Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 12
Hvað má? Nærbuxur: Hvltar Calvin Klein er það eina sem virkar. Sokkar: Svartir, gráir og öll sú varíasjón. Buxur: Sniöiö skiptir öllu máli. Flave og boot cutten eru í gangi. Jakkl: Aðsniðin, flannel eða pólíester. Háralltur: Natural look og strípur eru leyfilegar. Hálsmen: Silfurkrossar eru inn. Kaffivélin í eldhúsinu: Espresso og cappucino ættu aö vera skyldueign. Annars er gamli uppáhellingurinn klassík. Sófasettlð í stofunnl: Stórir þykkir og kýssý, helst hvítir eða beis. Gemslnn: Nýja lookið frá Nokia, 8810, segir allt sem seg'a þarf. Náttboröslamplnn: Kerti. Konan á arminum: Glæsileg, háttvís, kurteis vel klædd kona með sinn eigin stíl. Kynlífsstellingin: Konan ofan á. Það er ekki til fallegri sýn. Hibiýll: Iðnaðarhúsnæði fram að fertugu og svo flott einbýlishús. Bíltegund: Alfa Romeo. Það toppar ekkert ítalska hönnun. í gelslanum: Lag númer ellefu á nýja Lenny Kravitz-diskinum. Út á liflö meö strákunum: Rmm rétta máltíð á Hótel Borg og setið fram eftir nóttu. Boösgestir í matarboö: Fjölbreytilegir persónuleikar fyrir samræður kvöldsins. Plck up-lína: Var ég búinn að segja þér hvað þú ert falleg í kvöld? Hvers konar myndlr i bíó: Það er attitúd í að fara á erótísk-listrænar myndir á borð við Crash. Verslaö í bíósjoppunnl: Litið popp og Egils sódavatn. Drykklr á bar: Rauövínsglas og aftur rauðvínsglas. Tóbaklð: Kúbanskur vindill. Það er um að gera að vera nautnaseggur. Vlnnustaðurlnn: I tískugeiranum er langflottast að vera í verslun, Ijósmyndari, fyrirsæta eða hönnuður. Morgunmaturinn: Croissant með skinku og osti, bakket, melónur og Trópí. Helmsborgln: Hvaða borg sem er á Ítalíu. Ilmur fyrlr herrann: llmvatnið A-men frá Terry Mugler. Blóm handa konunnl: Hvitar liljur og orkidíur. Vetrarfrílö: Haust í Paris. Arnar Gauti í GK er kúltúrmaður og fríkaðasti lífskúnstner bæjarins. Hann veit allt um hvernig íslenski karlmaðurinn er og hvernig hann ætti að vera. Arnar Gauti er holdgervingur klassans í Reykjavík. að vera einn heima hjá sér og slaka á. Ég er til dæmis ekki með sjónvarp. Losaði mig við það fyrir hálfu ári og hef engan áhuga á að endurnýja kynnin. Hinn venjulegi Jói kemur heim til sín og étur kvöldmatinn yflr fréttunum og er gjörsamlega fangi miðilsins. Ég kem hins vegar heim með ferskar matvörur og rauðvín. Elda fyrir sjálfan mig og dreypi á rauðvíni við kertaljós. Ég er algjör nautnaseggur hvað þetta varðar." Hvar býröu? „í iðnaðarhúsnæði uppi á Höfða. Annars er heimilið mitt alveg heilagt. Ég hleypi ekki hverjum sem er þang- að inn. Það er bara mitt komplex því það eru alltof fáir sem skilja hvað þetta líf fjallar um. Ég fann, sem bet- ur fer, mjög snemma allt hið fallega í lífinu og hef bara verið að lifa í þeim heimi. íslendingar fá bara tremma þegar þeir koma inn í íbúð sem hefur ekki sjónvarp. Að hlusta á rólega tón- list og stara upp í loftið á bara ekki við þá flesta. Þeir eru hreinlega ekki að fatta hvað þetta líf gengur út á.“ Hvaó er máliö meö íslenska karl- menn? „Það er frekar töff að vera flottur karlmaður í dag. Þetta fjallar allt um attitúd. Hvað ertu að heimta út úr líf- inu? Ég lifi til dæmis ekki fyrir gær- daginn, morgundagurinn er minn dagur og ég reyni að blóðmjólka dag- inn í dag. Það er mitt mottó. En flest- ir karlmenn eru að lifa of mikið í því sem gerðist, því sem þeir hafa gert eða hefðu getað gert. Ég á enga fortíð vegna þess að mér er sama um hana. Hún er fortíð, ekkert meir.“ Níundi áratugurinn fór sem sagt illa í þig? „Þegiðu. Að vera flottur karlmaður i dag fjallar um að gefa skít í það sem konur vilja. Konur eiga til dæmis oft erfitt með að höndla mig því ég er hin fullkomna fantasía. Ég er allt sem kona getur óskað sér hvað virðingu og annað varðar. Kona i mínum huga er guðdómleg. Berðu saman fallegan karlmannslíkama og bara venjulegan konulíkama. Jafnvel kona segir þér að karlmannslíkaminn sé síðri og óæðri en kvenmannslíkaminn. Þetta veit ég og lifi samkvæmt því. Ég dýrka konur og þess vegna flippa þær stundum út þegar þær hitta mig og ég stemningu. Ef þú ferð að elta eitthvað ákveðið virkar það ekki.“ Arnar Gauti er án efa einn af of- virkustu mönnum landsins. Hann tal- ar hratt, hugsar enn hraðar og sefur minna en hinn venjulegi borgari. Við erum að ræða um gæja sem byrjar daginn á gærdeginum. Sofnar eftir miðnætti og vaknar um miðjar nætur til að fara í World Class. „Það skilur enginn svefnvenjurnar hjá mér. Ég bara sef ekki og hef ekki sofið mikið frá þvi ég var unglingur. Þetta er bara ég. Þess í stað eyði ég nóttinni í að hugsa, útfæra hugmynd- ir eða skrifa ljóð. í fyrrinótt hannaði ég til dæmis klukku sem stendur út úr vegg og hefur enga vísa. Þú verður að kveikja á ljósi til að vísarnir komi í gegn. Svona hugmyndir er eitthvað sem ég á eftir að framkvæma. Því stærri sem hugmyndin er því líklegri er ég til að framkvæma hana. Það sem gefur þessu lífi fyllingu er að framkvæma það sem átti ekki að vera hægt að gera.“ Hvernig er aö búa einn? „Ég er aldrei einn,“ segir Arnar Gauti og glottir. „Það er samt grúví „Nám tottar súrt nema fyrir verð- bréfasala og tölvunörda," segir Arn- ar Gauti þegar hin klassíska mennt- unarspurning ber á góma. Arnar hef- ur verið langflottasti karlmaðurinn í að verða tíu ár. Er alltaf í svölustu fótunum, með ferskustu hárgreiðsl- una og framkomu sem hæfir súper- módelum. Hann er önnur tveggja radda i útvarpsþættinum Kúltúr á FM. Þætti sem hefur attitúd og hroka sem er engum líkur. Svo er hann verslunarmaður og var veitingastjóri og hefur verið að hjakkast í tísku- bransanum frá unga aldri. Veitingastjóri á Mirabelle? „Já, ég var í níu mánuði. Fór þang- að þegar var opnað og var í því að taka á móti gestunum og svona. Þetta er vinna sem sogar rosalega frá manni orku. Ég er þannig að ég gef alltaf mikið og er ekkert að heimta eitthvað í staðinn. Þetta er bara ég. Að þjónusta kúnna með mínum eigin karakter er eitthvað sem á alveg eitt hundrað prósent við mig. Á Mirabelle var ég ekkert að snobba fyrir neinum eða breyta mér. Ég spilaði bara Drum & bass og reyndi að koma fólki í kúl aV>andst3?4y BRAUTARHOLTI SÍMI 5800 800 CRYSTAL v;e\v CONTRO. Panasoníc NV-SD230 POW(r.RO)/l ikJECT VIDEOfa^ NTSC P.B.'ON PAÍf’ TV •É TCUCH BECORCING 12 f ÓkllS 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.