Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 15 „Starrgate" Allt frá því banda- rlskir fjölmiölar átt- uðu sig á því að valdamestu menn Bandaríkjanna væru mannlegar verur en ekki guð- legir persónugerv- ingar, hefur það runnið upp fyrir æ fleirum framagjörn- um fréttamönnum að fjölmiðlar hafi rétt til að sitja í dómarasæti yfir hverjum sem er í umboði almennings. Sá hroki sem í þessu felst týnist algerlega hjá langflestum. Um það get ég dæmt sem félagi í „The Was- hington Press Club“. Hógværð er ekki ríkjandi þar, enda ekki viður- kennd sem dyggð. Öll hneyksli i „DC“, allt frá 1972, hafa haft við- hengið -“gate“ sem skammstöfun á hneyksli. Hvað er þá þetta „Wa- tergate"? Watergtate er stórhýsi á hægri bakka Potomacárinnar í Maryland (DC), and- spænis Pentagon í Virginíu. Sú vatnsgátt, sem einu sinni var á þessum stað, stjórn- aði þeim flóðum, sem stundum kaffærðu „Foggy Bottom", þar sem nú er utanríkis- ráðuneytið. Þoka í Foggy Bottom er ekki óþekkt enn í dag. I Watergate eru nú lúxusíbúðir, meðal annarra móður Mon- icu Lewinsky, þar sem Monica hefur falið sig, og yfir 100 þingmanna beggja flokka, auk þriggja hæstaréttardómara. Þar eru einnig skrif- stofur flokksráðs demókrata og framkvæmdanefndar Repúblikan- anaflokksins. Þetta er sú bygging sem „gate“ í nútíma amerísku máli dregur nafn af. Hver sá sem ekur inn í Washington, eða öllu heldur DC, „District of Columbia", kemur að Watergate rétt áður en leiðin liggur að Pennsylvania Avenue, þar sem forsetinnn er í öðrum enda, en háheilagir þing- menn í hinum. Á miðri leið er dómhúsið, þar sem Starr og hans menn streða við sitt -“gate.“ Suðurríki En hvert er upphafið? Það má rekja til ríkisstjóratíma Clintons í Arkansas á níunda áratugnum. Kynþáttafordómar eru óvíða sterkari en einmitt þar. Því gjör- breytti Clinton og vegna þess framar öðru náði hann forseta- kjöri. En óvinir Clintons í Arkansas, undir forystu dómara nokkurs, fyrrum forystumanns í Ku Klux Klan, komu af stað dóms- rannsókn vegna fjárfestingar Clintonhjónanna í sumarbústaðalandi, sem kallað var Whitewater. Sú framkvæmd reynd- ist siðar fjármögnuð með fé sem svikið var út úr opinber- um sjóðum. Féð var notað ólöglega. Um þetta snerist Whitewatermálið. Þau hjón töpuðu talsverðu fé, sem og margir aðrir. Spurningin var: hafði Clinton sem ríkisstjóri, árið 1978, hyglað viðkomandi spari- sjóði með aðgangi að opinberum sjóðum? Þetta var Whitewatermál- ið. Þetta var það sem óvinir Clint- ons fengu skipaðan óháðan sak- sóknara til að rannsaka. Misbeitti Clinton ríkisstjóri valdi sínu? Nið- urstaðan er einfold: Nei. Clinton- hjónin hafa hreinan skjöld. En hvað þá? Fleiri „gate“ Þetta dugði ekki fjandmönnum Clintons. Starfssvið hins óháða saksóknara var stöðugt stækkað með lagalegum hártogunum. Endirinn er að Clinton viður- kennir frygðarsamband við unga stúlku. Nú snýst málið um það hvort það sé stjórnarskrárbrot að reyna að halda því leyndu. Sjái nú hver sjálfan sig, þar með tald- ir 435 þingmenn fulltrúadeildar og sá þriðjungur öldungadeildar sem nú fiskar á atkvæðamiðum. Utanaðkomandi geta aðeins undrast hina órannsakanlegu vegi bandarísku stjórnarskrár- innar. Fulltrúadeildin mun i krafti meirhluta knýja fram ákæru, í von um atkvæði í kosn- ingum í nóvember. Öldungadeild- in mun stinga henni undir stól fram eftir ári. Talað er um að Clinton hafi sett niður sem þjóð- arleiðtogi og foringi hins vest- ræna heims. Nær væri að spyrja spurninga um það lýðræði sem lætur mál af þessu tagi ganga svo langt sem raun ber vitni. Gunnar Eyþórsson Frá Washington. - í Watergate eru nú lúxusíbúðir, meðal annarra móður Monicu Lewinsky, þar sem Monica hef- ur falið sig, og yfir 100 þingmanna beggja flokka. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður „ Talað er um að Clinton hafí sett niður sem þjóðarleiðtogi og for■ ingi hins vestræna heims. Nær væri að spyrja spurninga um það lýðræði sem lætur mál af þessu tagi ganga svo langt sem raun ber vitni.u Loftskeytastöðin á Siglufirði Nýlega kom sendiboði að sunnan frá hinum hlutafélagavædda Landssíma til okkar Siglfirðinga. Erindi sendiboðans var ekki hægt að flokka undir fagnaðarerindi. Það fólst í að upplýsa starfsmenn Loftskeytastöðvarinnar og okkur Siglfirðinga um að nú væri tæknin loksins orðin svo mikil að það væri hægt að losa okkur við starfsemi Loftskeytastöðvarinnar og flytja hanan suður til Reykjavíkur! Þar með settu reykvískir valds- menn í einu vetfangi punkt aftan við áratugalanga og afar farsæla þjónustu þessarar mikilvægu stofn- unar hér fyrir miðju Norðurlandi. Sendiboðinn að sunnan Mér brá illilega í brún. - Núver- andi og fyrrverandi ríkisstjómir hafa ekki skirrst við að skreyta sig á tyllidögum með tali um sérstaka landsbyggðarstefnu. Það vantar heldur ekki að um leið og ráðherr- arnir komast út fyrir Reykjavík eru þeir með fullan munninn af yf- irlýsingum um að þeir ætli að gera þetta og hitt í málefnum landsbyggðarinnar. Nú höfum við á landsbyggðinni fengið að sjá svart á hvítu hvað felst í stuðningi þeirra við landsbyggð- ina. Á að trúa því að þetta sé hin raunverulega stefna stjórn- valda? Handhafi eina „hlutabréfs- ins“ í Landssím- anum hf. er sá maður sem af nú- verandi ráðherr: um hefúr gengið hvað lengst í að lýsa yfir velvild sinni gagnvart landsbyggðinni. Halldór Blöndal samgönguráðherra skipar í krafti stöðu sinnar alla stjóm fyrirtækis- ins.Það er því hann sem ber ábyrgð á stefnu þess meðan fyrir- tækið er í eigu ríkisins. Hvað segir hann við þessu? Felst stuðningur ríkisstjórnarinn- ar við landsbyggðina í því að flytja starfsemi á vegum opin- berra fyrirtækja frá dreif- býlinu suður til Reykja- víkur? Tvístefna tækninnar Ef tækninni hefúr fleygt svo fram að hægt er að leggja niður starfsemi Loftskeytastöðvarinnar hér á Siglufirði og flytja til Reykjavíkur, hefur þá tækninni ekki fleygt jafn mikið fram i hina áttina? Það hlýtur allt eins að vera hægt að leggja starf- semi Gufunesstöðvarinnar niður, að öllu leyti eða að hluta, og færa hana til Siglurfjarðar og bæta við þá starfsemi sem hér er rekin. Ég leyfi mér í fyllstu vinsemd að koma þessari hugmynd hér með á framfæri við hinn sérlega vin landsbyggðarinnar, Halldór Blön- dal samgönguráðherra. I henni felst prýðilegt tækifæri til að flytja ríkisstofnanir út á land og þar með að fylgja fram þeim hluta stjómarstefnunnar. Landssíminn hf. gæti hagrætt mikið með þessu. Hann gæti selt dýrara húsnæði, tæki og tól í Reykjavík og nýtt í staðinn hús- næði sem hann á hér og aukið þar með notagildið og hagræðing- una. Hinir ágætu starfs- menn sem hér vinna, fimm tals- ins, myndu glað- ir taka við þess- ari auknu starf- semi. Ef eitt- hvert blóð er í þingmönnum landsbyggðar- innar hljóta þeir að hrinda langt út af borðinu hinum fráleitu hugmyndum Landssímans hf. og hagfræðinga- stóðsins á hans vegum um að leggja niður starf- semi Loftskeytastöðvarinnar á Siglufirði. Ég skora á þá fyrir hönd okkar Siglfirðinga, og raun- ar landsbyggðarinnar allrar, að gera það. Tæknin gerir okkur kleift að tala fram og til baka í síma til Reykjavíkur en ekki bara í aðra áttina. Það vill líka svo til að það er jafn langt frá Siglufirði til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Það er kominn tími til að stjónvöld átti sig á því. Kristján Möller „Ef eitthvert blóð er í þingmönn• um landsbyggðarinnar hljóta þeir að hrinda langt út af borðinu hin- um fráleitu hugmyndum Lands- símans hf. og hagfræðingastóðs- ins á hans vegum um að leggja niður starfsemi Loftskeytastöðv- arinnar á Siglufírði.“ Kjallarinn Kristján Möller bæjarfulltrúi á Siglufirði Með og á móti Krókabátar fái 40 veiðidaga Algjört lágmark „Frá þvi sóknardagakerfið var sett á, hefur bátum í því kerfi fækað úr 677 í 328. Þegar hlé var gert á viðræð- um okkar við sjávarútvegsráðuneytið sl. haust var skýrt tekið fram af okk- ar háifu að við áskildum okkur allan rétt til að halda áfram baráttu okkar fyrir góifi í fjölda sóknardaga. Fjöru- tíu dagar eru það gólf sem við krefj- umst því engan veginn er hægt að sætta sig við færri daga við útgerð handfærabáta og Landssamband smábátaeigenda getur ekki sam- þykkt neitt slíkt. Om Palsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka smábátacigcnda. Kerfið var í upphafi sett á til að vernda fiskstofna fyrir stöðugt meiri sókn stærri skipa og því hlýtur það að skjóta skökku við að nú skuli kerfið vera orðið að þeirri ófreskju að það útdeilir einungis níu dögum til smábáta sem stunda veíöar með handfæri. Á þeim tveimur ánim sem sóknar- dagakerfið hefur verið við lýði hefur skerðing sóknardagabátanna orðið um 88%, á sama tíma og verið er að auka stórlega veiðiheimildfr i þorski. Þá hafa okkui- ekki verið sýnd nein rök varðandi uppbygg- ingu fiskstofuanna sem styðja það að svo harkalega skuli vera hert að sókn handfærabáta. Við munum ekki sætta okkur við neitt minna en 40 daga í sóknardagakerfinu, það er algjört lágmark." Hringekja frekjunnar „Þessi banndagaumræða er með hreinum ólíkindum. Ár eftir ár hafa þessir bátar veitt miklu meira en þeim var ætlað og sögur ganga um gríðarlegar tekjur innan hópsins. Ofan á það bætist síðan að margir bátar í banndagakerfinu eru fyrrver- andi aflahámarks- bátar sem nýbúið er að selja kvót- ann af fyrir háar fjárhæðir. For- svarsmenn Lands- sambands smá- bátaeigenda gráta síðan i fjölmiðlum í þágu fiskverka- fólks og fyrir hönd hinna dreifðu byggða. Það vita hins vegar allir hvað þessir talsmenn eru að gera og það reiknar enginn með að eina ferð- ina enn verði þessi hringekja frekj- unnar látin viðgangast. Trillukarlarnir sem hér um ræðir eru ekki eins og þeir sem ég ólst upp við á æskuárum mínum á Húsavík. Nú sjást krókabátar á 25 mílna hraða úti á Halamiðum. Það hlægilegasta sem ég hef séð í háa herrans tíð í fjöl- miðlum var þegar talsmenn sinábáta- eigenda sögðust í DV vera æfir yfir þessum ilutningi aflahámarksbáta yfir í banndagakerfið. Og þeir bættu við að þeir heföu lengi vitað af þessu. Ég viðurkemii að ég veltist um af hlátri þegar ég las þetta, þótt málið eigi sér alvarlegri hlið. Þeir sem eitthvað þekkja til i sjáv- arútvegi vita hvemig þetta hefur ver- ið undanfarin ár, og talsmenn smá- bátaeigenda manna best. Smábátarn- ir eru nú komnir með tæp 14% af öll- um þorskheimildum en höfðu 3-4% fyrir rúmum áratug. Hvaðan halda menn að þessi 10% séu komin? Lögin um banndagabátana eru skýr og hafa verið það lengi. Ef þessir menn þurfa ekki að fara að lögum við sínar fisk- veiðar, þá þurfa aðrir það ekki held- ur. Ef sjávarútvegsráðherra breytir lögum fyrir þessa menn eina ferðina enn verður það ekki skilið öðruvísi en fleira komi til greina í þeim efn- um. Annars standa menn ekki jafnir frammi fyrir lögum um stjóm fisk- veiða.“ -gk Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Út- vegsmannafólags Norðurlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.