Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 6
m a t u r Argentína ★★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalaö. Dýr- ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og áður." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Einar Ben ★★ Veltusundi 1. 5115090. „Fremur þemahús en veitingahús og leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." Op/ð 18-22. Café Ópera ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499 „Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu og þar viröist vera takmarkaður áhugi á mat- reiðslu.” Opiö frá 17.30 til 23.30. Fiðlarinn á þakinu ★★★ Skipagötu 14, Akureyri, s. 462 7100 „Matreiðslan stóð ekki undir háu verði en hún hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú er of mikiö treyst á lærlinga." Opiö 12.30-14 og 18-22. Hard Rock Café ★★ Krlnglunnl, s. 568 9888 „Staðurinn hæfirfólki, sem ekki þekkirannað en skyndibita og vill ekki annað en skyndibita; fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða ham- borgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða." Opiö 11.30-23.30. Hótel Holt ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti berí matargerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óölnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafn- vel I einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Ítalía ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæðaþjónustan er hálfítölsk. Það, sem tæpast hangir I ítölskunni, er matreiðslan." Opiö 11:30-11:30. Játvarður ★★★ Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050 „Skemmtilega hannaður staður með fínlegri matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku- legri þjónustu sem getur svarað spurningum um matinn." Opiö 11.30-14 og 18-22. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg- ur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda I kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða- menn utan af landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastræti 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram- bærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en með hinni er fariö eftir verstu hefðum." Opiö md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Mirabelle ★★★ Smiðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir I profiteroles og créme brulée. Mirabelle er komin á gott skrið." Opiö 18-22.30. Pasta Basta ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131 „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góðum pöstum en lítt skólað og of uppá- þrengiandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um heigar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. La Primavera ★★★★ Austurstrætl 9, s. 561 8555 „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því." Opiö 12,00-14,30 og 18,00-22,30 virka daga og um helgar frá 18,00-23,30. Rauðará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús." Opiö frá kl. 18 og fram eft- ir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. Skólabrú ★★★ Skolabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduö og létt, en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hóf- söm." Opiö frá kl. 18 alla daga. Smiðjan ★★★ Hafnarstrætl 92, Akureyrl, s. 462 1818 „Smiðjan hefur árum og sennilega árum sam- an verið eini staðurinn á Akureyri þar sem er þorandi að boröa fisk." Opiö 18.00-22.00. Við Tjörnina ★★★★ Templarasundl 3, s. 5518666 „Nú viröist Tjörnin endanlega hafa gefiö for- ystuna eftir og raunar annað sætiö líka, gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23. 1 meira á.[ www.visir.is Keikó er kominn heim og syndir sæll og glaður í kvínni í Klettsvík. í öllu því fjölmiðlafári sem heimkomu hans fylgdi féll ýmislegt annað í skuggann. Þótt Keikó sé kominn heim er Ólafur Sigurðsson fréttamaður Sjónvarps, enn vestur í Oregon. Nú mun hins vegar unnið að því öllum árum að koma Ólafi heim og vonast menn til að það takist á jafn farsælan hátt og í tilfelli háhyrningsins fræga. Olaf heim! „Hann hefur bætt á sig nokkrum kílóum og ætti að verða í góðu formi þegar þar að kemur. Við höfum verið með hann í stífu iíkamsræktar- prógrammi núna síðustu þrjá dagana, erum að byggja hann upp fyrir heimferðina," segir Tony Caretaker. f / r*pw / ÍFföBB senvv tC£lHNM,K Upphaflega fór Ólafur Sigurðsson út til þess að fjalla um brottfór Keikós frá Oregon fyrir ís- lenska Sjónvarpið en varð innlyksa í smárri kerlaug nærri kví háhyrn- ingsins í Sædýragarðinum í Newport. Heimamenn tóku fljót- lega ástfóstri við hinn geðþekka fréttamann Rúv sem hélt stöðugt áfram að senda fréttir heim jafnvel þó gervihnattasamband væri úti og fékk Ólafur fyrir vikið gælunafnið Ruvy meðal starfsmanna garðsins sem segja að eflaust muni margir koma til með að sakna hans þegar hann hverfur heim á ný. Að sögn Tony Caretaker hjá The Free Ruvy Olaf Foundation er fréttamaðurinn í finu formi um þessar mundir, borðar reglulega og syndir nokkuð sprækur um í laug- inni sinni. „Það er allt annað að sjá hann núna en þegar hann kom hér fyrst til Oregon en þá hélt hann sig mest við bakkann fyrstu dagana, virtist fremur daufur í dálkinn, og tókst illa að gera sig skiljanlegan, en undanfama viku höfum við, með aðstoð framburðarfræðings frá CBS sjónvarpsstöðinni, verið að vinna í framsögninni hjá honum, og nú talar hann nánast látlaust, einkum eftir að við létum hann hafa sérstakan vatnsheldan hljóð- nema sem hann hefur tekið miklu ástfóstri við. Hann er duglegur að kafa og kemur alltaf með eitthvað nýtt upp á yflrborðið, reyndcir svo mikið að á köflum reynist okkur erfitt að fylgja honum eftir, en mest eru þetta fiskifréttir sem hann fer með, sem kemur okkur nú reyndar á óvart vegna þess að það er enginn fiskur í lauginni hjá honum.“ Tony telur að Ólafur sé óðum að nálgast sitt fyrra form og þess verði ekki langt að bíða að hann verði klár í flugferðina heim. „Hann hefur bætt á sig nokkrum kílóum og ætti að verða í góðu formi þegar þar að kemur. Viö höf- um verið með hann í stífu líkams- ræktarprógrammi núna síðustu þrjá dagana, erum að byggja hann upp fyrir heimferðina." Ætlunin er að flytja Ólaf heim í samskonar vél Bandaríkjahers og flaug með Keikó en þó mun vera um aðeins minni vél að ræða. Flug- ferðin mun og taka svipaðan tíma, tíu klukkustundir, og verður fréttamaðurinn hafður í sérstakri kerlaug á leiðinni sem verður höfð hálffull af vatni auk þess sem stöðugt streymi verður á honum svo „hann þurfi ekki að glíma viö fréttaþurrð á leiðinni“ eins og Tony orðar það, en sú breyting verður höfð á að Ólafur mun sjálf- ur fjalla um heimferðina i beinni útsendingu Rúv sem jafnframt verður hægt að fylgjast með á net- ' inu. Er ekki að efa að nýir aðdéndur hans og vinir þar vestra munu koma til með að nýta sér þann möguleika. Það er gamli I fréttamaðurinn Hallur Hallsson sem hefur bætt á sig fulltrúastörf- um fyrir Free Ruvy Olaf-sjóðinn hér á landi og að hans sögn leggst heimkoma Ólafs vel í menn. „Nú þegar við erum komnir með reynsluna ættum við ekki að þurfa að kvíða neinu. Þetta gekk vel með Keikó og við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þetta gangi jafnvel betur með Óla. Undanfarna daga höfum við verið að skoða þá staði sem hafa lýst sig reiðubúna til að taka við honum. Það eru einkum tveir aðilar sem hafa kom- ið til greina. Annarsvegar er það Höfn í Hornafirði þar sem Eystra- Horn hefur boðið Óla alveg nýtt starf sérstaks aflafréttamanns við blaðið og hinsvegar er það Sunn- lenska fréttablaðið á Selfossi sem býður fréttamanninn velkominn, og satt að segja líst okkur öllu bet- ur á það boð þar sem þeir eru að bjóöa upp á mun stærri laug en þeir fyrir austan. Þá er einnig í bí- gerð stofnun Sædýrasafns á Sel- fossi sem væntanlega yrði þá tengt lauginni en eins og kunnugt er hef- ur Óli sérhæft sig svo vel í fréttum úr sjónum og við sjáum hann vel fyrir okkur þar. Eina vandamálið er það að flugbrautin á Selfossvelli er fuli stutt en á móti kemur að ef, og ég segi ef, til mundi koma sams- konar óhapps og varð á Vest- mannaeyjaflugvelli, þá er skaðinn ekki stór þó Selfossflugvöllur lokist í nokkra daga. Menn fara þá bara heiðina." Hallur fullyrðir að viðhorf al- mennings til heimkomu Ólafs sé já- kvætt, jafnvel enn jákvæðara en í garð Keikós. „Að minnsta kosti hafa okkur ekki borist neinar morðhót- anir, sem þýðir þó ekki að öryggis- gæsla verði minni en við komu Keikós. Okkur hefur mætt mikil velvild, margir eru boðnir og bún- ir til að hjálpa, og ekki veitir af, því þó Free Ruvy Olaf-sjóðurinn standi ágætlega þá verður honum seint jafnað við Free Willy Keikó- sjóðinn. Ruvy er enginn Keikó. Og ég á satt að segja ekki von á mörg- um fjölmiðlum hingað upp vegna komu karlsins. Við höfum þó feng- ið fyrirspumir frá Færeyingum og þá hefur sjónvarpsstöð í Halifax sýnt málinu áhuga. En Óli á að baki glæsilegan feril í sjónvarpi, hann á stóran stað í hjarta þjóðar- innar og nú þegar hann er að ljúka þeim ferli þá vonumst við til að geta gert lendinguna fyrir hann eins góða og hægt er.“ Hallur segir óráðið með fram- haldið, hvað gerist eftir að Ólafur kemur heim. „Við tökum einn leik í einu eins og þeir segja í fótboltanum. Við sjáum hvernig hann kemur út úr flugferðinni sem án efa verður erf- ið, og svo það hvernig hann muni venjast nýjum heimkynnum. Einkaþjálfarinn hans, hann Jerry, heldur því fram sem raun- sæjum möguleika að Óla verði sleppt einn góðan veðurdag og vissulega er það langtímamark- miðið að þessu öllu, en hvenær eða hvort það verður verður bara að koma í ljós. Það getur vel verið að við eigum eftir að sjá Óla synda burt með hljóðnemann strax næsta vor. En ef af því verður munum við alltaf verða í sam- bandi við hann, jafnvel eftir að hann er kominn í sjóinn. Menn eru að vinna í því að útbúa sjálf- virkan sendi sem hægt verði að festa á hann og þá verður ekki að sökum að spyrja. Óli verður fyrst- ur með fiskifréttimar." Hallgrímur Helgason veitingahús Fiskhús númer eitt í hádeginu er hljómkviða gemsanna á Þremur Frökkum. Þar mega þröngt sitja sátt landssamtök gemsaeigenda sem tala ýmist saman yfir borðum eða sundur inn í gems- ana, sem hafa tekið við af tóbaki, sem helzti spillir heimsókna í mat- argerðarhús. Að öðru leyti er Þrír Frakkar notalega franskur staður að útliti og innihaldi. Upprunalegu, franskætt- uðu innréttingarnar eru þar enn og verður tæpast nokkru sinni breytt, svo vel heppnaðar eru þær. Miðlæg- ur zinkurinn er að vísu úr harðviði og borðin úr smíðajámi, en dúkam- ir era smárósóttir. í hádeginu er franskt bistróverð, 85 frankar (995 krónur) fyrir súpu og val milli tíu aðalrétta. Á kvöldin kostar hins vegar 3.300 krónur fyrir þríréttað með kaffi, eins konar milli- verð. I báðum tilvikum er staðurinn þétt skipaður. Þetta er einn af hornsteinum ís- lenzkrar matargeröarlistar og fisk- hús landsins númer eitt. Það býður jafnan dagsseðil með tæpri tylft rétta úr fiölbreyttu vali fisktegunda, yfirleitt nákvæmlega elduðum og með alveg óstöðluðu meðlæti, en með osta-rjómasósum, sem líkjast hver annarri í seinni tíð. Heimsókn er alltaf ævintýri. Verður makríll eða kolmunni á boðstólum í dag? Verður það guðlax eða túnfiskur? Eigum við heldur að halla okkur að einhverju kunnug- legra, til dæmis hunangsmjúkum saltfiski, sem fæst hvergi betri í landinu, afar fint elduðum, stundum með kapers og rauðlauk, stundum með tómatmauki og ólífum? Súpa dagsins er alltaf tær og tómatrauðleit grænmetissúpa með grænmetisþráðum, bragðgóð og leiðigjörn í senn. Tilbreyting er í forréttum á borð við ristaðan hörpu- fisk undurmeyran með rauðlauk eða ljúft reyktan lunda með hun- angssinnepssósu. Hér voru hæfilega steiktar gellur í blaðlauk með mildri rjómasósu, sem kölluð var tómatsósa. Einnig smjörsteiktur skötuselur með skel- fiski og sömu sósu, sem í þessu til- viki var kölluð kampavíns- ijómasósa. Enn fremur pönnusteikt steinbítsflök með grænmeti og ofan- greindri sósu hússins, sem gengur Þrír Frakkar: ★★★★ undir ýmsum nöfnum. Meiri spenna fylgdi pönnusteikt- um makríl með vel rjómaðri græn- piparsósu brúnni, finum mat. Einnig ferskum túnfiski í góðri kampavinssósu, furðanlega lítið grófum mat. Lakari var guðlaxinn, sem er að eðlisfari slakt hráefni, en var hér bjargað fyrir horn með súr- sætri sósu, sem yfirgnæfði réttinn. Hér fékkst líka hæfilega elduð nautahryggsneiö, feit og meyr, borin fram með sveppum og pönnusteikt- um hýðiskartöflubátmn. Eftirréttir eru alltaf hinir sömu, heit eplabaka kanilkrydduð, létt súkkulaðikaka „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenzkrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt.“ með vanillusósu og of þétt skyrterta. Allar tegundir kaffis eru góðar, bornar fram með heimalöguðum súkkulaðidoppum. Góðum vínlista fylgir skemmti- legt orðfæri þekkts háls-, nef og eymalæknis. Vín era þar „löng“ og „samfelld", eins og ,jarðvegur“ eða „svartur pipar“ á bragðið, þau era „létt í nefi“ og „fara alla leið“. Ég er einkum feginn hinu síðastnefnda. Jónas Kristjánsson 6 f ÓkllS 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.