Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Mikilhæfur kanslari fallinn
Jafnaðarmenn unnu stórsigur í þýsku kosningunum í
gær þegar kristilegir íhaldsmenn biðu versta ósigur sinn
frá árinu 1949. Leiðtogi þeirra, Gerard Schroeder, verður
næsti kanslari Þýskalands. Úrslitin marka pólitísk
kaflaskipti í tvennum skilningi í stjórnmálum Evrópu.
í fyrsta lagi hafa nú jafnaðarmenn á tiltölulega
skömmum tíma tekið við völdum í öllum helstu forystul-
öndum Evrópusambandsins. Undir forystu Blairs í
Bretlandi, Jospins í Frakklandi og nú Schroeders í
Þýskalandi móta jafnaðarmenn stefnu þess á nýrri öld.
í öðru lagi eru mestar líkur á því að jafnaðarmenn
myndi ríkisstjórn með græningjum. Það yrði fyrsta
ríkisstjóm sögunnar þar sem græningjar hafa úrslita-
áhrif, en ekki er ólíklegt að Joschka Fisher, hinn sterki
leiðtogi þeirra, kreflist embættis utanríkisráðherra.
Þó er ekki fullvíst að rauðgræn stjórn af þeim toga
verðu mynduð. Vinstri armur græningja, sem meðal
annars vill Þýskaland úr Nató, er þekktur fyrir annað en
pólitíska ábyrgð. Það verður því mjög erfitt fyrir jafnaða-
rmenn að reiða sig á stuðning þeirra.
Shcroeder sagði sjálfur í baráttunni að eins sætis
meirihluti væri nóg til að mynda slíka stjórn. Hann var
þó jafnharðan kveðinn í kútinn af flokksfélögum sínum
sem kváðu tíu sæta meirihluta óhjákvæmilegan til að
komast hjá gíslingu vinstrisinnaðra græningja.
Niðurstaðan dugði þó aðeins í um 8 sæta meirihluta
rauðgræna mynstursins. Því er ekki hægt að útiloka að
Schroeder, sem er hægrisinnaður jafnaðarmaður, myndi
samstjóm með flokki Kohls. Það er þó ólíklegri kostur í
þeirri stöðu sem upp er komin.
Sigur jafnaðarmanna batt endi á sextán ára samfellda
stjóm undir forystu Helmuts Kohls. Þegar kosninga-
baráttan hófst höfðu jafnaðarmenn 12% forskot í
könnunum. Hinn lífseigi Kohl saxaði þó jafnt og þétt á þá
og undir lokin var munurinn kominn niður í 1-2%.
Sigurinn varð þó að lokum mun stærri en leit út
síðustu daga. Jafnaðarmenn hlutu um 41% atkvæða, en
kristilegir íhaldsmenn aðeins liðlega 35%. Dæmið snérist
því við frá síðustu kosningum, þegar jafnaðarmenn
höfðu liðlega 36% en íhaldsmenn ríf 41%.
Schroeder er að mörgu leyti óskrifað blað. Hann hefur
reynt að fella sig í sama mót og Tony Blair hinn breski,
en skortir hina innri sannfæringu Blairs. Skoðanir hans
eru óljósar, og Kohl hefur sagt að það sé auðveldara að
negla búðing á vegg en henda reiður á þeim.
í kosningunum gekk barátta Schroeders fyrst og
fremst út á tvennt: Annars vegar gríðarlegt atvinnu-
leysi, sem jókst eftir hina kostnaðarsömu sameiningu
Austur- og Vestur-Þýskalands. Hins vegar út á vaxandi
þreytu Þjóðverja gagnvart hinum þaulsætna Kohl.
Helmut Kohl varð því fórnarlamb sömu glámskyggni
og hefur orðið mörgum mikilhægur stjórnmálaleiðtogum
að pólitískum aldurtila: Hann þekkti ekki sinn
vitjunartíma. Eftir sextán ára samfellda kanslaratíð
vildu Þjóðverjar sjá nýjan mann við stjómvölinn.
Jafnvel hörðustu andsttæðingar Kohl geta ekki annað
en viðurkennt hin pólitísku afrek sem Kohl hefur unnið.
Hann sameinaði Þýskaland á nýjan leik, og hikaði þá
ekki við að setja tákn stöðugleikans, þýska markið,
undir. Ásamt Mitterand myndaði hann jafnframt þýsk-
franska öxulinn, sem ruddi brautina fyrir Evrópu-
sambandið í núverandi mynd.
Fyrir þessi afrek verður hans minnst sem eins
mikilhæfasta leiðtoga Evrópu á seinni hluta þessarar
aldar. Össur Skarphéðinssonn
„Skólinn er ekki lengur samkeppnisfær við aðra á vinnumarkaði," segir greinarhöfundur.
Enn betri skóli
- án kennara
Sem kunnugt er vinna yf-
irvöld um þessar mundir
að menntastefnu sem ná
skal til allra skólastiga. Fel-
ur heiti verkefnisins í sér
að góður skóli skuli gerður
enn betri. Nú blasir hins
vegar við að vandi skóla-
kerfisins felst ekki í stefnu-
leysi heldur er hann af hag-
rænni toga - t.d. virðist
hinn endurbætti grunn-
skóli að mestu verða án
kennara. Ef til vill er ekk-
ert að óttast. Nám má
stunda án hefðbundinnar
kennslu. Svo má alltaf
leysa vandann með tölvum!
Kjallarinn
Eina boðlega fyrir-
komulagið
Ástæður kennaraskorts-
ins eru margar: Nú til dags
er einsetinn heilsdagsskóli
eina boðlega fyrirkomulag-
ið í skólastarfí. Það kallar á
fleiri kennara en tví- og þrí-
setinn skóli fyrri áratuga.
Þar með er þó ekki öll sag-
an sögð. Gamalreyndir
kennarar yfirgefa skútuna i
stórum stO og nýútskrifaðir
láta ekki munstra sig um
borð. Skólinn er ekki lengur sam-
keppnisfær við aðra á vinnumark-
aði. Loks eru menntastofnanir
kennara ekki i stakk búnar til að
taka við nægilega mörgum nýnem-
um. Sú framtíðarsýn sem við blas-
ir felst því í miklum og vaxandi
kennaraskorti. Helsta viðfangsefni
þeiira sem vilja „enn betri skóla“
er að leysa þann vanda.
Vandað skólastarf byggist flestu
öðru fremur á því að eðlileg festa
ríki í framkvæmd þess. Skiptir
Hjalti Hugason
prófessor
þetta ekki síst
máli í neðstu
bekkjum grunn-
skóla þar sem
undirstöður eru
lagðar að
þroska nem-
enda og þekk-
ingaröflun
þeirra. Það er
því skaðlegt ef
stór hluti kenn-
arahóps margra
skóla hverfur á
braut ár hvert
llkt og gerðist í
haust. Slíkt er
þó óhjákvæmi-
legt ef betri
„Eigi skólum að haldast á kenn-
araliöi sínu og eölilegt sam-
hengi að nást í námsframvindu
nemenda er mikilvægt að reynd-
ir kennarar sjái sér hag i að
starfa við sama skóla um lengri
tima.u
laun bjóðast í flestum atvinnu-
greinum og samkeppni sveitarfé-
laga rnn kennara harðnar með til-
heyrandi yfirboðum. Eigi skólum
að haldast á kennaraliði sínu og
eðlilegt samhengi að nást í náms-
framvindu nemenda er mikilvægt
að reyndir kennarar sjái sér hag í
að starfa við sama skóla um lengri
tíma.
Eftir þörfum nemenda
Af þessum sökum ber forystu-
mönnum sveitarfélaga í samvinnu
við samtök kennara að marka fag-
lega launastefnu sem m.a. tekur
tillit til hagsmuna nemenda og
sérstöðu skólastarfs miðað við aðr-
ar starfsgreinar. í þeirri stefnu
felst að skólum um land allt sé
gert kleift að halda starfsmönnum
slnum jafnvel þótt atvinnuleysi
réni og launaskriðs gæti á almenn-
um vinnumarkaði.
Stöðugleiki í skólastarfi má þó
ekki leiða til stöðnunar. Því verða
forsendur þeirra sem kenna að
vera slíkar að þeir geti þróað
starfsaðferðir sínar og lagað þær
að þörfum nemenda. Þetta er
helsta ástæða þess að „enn betri
skóla“ verður ekki komið á kopp-
inn með hjálp leiðbein-
enda með ónóga þekk-
ingu á sviði uppeldis- og
kennslufræða.
Ekkert mælir í raun
gegn því að hvaða vel
meinandi og þroskaður
einstaklingur sem er geti
með viðunandi árangri
kennt stálpuðum krökk-
um einstakar greinar
grunnskóla sem hann hef-
ur sæmilega undirstöðu í.
Það er á hinn bóginn
ósennilegt að þeim hinum sama
takist að leiða blandaðan hóp
barna í fyrstu bekkjum grunn-
skóla inn í margbrotinn heim
lestrar, ritunar og stærðfræði svo
vel sé. Þetta á ekki síst við ef ein-
hverjir í nemendahópnum eiga við
námsörðugleika að stríða. Kennsla
við slíkar aðstæður krefst flókinn-
ar sérþekkingar. Skorti hana mun
enn betri skóli" ekki verða að
veruleika.
Hjalti Hugason
Skoðanir annarra
Obreytt sjávarútvegsstefna
„Ég hef ekki nokkra trú á að sjávarútvegsstefn-
unni verði breytt í vetur, alla vega ekki í grundvall-
aratriðum. Það sem ég tel að verði tekið á eru mál-
efni trillukarla, sem eru í vandræðum. Eins má vera
að einhverjir agnúar verði sniðnir af, án þess að ég
sé tilbúinn til að nefna hvaða agnúar það gætu ver-
ið. Varðandi þá hugmynd sem uppi er um að skatt-
leggja hagnað sem myndast þegar útgerðarmenn
hætta í greininni og selja þann kvóta, sem þeim hef-
ur verið úthlutað fyrir ekki neitt, þá snertir það mál
ekki sjávarútvegsstefnuna, þar er um skattamál að
ræða.“
Magnús Stefánsson í Degi 25. sept.
Kostir gagnagrunns-
frumvarpsins
„Án áhættu verða fáar breytingar. Þetta á bæði
við um einstaklinga og þjóðfélög. Þeir sem barist
hafa gegn gagnagrunnsfrumvarpinu gera það á
mörgum mismunandi forsendum en þó er þeim það
sammerkt að þeir neita aö horfa á kostina. Þeir eru
hins vegar margir og spennandi. í fyrsta lagi getur
grunnurinn orðið til þess að efla mjög skilning á
verkun lyfja og bætt þannig heilsu fólks, í öðru lagi
getur hann virkað sem stjómtæki í heilbrigðiskerf-
inu og þannig hugsanlega lækkað kostnað vegna
þess, í þriðja lagi mun hann veita fjölda fólks at-
vinnu og í fjórða lagi getur hann orðið til þess að
einhverjir auðgast á honum. Allt eru þetta góðar og
gildar ástæður til þess að afgreiða fmmvarpið."
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 23. sept.
Öryrkja í stjórnmálin?
„Ef öryrkjar telja þetta vera leiðina til þess að
gæta hagsmuna sinna þá er ég ekki viss um að ég sé
þeim sammála. Segjum sem svo að framboð öryrkja
fengi einn mann kjörinn þá væri hættan sú að hann,
einn síns liðs, væri áhrifalítill á þingi. Mín skoðun
er sú að væniegra væri með tilliti til hagsmuna ör-
yrkja að reyna að komast til frekari áhrifa í þeim
flokkum sem nú eiga fulltrúa á þingi."
Lúðvik Bergvinsson í Degi 25. sept.