Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 13
býð þeim upp á rauðvín, opna hurðir fyrir þær, vil hafa kerti, góðan mat og allt það. Það er stundum eins og is- lenskar konur vilji bara láta draga sig á hárinu inn í einhvern helli og síðan nauðga sér. Ég er ekkert að gera lítið úr macho-karlmönnum, þeir eru yfirleitt bara að svara eftir- spurn og ekkert ánægðir með þetta macho-hlutverk." En ertu ekki bara öfgahrokafullur snyrtipinni? „Jú, en allur minn hroki byggist upp á kómík. Eins og með GK, inni í búðinni er plakat með lítilli ástar- sögu í Reykjavík. Sagan fjallar um hvað sé málið í haust og annað slíkt. Á þvi stendur líka að ef þetta ert ekki þú, þá að leita uppi það sem er últra- flott, farðu þá eitthvað annað. Leiðin- legt að segja það en ég og GK getum ekkert gert fyrir gæja sem vill bara klæðast Don Cano-galla. Hann verður bara að sjá um sig sjálfur. Mér finnst hann lumma og ömurlegur og flokka hann umsvifalaust undir rútufólkið. En ég meina, hvað með það?“ Rútufólkiö? „Þetta er meirihluti þjóðarinnar. Þjóðin á það til að vera svo hrikalega „pathetic". Hérna fyrir nokkrum árum var auglýsing í Mogganum um að sýndar yrður rúturnar á BSÍ. Þetta var sem sagt rútubílasýning. Neðst í auglýsingunni stóð að gefnar yrðu pylsur og eitthvað að drekka. Það mættu þúsundir manna. Þetta var fyrir átta eða tíu árum og rútufólkið er að fjölga sér. Þessu fólki er að sjálf- sögðu óbjargandi og þannig verður það bara að vera. Það mun halda áfram að versla allt sitt í Holtagörð- um, sama hvað ég segi.“ Arnar Gauti fæddist í Eyjum og var fluttur með bleiu til Keflavíkur í gosinu. Þar ólst hann upp hjá yndis- legri fjölskyldu. Lærði að drekka rauðvín með stelpunum í bekknum og spjallaði við þær um lífið og tilver- una á meðan strákarnir drukku landa og rifumst um úrslitin í körfu- bolta. Sautján ára gamall flutti hann svo í bæinn og hefur verið hér síðan. „Ég er þannig gæi að þegar ég geng Laugaveginn með yndislegri konu og það byrjar að snjóa þá segi ég henni að nú séu englar að strá yfir okkur hamingju. En fyrir aftan mig heyri ég Flottasti uppstríiaði vínarbrauöstillinn er alveg örugglega verslunarmaðurinn og útvarpskúltúrgæinn Arnar Gauti í GK. Þaö er hreinlega ekki til flottari karlmaður á Fróni. að einhver kjáni er að blóta þessu helvítis skita íslandi. Svona er allt hjá mér. Ég vel gönguferð í mjúkri rigningu með klassadömu fram yfir sjónvarpsgláp eða bióferð." Hvaó í fari íslenskra karlmanna fer mest í taugarnar á þér? „Dæmi! Um daginn var ég að skoða nýjan skemmtistað. Það var þama gæi sem var að sýna mér hann og tala um hvað þetta væri allt saman flott og fint. Eftir skoðunar- ferðina hrósa ég honum fyrir stað- inn og þá segir hann: Og nú er bara að vona að maður fái eitthvað að ríða út á þetta. Svona þoli ég ekki og gat ómögulega setið á mér. Það ríður mér enginn, sagði ég pirraður og fór. Nennti ekki að standa í svona kjaftæði. Að minu mati er ekki hægt að ríða neinum. Kynlíf fjallar um að njóta, ekki ríða. Til að fá eitthvað út úr kynlífi verður maður að bera óhemju mikla virðingu fyrir kon- unni. Ég ber það mikla virðingu fyr- ir konum að yfirleitt heldur fólk jafnvel að ég sé „gay“. En ég lofa að það hamrar mig enginn!" -MT Hvað ma aldo? Nærbuxur: Ljósbláar Bongourno- naríur úr Hagkaupi. Sokkar: Hvítir sokkar eru algerlega off nema fyrir Davíð Þór Jónsson, það bjargar honum ekkert. Buxur: Buxur með þrjár fellingar eða meira. Ef þú átt slíkar, hentu þeim. pon 4. Verslaö í bíósjoppunnl: Nachos með ostasósu. Gæinn við hliöina á mér fær olnbogann ef hann dirfist. Drykklr á bar: Vodka í kók. 21. öldin er handan við hornið, spurning um aö sýna smástíl. Jakki: Tvíhnepptir jakkar í litum eru ógeðslegir. Háralltur: Aflitað hár og og skegg í stíl er gjörsamlega lost. Tóbaklð: Winston Lights er fyrir rútufólkið. Vinnustaöurinn: Gluggaþvottamenn og verðbréfasalar eru ekki þaö áhugaverðasta. Morgunmaturlnn: Cheerios og Camel. Hálsmen: Leðurreimar upp í háls er fyrri feitu pönkarajussurnar. Kaffivélln í eldhúsinu: Ódýr sjálfvirkur uppáhellingur úr Elkó er ekki málið. Settu metnað í kaffið. Sófasettiö í stofunni: Leðursófinn frá mömmu og pabba eða svartir króm-sófar. Gemsinn: Gamall Motorola-klumpur og svo er viðbjóður að sjá þessa sextán með síma sem þeir hafa ekkert að gera við. Náttborðslampinn: Hlunkur úr dánarbúi ömmu þinnar og afa. Konan á arminum: Ljóshært beibi í teknómelludressi sem veit ekki hvort hún er að koma eöa fara. Kynlífsstellingin: Trúboðs er bara fyrir Gunnar í Krossinum. Híbíýli: Sextíu fermetra íbúð með veggj- um og hurðum í Grafarvogi. Bíltegund: Skódinn er bara fýrk vísitöluvaríant. I geislanum: Euroteknó og þungarokk. Út á lífið meö strákun- um: Óöal er alltof basic. Boösgestir í matar- boö: Starfsmenn Reykjavíkurborgar. Plck up-lína: Á ég þig ekki eftir? Hvers konar myndir í bíó: Formúlumyndir eins og Lethal Wea- Heimsborgln: Dublin og Glasgow. Ilmur fyrir herrann: Spírinn er út og þá sérstaklega Kouros frá Vves Saint Laurent. Blóm handa konunni: Rósatilboösbúnt I Blómavali er virkilega súr gjöf. Vetrarfríið: Pakkadíll til Kanari er bara fyrir gamla pensionista. Arnar Gauti verður í spjallinu á www.visir.is í dag frá 4 til 5. Netverjar geta spurt og spjallaö viö Arnar Gautas um hvaö megi og hvaö ekki. NV-SD230 'PER DRSVE -INTEUIGENT CONTROL ■NER RRESET • AUTC CLOC ADTO CLOCK SET - Ok'-SCREEN 0;SP V- s~" v Vw# V,*# V. fc Afm Iboð sti Myndbandstæki fyrir þá sem vilja hafa hlutina trausta og einfalda Nú bjóðum við ítilefni 20 ára afmælis okkar Panasonic SD230 myndbandstæki. Tækið er sérlega áreiðanlegt og traust fjölskyldutæki og þægilegt í allri notkun. Tækið er með N.T.S.C. afspilun, barnalæsingu og fjöldanum öllum af frábærum eiginleikum sem myndbandstæki af bestu gerð prýða. 18. september 1998 f ÓkllS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.