Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 24
T 24 lend myndsjá ★ ★ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 JÖ'V" John Glenn mátar hanskana sem hann verður með í geim- skutlunni Discovery sem skotið verður á loft frá Flórída í dag. Glenn er orðinn 77 ára en lætur aldurinn ekki þvælast fyrir sér, enda gamalreyndur geimfari. Kínverskir byggingaverkamenn vinna að því hörðum höndum að hressa upp á Höll alþýðunnar á Torgi hins himneska friðar. Tilefnið er fimmtíu ára afmæli Kínverska alþýðulýðveldisins þann 1. október 1999. Ríkisráð Kína hefur gefið grænt Ijós á að 50 þúsund fermetrar af graníti verði settir á útveggi hússins. Eins gott að eiga góð gúmmístígvél þegar maður þarf að ganga heim til sín í bænum Bewdley á Englandi. Áin Severn hefur vaxið mjög að undanförnu vegna gífurlegs úrfellis. Mestu flóð í tuttugu ár urðu f Wales og suðvesturhluta Eng- lands um sfðustu helgi. "" h0fðU ekk‘ Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace fóru í leikfangaversl- anir í Hong Kong í gærmorgun til að sýna fram á að leikföng sem innihéldu hið hættulega efni PVC væru enn til sölu. Leikfangaverslun í Austurríki hætti í fyrra sölu tíu tegunda leikfanga með þessu efni f. Þessir litlu sætu Ijónsungar voru sýndir almenningi í fyrsta sinn í vikunni í dýra- garðinum í Kalkútta á Ind- landi. Ungarnir, sem fæddust í ágúst, eru af þriðju kynslóð Ijóna sem hafa komið undir og alið ailan sinn aldur í ind- verskum dýragörðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.