Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 30
38 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 árum Asíu til Ameríkuríkja, fóru fljótt suður með strandlengjunni. Til þessa hefur sú skoðun hins vegar átt mestu fylgi að fagna að fyrstu fólksflutningamir hafl farið um upplandið. Ástæðan er sú að litl- ar minjar hafa fundist um byggð meðfram strandlengjunni. Keefer bendir á að yfirborð sjávar hafl staðið miklu lægra fyrir fimm þús- und til átján þúsund árum. Byggð sem hafi verið við ströndina í þá daga sé því komin undir vatn nú. Quebrada Tacahuay og nærliggj- andi byggðarlag, Quebrada Jaguay, eru nálægt ströndinni nú en hafa verið lengra inni í landi fyrir tólf þúsund árum. farir fyrir 12000 E1 Nino er ekki nýr af nálinni. Þessi hlýi hafstraumur í Kyrrahaf- inu, sem hefur verið kennt um flóð og þurrka og nánast allt annað sem aflaga hefur farið í veðurfarinu und- anfama áratugi, gerði fmmbyggjum Suður-Ameríku líka lífið leitt. Tveir hópar fornleifafræðinga segja frá því í tímaritinu Science að þeir hafi fundið leifar tveggja byggð- arlaga á suðurströnd Chile. Svo virðist sem annað þeirra hafi orðið fyrir barðinu á flóðum sömu ættar og þeirra sem E1 Nino veldur, Sam- kvæmt aldursgreiningu bjuggu menn þama fyrir tólf þúsund árum. Jarðfræðingurinn David Keefer, sem starfaði með öðmm hópnum, segist hafa fundið greinilegar vís- bendingar um miklar hamfarir af völdum flóða á stað sem kallaður er Quebrada Tacahuay. „Þarna em setlög af völdum æð- andi flaums af vatni og leðju sem kom úr giljunum við ströndina og flæddu yfir mjóa landræmuna við ströndina. Um þessar mundir myndast svona setlög aðeins af völd- um E1 Nino,“ segir Keefer. Kyrrahafsstraumurinn E1 Nino kemur á nokkurra ára fresti og flyt- ur óvenjuheitan sjó á stórt svæði undan ströndum Perú. Hann hefur áhrif á veðurfar um allan heim og hefur verið kennt um flóð og óveður allt frá Kalifomíu til Afríku. Hon- um hefur einnig verið kennt um gíf- urlega þurrka I Asíulöndum. „Svo virðist sem aðstæður fyrir tólf þúsund ámm hafi ekki veriö svo ýkja frábragðnar því sem er í dag,“ segir Keefer. Byggðin sem varð fyrir hamfor- unum var grafin undir meters- þykku lagi af leir. Vísindamennirnir fundu einnig vísbendingar um þróað efnahags- kerfi við strandlengjuna. Af beinum sem fundust má ráða að þessir fomu íbúar Suður-Ameríku veiddu skarfa og aðra sjófugla sér til matar. Þá veiddu þeir einnig fisk, hugsan- lega í net. Keefer segir að uppgötvanir vís- indamannanna renni stoðum undir kenningar þess efnis að fyrstu íbúar þessa heimshluta, sem komu frá Deilt um ágæti erfðabreyttra plantna til átu Uppnefnið vekur hroll: Plönt- urnar hans Frankensteins. Sum- ir segja að allt i lagi sé að leggja þær sér til munns. Aðrir vilja hreinlega banna þær. Hér er átt við erfðabreytt matvæli sem mikið er rifist um úti í hinum stóra heimi. Hópur breskra vísindamanna lýsti því nýlega yfir að ekkert væri að því að borða erfðabreytt matvæli. „Það er ekkert í hillum versl- ananna sem ekki er öraggt," segir Derek Burke prófessor, fyrrum konrektor háskólans í Austur-Anglíu. Ian Taylor, vísindalegur ráð- gjafi umhverfissamtakanna Greenpeace, viðurkennir að hann geti ekki bent á neina fæðutegund sem farið hefur gegn um viðeigandi eftirlit og hann geti lýst yfir að sé hættu- leg. Grænfriðungar séu hins vegar andvígir erfðabreyttum matvælum, meðal annars vegna þess að ekki sé vitað um lang- tímaáhrif þeirra á neytendur. Sala mauks úr erfðabreyttum tómötum og hveitis sem í era erfðabreyttar sojabaunir hefur komið af stað heitum umræðum um kosti slíkrar matvöru. Karl Bretaprins blandaði sér í deilurnar í júní þegar hann sak- aði vísindamenn um að leika guð með því að erfðabreyta plöntum. Orð prinsins vöktu litla hrifningu margra. Derek Burke bendir á að neyt- endur hafi tekið í sátt lækninga- vörar eins og insúlín, interferón og vaxtarhormón sem era öll framleidd í bakteríum eða dýra- frumum fyrir tilstilli erfðatækn- innar. Því þá ekki að beita svip- aðri tækni til að framleiða betri plöntur til að fæða sífellt fleiri íbúa heimsins. Breska náttúrusögusafniö hefur eignast merkilegan grip, tuttugu og fimm milljón ára gamla maíflugu af áður óþekktri tegund sem varðveist hefur í mexíkósku rafi. Andrew Ross, steingervinga- fræðingur við safhið, segir að mjög óvenjulegt sé að finna maíflugur varðveittar í rafi. Ástæðan er einföld: maíflugur lifa ekki nema nokkrar klukkustundir og því litlar lík- ur á að þær festist í rafi á stuttri ævi sinni. Umrædd fluga er í rafköggli sem mexíkóskir indíánar fundu og seldu. Raf er hörð og glær stein- gerð trjákvoða sem mikið er notuð í skartgripi. Raf finnst í miklum mæli í löndunum við Eystrasaltið en lítið er af því í Mexíkó. Það varðveitir vel þau skordýr sem festast í því. Drykkjarstráin eru bjargvættir tannanna Gosdrykkjaþamb er mikill óvinur tannanna. Þá koma stráin til hjálpar. Skoskir vís- indamenn ____________ Blýmengun fyrir sex þúsund árum Blýmengun í andrúmsloft- inu er engin ný bóla. Rann- sóknir sýna að hana var einnig að finna fyrir sex þús- und árum. Á þeim tíma voru það aðallega bændur sem stóðu fyrir þeim ósköpum. Þetta kom á daginn við rannsóknir Williams Shotyks og samverkamanna hans við háskólann í Bem í Sviss á mó úr Júrafjöllum. Ekki hafði ver- ið hróflað við mónum i fjórtán þúsund ár. í grein í tímaritinu Science segja vísindamennimir að þeir hafi fundið grunnlínu náttúra- legar losunar blýs þegar jöklar hopuðu fyrstu átta þúsund ár- in. Athafnir mannanna bættu síðan um betur eftir það, hvort sem það voru bændur í árdaga, námuverkamenn sem þræluðu fyrir rómverska keis- aradæmið eða þýskir silfur- smiðir á miðöldum. Góðu fréttimar era þær að losun blýs í andrúmsloftið fer nú minnkandi, sennilega vegna aukinnar notkunar blý- lauss bensíns. telja hægt að draga úr skað- legum áhrifum gos- drykkja á tennumar með því að drekka með strá- um. Helst verða strá- in að vera grönn og þau þurfa að ná langt aftur í munn. Skotamir skoðuðu drykkjar- venjur tuttugu bama á aldrin- um fjögurra til sautján ára. Það er sá aldur sem er í mestri hættu á að fá tann- skemmdir af völdum gos- drykkjaþambs. Vísindamenn búnir að búa til pínulítið andefni: Ekki nóg bensín fyrir geimskipið í Star Trek Star Trek er það nú ekki. Hugsan- lega fyrsta skrefið, en varla þó. Vís- indamönnum hefur engu að síður tekist að búa til svokallað andefni, eina af undirstöðunum í öllum vís- indaskáldskap. Magnið er aftur á móti svo lítið að það myndi hvergi nærri duga til að knýja áfram geim- skip þeirra Star Trek manna í sam- nefndum sjónvarpsflokki og kvik- myndum. Vísindamenn við Evrópsku ör- eindaeðlisfræðistofnunina (CERN) á landamærum Frakklands og Sviss hafa komið á fót fyrstu andefnis- verksmiðju heimsins. Einn þeirra, Frank Close prófessor, segir að níu atóm af andvetni hafi verið fram- leidd fyrir rétt rúmu ári. Nú er af- kastageta nýju verksmiðjunnar meira en tvö þúsund atóm á klukku- stund. Þeir sem láta sig dreyma um geimskip sem gengur fyrir andefni, rétt eins og í Star Trek, verða þó að bíða lengi enn. „Það þarf um tuttugu kíló af and- efni til að knýja áfram geimskip," segir Frank Close. Þúsundir andefnisatóma á klukkustund kann að hljóma mikið en, að sögn Close, þarf meira en milljarð milljarð milljarða slíkra atóma til verksins. Fram kom á vísindahátíð í Car- diff í Wales fyrir skömmu að vís- indamenn CERN ætla að gera til- raun til að bera saman atóm and- vetnis og vetnis til að reyna að varpa ljósi á eina helstu ráðgátu vís- indanna. Þegar efni og andefni mætast tor- tíma þau hvort öðru með miklum hvelli, eins og allir kunnáttumenn um vísindaskáldskap vita. Innan vísindanna er sú skoðun viðtekin að við sköpun alheimsins í Mikla- hvelli hafi jafnmikið af efni og and- efni orðið til. Því er spurt hvers vegna alheimurinn hafi komist af til þessa. Hugsanlegt svar er að efni og and- efni séu ekki spegilmynd hvort ann- ars. Vísindamennirnir vonast til að fá úr því skorið við samanburðinn á andvetnisatómum og vetni. Ef ein- hver munur reynist á þeim, segir Close að það yrði í sjálfu sér mikil uppgötvun. „Þá munu mörg grundvallarlög- mál eðlisfræðinnar hrynja," segir Close. Hann segir að á næsta ári muni vísindamenn ráða yfir tækni til að góma andefni og setja i rafmagns- og segulflöskur, eða gildrur, þar sem það verður tilbúið til greiningar. Það mun þó ekki marka neitt upp- haf Star Trek ævintýris. „Það hvarflar ekki að nokkrum manni að til þess komi,“ segir. Frank Close.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.