. Leftfield: Öðruvísa / Leftfíld Nýleg skilgreining á tónlist sem ber merki danstónlistar en fetar nýjar brautir; Kid Loco, Magga Stína. Lo-Fi: Lágtæknitónlist / Ló-fæ Kytrurokk gert með lélegum græjum, t.d. oft tekið upp á slöpp upptökutæki; The Beat Happenings, Granddaddy. Lounge Music: Setustofutónlist Næsti bær við kokteildjass- inn, svöl ósungin tónlist, upprunnin frá sjötta ára- tugnum; Martin Denny. Neo-dixie: Núdixí Bönd sem leita aftur til þriðja áratugarins, í raggtæmið, svingíð og dixílandstónlistina. Er í dag vinsæl partítónlist ( Bandarfkjunum. Tónlistin er spiluð af fjölmennum grúpp- um með dágóðum slatta af pönkuðum töffaraskap; Squirrel Nut Zippers, Big Bad Voodoo Daddy. ObOj Heimskulegt pönk fyrir rasíska skalla. Varð vinsælt í byrjun níunda áratugarins í Bretlandi; Cockney Rebels. Old Skool: Af gamla skólan- um / Gaggó-rapp Fyrsti árgangur rappsins; Run DMC, Be- astie Boys. Post-Rock: Síð-rokk / Póst-rokk Lítið sungin og „listræn" rokktónlist, m.a. með áhrifum frá þýskararokkinu; Tor- toise, Mogwai. Power Pop: Kraftpopp Einfalt og grípandi popprokk með áber- andi gítarriffum. Upprunnið frá The Cars og The Knack (“My Sherona") en er komið aftur i umferð; Weezer, Dead Sea Apple. Prog-Rock: Þró-rokk / Þungt og þróað / Proggrokk Lönnnnng sóló og djúpar pælingar. Upp- runnið i Bretlandi upp úr hippatímabilinu en er komið aftur (eins og reyndar flest annað); Genesis, Ultrasound. Psychobilly Geggjóbartarokk / Sækóbillí Pönkað bartarokk. Blómaskeiðið var snemma á níunda áratugnum en hlýtur að fara að koma aftur; The Cramps. R&B (Rhyfhm & Bluesj: Taktsverta / Taktblús / T og B / Errobé Eldgamalt hugtak sem hefur í seinni tíð færst yfir á mjúka og mollulega sál- ar/hipp-hopp blöndu; Mary J Blige, Real Flavaz. Rap: Mas / Rapp Masað hipp-hopp; Wu-Tang Clan, Subterranean. Rave: Reif Hröð og endurtekningarsöm danstónlist, vaxin úr verksmiðjupartíum á Bretlandi í lok níunda áratugarins. E-taflan var fylgi- fiskur reifsins; Prodigy (i byijun), Altern 8. Rockabilly: Bartarokk / Rokkabillí Enn hrárri meðferð á upprunalegum hrá- leika rokksins. Oftast spilað af töffurum með barta; The Stray Cats, Langi Seli og Skuggarnir. RiffrRiff Lína (oftast spiluð á gítar), sem er margendurtekin i lagi. Scratch: Risp Það að rispa vinylplötur og nota hljóðin sem myndast ofan á tónlist (oftast hipp- hopp). Er orðið að sér stefnu (sjá „Turntablism"). Shoegazing: Rolurokk / Skóstara Dapurlegt indírokk. Sett í samband við stúdenta í anorökkum sem stara oná skó sína í sálarkreppu; My Bloody Val- entine. Ska: Ska Fjörugt raggí upprunnið á Jamaíka snemma á sjöunda áratugnum en spratt upp aftur í Bretlandi snemma á níunda áratugnum. Er vinsælt i Bandaríkjunum í dag í pönkaðri mynd; Prince Buster, The Specials. Space-Age Bachelor-Pad Music: Geimaldar-piparsveinamúsik Hátækni setustofutónlist sem notuð var m.a. af piparsveinum til að prufa nýju víðóma græjurnar sínar um það leyti er þær komu á markaðinn; Esquivel. Speed Garage: Ofsaskúr / Spýttskúr Blanda af skúr og bumbubassa; Smok- in' Beats. Speed Metal: Ofsaþungarokk / Spýttrokk Hratt og hart þungarokk frá níunda ára- tugnum; Metallica, Megadeth. ' Surf Rock: Brimrokk Áberandi og skrækt gítarfrumrokk, oftast ósungið. Vinsælt af brimbrettaköppum á fjörum Kaliforníu snemma á sjöunda ára- tugnum; Dick Dale, Brim. Techno: Tæknitónlist / Tekknó / Tækjó Tók við af reifinu, tónlist með hægara tempói. Tekknó er oft notað sem sam- heiti yfir danstónlist, en spekingar deila um hvort það sé réttmætt; Orbital, Black Dog. Trance: Trans Nákvæmlega það sem liggur í orðinu. Rafmagnaðar og berar 4/4-takts endur- tekningar; Sven Vath, Plastikman. Trash Metai: Ruslþungarokk Endurtekin gítarriff á margföldum hraða og hörku, náskylt mulningsrokkinu; Napalm Death. Trip hop: Tritl / Trítl-hopp / Tripp-hopp „Wild Bunch” gengið í Bristol ber ábyrgð á trítlinu. Fljótandi og draumkennd blanda af hipp-hoppi, döbbi, tækjói og raggíi. Hljómsveitin Pop Group (einnig frá Bristol) er forveri tritlsins en nafnið festist ekki fyrr en með plötunni „Blue Lines"; Massive Attack, Tricky (í byrjun). TUmtablism: Plötun Sú tónlist sem myndast þegar margar plötur eru rispaðar í einu. Gerandinn kall- ar sig „Turntablist" (Platari); Mix Master Mike, The X-Ecutioners. 18. september 1998 f ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.