Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 9
Ástmar Ingvarsson, 26 ára bílasali og fyrirsæta Skemmtir sér: Oftast á Astró en kíkir líka af og til á Skuggabar. Drekkur á djamminu: Gin og tónik. Kaupir fötin sín: í Sævari Karli og GK. Boröar: Á Argentínu, Hard Rock og Holt- inu þegar hann vill vera fínn á því. Útvarp: Á FM 957. Er mikill píkupoppari. slagið út að skemmta sér en hangir ekki á börunum - ekki nema þeir sem eru á leiðinni á Vog. Fer oft í vinnustaðapartí áður en það leggur í hann, afmæli eða eitthvað sem hægt er að halda upp á. Verslar ekki í tískubúðum heldur kaupir hagkvæmt í Dress- mann og Vero Moda. Þeir hagsýnustu kaupa föt sem endast í Vinnufatabúðinni eða í einhverjum þeirra fáu verslana sem selja svoleiðis fot enn þá. Eltir ekki uppi snobbstaði, er jaröbundið. Salt jarðar. Matur: McDonalds eða heimapantaðar pitsur. Stundum Grillhúsið Tryggvagötu, Shanghai, Ítalía. Bílar: Toyota, Mitsubishi eða eitthvað sem gengur. Sumir láta reynd- ar bilasalann plata sig og keyra um á bílum sem þeir hafa ekki efni á. Eiga þá með bankanum. Kaupir föt: Jack & Jones, Dressmann, Vero Moda, Hagkaup. Líkleg- ar stjórnmálaskoðanlr: Þetta er barómeter samfélagsins. Þetta fóik sveiflast ekki með síðustu skoðanakönnunum. Þetta fólk er síö- ustu skoðanakannanir. Tónllst: Celine Dion, Stuðmenn og það sem er oftast spilað í út- varpinu. Barir: Gaukur á Stöng, Glaumbar og Wunderbar. Drykkir á djammlnu: Bjór og skot. Störf: Iðnaðar-, sjó-, skrifstofu-, banka- og verkafólk. Námsmenn að brjóta i blað i fjölskyldusögunni. Bíómyndir: Independence Day, Armageddon, Titanic og þær myndir sem eru auglýstar vel. Þetta fólk ræður því hvort þær ganga eða floppa. Útvarpsstöðvar: Bylgj- an, Matthildur og Rás 2. Hetjur: Iþróttafólk, Arnar Magnússon, handbolta- og fótbolta- Bjarni Armannsson, Eyjólfur Sveinsson, Arni Oddur Þórðarson, Hreiðar Már Sigurðsson. Pönkarar Það er kjánalegt að vera pönkari í dag og hefur í raun alltaf verið kjánalegt. Það vita allir að þetta Smekkleysulið er hetjur þessa hóps en enginn skilur af hverju. Meikuðu þeir það úr gettóinu eða gleypti kerfið þá? Pönk-kúltúr á íslandi er ósskiljanlegur nema þá sem misheppnuð uppreisn ungs fólks. Artí-Fartí-liðið Þarna er kominn pakkinn sem býr á og við Kaffibarinn. Allir reyna að vera öðruvísi en hinir og verða fyrir vikið voða skrýtn- ir, en þó einkum í útliti og fasi. Þetta er fólkið sem sann- færir breska blaöamenn um að allir séu listamenn á ís- landi, það er alltaf á leiðinni að meika það - annaðhvort í listum eða einhverju sem viðkemur tölv- um. Hópkennd hópsins líður fyrir að allir innan hans líta á félaga sína sem keppinauta. Þeir tala þvf verr um fólk innan hópsins en utan hans. Reyndar gera þeir ekki mikiö að því að ræða um aðra hópa, þeir eru svo langt fyrir neð- an þá. Kaupir föt sem eiga að líta út fyrir að vera úr fataskápnum hjá ömmu en eru í rauninni glæ- nýr (og oft hlægilega dýr) inn- flutningur. Matur: Cous-Cous (nei, nei, ekki hljómsveitin - afsakið, fjöllistahópurinn), borðar á Græn- um kosti og nartar þess á milli í eitthvað á Kaffibarnum. Bilar: Á ekki bíl eða viðurkennir það að minnsta kosti ekki. Kauplr föt: Dýrið, Spútnik, Noi, Kormákur og Skjöldur. Líklegar stjórnmálaskoðanlr: Engar. Ef einhverjar, þá til vinstri (voru allaballar ekki alltaf góðir við listamenn?) eða þá inn í kvennó. Tönllst: Búl- görsk þjóðlagatónlist eða einhver óþekkt bóli- vísk söngkona. Barir: Kaffibarinn, Kaffi List, 22 og svo í morgunmat á Gráa köttinn. Störf: Alls kyns störf, en á það sameiginlegt að langa til að vinna við listsköpun. Bíómyndlr: 8 1/2, Sjö samúræjar, gömlu Andy Warhol- myndirnar - eitthvað artí og smart. Þaö sem er í tísku í þeim geira hverju sinni; nú er það Hong Kong, strákar. Greindarvisitala: Há I samanburöi viö þá sem þeir vilja mæla sig viö. Útvarpsstöðvar: Segist hlusta á Rás 1 en gerir það ekki. Talar um að það vanti útvarps- stöð með talmálinu af Rás 1 en tónlistinni af X-inu. I þessu eins og svo mörgu ööru er besta útvarpsstöðin því ímynduð. Drykkir: Ódýrt viskí á klaka, kranabjór, eitthvað óblandað (þaö er svo kómörsíal að blanda). Forverar: Existensíalist- arnir á Mokka, bítnikkarnir á Laugavegi ellefu, kommarnir í Tjarnarbúð. Stærstu slgrar: Björk. Hetjur: Sjón, Ingvar Þórðarson, Hilmir Snær, Ingvar Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Ragnar Braga- son, Óskar Jónasson. Hommar, lessur og áhangendur þeirra Hommar og lessur voru mjög heit á klakanum fyrir tveim, þrem árum. Vinsældirnar hafa kannski ekki dalað en það er kominn fast- ari mynd á hópinn eftir að hafa opnast út á við. Kannski er hann bara jafnlokaður nú og fyrir opn- un. En þessi hópur er engu að síð- Frumuuppbygging Lopapeysuliðið Hommar, lessur og áhangendur þeirra Kaffibarinn \ Kormákur og Skjöldur Tölvunördar Hipp-hopparar Þungarokkarar c Sniglar—■■ Edrúliðið Kormákur og Skjöldur Um er að ræða lítinn hóp sem á fylgi sitt að þakka eldri Kaffibarsunnendum. Þetta fólk er mjög upp- tekið af útlitinu. Karl- amir versla að sjálfsögðu við foringjana Kormák og Skjöld og konumar þræða Herinn og Spútnik. Leikhúsið er aðalmiðillinn og allir vinna hjá stofnunum. Þá eru það annað- hvort leikhúsin eða RÚV, enginn mtmur á kúk og skít, eins og kell- ingin sagði. Þessi hópur má samt eiga það að hann er orginal og spilar svoldið inn á íslenska hall- ærishúmorinn. Sækir allan sinn kúltúr til nýríku eftirstríöskyn- slóðarinnar. Karlarnir mega skoða myndir af allshemm kon- um, reykja vindla, horfa á box og æðsta takmarkið er að læra þá fornu iðn að raka sig með hníf. Venjulegt fólk Undirstaða alls sem gerist í þjóðfélaginu, þorri þjóðarinnar. Þetta er fólkið sem borgar skatt- inn, kaupir sig inn á bíómyndir, leikhús og tónleika og fær aldrei boðsmiða, tekur þátt í út- varpsleikjunum og mætti í röð- ina þegar Elko opnar. Fer annað r strákamir og -stelpurnar. Allt vlnsæla fólkið: Bubbi, . Páll Óskar, Kári Stefáns- son, Björk og Davíö. Þetta fólk ræður hverjir eru vinsælir og hveijir ekki. Þeir sem þeim líkar ekki við eru nóboddís - nema I einhverjum menningarafkimum. Verðbréfaguttar Étur: Mirabelle, La Primavera og Holtið. Bíl- ar: Dreymir um Hummer til að geta valtaö yfir allt og alla. En það má bara þegar mark- aöurinn er sigraður. Þangað til þykja leigubíl- arnir borga sig því Hreyfill gæti farið á mark- að. Kauplr föt: Sævar Karl, Herragarðurinn og þeir sem vilja vera hip á því versla í GK. Stjórnmálaskoðanir: Öfga-fijálshyggja. Barlr: Fara á Brennsluna til að vera reibúl, annars Vegamót eða Sólon til að tryggja að frama- potararnir séu með mikilvægi fijáls markaöar á hreinu. Störf: Hjá bönkum, verðbréfasjóö- um og taka svo að sér verkefni hjá alþjóðleg- um stofnunum. Bíómyndir: Wall Street - sér- staklega ræða Gordons Gekko um græðgi: .Greed is good, greed is right, greed is the essence of the human spirit . . ." Hetjur: ur stærri. Bítnikkgengið Matur: On the Road-matur. Kaffivagninn nema að þeir séu á bílnum þá renna þeir upp að næstu lúgusjoppu og borða allt of steiktan borgara undir stýri. Draumabílllnn: Stór amer- Iskur dreki, fæddur eftir 1960 en ekki yngri en 1970. Föt: í Fríðu frænku og Hjálpræöishern- um. Tónllst: Tom Waits, Nick Cave og eitthvað franskt og gáfulegt með löngum textum. Barlr: Bíóbarinn eftir að Café au Lait fór yfir um. En þetta fólk endar allt saman á Kaffibarnum. Störf: Er að útskrifast og á leiöinni til New York eða I Grayhound-ferö um Bandaríkin þver og endilöng. Forverar: Interrail-liöið. Útvarps- stöðvar: Hlustar alls ekki á útvarp. Hetjur: Davíð Stefánsson, Arnaldur Máni sem var með Ó, hve glöö er vor æska, Dagur Siguröarson og Megas þegar hann var upp á sitt besta. Lopapeysuliðið Það deyr aldrei út. Fólk úr Graf- arvoginum á kannski erfitt með að trúa þvi aö enn hangi lopa- peysulið á Fógetanum eða sé á töltinu um Þingholtin en þannig er það nú bara. Sumir þjóðfélags- hópar deyja aldrei út. Eiga bara misjafna árganga sem eru jafn- duglegir að troöa í pípuna og á blómatímanum 1973. Þetta er svona faUegasta örgrúppan sem leitar að réttlæti en uppsker aldrei annað en sjálfsvor- kunn. Magga Stína, þrítugur poppari Bíll: Ljósblátt Moody Fox. Út að skemmta sér: í stúdíóið í iðnaðarhverf- inu í Kópavogi. Annars allt nema á Kaffibarinn. Drekkur á djamminu: Jim Beam. Borðar úti: Björnsbakarí. Einstaka sinnum í Núðluhúsinu við Vitastíg. Tónlist: Váááá. Þessa dagana aðallega tékkneska og brasilíska tónlist. Útvarp: Rás 1 og X-ið. föld ánægja! Hringdu og pantaðu 16" pizzu með 5 áleggsteg. fyrir aðeins 1400 kr. 1 18. september 1998 f ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.