Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Gerhard Schröder malaði Helmut Kohl Rétt rúmri klukkustund eftir fyrstu útgönguspár í sambands- þingskosningunum í Þýskalandi í gær játaöi Helmut Kohl, sem verið hefur kanslari Þýskalands í 16 ár, sig sigraðan. „Kosningaúrslitin eru augljós. Jafnaðarmenn hafa unnið,“ sagði Kohl með eiginkonu sína Hannelore sér við hlið auk nánustu banda- manna sinna. „Ég var aðalframbjóð- andinn og ég er ábyrgur," lýsti Kohl yfir. Hann bætti því að hann ætlaði að draga sig í hlé sem flokksformað- ur. Því embætti hefur Kohl gegnt í aldarfjórðung. Samkvæmt útgönguspám í gær- kvöld hlaut Kohl 35 prósenta fylgi en fékk árið 1994 41,4 prósent. Jafn- aðarmenn juku fylgi sitt úr 36,4 pró- sentum í 41 prósent. Munurinn var stærri en fylgiskannanir höfðu sýnt. Það var því ljóst að Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðarmanna, hafði malað Kohl. Schröder kvaðst ætla að íhuga stjórnarmyndun í ró og næði næstu daga. Möguleiki er tal- inn á að jafnaðarmenn myndi stjórn með kristilegum demókröt- um, svokallað filabrúðkaup, vegna þess að PDS-flokkurinn, arftaki kommúnistaflokksins í A-Þýska- landi, komst inn á þing. Velgengni PDS-flokksins hefur það í fór með sér að meirihluti jafnaðarmanna og græningja er svo naumur að erfitt gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn. Kohl gaf Schröder nokkur góð ráð í sjónvarpsviðtali í gærkvöld. Sagði kanslarinn fráfarandi að landið yrði að vera í fyrsta sæti og flokkurinn í öðru. Ef það væri haft í huga kæmi það flokknum til góða. Schröder gat þess í gær að hann myndi reyna að hafa stefnuna í ut- anríkismálum svipaða og hún hef- ur verið. Sérfræðingar í Frankfurt, Schröder fagnar sigri. Símamynd Reuter helstu viðskiptaborg Þýskalands, kváðust í gær telja að jafnaðarmenn myndu að mestu halda óbreyttri stefnu Kohls í efnahagsmálum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var einn fyrsti vestræni leiðtoginn til að óska Schröder til hamingju. „Það er stórkostilegt að við skulum nú fá miðju og vinstri stjóm í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi," sagði Blair. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakk- lands, sagði að með jafnaðarmenn við stjórnvölinn í Þýskalandi ætti jafnaðarstefnan að geta fengið auk- ið vægi innan Evrópusambandsins. Giulio Andreotti, sem var sjö sinnum forsætisráðherra Ítalíu, sagði í tilefni kosninasigurs jafnað- armanna í Þýskalandi að vinstri stjórnir væru orðnar of margar í Evrópu. Hann sagði nýja stjóm einnig með of lítinn meirihluta. Veik stjórn í Þýsklandi væri slæmt mál fyrir Evrópu. Stærsla bankagjald- þrotJapans Gjaldþrot bankans Japan Le- asing Corporation í gær er það stærsta í Japan hingað til. Nema skuldimar sem svarar 1100 millj- örðum íslenskra krðna. Samtímis því sem tilkynnt var um gjald- þrotið náði Keizo Obuchi forsæt- isráðherra samkomulagi við stjómarandstæðinga um laga- fmmvarp um hvemig verja eigi almannafé til aðstoðar flármála- stofnunum i vanda. Þúsundir á flótta undan Georg Hundrað þúsunda manna, sem búsettir era með fram suður- strönd Bandaríkjanna, hafa veriö hvött til að yfirgefa heimili sin og leita skjóls fyrir fellibylnum Ge- org. Miklar vindar voru í gær famir að blása á ströndinni milli Louisiana og Flórída og þjóðveg- irnir fylltust af ökumönnum á flótta. Gert er ráð fyrir að miðja fellibylsins nái ósum Miss- issippifljótsins í dag. Talið er að allt að 500 manns hafi látiö lifið af völdum Georgs í Dóminíska lýðveldinu, að því er hjálpar- stofnanir greina frá. Stuðningsmenn jafnaðarmanna óku um götur Bonn í Þýskalandi í gærkvöld og fögnuðu falli Kohls kanslara. Símamynd Reuter 50 særast á kaffihúsi Að minnsta kosti 50 manns særðust í gær er gassprenging varð á kaffíhúsinu Cafe Cappuccino í Palma á Mallorca. Blair í vörn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, brást harkalega við gagnrýni vinstri- manna á lands- fundi breska Verkamanna- flokksins í gær. Varaði hann við hættunni á að flokkurinn yrði stjómarandstöðu- flokkur. Andstæðingar Blairs saka hann um að svikja hugsjón- ir flokksins með því að sækja að miðju. Mamman skrifaði bréfið Þekktasti rithandarsérfræðing- ur Bandaríkjanna, Donald Foster, segir að móðir barnafegurðar- drottningarinnar JonBenet Rams- ey hafi skrifað bréfið sem foreldr- arnir sögðu vera frá mannræn- ingjum. Telpan fannst myrt í kjallara heimilis síns 1996. Útiloka samstarf Stjómarandstöðuflokkarnir í Slóvakíu, sem sigruðu í kosning- unum um helgina, útiloka sam- starf við Vladimir Meciar, fráfar- andi forsætisráðherra. Zhirinovsky í framboð Rússneski öfgasinninn Vla- dimir Zftirinovsky tilkynnti í gær að hann ætlað að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2000. Hryðjuverkamaður Bandaríska alríkislögreglan leitar nú sænsks hryðjuverka- manns sem talinn er vera í irönsku samtökunum Muhjahed- in Khalq. Maðurinn er granaður um að hafa ætlað að sprengja að- alstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Woodward í laganám Breska bamfóstran Louise Woodward, sem dæmd var fyrir morðið á Matt- hew litla Eappen er hún átti að gæta, hefur hafið laganám í London. Áhugi hennar á réttar- kerfinu vaknaði eftir réttarhöldin yfir henni sjálfri. Bók ástkonu Clintons Dolly Kyle Browning, fyrrver- andi bekkjarsystir Clintons Bandaríkjaforseta, fullyrðir að þau hafi verið í ástarsambandi um miðjan áttunda áratuginn og 1992. Hún reynir að fá bresk for- lög til að gefa út bók hennar um konu sem á í ástarsambandi við ríkisstjóra í suðurhluta Banda- ríkjanna. — WICANDERS gólfkorkur Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu. Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi þeirra sem eru að leik. WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg. Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý. Hið sérstaka yfirborð WICANDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn. Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast. ÞÞ &ca Þ.ÞORGRIIVISSON & CO ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100 INTERNET: http://www.vortex.is/thth&co - E-MAIL: thth&co@vortex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.