Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 5 DV Fréttir Keypti rekstur Hálogalandssjoppunnar fyrir offjár en fær ekki að reka hana áfram þrátt fyrir forleiguréttindi: Greiddi milljónatug í 5 ár og er svo hent út Jósep keypti „sjoppugoodwill" á 4 miiljónir króna fyrir fimm árum. Nú er honum „hent út“ þrátt fyrir forleigurétt. Eigandinn notfærir sér ákvæði í leigusamningi. DV-mynd BG ,Ég á að fara út á laugar- daginn. Allir í hverfinu og nemendur Menntaskólans við Sund, sem er hér beint á móti, eru mjög á móti þessu. Það er til lítils að kaupa viðskipta- vild á fjórar milljónir króna ef það er hægt að stela henni af manni eftir 5 ár þegar allt er farið að ganga vel og vera þá líka búinn að borga sama að- ila 5 miiljónir i leigu. Það er rosalega siðlaust að stunda þetta við hvem mann á fætur öðrum,“ sagði Jósep Grims- son, rekstraraðili sölutums- ins Hálogalands í Gnoðavogi 46. Jósep á að fara út úr sjopp- unni um helgina. Hann segir að þrátt fyrir ákvæði um for- leigurétt ætli eigandinn að nýta sér klásúlu í leigusamn- ingi þar sem segir að slíkt gildi ekki ef leigusali eða fjöl- skylda hans ætli að „notfæra sér húsnæöið". Jósep segir að á fímm árum sé hann búinn að leggja um milljónatug í sjoppuna: „Ég keypti rekstur sölutumsins þann 1. nóvember 1993 af húseigand- anum. Hann var þá búinn að reka sjoppuna í örfáa mánuði. Ég greiddi honum 4 miiljónir króna fyrir kaup- samninginn - í honum fólst aðeins pylsupottur, peningakassi, ísskápur og plastkörfur fundir sælgæti - í verð- inu fólst því aðeins viðskiptavild. Fyr- ir lagerinn greiddi ég sérstaklega 800 þúsund krónur. Það lá mikið á að ganga frá þessum samningi á sínum tíma. Núna er eigandinn að henda okk- ur út og neitar að framlengja leigu- samninginn þrátt fyrir að ég sé bú- inn að bjóða hærri leigu - leigan á mánuði hefur verið 95 þúsund á mánuði. Við buðum eigandanum 130 þúsund en hann neitaði því. Ég keypti sjoppuna með það fyrir aug- um að fá framlengingu til að reka hana áfram eins og allir aðrir fá að gera ef þeir standa í skilum. Það er augljóst hvað eigandinn ætl- ar að gera. Hann hyggst eyðileggja reksturinn sem hann seldi okkur með því að henda okkur út og stofna nýja sjoppu daginn eftir,“ sagði Jósep Grímsson. Hann tímdi ekki að skipta um Ijósaperur „Honum var kunnugt um það í upphafi að leigusamn- ingurinn var til flmm ára,“ sagði Ólafur Sigurðsson, eig- andi sölutumsins Háloga- lands, í samtali við DV að- spurður um málið. Ólafur sagði að það væri „ekki fótur fyrir einu eða neinu" sem Jósep segði. Hann hefði ekki málað húsnæðið og ekki einu sinni „tímt að skipta um ljósaperur". „Hann er að reyna að eyði- leggja allt fyrir mér,“ sagði Ólafur. Aðspurður um það hvort það væri við hæfi að taka 4 milljónir fyrir viðskiptavild og annað eins eða meira fyrir leigu á 5 árum sagði Ólafur: „Jósep hefur aldrei gefið mér möguleika á að leigja honum áfram. Hann hefur ekki staðið við eitt eða neitt. Ég hef aldrei haft neitt saman við hann að sælda. Síðan er ég að frétta sögur af sjálfum mér sem hann hefur borið út,“ sagði Ólafur. -Ótt Vöncluð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir i hönnun og útgáfu ELFA R LEMMENS HÍTABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð UP Einar Farestveit & Co.hf. Bor*aitúni28 Ð 562 2901 oc 562 2900 borgari eda grísasatrLloka Effirlæti rokkarans 12^5.- Djöflaieria í eftirrett. CxeaajuJL Halloween veisla a. Hctrd K # dagana 2^. okt.- 51. o\ HreKKjavako: eins oej kun gerisf besi. Allir krakkar sem koyyva í ^rímubuninðji í./f# » f^ okeypis h.amborqara fr<u Mard Rock. HAUNTED H0U3E "I fyrsta sinn á Islandi. Leiklækjaleiaan SPRELL kynnir í samvínnu við Hard Rock Cafe alvöru ameríska hrollvekju eins hun gerist besl. "HAUNTED H0USE" «r slaðsell beínt fyrir frarnar. Hard Rock Cafe Komdu ef þú þorir á milli kl. 17-2.2. fimrntu- dagj. föstudag. laugardag o^ sunnudag. Þú veist ekki bverju þú átt von á I Sérstök barnahrekkjavaka a lau$arda$ o$ sunnuda^. mitli kl 13-17. jomsvextin i :pilar £yrir fimm iuda a, ercwp ti a KliYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.