Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 12
12
FTMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Spurningin
Hvaða erindi áttu
í Kringluna?
(Spurt í Kringlunni á föstudegi)
Auðbjörg Ingvarsdóttir félags-
ráðgjafi: Ég er að kíkja á Kringlu-
kastið.
Jónas Þorgeirsson tæknimaður:
Ég er að versla.
Sævar Örn Arason nemi: Ég er að
skoða mig um.
Ari Michaelsen: Er að skoða mig
um.
Már Valþórsson nemi: Ég er aðal-
lega að eyða tímanum.
Haraldur Pétursson nemi: Ég var
að kaupa glös.
Lesendur
Einelti í skólum
og á vinnustöðum
Einelti er rót alls ills. Börn sem leggjast á aðra eiga líka við verulegt vanda-
mál að stríða, segir m.a. í bréfi Skarphéðins.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Einelti er ekki nýtt fyrirbæri.
Böm hafa verið tekin fyrir af skóla-
félögum og líka í almennum sam-
skiptum bama við leik. Þá em
bömin útilokuð frá leikjum. Þetta
hefúr eyðilagt marga andlega og
námsárangur hefur dalað. Böm
kvíða fyrir komandi degi og ef um
ungling er að ræða em afleiðingam-
ar skelfílegar. Kvíðinn fyrir að
mæta i skólann stuðlar að þvi að
ekki er farið í skólann í sumum tii-
vikum heldur dvalið hjá krökkum
sem oft em í óreglu og jafnvel vímu-
eftianeyslu.
Einelti er rót alls ills. Böm sem
leggjast á aðra eiga oft við vanda-
mál að stríða. Kennarar þurfa því
að vera vel á verði og ekki síður for-
eldrar. Á vinnustöðum er þetta al-
gengt og þar em á ferö sjúkir menn,
svokallaðir „lúserar", sem eru fúllir
beiskju og taka ófarir sínar og
menntunarskort ef um hann er að
ræða, og þá heimsku, út á mönnum
sem bera ekki hönd fyrir höfuð sér.
Aö sjálfsögðu blandast fleiri í
hópinn. Afleiðingamar eru hroða-
legar. Afköst við vinnu minnka,
fjarvistir aukast því fólk kvíðir fyr-
ir að koma til vinnu í byrjun viku.
Verkstjórar sem láta svona hluti
viðgangast era sömu úrþvættin og
þeir vansælu vesalingcir sem stunda
einelti. Margir þessara manna em
óhamingjusamir og sumir hafa
fengið slæmt uppeldi, jafnvel verið
misnotaðir í æsku.
Ég tala sjálfur af reynslu og henni
biturri. - Ég starfaði á Keflavíkm--
flugvelli í tæpa 3 áratugi. í 10 ár
mátti ég þola gróft einelti af íslensk-
um starfsmönnum hjá varnarliðinu.
Þessi 10 ár vora hræðilegur tími.
Það tók mig langan tíma að komast
yfir þetta eftir að ég hætti störfum
hjá vamarliðinu. - Þeim sem stuðla
að einelti, hvort sem er í skólum eða
á vinnustöðum, hefnist fyrir en það
kemur ekki í veg fyrir að á þessu
máli verður að taka á íslandi líkt og
gert er í nágrannalöndum okkar. Þar
hefur víðast náðst verulegur árang-
ur í að uppræta einelti og sums staö-
ar er það nánast úr sögunni.
Góðir skulu þeir „stjórar" vera
Sigurbjörg Kristjánsdóttir skrifar:
Mér fmnst það orðið meiri háttar
fyndið stundum að lesa í Degi þessa
dálka sem ég kalla „kjaftakerlinga-
dálka“ og hafa ýmist nafnið „Heiti
potturinn", „Garri“, „Efst á baugi“
eða eitthvað í þessa áttina. - Sérstak-
lega á það við þegar í þeim er verið
að verja opinbera starfsmenn þegar
lánleysi þeirra ríður ekki við
einteyming.
i þessu sambandi em tveir menn
búnir að vera einkar áberandi. Ann-
ars vegar er það fréttastjóri Sjón-
varps og hins vegar lögreglustjórinn
í Reykjavík. Báöir hafa þessir menn,
viljandi eða óviljandi, komið sér í
talsvert klandur og fengið á sig gagn-
rýni fyrir vikið.
Blaðamenn þessara dálka hafa ver-
iö einkar duglegir við að veija fyrr-
nefnda menn með ýmsu móti, eins og
t.d. með því að þykjast hafa eftir hin-
um og þessum ónafngreindum vinum
sínum í sundlaugunum að mikil ein-
ing hafi ríkt um þessa menn. Jafnvel
hafi nokkrir starfsmenn á viðkom-
andi stofnunum áhyggjur af þessu.
Skrif þessi em oft hlægileg, og
dettur manni í hug hvað þurfi eigin-
lega að ganga á til þess að erfitt verði
að bera blak af fréttastjóranum og
lögreglustjóranum. Það er nú svo að
menn í opinberum stöðum verða,
a.m.k. að einhveiju örlitlu leyti, að
bera ábyrgð á gerðum sínum. Ekki
rétt? í siöuðum þjóðfélögum er sú
krafa miklu skýrari en hér á landi og
gildir þar einu hvort menn eru
„framsóknarmenn“, eins og áður-
greindir einstaklingar, eða einhveij-
ir aðrir.
Váleg tíðindi af veðurfarinu
- þyrmir yfir svo um munar
„Menn moka sig út úr húsum sínum að morgni og jafnvel inn í þau aftur að
kveldi", segir m.a. í bréfinu. - Á Akureyri í vikunni.
Dalvíkingur skrifar:
Það má slá upp fréttum í fjölmiðl-
um eins og „Hressileg vetrarbyrjun",
„Árstíðaskipti meö stil“, og hvaðeina
sem fréttafólki kemur í hug þegar
vetur heldur innreið sina í hinar
norðlensku byggðir hér og á Vest-
fjörðum. En orðið „hress" kemur
ekki upp í huga margra. Það þyrmir
yfir mann svo um munar og ég held
flesta sem komnir eru til fullorðins-
ára. Við vitum hvað bíður okkar.
Vetrarkoma upp úr miðjum október
boðar ekkert gott. Það fengum við að
reyna sl. vetur og ofan á hann ein-
dæma lélegt sumar sem maður var
nýbúinn að jafna sig eftir.
Þegar þetta er ritað er spáð
áframhaldandi snjókomu en björtu
veðri syðra. Er það enda líkt og
maður gæti ímyndaö sér paradís
fyrir okkur að koma til Reykjavíkur
með flugi. Allt marautt og engar lík-
ur til að þar verði mikil umskipti
fremur en sl. vetur. Já, það tekur á
taugarnar að búa við slíkt veðurfar
og verið hefur norðan Holtavörðu-
heiðar undanfarin misseri. Menn
moka sig út úr húsum sínum að
morgni og jafnvel inn í þau aftur að
kveldi. - Verst er þegar veðurfræð-
ingar spá því að nú gæti hlýnað ör-
lítið eða að veður fari að ganga nið-
ur. Það gefur vonir sem þó oftast
bregðast.
Sannleikurinn er sá að mjög fáir
standast svona veðravíti og snjó-
þyngsli. Bömin una sér að vísu og
örfáir snjósleðamenn, en allur al-
menningur örvæntir. Margir, bæði
hér og á Akureyri, hyggja alvarlega
að búsetuskiptum verði sami vetur
og í fyrra og annað eins sumar. Og
ekki þá bara suður til þéttbýlis-
svæðisins, heldur rétt alveg eins
áfram og til útlanda. - Danmerkur,
Noregs eða bara eitthvert.
Kýpur eða
Kípur?
Lesandi hringdi
í grein sinni með þessari yfir-
skrift í DV (26. okt.) í dag um átök
Tyrkja og Grikkja á ey þessari vík-
ur Gísli Sigurðsson íslenskufræð-
ingur frá þeim rithætti sem nú um
langt skeið hefur verið rikjandi,
þ.á.m. á landakortum sem notuð
em við kennslu í skólum, þ.e. Kýp-
ur með ý en ekki í, eins og hann
vill hafa og notar í grein sinni. Frá
fornu fari hét ey þessi Kýpros
(gríska) og Cypms (latína) og mun
vera dregið af því að þar er berg
auðugt að eiri (cuprum), sem þar
hefur verið numinn úr jörðu frá
ómunatíð. Á sama hátt og nafniö
cuprum hefúr orðið kopar á ís-
lensku sýnist mér rökrétt að af-
leidda nafnið lúti sömu meðferð og
eyjan haldi áfram að heita Kýpur á
íslensku.
Meinatæknar
mega hætta
Karen hringdi:
Það er nú orðið hvimleitt þetta
með uppsagnir hverrar stéttar inn-
an heilbrigðisgeirans á fætur
annarri. Nú eru það 47 meinatækn-
ar sem hóta heilbrigðiskerfinu.
Hvert er tilefnið? Jú, deila um túlk-
un á úrskurði aðlögunamefndar!
Hver skilur þetta tungumál? Ekki
ég. Leyfum meinatæknum þessum
að hætta, það hljóta einhverjir aör-
ir að geta tekið við störfum þeirra,
eða þá að senda megi verkefni
þeirra utan til úrlausnar. Er ekki
tæknin orðin það fullkomin að slíkt
sé gerlegt? En fyrir alla muni hætt-
um að birta fréttir um þessar deil-
ur í heilbrigðiskerfinu, þær eru
bæði leiðinlegar og marklausar,
því það er ávallt samið á elleftu
stundu. Framvindan saman stend-
ur af hótunum einum.
Jólaundirbún-
ingur allt of
snemma
Kristján skrifar:
Það er engin hemja hvað kaup-
menn hér á landi komast upp með.
Aö byija jólaauglýsingar upp úr
miðjum október er helber skrípa-
leikur sem enginn á að taka þátt í.
Það eyðileggur fyrir öllum að ná
hinni réttu jólastemningu, bæði í
verslunum og annars staðar. Eftir-
væntingin verður nánast engin
þegar svo snemma er byrjað sem
nú í sumum verslunum hér. Svarið
ætti aðeins aö vera eitt: að snið-
ganga slíkar verslanir þar til í byrj-
un desember. Vegna bamanna og
okkar sjálfra. Jólin í jólamánuðin-
um en ekki fyrr.
Góð sunnu-
dagsleikrit
Pálmi hringdi:
Ég og fjölskyldan öll horfðum á
sunnudagsleikritið síðasta; Sögur
fyrir svefninn. Hreint frábært
stykki með enn betri leikurum.
Óvænt endalok og nokkuð áhrifarík,
a.m.k. fyrir suma sem hugsa um ei-
lífðarmálin, dauðann og hvert við
fómm héðan úr heimi. Sunnudags-
leikritin hafa öll verið góð til þessa,
gagnstætt því sem var síðasta vetur.
- Og Spaugstofan er að hressast
lika, síðasti þáttur mun betri en sá
næstsíðasti sem var afar klénn,
vægast sagt. En gott er ef svona
heldur fram í helgardagskránni.
Þakka lesenda-
dálka DV
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Mig langar að nota tækifærið og
senda ykkur á DV þakklæti fyrir
lesendasíðurnar þar sem flestir
geta tjáð skoðanir sínar. Það þarf
ekki að orðlengja það að þetta er
eins konar þjóðarsál í rituðu máli.
Ég hef reynslu af öðrum blöðum
þar sem aðeins þröngur hópur virð-
ist eiga aðgang. Jafnvel Mbl. er
meira og minna farið að líkjast
Prövdu. DV er sannarlega frjálst og
óháð blað að þessu leyti.