Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 20
Douglas Fairbanks eldri með hlut- verk Zorrós. í kjölfarið fylgdu þátt- araðir um Zorró sem sýndar voru í kvikmyndahúsum við miklar vin- sældir. Næstur til að leika Zorró i kvikmynd í fullri lengd var stór- stjarnan Tyrone Power og náði sú kvikmynd, sem hét eins og sú fyrsta The Mark of Zorro, miklum vinsældum. 1957 var farið að gera sjónvarpsþætti um Zorró og þá var það Guy Williams sem setti upp grímuna og klæddist svörtu. Franski leikarinn Alain Delon var næstur til að leika Zorró árið 1975 onio Banderas utverki Zorro. og stuttu síðar lék George Hamilton Zorró í farsanum Zorro, The Gay Blade. Hér hafa aðeins verið nefndar helstu kvikmyndim- ar um Zorró. Margar aðrar hafa verið gerðar sem minna hefur farið fyrir, meðal annars af Spánverjum og Mexíkómönnum. í Grímu Zorrós eru eins og áður sagði tveir Zorróar. Þann eldri, sem er að setjast í helgan stein, leikur Anthony Hopkins og læri- sveinninn, þann yngri, leikur Antonio Banderas. í stærsta kvenhlutverkinu er Catherina Zeta Jones en hún leikur dóttur Zorrós hins gamla. í hlutverki erkifjandans er Stuart Wilson sem íslendingar ættu að kannast við, en hann lék í sjónvarpsmynd- inni um Nonna og Manna. Leikstjóri er Martin Campbell sem leikstýrði síðast James Bond- myndinni GoldenEye. Campbell er fæddur á Nýja-Sjálandi en hefur alið manninn að mestu á Bret- landseyjum og var áður en hann flutti vestur um haf einn af virt- ustu sjónvarpsleikstjórum hjá BBC og leikstýrði sjónvarpsmynd- um og seríum. Frægastur er hann fyrir Reilly: Ace of Spice og seri- una The Edge of Darkness, en það var einmitt sú sjónvarpssería sem vakti athygli framleiðanda í Hollywood á honum. -HK Antonio Banderas er Zorró mmn Þegar Antonio Banderas kom fyrst til Bandaríkjanna 1991 til að leika kúbanskan trompetleikara í The Mambo Kings var strax farið að líkja honum við Rudolph Val- entino, sem ekki þótti boða neitt gott fyrir metnaðarfuílan leikara og því bjuggust fáir við því að hann næði fótfestu i Hollywood, en það sem þeir sömu vissu ekki var að Banderas átti að baki farsælan leikferil í spænsk- um myndum og leikhúsum og var ekki tilbúinn að láta afgreiða sig sem latneskt súkkulaði. Honum tókst með harðfylgi og góðum leik að vinna sér sess og er í dag eftirsóttur beggja vegna Atlantshafsins. Antonio Banderas átti að baki klassíska þjálfun í leikhúsi og dýr- mæta reynslu í nokkrum kvik- mynda Pedró Almodóvars, eftir- tektarverðasta leikstjóra Spánar, en hann kunni mjög lítið í ensku þegar hann lék í The Mambo Kings og gekk í gegnum þá erfiðu raun að læra textann án þess að skilja hann. Það má þó Banderas eiga að hann hóf strax enskunám af fullum krafti og þegar tökum lauk var hann bú- inn að ná ágætum tökum á málinu. Fótboltinn vék Antonio Banderas fæddist 10. ágúst 1960 í Málaga á Spáni og ólst upp í skugga Franco-stjómarinnar. Hugur hans stóð í fyrstu að verða atvinnumaður í fótbolta en þegar meiðsli í fæti komu í veg fyrir það ákvað hann að verða leikari. Ástæð- an fyrir þessari ákvörðun var kvik- mynd Milos Formans, Hair (Hár- ið). Hreifst hann mjög af þeirri kvik- mynd og persónunum og taldi þama vera vettvang til að fá útrás. Gegn vilja foreldra sinna innritaðist hann í leiklistarskóla í Málaga og stofnaði mn leið götuleikhóp ásamt vinum sínum. Með þessum hóp ferðaðist Banderas vítt og breitt um Spán. Árið 1981 flytur Banderas til Ma- dríd og kemst að sem aukaleikari við Þjóðleikhús Spánar. Ekki hafði hann nóg að gera til að geta lifað af listinni og vann hann einnig fyrir sér sem þjónn og módel. Eftir eina leiksýningu var hann kynntur fyrir ungum kvikmyndagerðarmanni, Pedró Almodóvar, sem hafði vakið athygli fyrir djörfung og áræði i þjóðfélagi þar sem listinni var snið- inn þröngur stakkur. Almodóvar fékk Banderas til að stofna með sér kvikmyndafyrirtæki og saman hófu þeir gerð ódýrra en áræðinna kvik- mynda þar sem persónur vom yfir- leitt á skjön við þjóðfélagið. Á þess- um árum vann Antonio Banderas með öðrum spönskum leikstjórum, meðal annars José Luis Sánchez og Lluis Josep Comerón. Það var þó kvikmynd Almodóvars, Konur á barmi taugaáfalls, sem gerð var 1988, sem kom honum á blað í heimspressunni. Antonio Banderas lék áfram í myndum Almodóvars en síðasta samvinna þeirra var Tie Me up, Tie Me down, þar sem Banderas lék geð- veikan mann sem rænir klám- stjömu og heldur henni fanginni þar til hún fellur fyrir honum. Þetta var einnig síðasta kvikmyndin sem Banderas lék í á Spáni áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Antonio og Melanie Leikstjórinn Arne Glimcher þótti taka mikla áhættu þegar hann fékk Antonio Banderas til að leika í The Mambo Kings, enda þurfa evr- ópskir leikarar að vera frægir fyrir eitthvað annað en leik til að fá pláss í amerísku pressunni. Vinsældir The Mambo Kings urðu heldur ekki miklar en það sýnir kannski best hve aðdráttarafl Banderas var mik- ið að hann var sá eini af fríðum leik- arahóp sem eitthvað var fjallað um. Næsta hlutverk hans var í Phila- delphia þar sem hann lék homma, vin Tom Hanks. Banderas var ekki óvanur sliku hlutverki, hafði leikið nokkra homma í spönskum kvik- myndum. Fékk hann góða dóma fyr- ir leik sinn og í kjölfarið lék hann í The House of Spirits, Interview With the Vampire, Desperado og Assassins, svo þær helstu séu nefnd- ar. Þegar tökur stóðu fyrir á Two Much fóra að berast sögur af því að kossar Melanie GrifSth og mótleik- ara hennar Antonio Banderas væru í lengra lagi og heitari en svo að aö- eins um leik væri að ræða, enda fór það svo að Banderas skildi við eigin- konu sfna til átta ára, Ana Leza, og hneykslaði Spánverja, ekki síst for- eldra sína með því að giftast Mel- anie nánast daginn sem skilnaður- inn var staðfestur. Hjónakornin virðast lifa hamingjusömu hjónalífl á Hollywood-mælikvarðann og eiga eina dóttur, Stellu del Carmen, sem fæddist í september 1996, fjór- um mánuðum eftir að þau giftu sig. Vinsældir The Mask of Zorro hafa verið umtalsverðar og hefúr Anton- io Banderas vaðið í tilboðum. Næstu kvikmyndir hans eru The 13th Warrior sem byggð er á skáldsögu Michaels Cricthons, Eaters of the Dead, sem fjallar um mann á tiundu öld sem þykir gott að gæða sér á mannakjöti, The White River Kid, þar sem Banderas er að launa Arne Glimcher tækifærið sem hann gaf honum. Fjallar sú mynd um ofsatrú- armann og raðmorðingja sem ferð- ast saman um miðríki Bandaríkj- anna í munkaklæðum og framtíðar- myndina The Sparrow þar sem Banderas leikur prest sem uppgötv- ar líf á annarri plánetu. -HK Bíóborgin Lethal Weapon 4 Þessi nýjasta viöbót í serfuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og spennandi og áhættuatriðin flest til fyrirmynd- ar. Þótt hún nái aldrei aö toppa það besta úr fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki aö valda aðdáendum þeirra Riggs og Murtaugh vonbrigðum. Þetta verður líklega síðasta mynd- in og ekki amaleg endalok á eftirminnilegri ser- íu. -ge Gríma Zorrós í bíóum í Reykjavík: —Hagstæðasta verðið —Mesta úrvalið -Besta þjónustan LEÐXJRIÐJAN ehf. Laugavegi 15 • s. 561 3060 City of Angels ★★★ Þrátt fyrir að vera klisju- kennt bandarfskt ástardrama eru fallegar og áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik- stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp að skapa þá stemningu sem upprunalega hug- myndin um (ó)sýnilega engla býður upp á. -úd Six Days, Slx Nights ★★★ Fremur hugmynda- snauð en þó skemmtilega rómantísk gaman- mynd sem gerist í fallegu umhverfi á eyjum í Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af góðum leik aðalleikaranna, Harrisons Fords og Anne Heche, sem ná einstaklega vel saman. Aðrir leik- arar standa sig ágætlega en hverfa í skuggann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó The X-files ★★ Einhvern veginn þýddust ráð- gáturnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleik- ann bak við þættina að finna, en það er eins og aðstandendur hafi aldrei almennilega getað gert upp við sig hvort gera skuli langan sjón- varpsþátt eða bíómynd. David Duchovny sýnir enn og sannar að hann er og verður aldrei ann- að en þriðja flokks sjónvarpsleikari, meðan Gillian Anderson ber breiðtjaldið betur. -úd Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd þar sem frammistaða tæknimanna er það eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael Bay ger- ir það sem fyrir hann er lagt og því er Arma- geddon meira fyrir auga en eyru. -HK Háskólabíó BJörgun óbreytts Ryan ★★★★ Strið í sinni dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda- verks. Stórfenglegt byrjunaratriði gæti eitt sér staðiö undir ómældum stjörnufröida, en Steven Spielberg er meiri maður en svo að hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og I kjölfarið kemur áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi í öðru sterku og löngu lokaatriöi þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Predikarinn ★★★ Robert Duvall fer á kostum í hlutverki predikara sem fremur glæp en frels- ast á flótta. The Apostle er kvikmynd Roberts Duvalls í meira en einum skilningi, hann er einnig leikstjóri og handritshöfundur Með mynd sinni sýnir Duvall að hann er mikill listammað- ur og vonandi er að hann geri aðra mynd sem fyrst. -HK Sporlaust ★★★ Leikararnir skila sínu og sögufléttan er að mestu í anda góðra spennu- mynda. Þó er að finna slæmar holur I plottinu sem eru leiðinlegar fyrir þá sök að auðvelt hefði veriö að bjarga þeim. Þessir hnökrar spilla þó tæplega miklu og myndin ætti ekki að valda vonbrigðum. -ge Washington torg ★★★ Skáldsögu Henry James fylgt vel eftir í sterkri mynd um ráðrikan föður sem ekki sættir sig við eiginmannsefnið sem einkadóttirin hefur valið sér og stígar þeim í sundur á grimmilegan hátt. Hvað er rétt og hvaö er rangt er þemaö. Jennifer Jason Leight er misgóð f erfiðu hlutverki, en Albert Finney er sem oftast áður sterkur á svellinu þegar kem- ur að klassíkinni. -HK Daik Clty ★★ Dark City er metnaðarfull og ansi mögnuð mynd, og vekur tilfinningar bæöi um of- sóknir og innilokun. Hún er full af ótrúlega eftir- minnilegum myndrænum skeiðum, sérstaklega þar sem geimþjóöin „tjúnar" og lætur borgina bókstaflega vaxa, hús spretta upp úr götum, stækka, minnka eða taka öðrum breytingum. Hins vegar veldur handritsskortur því að oft var eins og um langa auglýsingu að ræða. -úd Martha, má ég kynna ... ★★ Grease ★★★ Ókeypis ruiter pennaveski úr leðri fylgja ruiter úkólatösk- unum á meðan birgðir endast! Stóra frumsýningin þessa helg- ina í Reykjavík er ^Gríma Zorrós (The Mask of Zorroj sem sýnd er í Stjörnubíói, Sam-bíóunum, Laugar- ásbíói og í Borgarbíói á Akureyri. Myndin gerist á 19. öld í Mexíkó þar sem heimamenn berjast gegn ofríki Spánverja. Þjóðhetja Mexíkós, Zorro, er yfirbuguð eftir að eiginkona hans er myrt og dvel- ur hann næstu tuttugu ár í fangelsi. Þegar hann sleppur er hefnd efst i huga hans en nú er hann orðinn gamall og lúinn og hefur lítið að gera í spræka stráka erkifjand- mannsins, Don Rafaels Monteros. Zorró þarf þvi að finna arftaka og finnur hann i stigamanninum Alej- andro Murieta og þjálfar hann upp í hinn nýja Zorró. Zorró hefur lengi verið hetja hvíta tjaldsins. Árið 1919 kom út fyrsta hasarblaðaútgáfan af Zorró og ári síðar var fyrsta kvikmyndin gerð. Það var þögul kvikmynd sem hét The Mark of Zorro. Þar fór 20 f Ó k U S 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.