Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Blaðsíða 7
Tónlistargagnrýni er yfirleitt í höndum doktora og útspekúleraðra poppáhangenda. En yfirleitt kemst enginn undan því að hlusta, hvort heldur sem er í sjónvarpi eða útvarpi. Það slysast ólíklegasta fólk til að vita hvað Skítamórall og Lhooq er. Eldri borgararnir í félagsheimilinu Árskógum 6 eru engin undantekning. Þau eru gagnrýnendur götunnar að þessu sinni og taka fyrir tíu tónverk eftir unga listamenn, valin af handahófi. Björk: Hunter Olga: „Mér fmnst þetta ekki vera neitt fyrir mig. Hálfgert garg að mér finnst.“ Þorbjörg: „Björk er nú bara ekki í neinu uppáhaldi hjá mér en ég hef heyrt margt verra hjá henni en þetta.“ Guðrún: „Þetta Hunter-lag heill- ar mig ekki sérstaklega." Sigurður: „Ég væri nú frekar til i að hlusta á SKT (Söngvakeppni templara) eða eitthvað í líkingu við 12. september, það var vit í því á sínum tíma.“ Frímann: „Mjög gott lag. Það er smádjass í þessu.“ Guðrún Þórhallsdóttir, fædd 1927: „Þetta unga fólk vill ekki að við skiljum það sem þau eru að segja." 18. september 1998 f ÓkUS Þorbjörg: „Ég hugsa að það væri hægt að læra að hlusta á þetta en tónlistin yfirgnæfír sönginn og slíkt fer alltaf i taugarnar á mér.“ Tvíhöfði: Útlenska lagið '98 remix - m/Quarashi feat. Chico Þorbjörg: „Þeir geta nú bara pakkað saman þessir gaurar. Úr stúdíóinu með þá.“ Frímann: „Ég hef ekki gaman af þessum Tvíhöfða." Olga: „Ég á ekki orð, þetta er alveg hörmulegt.“ Guðrún: „Þetta gaul er óskilj- anlegt." Sigurður: „Þetta er nú það allra aumasta sem ég hef á ævi minni heyrt." Steiner: Sú er sæt Sigurður: „Á þetta eitthvað skylt við Franklín Steiner?" Guðrún: „Ekkert vera að blanda honum í þetta.“ Sigurður: „Nú, af hverju ekki? Þetta gæti verið eitthvað sem hann hlustar á.“ Olga: „Er þetta Helgi Björns?" Þorbjörg: „Ég skil ekki orð af því sem er verið að segja. Trommurnar eru allt of hávær- ar.“ Guðrún: „Þetta unga fólk vill ekki að við skiljum það sem þau eru að segja.“ Frímann: „Þetta er aðeins of pönkað fyrir mig. Ég hef aldrei verið hrifin af pönki.“ Skítamórali: Farin Þorbjörg: „Það er pínulítið kikk í þessu.“ Guðrún: „Þetta er alveg stórgott. Mig langar bara til að standa upp og dansa." Sigurður: „Mér líst ekkert á þetta. Tæki KK-sextettinn fram yfir þetta á hvað degi sem væri.“ Olga: „Þetta held ég að sé topp- urinn. Er þetta ekki Stefán Hilm- arsson?" Frímann: „Nei, hann er ekki í Skítamóral.“ Olga: „Nafnið er eiginlega það versta. Minnir á þama Tappa tík- arrass.“ Frímann: „Það er allavega til margt verra en þetta.“ Stoiía: Broddgölturinn sítuðandi Olga: „Þetta er ekki neitt neitt og allt of ruglingslegt lag fyrir minn smekk." Þorbjörg: „Einhver taktur þarna en það vantar eitthvað upp á.“ Frímann: „Það er allavega góður trommari í þessari hljómsveit. Já, þeir virðast getað spilað þess- ir.“ Sigurður: „Hann er nú bara að berja þessar trommur allt of Frímann Jóhannsson, fæddur 1924: „Ég er nú ekki stórhrifinn af henni Botnleðju." Siguröur Kristjánsson, fæddur 1918: „Ætli ég verði ekki að vera á móti þessu eins og öllu ööru.“ harkalega, því er nú verr. Svona sláttur passar ekki við mig.“ Guðrún: „Nær ekki til min. Mér finnst þetta bara rugl.“ Sigur Rós: Leit að lífi2 Frímann: „Þetta lag gæti virkað á þriðja glasi en ekki fyrr.“ Guðrún: „Ekki svo slæmt í sjálfu sér en heldur ekki fallegt." Olga: „Nafnið á hljómsveitinni er fidlegt en þetta er engan veg- inn gott lag.“ Sigurður: „Já, ég er sammála því að nafnið sé gott og gilt ís- lenskt nafn. Söngurinn minnir á Megas þegar hann var að góla héma á árum áður.“ Þorbjörg: „Ég veit ekki um þetta lag. Kannski sleppur það strax eftir tvö sérrístaup." Real Flavaz: Get it on Olga: „Mjög gott og örugglega miklu betra í glasi.“ Sigurður: „Þetta er nú ekki músík frekar en ég veit ekki hvað.“ Þorbjörg: „Nokkuð gott lag hjá þeim þessum. Ég þyrfti nú að vera ein ef ég hlustaði á þetta heima hjá mér. Myndi ekki vilja bjóða gestum upp á þetta þó ágætt sé.“ Frímann: „Þær em nokkuð góð- ar þessar." Guðrún: „Mjög fínt danslag. Það væri hægt að dansa við þetta.“ Þorbjörg: „Ég held við séum að flippa út.“ Botnleðja: Dagur eitt Frímann: „Ég er nú ekki stór- hrifinn af henni Botnleðju." Guðrún: „Ekki gott, allsekki gott.“ Olga: „Alveg út í hróa. Er ekki meirihlutinn af þessari ungu kynslóð heyrnarlaus." Þorbjorg: „Botnleðja fer alveg á botninn hjá mér.“ Sigurður: „Ætli ég verði ekki Lhooq: Loosing hand Guðrún: „Þetta er nú allt í lagi svosem." Sigurður: „Nei, hún er ekki með nógu góða rödd þessi stelpa. Bara rám rödd eins og ég er með.“ Olga: „Miklu betra en gaulið í henni Björk. Lagið ekkert gott sem slíkt. Vantar melódiuna. En röddin er fín.“ Frímann: „Björk er miklu betri en þessi stúlka, en það gæti nú ræst úr henni þessari." Olga Steingrímsdóttir, fædd 1922: „Er unga fólkiö virkilega að hlusta á þessa vitleysu." að vera á móti þessu eins og öllu öðra.“ Olga: „Er unga fólkið virkilega að hlusta á þessa vitleysu.“ Frímann: „Já, þetta er víst mjög vinsælt allt saman." Woofer: Táfýla Olga: „Þetta er allt of mikill há- vaði, nú má fara að lækka í þessu tæki.“ Sigurður: „Stelpan getur sungið en hún ber textana mjög illa fram.“ Þorbjörg: „Já, þessi þyrfti að fara á námskeið í framburði." Frímann: „Það er nú ágætis rytmi í þessu. Mér líkar ágætlega við þetta.“ Guðrún: „Ekkert varið í þetta að mínu mati. Þetta á aliavega ekki við mig, enda er ég kannski of gömul.“ -MT Þorbjörg Guömundsdóttir, fædd 1928: „Ég þyrfti nú að vera ein ef ég hlustaði á þetta heima hjá mér. Myndi ekki vilja bjóða gestum upp á þetta þó ágætt sé.“ M *twn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.