Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 18
iMenning MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 DV Inge Knutsson þýðandi: Þvf betri sem bókin er því betri verður þýðingin. DV-mynd Brynjar Gauti íslenskar bókmenntir hafa stíl Það er áreiðanlega ekki á nokkurn mann hallað i heimin- um öllum þó að fullyrt sé að Sviinn Inge Knutsson sé af- kastamesti þýðandi íslenskra bókmennta frá upphafl. Hann hefur þýtt yfir sextíu skáldverk eftir ílesta helstu höfunda ald- arinnar, skáldsögur, smásagna- söfn, minningabækur og ljóð og þar af hafa fjörutíu og sjö þegar verið gefin út. Þau sem liggja óútgefin hafa oftast verið þýdd í tengslum við tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Eins og stendur er hann með þrjú verk í takinu, tvær skáldsögur og eitt ljóðaúr- val. Hann kom hingað núna til að taka þátt í námstefnu þýð- enda sem Stofnun Sigurðar Nordals stóð fyrir fyrr í þessum mánuði og tii að þefa af því nýjasta sem er að gerast á ís- lenskum bókamarkaði. Það er einkennilegt að hugsa til þess að maður lifi á því í öðru landi að þýða íslenskar bækur á móðurmál sitt og við spurðum hann hvemig þetta hefði byrjað? „Reyndar var það af tilviij- un,“ segir Inge á lýtalausri ís- lensku. „Ég las norrænu við há- skólann í Lundi í lok sjöunda áratugarins meðan íslenska var ennþá skyldufag. Við lásum fá- eina kafla úr Egilssögu, nokkur eddukvæði og sóttum námskeið í nútímaíslensku hjá Nirði P. Njarðvík. Ég var gamall latínu- maður og fannst íslenskan áhugaverð af því að hún var líka gamalt tungumál en þó lif- andi. Það var upplifun. Ég keypti mér íslensk-sænska orðabók og tvær bækur eftir Þórberg Þórðarson og fór að lesa þær og smám saman fór ég að skilja meira. Ég fékk mér líka Ijóðabækur, Snorra Hjart- arson, Sigfús Daðason og fleiri. Þá var til eitt íslenskt ljóðasafn á sænsku, Is- landsk poesi, tíu ára gamalt, og mér datt í hug að búa til nýtt ljóðaúrval. Það gerði ég og fann fljótlega forleggjara og það var upphafið. Næst gerðist það að Peter Hallberg hafði ekki tíma til að þýða Guðsgjafarþulu eftir Laxness og bað mig um það; hún kom út 1975 og þar með var skriðan farin af stað.“ - Og ekkert lát á? „Nei, ekki ennþá. Bókunum fjölgar fremur en hitt. Þegar nýjar bækur koma út eftir Ein- ar Má, Vigdísi og Steinunni til dæmis þá eru þær strax þýddar á sænsku. En í Svíþjóð eins og annars staðar hafa forlögin meiri áhuga á rithöfundum en bókmenntunum sjálfum, og ef þessir höfúndar hætta að gefa út gæti áhuginn horfið. Svona bylgjur rísa og hníga. Fyrir rúmum áratug töluðu allir um suður-amerískar bókmenntir, nú eru þær sjaldan nefndar." - Hvemig ganga þessar íslensku bækur í Svíþjóð? „Þær fá venjulega góðar viðtökur og seljast Fyrir skömmu voru islensku bamabóka- verðlaunin veitt í þrettánda sinn og var það bók Guðmundar Ólafssonar, Heljarstökk afturábak, sem hlaut þau í þetta sinn. Hann varð þar með fyrstur manna til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun tvisvar því bók hans, Emil og Skundi, vann þau þegar þau vora veitt í fyrsta sinn. Það er undragóður árangur. í sögunni segir frá hinum ofurvenjulega Jóni Guðmundssyni úr Hlíðunum. Hann er að hefja nám í Menntaskólanum I Reykja- vík vegna þess að þegar hann ætlaði að skrá sig í MH, eins og allir vinir hans og Bókmenntir Margrét Tryggvaddttir kunningjar, varð hann skotinn í stelpu í MR-röðinni og þar með vora örlög hans ráð- in. Einu fylgifiskar hans í menntasetrið fræga era bágborin sjálfsmynd og heitar til- finningar til stelpu sem hann veit ekki einu sinni hvað heitir. Á heimavelli á Nonni í stöðugum erjum við Guðnýju systur sína og svo finnst honum foreldramir fram úr hófi raglaðir og skammast sín mikið fyrir auka- vinnu þeirra, en þau hjónin troða upp með ágætlega. Margar hafa komið í kilju líka. Þetta er engin góðgerðarstarfsemi." Akademían hefur áhuga á Guðbergi - En hvernig hefur þér liðið með þessum ís- lensku bókum? „Oftast er ég að þýða bækur sem mér lika vel. Ég get sagt nei við bókum sem mér líkar ekki við og ég hef sagt nei, en yfirleitt era þetta góðar bækur. Ég les líka mikið af bókum og mæli með þeim sem mér líst á við forlögin. Það getur eyðilagt mikið að þýða bækur bara af því þær eru frá landi sem er í tísku, án þess að þær séu góðar bókmenntir. Maður verður að vera afar varkár." - Áttu þér eftirlætishöfund eða bók? Inge fer allur hjá sér. „Það er erfitt að svara svona spurningu. Mér ftnnst auðvitað gaman að þýða Laxness, hann er ekki líkur neinum, hefur sinn stíl - og yfirleitt gildir það að því alls kyns söng og grín á árshátíðum og öðr- um skemmtunum til að drýgja tekjumar. Sagan af Jóni er að mörgu leyti trúverðug, hann er sjálfur er vel sköp- uð per- sóna og söguna prýða marg- ar skemmti- legar auka- persónur eins og vinir hans, Skúli Magnús- son og Jónas Hallgrímsson, sem líkjast rnn margt frægum nöfnum sínum. Ekki má gleyma Helgu fógru sem í senn fellir hefð- bundna fegurðarstaðla og skapar nýja. Einnig er gaman að lýsingum af fiölskyldu Nonna en undir fyndnum frásögum af henni glittir í kaldan veraleikann. Aftan á bókarkápu er Heljarstökk afturá- bak sögð bráðfyndin og það era orð að betri sem bókin er því betri verð- ur þýðingin! Vigdís Grímsdóttir er sérkennilegur og óvenjulegur rithöfundur sem nær taki á manni. Maður þekkir hana ekki aftur frá bók til bókar. Hún kem- ur manni alltaf á óvart. Svo finnst mér Guðbergur alltaf háðskur og skemmtilegur. Ég er að vona að Faðir og móðir og dul- magn bemskunnar verði lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og ég fái að þýða hana. Ég veit að bók- menntaakademían sænska keypti tíu eintök af Svaninum sem ég þýddi, það gæti þýtt að hún hefði Guðberg í huga - ef ekki fyrir nóbelsverðlaunin þá fyrir norrænu verðlaunin sem hún veitir líka og Thor hefur fengið, einn íslendinga. Svo er ég alltaf að lesa og leita og í þessari ferð fann ég einn góðan höfund sem ég hafði ekki heyrt mikið um. Hann heitir Rúnar Helgi Vignisson og bókin hans Ást- fóstur finnst mér ægilega góð.“ - Hvernig koma íslenskir höfundar út úr samanburði við sænska? „Þeir íslensku leggja meira upp úr því að skrifa fallegt og lif- andi mál og vanda stílinn. Stíll- inn á sænskum nútímabók- menntum er allt of flatur. Sjáðu til dæmis Brotahöfuð eftir Þórar- in Eldjám; þar endurgerir hann 17. aldar íslensku og tekst mjög vel. Þetta væri ekki hægt í Svi- þjóð. Þar getur enginn lesið Strindberg án skýringa!" Eins og stendur er Inge að þýða skáldsögumar Hanami eftir Steinunni Sigurðardóttur og Fót- spor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson og auk þess sitt eigið úrval úr ljóðum Nínu Bjarkar Árnadóttur. Auk Nínu nefnir Inge Gyrði Elíasson og Braga Ólafsson sem spennandi ljóðskáld - auk Einars Más sem hann er nýbúinn að þýða ljóð eftir. Þau komu út á þessu ári. - Hafa íslenskar bókmenntir stöðu í Sví- þjóð. „Já, tvímælalaust. Ungu fólki þykir þær spennandi - kannski sérstaklega Vigdís - og þær era mikið lesnar og vekja athygli." - Hver er stærsti kosturinn við að vinna sem þýðandi? „Að vera fijáls maður sem getur unnið þegar honum sýnist. Engin stimpilklukka. Það er líka örvandi og skapandi að fást við texta og reyna að snúa honum eins vel og maður getur." - En versti gallinn? „Maður er náttúrlega óttalega ómerkileg persóna í augum útgefenda og verður að sætta sig við það.“ - En nauðsynleg ... „Já, en það viðurkenna þeir aldrei - kvik- indin! Annars er enginn galli á þessu starfi - nema launin!" Nonna sönnu. Sögumaður er meinfyndinn, en kald- hæðni hauis endurspeglar öðru fremur bága sjálfsmynd Nonna. Írónía er algengt stílbragð skáldsagnahöfunda en vand- meðfarin í bamabókum. Ungur lesandi speglar sig gjaman í aðalsöguhetjunni og gengur með henni gegnum súrt og sætt. Því geta írónískar bamabækur komið aftan að barninu sem les og bragðist trausti þess. Hér er aðal- persónan dregin sundur og saman í háði en höfundur sleppur fyrir hom með því að skrifa bókina fyrir eldri lesendur en flestar aðrar verðlaunabækur sjóðsins hafa verið ætlaðar og gefa ör- lögum Jóns Guðmundssonar farsælan endi. Lausin á vanda Nonna felst í því að sætta sig við aðstæður sinar og öðlast trú á sjálfan sig. Þá verða draumar hans að veru- leika og lesendur upp- skera sigur með honum. Það er óhætt að mæla með Helj- arstökki afturábak fyrir krakka frá ell- efu ára aldri. Guðmundur Ólafsson: Heljarstökk afturábak Vaka-Helgafell 1998 Eftir hverju erum við að bíða? Nú hafa flest bókaforlögin látið uppi útgáfuá- ætlun sína fyrir haustið og bókabéusar geta farið að spá í jólabókaflóðið fyrir alvöru. Ýmis stór- virki verða þar sem henta í stórafmælisgjaíir - til dæmis Sjávamytjar við Island sem áöur hefur verið sagt frá hér á síðu, framhald af Reykjavík- urstórbókum Iðunnar, Kenjar Goya í túlkun Guð- bergs sem sagt var frá í síðasta helgarblaði DV, og Goöafræði mannkyns frá Máli og menningu þar sem öllum trúarbrögðum era gerð skil í myndarlegri uppflettibók fyrir almenning. Og ekki má gleyma Eddukvæðum sem komu út í út- gáfú Gísla Sigurðssonar fyrr á árinu. Ævisögur verða nokkrar og ber þar væntanlega hæst ævisögu Steingríms Hermannssonar.fyrrum forsætisráð- herra, frá Vöku-Helgafelli. Dagur Egg- ertsson, sem kunnur er m.a. af fróð- legum útvarpsþáttum sínum, skrifar bókina og hefur fengið að „vaða í öll gögn Steingríms" eins og talsmaður forlagsins orðaði það. „Þetta er óhefð- bundin ævisaga vegna þess að hún er ófegruð,“ fylgdi líka sögunni. Stein- grímur er allt að því óhugnanlega skipulagöur maður, að sögn, sem flokkar gögn sín eftir árum, og Dagur fékk að fara í gegnum allt saman. Ekki er ólíklegt að Steingrímur vermi efsta sæti sölulistans þegar þar að kemur. Annar spennandi samferðamað- ur heitir líka Steingrímur og er St. Th. Sigurðsson, blaðamaður, listmálari og lífskúnstner. Sjálfsævisaga hans verður aðalút- gáfubók Fjölva í ár og lofar því að Steingrímur sé fullkomlega hrein- skilinn í bókinni „um flókin per- sónuvandamál sín, drykkjuskap, slagsmál, bíladellu, kvennamál, svo að sjaldan hefur jafnmiskunnarlaus sjálfstjáning birst á prenti“. Djúsí! Þriðja ævisagan sem vekur athygli er um löngu genginn mann, Áma Magnússon handritafræðing og -safnara. Már Jónsson sagnfræðingur skrifar hana og verður erfitt fyrir hann að keppa við þá persónu sem Halldór Laxness skapaöi í íslands- klukkunni og þjóðin hefur haft fyrii- satt í áratugi að sé Ámi sjálfur. Mál og menning gefur út og þar kemur líka ævisaga Péturs Benediktssonar bankastjóra eftir Jakob F. Ásgeirsson. Guðjón Friðriksson kemur ekki með framhald af Einari Benedikts- syni í ár en Guðbergur gefúr út fram- hald af minningum sínum hjá Forlag- inu, Eins og steinn sem hafið fágar. Þeir félagar deila þá ekki einu sinni enn hinum íslensku bókmenntaverö- launum. Skáldsögurnar Af íslenskum topp-höfundum eru Fríða Á. Sig- urðardóttir, Einar Kárason, Þórarinn Eldjám, Thor Vilhjálmsson, Vigdis Grímsdóttir og Björn T. Björnsson með í kapphlaupinu milli skáldverka í óbundnu máli og munu rata til sinna. Vaka-HelgafeU gefur út bókina sem hlaut Tómasar Guðmundssonar verðlaunin í ár, Borgina bak við orðin eftir Bjarna Bjarnason. Það verður spennandi að sjá á hvaða leið Bjarni er eftir Endurkomu Maríu sem kom skemmtUega á óvart. Meðal nýliða verður fróðlegt að lesa Auði Jónsdóttur, barna- barn HaUdórs Laxness; hún gefur út hjá MM skáldsöguna Stjórn- lausa lukku sem sögð er að lýsi lífi fiskvinnslufólks á væmnis- lausan og áhrifamikinn hátt. Afi Auðar gerði það líka prýðUega á sínum tíma. Umsjónarmaður menningar- síöu hlakkar persónulega sérstak- lega tU að lesa skáldsöguna París- arhjólið eftir Sigurð Pálsson skáld - hans fyrstu - sem Forlagið gefur út, og Næturgalann eftir Jón Karl Helgason frá Bjarti. Þaðan kemur líka smá- sagnasafnið Á meðan þú horfir á mig er ég Mar- ía mey eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. For- vitnUegt. Meira síðar. Dagur dagbókarinnar Undirbúið ykkur, elsku landar, undir dag dag- bókarinnar sem verður fimmtudaginn 15. októ- ber. Átakið verður tvíþætt: Annars vegar eigum við öU að halda dagbók þann dag og senda hana Þjóöháttadeild Þjóðminjasafns. Hins vegar verður fólk sem hefúr dagbækur, bréf og annað hand- skrifað efni undir höndum hvatt tU að koma því í vörslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Nánar verður sagt frá þessu merka framtaki þegar nær dregur. Stökkið hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.