Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Iþróttir eftir sigur á liöi Aftureldmgar Framarar komust á topp 1. deild- ar karla í handknattleik þegar liöið sigraði Aftureldingu, 26-29, að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld. Sig- ur Framara var öruggari en lokatöl- ur gefa til kynnaen skömmu fyrir leikslok voru þeir með sjö marka forystu sem Aftureldinga tókst að saxa á undir lokin. Það var öðru fremur geysUega öfl- ugur varnarleikur Framara sem lagði grunninn að sigri þeirra í leiknum. Vörn Framara er ekki árennUega, líkja má henni við risa- stórt Qall. Langtímum saman fundu leikmenn Aftureldingcir ekki glufu á vörninni og gestirnir sigu í kjölfarið smám saman fram úr, að því er virt- ist átakalaust. Ef Framarar leika af sama þunga og þeir gerðu í þessum leik verður síður en svo auðvelt fyr- ir andstæðinga að leggja þá að veUi. Það var aðeins í byrjun sem Aft- urelding hafði frumkvæðið en á þeim tíma ríkti ráðleysi í leik Fram- ara. Þeir unnu bug á vandanum, skoruðu fimm mörk í röð, og eftir það var ekki aftur snúið. í síðari hálfleik dró enn frekar í sundur með liðunum. Aftureldingar- menn reyndu aUt hvað þeir gátu, tóku Andrei Astafei úr umferð, en allt kom fyrir ekki. Framarar voru komnir með yfirburðaforskot en gáfu eftir á lokasprettinum með þeim afleiðingum að Afturelding náði að rétta sinn hlut. Munurinn var bara of mikUl og Framarar fögn- uðu ákaft góðum sigri. „Þetta er samstiUtur hópur sem æfir vel og er reiðbúinn aö leggja mikið á sig tU að ná árangri. Við átt- um við vanda að etja gegn Stjörn- unni á dögunum, menn settust niöur og tóku á vandamálinu. Viö erum komnir á þann stað sem hugurinn stefnir. Það er frábær eining í hópn- um og við erum staðráðnir í því að halda áfram á sömu braut,“ sagði Framarinn Magnús Arnar Arn- grímsson við DV eftir leikinn. Rússinn Astafei átti góðan leik og sömuleiðis Magnús Amar. Björgvin Björgvinsson er ahur að koma til og sérstaklega var hann duglegur í varnarleiknum. Liðið var samstUlt og vömin stóð upp úr. Hjá Aftureldingu voru Litháarnir Gintas og Gintaras áberandi bestir. Magnús Már Þórðarson er aUtaf drjúgur á línunni. Markvarsla liðs- ins var í molum í þessum leik. Liðið er skyttulaust og það háir því tals- vert. -JKS Fram Haukar Afturelding Valur KA ÍBV Stjarnan 172-147 10 180-161 9 146-133 9 145- 131 8 146- 136 8 133-131 5 139-146 5 146-160 4 Selfoss 6 1 2 3 144-158 4 Grótta/KR 6 1 2 3 151-169 4 FH 6 1 1 4 145-156 3 HK 6 1 1 4 132-151 3 Bjarki Sigurðsson meiddist í fyrri hálfleik gegn Fram og skoraði aðeins 3 mörk sem er lítið á þeim bæ. DV-mynd Brynjar Gauti Eitthvað mikiö að hjá liði FH - sex marka tap heima gegn KA Jafnt í Garðabæ - hjá Stjörnunni og HK, 24-24 FH-ingar lágu fyrir KA á heima- velli í 1. deUdinni í handknattleik. Þeir era nú á botninum ásamt HK og virðist eitthvað mikið vera að hjá þessu fyrrum stórveldi í hand- knattleiknum. Fyrri hálfleikur í leiknum í gær var mjög kaflaskiptur og skiptust liðin á um að hafa forystu. í stöð- unni 8-8 smaU 6-0 vörn KA-manna vel saman á meðan sóknarmenn þeirra gátu auðveldlega skorað fram hjá framliggjandi FH vöm- inni. 1 síðari hálfleik náðu FH-ingar að minnka muninn í tvö mörk, mest fyrir það að vera snöggir fram eftir að hafa unnið boltann af sókn KA. Þeir fengu síðan ótal færi tU að minnka hann í eitt mark, þar á með- al vítakast. En KA-vörnin og Reynir Þór Reynisson komu í veg fyrir það, sem og klaufagangur FH-inga í sókninni og KA menn áttu síðan mjög góðan endasprett þar sem þeir gerðu sex mörk gegn tveimur síð- ustu 14 mínútumar. Það virðist vera eitthvað mikið að hjá FH-ingum. Guðjón Ámason kom ekki inn á í leiknum og virðist sem hann sé aö verða of mikUvæg- ur fyrir liðið. Valur og Sigurgeir sýndu góða takta í sókninni og er óskiljanlegt að Sigurgeir skuli ekki vera meira notaður í sókninni. Valur sigraði FH Valur sigraöi FH, 22-18, í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Þóra B. Helgadóttir og Elísabet Sveinsdóttir skoruöu 5 mörk fyrir Val og Jolanta Slapikiende 5 fyrir FH. Knútur átti ágætan síðari hálfleik eftir að hafa aðeins gert eitt mark úr sjö skotum í þeim fyrri. FH-ingar eiga að vera mun ofar á töflunni miðað við mannskapinn hjá liðinu. Hjá KA var HaUdór Sigfússon bestur og stjómaði sóknarleiknum með prýði. Sævar átti stórleik i fyrri hálfleik og Heimir gerði góð mörk, auk þess sem Reynir varði vel á mikUvægum augnablikum. KA-menn virðast tU aUs líklegir í deUdinni, sérstaklega ef danska skyttan Lars Walther nær sér betur á strik en hann gerði í þessum leik. -HI Stjarnan (11)24 HK (13) 24 1-0, 1-1, 1-3, 2-4, 3-6, 4-9, 5-9, 5-12, 7-12, 9-13, (11-13), 12-15, 14-16, 15-18, 18-20, 21-22, 22-24, 24-24. Mörk Stjörnunnar: Konráö Olavsson 13/1, Rögnvaldur John- sen 5, Heiðmar Felixson 3, Hilmar Þórlindsson 3. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 7, Birkir ívar Guðmundsson 7. Mörk HK: Sigurður Valur Sveins- son 10/5, Óskar E Óskarsson 4, Al- exander Amarsson 3, Helgi Arason 3, Jón Bessi 2, Már Þórarinsson 1, Stefán F. Guðmundsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 14. Brottvísanir: Stjaman 4 min., HK 14 mín. Dómarar: Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson réðu ekki við leikinn. Maöur leiksis: Konráð Olavsson náði stigi fyrir Stjörnuna. Tíu marka sig- ur Valsmanna Það var lítill glæsibragur yfir leik Vals og ÍR í gærkvöld þar sem Valsmenn hreinlega völtuðu yfir afspyrnuslaka ÍR-inga, 29-19. „Þetta var stórsigur en samt enginn glæsUeikur. ÍR-ingamir spiluðu afspymuUla og við gerðum allt of mikið af mistökum, sérstaklega í sóknar- leiknum. En ég var í sjálfu sér ánægður með vörnina en sókn- arleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Ég hef oft lent í erfið- ari leikjum og varið erfiðari skot. Það hjálpaðist að góöur vamarleikur hjá okkur og slak- ur hjá þeim. Ég er sáttur við stöðu okkar í deUdinni við byrj- um þokkalega og við stefnum að því að vera vaxandi," sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, mark- vörður Vals. Guðmundur var bestur hjá Val en þeir Freyr og Davíö léku einnig vel. FH (9)18 KA (13) 24 1-0, 2-4, 6-5, 7-8, 8-12, (9-13), 10-15, 14-16, 15-18, 16-20, 17-4, 18-24. Mörk FH: Knútur Sigurðsson 7/2, Valur Amarson 3, Sigurgeir Ægis- son 3, Guðmundur Petersen 2/1, Láms Long 2, Gunnar Narfi Gunn- arsson 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 8, Magnús Árnason 8. Mörk KA: HaUdór Sigfússon 7/2, Sævar Ámason 6, Heimir Örn Ámason 4, Sverrir A. Bjömsson 3, Lars Walther 2, Jóhann G. Jó- hannsson 2. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 13/1. Brottvisanir: FH 6 mín., KA 12 min. Áhorfendur: Um 200 Dómarar: Einar Sveinsson og Þor- lákur Kjartansson. Mjög slakir. Maður leiksins: Halldór Sigfús- son, KA. Stjarnan náði loksins meðbyr í viðureignum sinum við HK. Fyrir leikinn höfðu liðin leikið fjóra leiki og HK unnið alla leikina í deildarkeppninni til þessa. Það var kominn tími fyrir Stjörnumenn til að breyta því. Upphafsmínúturnar vom HK- manna og eftir að Stjarnan hafði skorað fyrsta markið fór allt í baklás hjá liðinu. Hjá HK gekk allt upp mestallan fyrri hálfleik og lék það heimamenn oft grátt. Um miðjan fyrri hálfleik lokuðu gestimir vöminni og náðu afgerandi fomstu en Stjaman náði að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir hlé. Seinni hálfleikur var jafnari þó svo að HK hefði yfirleitt frumkvæðið, tvö til þrjú mörk. Konráð Olavsson átti stórleik fyrir Stjörnuna, skoraði átta mörk af 13. sem Stjarnan skoraði í seinni hálfleik og fiskaði vítakastið sem Setfoss (10) 25 ÍBV (14) 25 1-0, 1-4, 2-5, 6-6, 7-9, 9-11, 10-14, 11-16, 13-18, 15-21,16-24, 18-25, 25-25. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 8/2, Sigurjón Bjamason 6, Björgvin Þór Rúnarsson 5, Robertas Pauzolis 3, Atli Marel Vokes 2, Ármann Sigur- vinsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 13, Jóhann Guðmundsson 2/1. Mörk ÍBV: Giedrius Zemicauscas 7, Valgarð Thoroddsen 5/2, Guðflnnur Kristmannsson 4, Daði Pálsson 4, Svavar Vignisson 3, Slavisa Rata- novic 1, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskars- son 8/1. Brottvísanir: Selfoss 10 min. ÍBV 12 min. Ratanovic sá rautt. Dómarar: Egill Már Markússon og Lárus H. Lámsson. Algjörir jóla- sveinar. Áhorfendur: Um 350. Maöur leiksins: Gísli Guðmunds- son, Selfossi. Hilmar Þórlindsson skoraði jöfnunarmarkið úr þegar fjórar sek. vom eftir. Einar Einarsson, þjálfari Stjömunar, var ánægður með stigið þrátt fyrir að hann væri ósáttur við spilamennsku sinna manna. Þeir hefðu verið oft of bráðir og flest- allir leikið undir getu fyrir utan Konráð sem náði liggur við í stigið fyrir þá með þrautseigju sinni. Óskar Elvar leikmaður HK var ekki sáttur við að missa unninn leik niður i jafntefli. Hann sagði að leikmenn heföu loksins komið rétt stemmdir til leiks og barist eins og menn en sjálfstraustið væri ekki komið og því hefðu þeir ekki haft trú á að klára leikinn og misst hann niður í jafntefli, nú væri bara að ná sér upp fyrir bikarleikinn gegn Sellfosi um helgina og vinna hann. -BB GróttaKR (18) 31 Haukar (15) 31 0-1, 3-4, 6-4, 7-6, 11-6, 14-7, 17-12, 18-13, (18-15), 18-16, 21-16, 21-18, 25-22, 26-25, 30-26, 30-30, 31-30, 31-31. Mörk Gróttu/KR: Armands Melderes 11, Zoltan Bellanyi 11/4, Einar B. Ámason 3, Davíð B. Gíslason 2, Gylfl Gylfason 2, Alexander Pettersons 1, Magnús A. Magnússon 1. Varin skot.'Hreiðar Guðmundsson 16/1 og Sigurgeir Höskuldsson 4. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 7, Þorkell Magnússon 6, Kjetil Ellertsen 6/5, Petr Baummk 3, Sigurjón Sigurðsson 2, Jón Freyr Egilsson 2, Einar Gunnarsson 2, Sigurður Þórðarson 1, Sturla Egilsson 1, Óskar Ármansson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 5, Jónas Stefánsson 13/1. Brottvlsanir: Grótta/KR 2, Haukar 8. Sigiu-jón(H) rautt á 60. mín. Dómarar: Gunniaugur Hjálmarsson og Amar Kristinnssoa Steinsofándi. Áhorfendur: Um 150 Maður leiksins: Armands Melderes, Gróttu/KR. Aftureld. (12)26 Fram (15) 29 I- 0, 2-2, 4-2, 5-5 8-7, 9-7, 9-12, II- 14, (12-15), 13-17, 15-20 15-22, 17-24, 20-26, 21-28, 25-28, 26-29. Mörk Afturelldingar: Gal- kauskas Gintas 6, Savukynas Gintaras 4, Magnús Már Þórðarson 4, Jón Andri Finnsson 4/2, Haf- stein Hafsteinssin 3, Bjarki Sig- urðsson 3/1, Max Troufan 1, Alex Troufan 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 4, Ásmundur Einarsson 4. Mörk Fram: Magnús Arnar Arn- grímsson 8/2, Andrei Astafei 7, Björgvin Þór Björgvinsson 4, Guð- mundur Helgi Pálsson 4, Róbert Gunnarsson 2, Njörður Ámason 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Krist- ján Þorsteinsson 1. Varin skot: Þór Bjömsson 7, Sebastian Alexandersson 5/1. Brottvísanir: Afturelding 12 min, Fram 12 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Ekki nægilega góðir. Áhorfendur: Um 600. Maður leiiksins: Andrei Astafei, Fram. Yalur (13) 29 IR ( 6)19 2-1, 3-3, 34, 94, 11-5, (13-6), 15-8, 18-10, 20-12, 22-14, 23-17, 28-17, 29-19. Mörk Vals: Daníel Ragnarsson 5/1, Kári Guðmundsson 4, Jón Kristjánsson 4, Davíð Ólafsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Ingvar Sverrisson 2, Einar Öm Jónsson 2/1, Ari Allansson 2, Ingimar Jónsson 2, Theodór Jónsson 1, Erlingur Richardsson 1. Varin skot: Guðmundur Hilmarsson 25. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 7/2, Finnur Jóhannsson 4, Ingimundur Ingimundarson 3, Ólafur Gylfason 2, Ólafur Sigurjónsson 2, Bjartur Sigurðsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 12/1, Hallgrimur Jónasson 3/1. Brottvísanir: Valur 10 min. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rognvald Erlingsson, góðir. Áhorfendur: 130 Maður leiksins: Guðmundur Hilmarsson, Val. íþróttir Ljubicic gekk til liðs við Keflavík Zoran Ljubicic, Bosníumað- urinn sem hefur spilað með Grindvíkingum í úrvalsdeild- inni i knattspyrnu undanfarin íjögur ár, leikur með Keflvík- ingum á næsta tímabili. Frá þessu var gengið i gærkvöld. Þetta er mikill fengur fyrir Keflvikinga því Ljubicic er einn sterkasti erlendi leikmað- urinn sem komið hefur hingað til lands á undanfömum árum. Styttist í ríkisborgararéttinn Zoran Ljubicic er 31 árs miðjumaðui- sem lék lengst af með Sarajevo í A-deildinni í gömlu Júgóslavíu og spilaði meö 21-árs liði Bosníu. Hann kom til íslands árið 1992 og lék tvö fyrstu árin með HK, síðan eitt ár með Eyjamönn- um, og hefur nú verið fjögur tímabil í Grindavík. Hann er leikjahæsti leikmaður Grind- víkinga í efstu deild frá upp- hafi, hefur spilað alla leiki liösins nema þrjá á þessum fjórum árum, og verið kjöl- festa í leik þeirra á þessum tíma. Hann verður væntan- lega íslenskur ríkisborgari næsta vor en þá veröa sjö ár liðin síðan hann flutti til landsins. „Leið vel í Grindavík“ „Mér leið mjög vel í Grindavík og þetta var góður tími þar. Það var hins vegar tímabært fyrir mig að breyta til og það er mjög spennandi aö fara til Keflvíkinga sem eru með gott lið,“ sagði Zoran Ljubicic í samtali við DV í gærkvöld. -VS Zoran Ljubicic. 1. DEILD KARLA Fyrstu fjórar sóknir Framara runnu út i sandinn gegn Aftureldingu aö Varmá. Bjarki Sigurðsson fékk hnykk á hnéð í fyrri hálfleik. Kom inn að nýju i síöari hálfleik en virtist ekki geta beitt sér að fullu. Sebastian Alexandersson, mark- vörður Fram, missteig sig í byijun síöari hálfleiks og kom ekki meira við sögu. Hann var búinn að verja ágætlega fram að því. Björgin Björgvinsson fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik vegna þriggja brottvísana. Jón Andri Finns- son hjá Aftureldingu fékk einnig að líta það rauða vegna brots. Afturelding afhenti Sebastian blóm- vönd fyrir leikinn og var með þvi að þakka honum fyrir góð störf í þágu félagsins. Hann gekk í raðir Framara fyrir þetta tímabil. Armands Melders átti stórleik gegn Haukum. Hann var tæpur fyrir leik- inn og var því sprautaður en þegar i leikinn kom réðu Haukarnir ekkert við hann. Melders skoradi 11 mörk úr 18 skot- um auk þess að gefa fimm stoösend- ingar, taka 3 fráköst og stela boltan- um tvisvar, sem i bæði skiptin skil- aði marki úr hraöaupphlaupi. Valsmenn hafa unnió ÍR-inga í öll 10 skiptin sem þau hafa leikið í deild- inni að Hlíðarenda en síðast vann ÍR Val á heimavelli Vals 26.mars 1979. Selfyssingurinn Pauzolis hélt upp á 26 ára afmæli sitt í gær. Hann fékk blóm frá báðum liðum en hann lék með Eyjamönnum í fyrra. Sprungin pera í vallarklukkunni á Selfossi gerði það að verkum að hún „taldi niður" á tímabili. Eftir að staðan var 7-7 skoruðu Eyjamenn tvisvar og þá sýndi klukkan 7-6 og 7-5. Gert var við klukkuna i leikhléi. Skotnýtingin á Selfossi í gær var mjög léleg. Af þeim sem skoruðu fleiri en 3 mörk voru Sigurjón Bjamason Selfossi með 85% nýtingu og Valgarð Thoroddsen ÍBV með 71% en aðrir töluvert minna. Aðgerðin gekk vel Eins og fram kom í DV gekkst Oleg Titov, línumaðurinn sterki hjá Fram, undir aðgerð vegna brjóskloss í baki í vikunni. Að sögn Guðmundar Guð- mundsson þjálfara, virðist sem aðgerðin hafi gengið að óskum. „Oleg var orðinn dofinn niður í fót og aðgerðin því óumflýjan- leg. Við gerum okkur vonir um að fá Titov til baka um áramót- in. Við munum samt fara í einu og öllu eftir því sem læknar segja þannig að Titov fær sinn tíma til að ná sér af þessum meiðslum," sagði Guðmundur í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Haukaheppni - Grótta/KR vann sig upp úr stórtapi en missti unninn leik í jafntefli Hafnarfjarðarheppni virðist fylgja þeim liðum er þau mæta á Nesið því aftur missti Grótta/KR niður unninn leik í jafntefli, nú í 31-31, gegn Haukum. Stutt er síðan FH slapp með skrekkinn í fyrstu umferð. Það er ekki hægt að segja en liðin hafi verið í ólíkum hlutverkum að undanförnu. Haukar höföu unnið 3 í röð en nýliðamir höföu tapað 3 í röð. Haukarnir höfðu þetta kannski í undirmeðvitundinni því þeir mættu með hangandi haus í leikinn og heimamenn nýttu sér það vel og vom komnir í 7 marka forustu, 14-7, eftir 20 mínútur. Þá var sem Haukar vöknuðu, Halldór Ingólfsson og Jónas Stefánsson markvörður komu inn á og það var síðan helst fyrir þeirra framlag að gestirnir náðu stigi út úr þessum leik. Þótt að Grótta/KR hafði misst forustuna niður í 2 mörk í upphafi seinni hálfleiks tóku þeir aftur kipp og voru með nánast unnin leik, 30-26, þegar 6 mínútur vom eftir. En Haukarnir björguðu andlitinu og skoruðu 5 mörk gegn 1 í lokin. Jöfnuarmarkið gerði Norðmaðurinn Kjetill Ellertsen úr viti en Gróttu/KR mistókst að skora í lokasókninni. Hrikalegt að tapa stigi „Það var hrikalegt að tapa þessu niður en þó jákvætt að sjá muninn frá því í síðasta leik. Liðið varð bara að rífa sig upp, tapið gegn Fram hefur legið eins og mara á okkur í 10 daga. Það tókst enda var þetta allt annað lið en vissulega er svekkjandi að fá ekki bæði stigin því við vorum með unninn leik. Næst kom 4 stiga leikir gegn neðri liðinu og þá verðum við að vinna,“ sagði Einar B. Árnason, fyrirliði Gróttu/KR. Þökkum fyrir stigið „Við máttum þakka fyrir stigið í dag því við vorum arfaslakir og þetta er lélegasti leikurinn í vetur. Hugarfarið var ekki rétt, mínir menn komu fölir - inn á og ekki tilbúnir í leikinn," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka. Vinstri vængur Gróttu/KR Hjá Gróttu/KR var vinstri vængurinn baneitraður, skipaður þeim Zoltan Bellanyi og Armands Melderes sem átti hreint frábæran leik. Þessi Letti eflist með hverjum leik og á örugglega eftir að reynast Gróttu/KR dýrmætur í vetur. Saman skoruðu þeir 22 mörk en hjartað í liðinu var þó sem fyrr fyrirliðinn Einar B. Ámason sem leiðir nýliðana bæði í vörn og sókn. Hjá Haukum áttu fyrmefndir Jónas og Halldór bestan leik. -ÓÓJ Ótrúlegt í lokin - magnaöur lokakafli þegar Selfoss náði jöfnu gegn ÍBV Þær voru ótrúlegar, lokamínútumar i íþróttahúsinu á Selfossi í gærkvöld. Þegar rúmar 9 mínútur vora eftir af leiknum vora Selfyssingar sjö mörkum undir og virtust ekki líklegir til að bæta þann mun. Eyjamenn sýndu þá ótrúleg afglöp, misstu tvo menn út af fyrir fiflaleg brot og hættu hreinlega að spila handbolta. Selfyssingar gengu á lagið og þegar 19 sekúndur vora eft- ir skoraði Sigurjón Bjarnason þjálfari jöfnunarmarkið. Gæðin handboltans voru ekki mikil í þessum leik. Vömin, aðalsmerki Sel- fyssinga, var hræðileg í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn ráðleysislegur, ekki síst eftir að Eyjamenn tóku Pauzolis úr umferð. Eyjavömin var kvik og í sókninni gekk nánast allt upp. Það var sama hvað litla leikskólagengið stökk hátt alltaf stökk það upp fyrir stóru súr- mjólkurstrákana og fann leið fyrir boltann i netið. Sama sagan var í síð- ari hálfleik eða þangað til 9 mínútur vora eftir. Fyrirliðinn Björgvin hristi þá upp í súrmjólkinni með tveimur glæsilegum mörkum svo úr varð þessi fíni rjómi. Selfossvörnin þeyttist sam- an og Gísli Guðmundsson setti sykur- inn út á og lokaði markinu. Eyjamenn áttu engin svör og léku sannarlega eins og leikskólakrakkar. „Við höfðum aUt að vinna og ég er stoltur af strákunum fyrir að hafa unn- ið upp þennan mikla mun,“ sagði Sig- urjón Bjarnason, þjálfari Selfoss. „Við voram óöruggir lengi framan af en sýndum mikinn karakter í end- ann.“ Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, var ósáttur við úrslit leiksins. „Þetta var hreinn aulaskapur. Við eram þarna með reynslumikla menn og menn sem eiga að heita atvinnu- menn sem missa algjörlega spennu- lausan leik upp í stress og læti. Þetta á ekki að sjást í efstu deild." Valdimar Þórsson var einna spræk- astur Selfyssinga og Gísli varði vel. Hjá Eyjamönnum var Zernicauscas duglegur að skora og Guðfinnur Krist- mannsson var einnig sterkur. Dóm- gæslan var fyrir neðan allar hellur og hallaði þar á hvorugt lið. -GKS KNATTSPYRNVFÉLAGIÐ FRAM Áríðandi fundur! Almennur félagsfundur er kl. 20.30 í félagsheimili Fram við Safamýri í kvöld. Fundarefni: Breytt rekstrarform knattspyrnudeildar. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.