Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Fréttir
Skelfiskvinnsla og atvinnulif á Hofsósi f uppnámi vegna opinberra aðgerða:
Stefnir í málsókn
- á hendur sjávarútvegsráðherra. Gífurlegt áfall, segir útgerðarmaður
„Það er gjörsamlega búið að
kippa rekstrargrundvellinum und-
an útgerðinni og vinnslunni með
þessum aðgerðum. Þarna er um að
ræða í raun að okkur frumherjun-
um er hent út af veiðislóðinni og
öðrum gefinn kostur á að njóta
uppskeru erfiðis okkar,“ segir
Viggó Einarsson, skipstjóri og að-
aleigandi skelbátsins Ingileifar
SK-28 sem ekki fær lengur að
veiða á slóð sem hefur að geyma
gjöful hörpudisksmið.
Útgerðin hafði tilraunaveiðileyfi
frá upphafi ársins til veiða á mið-
um sem ekki höfðu verið nýtt síð-
an 1984. Vegna leyfisins var geng-
ið til þess að útbúa og breyta bátn-
um fyrir milljónir króna auk þess
að Rækjunes hf. í Stykkishólmi
setti upp vinnslu á Hofsósi með
gríðarlegum tilkostnaði. Heildar-
kosnaður vegna vinnslu og útgerð-
ar nemur 40 milljónum króna.
Mikil bjartsýni fylgdi þessum
umsvifum enda hafði staðurinn
verið í lægð í atvinnulífinu eftir
að Fiskiðjan Skagfirðingur hf. lok-
aði frystihúsinu þar. Umrædd mið
eru út af Ströndum og var útgerð
Ingileifar heimilt að veiða utan
viðmiðunarlínu sem dregin var úr
Skallarifi í Selsker og þaðan í
Drangaskörð. Þegar veiðar hófust
kom í ljós að
afli var þokka-
legur á áður --------------------
þekktum mið- Á
um sem ekki
höfðu verið nýtt
sl. 14 ár. Þá
fundust einnig
ný mið sem t
gáfu rífandi
afla.
„Við fengum í upphafi tilrauna-
veiðileyfi en fyrir lá vilyrði fyrir
veiðileyfi í framhaldinu þar sem
ekki var um að ræða kvótabundn-
ar veiðar. Þegar svo kom á daginn
að við fengum afspyrnugóða veiði
á nýjum miðum sem ég fann tóku
aðrar útgerðir að líta þetta hýru
auga,“ segir Viggó.
Hann segir að þegar spurst hafi
út að hann væri að ná árangri hafi
allt verið sett í gang til að tryggja
öðrum aðgang að miðunum út af
Stöndum.
Nú blasir við að skelvinnslan sem hófst á Hofsósi í upphafi árs leggist af. Gjöful mið út af Strönd-
um, sem stóðu undir vinnslunni, eru nú lokuð og útgerðum á Blönduósi hefur verið afhentur
veiðirétturinn.
„Þetta endaði með þeirri
ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis-
ins að við vorum lokaðir úti en
bátar frá Húnaflóa fengu svæðið
afhent á silfurfati," segir Viggó.
Þegar tilraunaveiðileyfið rann
út í byrjun júlí
var viðmiðun-
---------------- armörkunum
breytt þannig
að í stað þriggja
_ viðmiðunar-
punkta áður
voru teknir upp
“ tveir punktar
frá Skallarifi í
Hombjarg. Þar
með var útgerð Ingileifar útilokuð
frá miðunum nýfundnu. Bátar frá
Skagaströnd og Blönduósi fengu
síðan úthlutað leyfum til veiða.
Viggó segir að eftir standi í upp-
námi útgerð og vinnsla sem kostað
hafi milljónatugi.
„Með þessu var ég lokaður úti
og það blasir við að afkomu verk-
smiðjunnar og okkar er ógnað.
Með því að loka á okkur er grund-
vellinum kippt undan rekstri
verksmiðjunnar. Þá er þetta gríð-
arlegt áfall fýrir Hofsós enda
undan pólítísk-
um þrýstingi
Skagstrend-
inga og fleiri
aðila. Ég talaði
við Þorstein en
án þess að
neina lausn
væri að fá. Þá
hefur Vilhjálm-
ur Egilsson al-
þingismaður
reynt að lið-
sinna okkur,
einn þing-
manna, en allt
kemur fyrir
ekki,“ segir
Viggó.
Sigurjón
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri
Rækjuness hf.,
segir að nú sé
til skoðunar
hvaða leið
verði farin til
vinna um 30 manns við skelina,"
segir Viggó.
Hann sakar sjávarútvegsráð-
herra um óheilindi og segir
pólítískan þrýsting hafa ráðið
ferðinni.
„Þetta virðist vera kveðjugjöf
frá Þorsteini Pálssyni sem lætur
að ná fram réttlæti í málinu gagn-
vart sjávarútvegsráðuneytinu.
Þegar sé ljóst að málið fari lengra.
„Við munum sækja rétt okkar í
þessu máli og láta reyna á þessa
ákvörðun ráðuneytisins,“ segir
Sigurjón. -rt
Fangavarðalaus fangelsi
Ef allt fer sem horf-
ir mun hagur fangels-
aðra manna á íslandi
versna að mun.
Fangaverðir hafa sagt
upp störfum sínum og
leggja niður vinnu á
morgun ef ekki verð-
ur samið við þá. Og
það eru engar líkur á
að samið verði við
fangaverði vegna þess
að það eru ekki til
peningar til að semja
við þá. Fangaverðir
vilja nefhilega fá
hærri laun en ríkis-
valdið hefur ekki ráð
á því. Fangelsisstofn-
un segist ekki eiga
aura til að greiða
launin enda nær góð-
ærið ekki inn fyrir
fangelsismúra. Það
væri nú líka annað
hvort, að láta fangels-
in njóta góðærisins. Fangar eru hnepptir í varð-
hald tO að refsa þeim, ekki til aö umbuna þeim.
Fangaverðir eru innan fangelsismúranna og af
þvi góðærið nær ekki inn fyrir veggi fangelsanna
fá fangaverðir ekki að njóta góðærisins heldur.
Meðan fangaverðir og ríkisvaldið karpa um
kaup og kjör þeirra fyrrnefndu syrtir í álinn hjá
fongunum. Ekki vegna þess að þeir séu á móti því
að fangavörðunum séu greidd hærri laun fyrir að
lita eftir þeim heldur vegna þess að þegar fanga-
verðimir eru famir njóta fangarnir miklu minni
þjónustu þegar enginn er til að veita hana. Fimm
stjömu hótelið á Litla-Hrauni breytist þá í far-
fuglaheimili.
Ekki það að fangar á íslandi hafi haft það svo
skitt. Sagt er að hvergi í landinu sé auðveldara að
verða sér út um fikniefni og þar var um tíma rek-
in umfangsmikil barnaklámsstarfsemi og svo
hafa fangar fengið að skreppa í bæinn þegar mik-
iö liggur við þannig að fangaverðir hafa í sjálfu
sér ekki haft annað að gera en að liðsinna fóng-
um við framangreinda iðju sina og raunar varla
mátt vera að því, hvað þá haft efni á því, enda
launin lág og kjarabaráttan löng og ströng.
Nú em fangaverðir orðnir svo þreyttir á því að
liðka til fyrir fangana að þeir ætla að ganga út og
þegar fangaverðirnir eru farnir minnkar þjónust-
an við fangana og spurning hvort fangar eigi ekki
að ganga út líka í mótmælaskyni við skerta fang-
elsisþjónustu. Það nær auðvitað ekki nokkurri
átt þegar búið er að loka fullfríska mennina í
fangelsi að þeir búi allt í einu við stórskerta þjón-
ustu af því að fangaverðir ganga út og leggja nið-
ur störf sín i þágu fanganna. Fangarnir hefðu
aldrei samþykkt að fara í fangelsi ef þeir hefðu
vitað um hvaö byði þeirra. Menn verða að átta
sig á því að það er ekki ríkið sem sýpur seyðið af
brotthvarfi fangavarðanna og heldur ekki fanga-
verðirnir sjálfir sem em þá lausir úr prísundinni
heldur fangamir sem sitja eftir fangavarðalausir.
Hasslausir hasshausamir. Og hvað verður þá um
bamaklámsþjónustuna?
Dagfari
Plokkfiskurinn
Blaðamenn hafa hringt grimmt í
Jóhannes kaupmann Jónsson í
Bónusi eftir að ljóst varð að 10-11
verslanir fara undir væng hjá fyrir-
tæki hans, Aðfóngum hf. Einn þeirra
var grimmur og
talaði um að Bón-
us væri á fáum
ámm orðið eins
konar kolkrabbi í
viðskiptalífinu og
stórhættulegt
fijálsri sam-
keppni. „Ég
mundi nú frek-
ar segja að við værum plokk-
fiskurinn í viðskiptalífinu. Alla vega
erum við ekki neitt stórt miðað við
Kolkrabbann," er sagt að Jóhannes
hafi svarað. Margir telja sig sjá þau
teikn á lofti að 10-11, sem staðið hef-
ur í harðri samkeppni við Hag-
kaup/Bónus, sé á hraðri leiö inn í
samsteypu Jóhannesar....
Keppni um æru
í nýjasta tölublaði unglingablaðsins
Ozon er viðtal við Davíð Þór Jóns-
son „skemmtikraft“ og Gunnstein
Ólafsson, fyrrum dómara Gettu bet-
ur, um ýmis málefni. í viðtalinu, sem
ber fyrirsögnina
„Keppnin um
æruna“, segir Davíð
m.a. frá því hversu
ástfanginn hann er
af stigaverðinum
Katrínu Jakobs-
dóttur. Gunn-
steinn lýsir vinnu-
brögðum í kring-
um Gettu betur sem
hinum glæsilegustu. Hann segir að
þegar hann búi til spumingarnar sé
mjög mikilvægt að hann geri það rétt
og gæti að því að gera ekki mistök af
því að ef það gerist hringi fólk í hann
og Davíð Þór. Gunnsteinn segir að
fólk sé stolt yfir því sem það viti bet-
ur en dómarinn en í keppni sem þess-
ari skuli rétt vera rétt! Þess má geta
að viðtalið var tekið áður en úrslita-
keppnin milli MR og MH fór fram...
Gunnar bjargar Gunnari
Prófkjörsstríðið í Reykjanesi er nú
að nálgast hámark. Mikill hrollur er
i þeim sem vilja efstu sætin og er
Ámi Mathiesen sagður áhyggjufull-
ur mjög enda sækja að honum bæði
Sigríður Anna Þórð-
ardóttir og Gunnar
I. Birgisson sem
bæði vilja leiða list-
ann. Nú hefur dr.
Gunnar spilað út
sinu síðasta trompi
sem duga skal til
að ná toppnum.
Gunnar Steinn
Pálsson, auglýsingamógúll allra
tima, hefur tekið að sér að flikka upp
á ímynd nafna síns Birgissonar.
Gunnar Steinn er augljóslega kjark-
maður og ekki verkkvíðinn því á
hans herðum hvílir þar með að sætta
íslenska þjóð við sægreifana og
gagnagrunninn auk þess að gefa
gamla verktakanum og Klæðningar-
forstjóranum það yfirbragð að
Reyknesingar kaupi...
Mógúll fer suður
Nú stendur fyrir dyrum að ráða
nýjan forstjóra að lánasjóði landbún-
aöarins. Þar er Leifur Kr. Jóhann-
esson búinn að standa við stýrið
með mikilli prýöi en hyggst nú hætta
fyrír aldurs sakir.
Búið er að auglýsa
starfið. Innan Fram-
sóknar vilja menn
hafa stjórn á því ,
hver hreppir hnoss-
ið og eru þegar bún-
ir aö ftnna heppi-
legan kaupfélags-
stjóra sem eftirmann Leifs.
Það er Þórólfur Gislason, sem stýr-
ir nú Kaupfélagi Skagfirðinga. Gangi
það eftir telja Skagfirðingar líklegt
að eftirmaður Þórólfs í stóli kaupfé-
lagsstjóra verði Sigurjón Rafnsson
sem er hægri hönd Þórólfs í dag...
Umsjón Reynir Traustason
..
Netfang: sandkom @ff. is