Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
9
Útlönd
Eiturlyfjasalar grunaðir um að hafa rænt ráðherrann:
Farinn í felur
Lögreglan í Lundúnum telur
að eiturlyfjasalar hafi rænt Ron
Davies, fyrrum ráðherra mál-
efna Wales, á mánudagskvöld.
Ráðherrann sagði af sér í kjöl-
far ránsins. Hann hafði
skömmu áður þegið heimboð
ókunnugs miðaldra svarts karl-
manns i marglitum frakka sem
hann hitti i almenningsgarði
sem er þekktur samkomustað-
ur samkynhneigðra í leit að
skyndikynnum.
Fjöldi rána hefur verið fram-
inn á þessum slóðum þar sem
fómarlömbunum eru ýmist
boðin eiturlyf eða skyndikynni
við samkynhneigða, eða hvort
tveggja.
Bresku æsiblöðin hafa haldið
því fram að Davies sé samkyn-
hneigður og tilgangur göngu-
ferðcir hans í Clapham Comm-
on garðinum hafi verið að finna
bólfélaga. Hann neitar öllu
sliku. Davies, eiginkona hans
og þrettán ára dóttir, eru nú
farin í felur til að meta stöðuna
sem upp er komin.
Lögreglan handtók þrjár
manneskjur i gær og yfírheyrði
um bifreið ráðherrans fyrrver-
andi frekar en ránið sjálft.
Fólkið var síðan látið laust og
gert að mæta aftur síðar. Bíll
Davies fannst í Brixton-hverf-
inu, einhverju alræmdasta
glæpahverfi Lundúna, ekki
langt frá staðnum þar sem rán-
ið var framið. Lögreglan rann-
sakar nú bílinn í leit að vís-
bendingum mn ræningjana.
Davies er öskureiður yfir
umfjöllun fjölmiðla um málið
og segir hana ósanngjama.
„Fólk gleymir því að ég var
fórnarlamb glæps þar sem
hnífi var beint að hálsi mér,“
Ron Davies, fyrrum ráðherra í bresku ríkis- sagði Ron Davies, fyrrum ráð-
stjórninni, er reiður. herra.
Sigraði í fyrstu lotu
Hægri menn í Chile fognuðu í
gær úrskurði bresks dómstóls um
að Augusto Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra Chile, nyti friðhelgi.
Flóttamenn frá Chile og baráttu-
menn fyrir mannréttindum létu
hins vegar í ljós reiði sína fyrir ut-
an dómhúsið í London í gær. Kall-
aði mannfjöldi skammaryrði á eftir
breskum lögfræðingi Pinochets.
Dómstóllinn úrskurðaði að ekki
væri hægt að láta Pinochet koma
fyrir rétt i Bretlandi þar sem hann
hefði verið þjóðhöfðingi í Chile þeg-
ar hann framdi þá glæpi sem hann
er sakaður um. Niðurstaða dóm-
stólsins var að rangt hefði verið að
handtaka Pinochet.
Honum verður þó ekki sleppt úr
stofufangelsi strax. Breskir sak-
sóknarar áfrýjuðu strax úrskurðin-
um. Það verða þvi líklega lávarð-
amir í efri deiid breska þingsins
sem taka ákvörðun um framhald
málsins. Lávarðadeildin er æðsta
dómstig í Bretiandi.
Mögulegt er að Pinochet verði
sleppt gegn tryggingu á meðan mál
hans er til meðferðar í breska dóms-
kerfinu. Víst þykir hins vegar að
bið verði á að flogið verði með hann
til Chile í sjúkraflugvélinni sem biö-
ur hans á herflugvelli í Bretlandi.
Verslunin
Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co
stofnuð 1907,
elsta verslun í Reykjavík,
er flutt í Skipholt 9.
%/ Klossar i/ Festingasett Ý Ðorðar
%/ Diskar i/ Handbr barkar |/ Skálar
✓ Slöngur mmmmmm* ^ Dælur
skálar og diska, allar stæröir. Allar álímingar.
e
ÁLÍMINGAR Smiðjuvegi 20 (græn gata)
Sími 567 0505
Gleðistund
með Erni Árnasyni
ásamt 4ra rétta matseðli
Vesturgötu 6 - 8 • sími 552 3030
á Galdraloítinu
80 rétta hel«ar
sérréttamatseðill
í gamla salnum
Dansað
í kjallara
* 1 >#p;
H - H -
Berið
saman
verð og
gæði. það
gerðum
við!
■16" með 3 áleggjum & eitt af eftirfarandi
12" margaríta eða
12" hvítlauksbrauð eða
/ yu, 2 lítrar af kók kr. 1.480,
18" með 3 áleggjum, 2 lítrar af kók
990,- & stórar brauðstangir -