Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 Fréttir 7 » I > > > > I i > > > I > I I > > , *OAlkV<* Sjómaöur missti fót i slysi um borö í Aðalbjörgu II. RE: Skipstjóri og útgerð sýknuð Öllum nemendum í grunnskól- um í Bolungarvík, ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi var gefið frí 24. september. Ástæðan var sú að all- ir kennarar og annað starfsfólk settist þá á skólabekk Vímuvarna- skólans sem að þessu sinni er í Grunnskólanum á ísaflrði. Vímuvarnaskólinn er sam- starfsverkefni forvamadeildar SÁÁ, Fræðslumiðstöðvar í fíkni- efnavörnum og Rauða kross ís- lands. Koma Vímuvarnaskólans er einn liður i samstarfsverkefni á vegum VÁ VEST og forvarna- deildar SÁÁ, en að VÁ VEST standa Bolungarvíkurkaupstaður, ísafjarðarbær og Súðavíkurhrepp- ur. í Vímuvarnaskólanum að þessu sinni er bæði um að ræða fyrirlestra og hópvinnu og settust nemendur - kennarar og starfs- fólk grunnskólanna - á skólabekk klukkan átta að morgni og lauk skólasetu kl. 16.30. -HKr. Nýlagning á Barða- strandarvegi Nú í vikunni voru opnuð hjá Vegagerðinni á ísafirði tilboð í ný- lagningu Barðastrandarvegar frá Móru að Litluhlíð. Vegagerðin áætlaði að verkið kostaði 81,665 milljónir króna. Lægsta tilboðið, sem var frá Friðgeiri V. Hjaltalín í Gnmdarfirði, hljóðaði hins vegar upp á rétt rúmar 59 milljónir króna, eða 72,2% af kostnaðaráætl- un. Næstlægsta tilboðið átti Norður- tak á Sauðárkróki upp á tæpar 64,5 milljónir kr., eða 78,9% af áætlun, og þriðja lægsta tilboðið átti Fyll- ing ehf. á Hólmavík, rúmar 67,8 milljónir kr., eða 83% af áætluðum kostnaði Vegagerðarinnar. Alls buðu 12 verktakar í þessa vegagerð og hljóðaði hæsta tilboðið upp á rúmar 94,4 milljónir króna, eða 114,4% af áætluðum kostnaði. Það kom frá ístaki hf. í Reykjavík. -HKr. — í skaöabótamáli í Hæstarétti Opló á Vegas Reykjavik Sunnudaga tll fimmludaga kl. 21.00-01:00 Föstudaga og laugardaga kl. 21.00-03:00 Sjá texlavarp RUV bls 669 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í skaða- bótamáli sjómanns sem slasaðist alvarlega 13. mars 1992 við vinnu sína um borð í skipinu Aðalbjörgu n. RE. Sjómaðurinn hafði áfrýjað mál- inu til Hæstaréttar og krafðist þess að stefndu, skipstjóri og út- gerð skipsins, greiddu sér rúmar 17 milljónir í skaðabætur með vöxtum frá þeim degi sem slysið varð. Hæstiréttur sýknaði hins vegcU- skipstjóra og útgerð skips- ins. Sjómaðurinn missti vinstri fót fyrir neðan hné í slysinu og hlaut hann 45 prósenta varanlega ör- orku. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefnda sjóslysa var talsverð ísing á bátnum þegar slysið varð. Aðila greindi á um það hvort skipstjórn- armenn hefðu lagt bann við því að menn færu úr stíunni við lögnina um borð í skipinu. Sjómaðurinn kannaðist ekki við að yfirmenn skipsins hefðu bannað mönnum það. Skipstjóri kveðst hins vegar hafa lagt algjört bann við því á meðan netin voru lögð. í dómi Hæstaréttar segir að meginorsök slyssins sé að sjómaðurinn fór úr stíu og stóð á þilfari skipsins, þar Nemendur í frí - kennarar á skólabekk sem netin voru að renna út, þegar slysið varð. Ekkert bendir til þess að slysið hefði borið að höndum ef sjómaðurinn hefði verið kyrr í stí- unni. í dómnum segir að hann hafi verið reyndur sjómaður og mátt vera ljóst hver hætta gat verið honum búin fyrir framan stíu- borðin á skipinu. -RR Rósa Kristmundsdóttir fagnaði hundrað ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík á föstudag. Veisla var haldin í tilefni dagsins og var Rósa hin hressasta. Rósa fæddist að Kaldbak í Kaldrananeshreppi. Hún hefur lengst af búið á Hólmavík. -RR/ DV-mynd Hilmar Þór Hyundai Accent er mjög fallegur og vel v A búiitn bíll; spameytinn og á mun lægra verói ' NÍflfÍ en sambærilegir bílar. kr.■ Ær , M Mi Komdu og prófaðu Hyundai Accent! M ^flHfll^’ flflfl Vflfl BBBBBEBWiifiil Hyundai Accent 1.3 Hyundai Accent 1.5 ámán.* Opið til 18 virka daga og til 16 um helgar. 1.129.000 verð fra lo:. 995.000 veró fra Meðalgreiðsla á mánuði m. kostnaði og vöxtum m.v.: Verð 995.000 kr., innborgun: 25%, 248.750 kr., t.d. bfllinn þinn. Lan í 84 man. Lokaverð 1.271.418 kr. Armúla 13 • Söludeild 575 1220 ■ Skiptiborð 575 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.