Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Qupperneq 3
mGÖmæli
e f n i
Hentu fílófaxinu og keyptu þér tölvusklpu-
leggjara. Þetta er pínulítió, kemst fýrir f
innanávasa og lífsnauösynlegt í nútfma-
samfélagi. Þú getur veriö með risasíma-
skrá þarna, svo er reiknivél, skipuleggjari,
klukka og töflureiknir. Þetta er eitthvað
sem á að vera til f hverjum vasa.
Rúta í SkagaQörð á morgun. Risaball f
Miðgarði með vinsælustu hljómsveitum
íslands, Skftamóral, teknódúettinum Súr-
efni, Sóldöggog rappstelpunum í Real Ha-
vaz. Um daginn spila allir saman á vegum
Ungs fólks f evró-íslenskri æsku án vímu-
efna og um kvöldið verður svo stórdans-
leikur með Sk'rtamóral, Sóldögg og Súr-
efni. Aldurstakmarkiö er 16 ára og þvf um
að gera að taka skilrikin með sér.
Boraðu fimm mlllímetra gat i höfuðiö á
þér. Læknar mæla að vísu ekki með því
og fullyrða aö maður geti dáið f kjölfarið.
En þeir sem hafa lifaö þetta af segjast
upplifa endalausa alsælu á eftir. Svo er
þetta Ifka f tfsku úti í hinum stóra heimi og
þaö er ekki hægt annað en að vera inn.
rnmim nsao
Manaðu karlkynsvinnufélagann tll að
fara i keppnl um hver plssar lengst. Búiö
til mælistiku og raðið ruslatunnum á hana
svo hlandið fari ekki út um allt. Sfðan væri
hægt aö semja við yfirmennina að sá sem
pissi lengst fái hærri laun en hinir. Góð
skemmtun á föstudegi og nú þegar bjór-
fyrirtækin eru farin að auglýsa svona mik-
ið er ekki vitlaust að finna styrktaraðila á
keppnina.
Birgir Öm Steinarsson, söngvari í Maus, er á fullu þessa dagana. Það er nýbúið
að frumsýna Popp í Reykjavík, þar sem bandið hljómar mjög vel, svo eni Maus-
ararnir að semja lög á nýja plötu, þá fjórðu, sem kemur út haustið '99. í kvöld
Biggi í Maus er
mjög ánægöur meö
Popp í Reykjavík
en þótti skrýtið
aö sjá sjálfan sig
á hvíta tjaldinu.
eru
skrefi framar en
svo rokktónleikar á vegum Unglistar '98 og þar verður Maus að sjálfsögðu.
Rokk í Reykjavík
Roirlrioiríl/' tror mino tror nromori oA eió Viorin ofrinno ViQpoo^ortono nrr o+nfnnm oA Vitrí '
„Popp í Reykjavík var mjög
skemtileg," segir Biggi í Maus og
bætir því við að hann hafi verið
ánægður með að hljómsveitirnar
voru ekkert að taka sig of alvarlega.
„Heildarmyndin var líka flott og
einu skrefi framar í gæðum en Rokk
í Reykjavík var. Tónlistin er líka
miklu betri í dag en þá.“
Og var brjálaö djamm á frumsýn-
ingunni?
„Já. Og það var líka hellt í okkur
bjór á undan sýningunni þannig að
maður var orðinn frekar jákvæður
þegar myndin þyrjaði. En hún er
mjög skemmtileg og ég hvet alla tón-
listaráhugamenn að drífa sig á
hana.“
Hvað var svona skemmtilegast?
„Sagan hans Kidda í Vinyl. Hún á
eftir að verða klassísk. Og Palli var
líka glæsilegur og flott að hafa hann
sem center-karakter í myndinni. Svo
var gaman að sjá hann strippa.
Hvernig fannst þér Maus koma út?
„Það var skrýtið að sjá sjálfan sig
á hvíta tjaldinu. En maöur leit vel út
á filmunni og leiðinlegt að ekki
skuli notuð filma við gerð tónlistar-
myndbanda. Filman er miklu flott-
ari en vídeóið en hljómsveitimar
eiga ailt of lítinn pening til að leggja
í myndbönd sem eru síðan ekkert
sýnd á sjónvarpsstöðvunum. Svo
þetta var skemmtileg tilbreyting."
Þiö eruö í Loftkastalanum í kvöld
ásamt Stjörnukisa, Fitli, Pornopoppi,
Ensími, Jagúar og Bellatrix:
„Já. Þetta er lokakvöld Unglistar
'98. Rokktónleikar byrja klukkan
átta og það kostar ekkert inn.“
Veröur nýtt efni?
„Eitthvað en ekki mikið. Við
erum að vinna að plötu núna sem á
að koma út i september, október '99
en annars erum við frekar rólegir
þessa uagana og stefnum að því að
vera ekkert að spila of mikið í vetur.
Við viljum ekki að fólk verði leitt á
okkur. Ástæðan fyrir því að við spil-
um á Unglist er að við vorum beðn-
ir um það og svo er gott að komast
aðeins út úr æfmgahúsnæðinu við
og við.“
Hvaó ertu annars að gera annaö
en hanga í æfingahúsnœöinu?
„Ég vinn í plötubúðinni Spor í
Austurstræti. Er í pásu í bók-
menntafræðinni. Byrja kannski aft-
ur eftir áramót."
Bókmenntafræöingur. Er það þess
vegna sem textar Maus eru svona
frumlegir og á íslenskri tungu?
„Já, já. Ég hef allavega mikinn
áhuga á bókmenntum og les mikið.
Annars er ég alveg mánuð að semja
hvem texta og þó þeir séu ekki beint
pólitískir þá vona ég að kaldhæðnin
skíni 1 gegn.“ -MT
Hugarheimur hæðanna heldur partí annað
kvöld á Kaffi Thomsen. Þetta er hópur
plötusnúða og teknóliðs sem stóð fyrir
bestu partíunum í upphafi áratugarins.
hljómar heimskulega að
fara að rifja upp eitthvað sem gerð-
ist fyrir sjö árvun. En samt, við
erum nánast búin að gleyma öllu
nema því þegar Bush tók upp á
þvi með félögunum í Nató að
sprengja upp íraka og stefnt var að
því að farga Saddam. Svo var Jó-
hannes í Bónusi að starta sínu
apparati og þótti vinsæll í krepp-
unni sem þá var, Rúni Júl kom aft-
ur eftir fimmtán ára útlegð og hef-
ur verið í sviðsljósinu síðan, Dav-
íð og Jón Baldvin skrifuðu undir
rikisstjómarsamstarf í Viðey og
Markús Örn Antonsson varð
borgarstjóri.
Við þessa upptalningu er varla
hægt annað en finnast langt um
liðið. Þetta var líka árið þegar ung-
dómurinn byrjaði að hlusta á og
spila teknó. Plötusnúðamir tóku
yfir senuna og þar fór fremstur í
flokki hópur sem kallaði sig Hug-
arheim hæðanna og stóð hann fyr-
ir partíum víðs vegar um bæinn.
Já, þetta var árið þegar íslenskur
ungdómur kynntist e-pillunni og
lærði að hoppa og skoppa á meðan
Saddam tók þátt í einhverju sem
hann kallaði Móður allra styrjalda.
Bush kallaði þetta nú bara „Oper-
ation Desert Storrn" en fjölmiðl-
amir hér heima kölluðu þetta því
sveitalega nafni Flóabardagi.
Annað kvöld verður þessi tími
rifjaður upp á Reunion-i hjá Hug-
arheimum hæðanna. Þessi partí
þeirra í Hugarheimum byrjuðu í
kjallara Keisarans árið 1991 og
þóttu takast alveg svakalega vel.
Enda eru plötusnúðar hópsins þeir
fremstu í þessum bransa. Þar em
menn á borð við Grétar G., Frí-
mann, Árna E., Margeir og
Magga Legó (gus gus-mann).
Annars voru þetta nokkur partí
sem hópurinn hélt á tveggja ára
dj Árni E., Frímann og Grétar G. tilbúnir aö horfast í augu viö sjálfan sig eins og
þeir voru fyrir sjö árum.
tímabili. '91 voru partí í Bílasölu í
Nóatúni og sama sumarið var
Maggi Legó með Tunglið, sem þá
hét NASA, og þótti það allra besta
í bænum. Árið '92 var svo reifpartí
á bifreiðaverkstæði í Skútuvogi
þar sem breski plötusnúðurinn
Glenn Gunner spilaði og gerði
geysilega lukku. Um verslunar-
mannahelgina sama ár sá hópur-
inn svo um Reiftjaldið á Eldborg.
Lokapartí hópsins var, eins og svo
margir muna, stoppað af löggunni
áður en það byrjaði. Átti að halda
það í Innsýn Skeifunni og fyrir þá
sem var hent þaðan út er um að
gera að mæta á Kaffi Thomsen
annað kvöld og hitta allt gamla
gengið og ljúga því að maður sé
orðinn geðveikt ríkur og þyki gam-
an að sjá alla og sé ofasalega feginn
að e-pillan sé komin úr tísku.
f
Skeitað frá
morgni til kvölds:
Fyrsta ferð með Leið 12:
Þeir fyrstu á fætur
og síðustu í háttinn 8
Ævintýri á tónleikafór:
Dansarinn var laminn
í köku af einhverri
karatestelpu 10
Strákarnir í Sóldögg:
Bjórdrykkja og vídeó-
gláp er vinsælt 12
R.E.M.:
Þróun
upp á við
14
koma
með
góðærinu:
Snobb frá A tii 016-17
Ríkisstjórn barna:
Ráðherrar
ættu að vera
í hermanna-
buxum 18-19
Hilmir Snær:
Líður best
á brúninni
Popp í Reykjavík:
★★i frá poppara
- ★★ frá bíókonu
Snake Eyes:
Ráðherra myrtur
í boxkeppni
Hvað má gera við
bókmenntafræðing?
Kolla leysir
praktískan
vanda 30
Hvað er að gerast?
Fyrir börnin...................4
Veitingahús ....................6
Klassík........................7
Myndlist......................10
Popp..........................12
Leikhús ......................18
Sjónvarp...................21-24
Bíó...........................28
Hverjir voru hvar.............30
Fókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar Þór
af Hilmi Snæ Guðnasyni leikara
30. október 1998 f Ókus