Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Fréttir
13
Fé fennti í Skagafirði:
Grafið upp úr 4
metra sköflum
DV, Sauðárkróki:
Fé fennti í Skagafirði í norðvest-
anveðrinu sem gekk í garð í lok síð-
ustu viku.
Um 40 kindur voru grafnar úr
fónn í Viðvíkursveit. Fljótamenn
hafa þurft að bjarga fé úr fonn þar
sem það hefur verið hætt komið í
heimalöndum. Sömu sögu er að
segja úr ofanverðum Skagafirði. Þá
vantar fé víða og bændur óttast að
það hafi leitað í gil sér til skjóls. Þá
er ekki að sökum að spyrja. Fennt
hefur yfir það þar sem öll gil eru
full af snjó.
Á bænum Hofstaðaseli í Viðvík-
ursveit fennti fé í gili neðan við bæ-
inn. Bændur grófu það upp með að-
stoð nágranna og reyndust allar lif-
andi nema tvær sem lent höfðu und-
ir þegar kindurnar leituðu í skjólið
í gilinu. Enn er saknað 10 kinda í
Hofstaðaseli. Að sögn Vésteins Vé-
steinssonar bónda var á fjórða
metra ofan á kindurnar þar sem
snjórinn var mestur. Flýtti það fyr-
ir við björgunina að traktorsgrafa
er á bænum og þá var snjórinn laus
i sér.
Borgar Símonarson í Goðdölum
sagði geysimikinn snjó kominn þar
fremra, einkum í Jökulsárgilið en
þangað leitar fé oft. Borgar segir að
sums staðar hafi verið búið að
heimta búpening en ástandið sé
misjafnt.
Á nokkrum stöðum hefur ekki
gefist tími til að gá að hrossum.
Örn Þórarinsson, bóndi í Ökrum
i Fljótum, gróf upp tvær kindur sem
lent höfðu í fónn hjá honum. Sagði
hann bændur þar í sveit hafa verið
að grennslast um fé og óttast að það
sem ekki er búið að heimta hafi lent
í fónn. -ÞÁ
Ólafsfjörður:
Styrkur til skíða-
kappans 2 milljónir
DV, Ólafsfiröi:
Kristinn Bjömsson skíðakappi hef-
ur fengið styrk frá heimabæ sínum og
Ólafsfirðingum upp á tæpar tvær
milljónir króna. Hann skrifaði á fóstu-
dag undir styrktarsamning frá
nokkrum fyrirtækjum í Ólafsfirði
sem styrkja hann
með 1,2 milljónum króna. Þar að
auki fékk hann afhenta ávísun upp á
715.000 krónur frá Sparisjóði Ólafs-
fjarðar. Bak við þá fjárhæð er almenn
söfnun á meðal bæjarbúa i Ólafsfirði,
auk framlags frá sparisjóðnum sjálf-
um. Þau fyrirtæki sem styrktu Krist-
in eru: Þormóður rammi / Sæberg hfi,
Ólafsfjarðarbær, Garðar Guðmunds-
son, Ámi Helgason, Vélsmiðja Ólafs-
fjarðar, Netaverkstæðið Kristbjörg,
Fiskverkun Sigvalda Þorleifssonar og
Sparisjóður Ólafsfjarðar.
Kristinn Bjömsson hélt stutta tölu
við afhendinguna. Hann var mjög
hrærður og sagði að þessi styrkur,
sem Ólafsfirðingar hafa látið honum í
té undanfarin ár, hafi gert honum
Kristinn skrifar undir samninginn.
DV-mynd Helgi
kleift að súmda skíðin sem atvinnu-
maður.
Viðstaddir undirskriftina voru,
auk fulltrúa frá ofantöldum fyrirtækj-
um, þeir Kristinn Svanbergsson,
framkvæmdastjóri Skíðasambands-
ins, og Egill Jóhannsson, formaður
SKÍ. Þeir fluttu báðir sutta tölu og
sögðu að stuðningur Ólafsfirðinga
væri einstakur. Hann væri reyndar
ekki bara styrkur við Kristin, heldur
skíðaíþróttina sjálfa.
Að undirskrift lokinni var boðið til
matarveislu á hótelinu. Kristinn hélt
utan um helgina. HJ
Snæfellsnes: .
Hátt fiskverð á mörkuðunum
DV, Vesturlandi:
Hátt verð hefur að undanfómu
verið á fiski hjá fiskmörkuðunum
tveimur sem starfa á Snæfellsnesi. í
síðustu viku var hæsta verð á slægð-
um þorski hjá Fiskmarkaði Breiða-
fjarðar 196 kr. kílóið og meðalverðið
146 kr. Hjá Fiskmarkaði Snæfellsness
var hæsta verð i síðustu viku 170 kr.
fyrir kílóið af slægðum þorski og með-
alverðið 134 kr.
Hæsta verðið á slægðri ýsu var 180
kr. kílóið og hjá Fiskmarkaði Breiða-
fjarðar en 175 kr kg hjá Fiskmarkaði
Snæfellsness en meðalverðið var það
sama hjá báðum, 147 kr.
Dýrasti fiskurinn á mörkuðunum
er þó enn þá lúðan. Hæsta verð sem
fékkst fyrir lúðukílóið í síðustu viku
var 450 krónur hjá Fiskmarkaði
Breiðafjarðar og 410 kr. hjá Fisk-
markaði Snæfellsness. Hjá sumum
fiskmörkuðum á landinu hefúr það
farið yfir 600 krónur. Það þýðir að
kíló af lúðu er komin hátt í 1000 kr.
út úr búð. -DVÓ
'
I
Ert þú að missa hárið?
APOLLO hefur þróað ffábæra meðferð við hárlosi.
Megaderm meðferðin dregur úr hárlosi eða stöðvar það alveg.
Það hafa verið reyndar margar aðferðir, með misjöfhum árangri.
En með þessari meðferð næst sýnilegur árangur eftir aðeins lmánuð.
Ókeypis ráðgjöf. Fullur trúnaður.
Án skuldbindinga.
APOLLO
Hárstúdíó
Hringbraut 119 - Sími 552 2099
J
NSX-S909
nsx-av^ao / beimabio
• DOLBY PRO-LOGIG SURROUND MAGNARI, 37 + 37 W RMS á framhátalara, • 25 W RMS á bakhátalara og 25 W RMS á miöju-
hátalara. • 5 hátalarar fylgja. (2. fram + 2. aftur og miðjuhátalari). • 3ja diska geislaspilari • SUPER T-BASSI. (3ja þrepa). • Hægt er
aö tengja myndbandstæki við stæðuna. • RDS Radio Data System • Fyrirfram forritaður tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC.
• Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun á geislaspilara og rásaleitun á útvarpi. • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi.
• Tvöfalt auto reverse segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir. • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER).
• Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. • Rotary encoder styrkstilli kemur í veg fyrir að hægt sé að hækka skyndilega ef kveikt er á
tækjunum með allt í botni.
nsx-sgoo
3-Diska geislaspilari • 143 + 143 + 37 + 37 W RMS magnari með surround kerfi. • Innibyggður Subwoofer í hátölörum
’ SUPER T-BASSI (3ja þrepa). • BBE hljómkerfi (3ja þrepa). • Beat Master - innibyggður sampler með töktum sem hægt er
að bæta inn í lög. • Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna. • RDS Radio Data System • Jog fyrir tónstillingar,
lagaleitun á geislaspilara og rásaleitun á útvarpi. • KARAOKE hljóðkerfi • Hægt er að tengja 2. hljóðnema við stæöuna. •
Fyrirfram forritaður tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - JAZZ - LATIN ásamt 4 einkastillingum. • 32 stöðva minni á
útvarpi, klukka, timer og svefnrofi. • Tvöfalt auto reverse segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir. • D.S.P
k "Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi
k sem líkir eftir DISCO - HALL - LIVE - MOVIE ásamt 4
||k .einkastillingum. • Rotary encoder styrkstilli kemur í veg '.'',''1111.1 1111 .
fflk fyrir að hægt sé að hækka skyndilega ef kveikt er á
tækjunum með allt í botni. • ;
vélkbkíh
í breyfctia og
betri verslun
flrmula 38 • Sími 5531133
UMBOÐSMÉNN AlWA UM LAND ALLT: Réykjavík: Heimskrínglan - Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla - Gríndavík: Rafeindaþjónusta Guðmundar - Keflavík: Sónar
NSX-S505
lœ-39,900
nsx-s505
• 3-Diska geislaspilari • 75 + 75 W RMS magnari með surround kerfi. • SUPER T-BASSI (3ja þrepa). • BBE hljómkerfi (3ja þrepa).
• Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna. • KARAOKE hljóðkerfi • Hægt er að tengja 2. hljóðnema við stæðuna. • Fyrirfram
forritaður tónjafnari með ROCK - POP- CLASSIC - JAZZ - LATIN ásamt 4 einkastillingum. • Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun á geisla-
spilara og rásaleitun á útvarpi. • RDS Radio Data System • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi. • Tvöfalt auto reverse
segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir. • D.S.P "Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi sem líkír eftir
DISCO - HALL - LIVE - MOVIE ásamt 4 einkastillingum • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER). • Segulvarðir hátalarar
með innibyggðu umhverfishljómkerfi (FRONT SURROUND) • Rotary encoder styrkstilli kemur í veg fyrir að hægt sé að hækka skyndi-
lega ef kveikt er á tækjunum með allt í botni. ___________________________________________'
NSX-AV320
kr.49,900
Akranes: Hljómsýn - Borgarnes: Kaupfélag BorgfirSinga - Hellissandur: Blómsturvellir - Stykkishólmur: Skipavlk - Blðnduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangl:
Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúö - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar Bolungarvik: Vélvirkinn - isafjörður: Frummynd
- Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Bókval/Ljósgjafinn - Húsavik: Ómur Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður:
Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radlórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradló