Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 19
I Hin sex ára Arnhildur Anna Árnadóttir er sjávarútvegs- dóms- og kirkju- málaráðherra. Hún ! stundaði fræðistörf á i Litlu-Brekku á Seltjarnarnesi á árunum 1994 til 1996 en fluttist svo yfir á Fögru-Brekku í maí 1996 og dvaldi þar þangað til í nóvem- ber sama ár. Leikskólagöngu sinni lauk Arnhildur svo á Mánabrekku í júlí á þessu ári. Nú stundar hún nám í 1. D í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Arnhildur leggur mikið upp úr ræktun líkamans og hefur æft fimleika með Gróttu í tvö ár og ballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur frá haustinu 1997 en faðir hennar ku hafa verið frægur ballettdansari hér á árum áður. honum,“ segir Breki sem aug- ljóslega trúir á gildi miskunnar. „Nei, hann á samt að fara í fangelsi," segir Þorgeir, harður á sinni skoðun. „Ég sá einu sinni bankaræn- ingja út um gluggann heima hjá mér,“ tilkynnir þá Katrín Ósk en uppgötvar um leið hvemig farið er að því að snúa ráðherra- stól í heilan hring. Hún botnar því ekki söguna þótt hún hafi vakið óskipta athygli samráð- herra sinna heldur snýr sér ann- an hring. Eftir þetta tekur hún lítinn þátt í fundinum en snýr sér þess fleiri hringi. Bodi hefur útvíkkað fyrri til- lögu sína um klæðnað ráðherra og leggur til: „Ef löggumar væm í hermannabuxum þá myndu all- ir þjófamir hlýða þeim.“ Ákveðið er að ganga til at- kvæða um hvort setja eigi þjófa í fangelsi eða í skammarkrók. Átta rétta upp hönd með fang- elsi, einn með skammarkrókn- um. Tryggvi greiðir ekki at- kvæði. Hann heldur fast við sína skoðun um að á þjófa skuli sett- ar bleiur og skOar séráliti þar um. Allsberi karlinn á að fá sömu laun og aðrir Ljósmyndarinn mætir á svæö- ið við mikinn fögnuð. Ráðherr- unum fannst greinilega spenn- andi að láta mynda sig með risa- stórri myndavél. Eftir mynda- tökuna var aftur tekið til við þjóðmálin. Finnst ykkur aö allir megi veiöa fiskinn í sjónum? „ Já, já. Það mega allir gera það,“ segir Þorgeir. ■ „Allir eiga allt sarnan," kallar Salka yfir salinn. „Nema hákarlamir," segir Breki þá og fær Sölku til að hlæja. Þau em greinilega í feiknastuði, tilbúin að stjóma þessu landi á hvaða degi sem er. Sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherrann Arnhild- ur talar í þessu máli eins og for- veri hennar í starfi og segir: „Ef allir veiða fiskinn þá klárast hann bara.“ Næsta mál á dagskrá er eitt af þessum klassísku þrætuefnum um hver eigi að fá hæstu launin. „Það á enginn að vera með hærri laun. Allir eiga að fá jafn- mikið,“ segir Breki og dregur beina línu með höndunum til að undirstrika yfirlýsinguna. „Líka allsberi karlinn sem var í leikritinu," segir Tryggvi Geir. Þessi yfirlýsing vekur lítil við- brögð, það er eins og ráðherr- amir skilji ekki tilvísunina. Þorgeir er ekki alveg sammála sósíalistunum í þessu máli og stingur upp á því að Davíð Oddsson fái hæstu launin. Þegar hér er komið má sjá að viss fundarleiði hefur gripið nokkra af ráðherrunum. Katrín Ósk snýst enn í hringi í stólnum sínum. Tryggvi og Víglundur reyna að þeyta mottunum sínum yfir á Völu og Þorgeir. Arnhild- ur Anna fylgist mjög áhugasöm með öllu sem fram fer en er greinilega ekki mikið fyrir að gaspra. Hvaó eiga kennarar aö fá í laun? „Eina krónu,“ segir Þorgeir og brosir settlega. Salka mótmælir: „Nei, alveg hundrað hundraðkalla.“ „Ég myndi ekki segja það,“ segir Breki hneykslaður. „Það er nú of, of mikið. Áttatíu þúsund væri betra.“ Víglundur hættir þá skyndi- lega að leika sér með mottuna og segir: „Kennarar eiga að fá fullt af launum af því að þeir em búnir að læra svo mikið svo þeir geti orðið kennarar. Hund- rað milljónir er passlegt." „Það er allt of mikið. Tvö- hundmðkall á mánuði er alveg nóg,“ fullyrðir fjármálaráðherr- ann Bodi. Katrin Ósk kallar, þar sem hún hringsnýst í stólnum, „mér finnst að kennarar eigi að fá al- veg fimmtíu laun.“ „Ein króna er alveg nóg,“ seg- ir Amhildur ábúðarfull. Vala: „Nei, ég segi eins og Víglundur, hundrað milljónir.“ Mamma og pabbi eiga að vera gift Hvort á aöfá hœrri laun, pabbi eöa mamma? „Pabbi er með miklu hærri laun en mamma,“ segir Salka og bætir við að hann sé alltaf að kaupa alls konar handa henni. Forsætisráðherrann Breki er enn sami sósialistinn og segir að allir eigi að hafa jöfn laun og ekkert múður með það. „Mamma á sko að fá hærri laun,“ mótmælir Katrín. „Já, mamma min vinnur á hverjum degi nema sunnudögum og laugardögum en pabbi er bara heima að skrifa," segir Bodi og í þessu máli sem öðrum eru þær Katrín samstiga. Eiga allar mömmur og allir pabbar aö vera gift? Salka: „Nei, ekkert endilega. Mamma mín og pabbi eru ekk- ert gift.“ Breki er sammála Sölku. „Mér finnst að þau eigi að vera gift,“ segir Amhildur og málið fer til atkvæðagreiöslu. Fimm rétta upp hönd fylgj- andi því að mömmur og pabbar eigi að vera gift, fjórir eru á því að þau þurfi ekkert að vera gift. Katrín Ösk situr hjá. „Það er jafnt,“ kallar Breki og breiðir út faðminn. Hann á auð- sjáanlega erfitt með að sætta sig viö að sín sjónarmið nái ekki fram að ganga. Eiga allir krakkar aö fara í skóla? „Nei, ekki litlu krakkamir," svarar Breki. „Þeir skilja ekki neitt,“ út- skýrir Salka og er ekki laust við að hjá henni gæti viss mennta- hroka. Tryggvi segir að þá verði bara að setja þá á litlu deildina. „En ef þeir eru stórir og vilja ekki fara í skóla þá á bara að toga þá í skólann," bætir Breki við eftir umhugsun um eðli spumingarinnar. Katrín Ósk: „Ég er aö sofna héma.“ EfKalli á tvo bíla en Gunni ekki neinn, á þá Kalli aö gefa Gunna annan bílinn sinn? Breki kvikar ekki frá jafnað- arhugsjóninni og svarar spum- ingunni að sjálfsögðu játandi. „Auðvitað, ef hann á engan bíl getur hann orðið of seinn í vinn- una,“ segir Salka án þess að ef- ast. Samgönguráðherrann Tryggvi stingur þá upp á því að Gunni Tryggvi Geir Torfason er fimm ára sam- gönguráðherra. Hann útskrifast frá Laufásborg næsta vor og stefnir á nám í annaðhvort Vesturbæjar- eða Aust- urbæjarskóla. Fyrirmyndir hans eru þeir Batman, Robin og Aladdin. Tryggvi er annars mikið fyrir íþróttir og æfir fótbolta. flytji bara nær vinnunni sinni. Flestir samráðherra hans kinka kolli yfir skarpleika þessarar lausnar. Breki: „En ef einhver á fullt af bílum þá á hann að gefa eitt- hvað af þeim.“ „Það gæti nú einhver skutlað þeim sem ekki eiga bíla,“ segir Vala. Fundi slitið! Þegar hér er komið hefur fundarþreytan sigrað ríkisstjórn- ina. Sumir ráðherranna hverfa inn í sjálfa sig, athygli annarra beinist að stólunum, mottunum, glugganum en aðrir eru orðnir ærslafyllri en svo að þeir séu fundarfærir. Allir sættast á að slíta fundi og flestum finnst þeir hafa staðið sig vel þótt sjá megi það á svip Amhildar að hún hef- ur ekki komið öllu því að sem hún heföi viljað. Þegar foreldr- amir koma að sækja ráðherrana sína og þeir em að smeygja sér í úlpumar sínar kemur Davíð Oddsson fram úr skrifstofu sinni og heilsar upp á arftaka sína. Þeir horfa upp á hann með aðdáunaraugum, eins og hann sé jólasveinn, múmínpabbi eða kötturinn Keli. Hver er niðurstaða þessa fundar? Það er í það minnsta ljóst að hver ný kynslóð er ekki frjálslyndari en sú á undan. Þetta fólk vill ákveðnar reglur í samfélaginu og krefst þess að þeim sé fylgt eftir. Samt vill það að ákveðins sveigjanleika sé gætt, til dæmis ef sakamenn finna til iðrunar eða þá ef þeir / : :: Félagsmálaráð- herrann heitir Víglundur Jarl Þórsson. Eins árs fór hann í leikskól- ann Mariubjölluna í Svíþjóð en þriggja ára ákvað hann að færa sig um set til íslands og stundaði þar leikskólanám í hinni háeðlu menntastofnun Kjarrinu. Þaðan lauk hann prófi með láði og hóf framhalds- nám við Hofsstaðaskóla þar sem hann nýtur andlegrar leiðsagnar Hilmars Ingólfssonar. I hjástundum iðkar hann píanónám samkvæmt Suzuki-aðferð- inni en að öðru leyti er hann í lífsins skóla í Mýrarhverfinu í Garðabæ. Valgerður Jónsdóttir er fimm ára og gegnir embætti heilbrigðisráð- herra. Hún hefur gengið í tvo leik- skóla, annars veg- ar Laugaborg þar sem hún tók tvær deildir, Ljúfalæk og Huldulæk og hins vegar Hamraborg en þar tók hún nokkra kúrsa í Fiskalandi. Vala gerir ráð fyrir að hefja framhaldsnám við Hlíða- skóla að leikskólanámi loknu. gera eitthvað óvart. Ef til vill mætti segja að hugmyndir krakkanna um hlutverk ríkis- valdsins séu svipaðar og hug- myndir manna um foreldravald í gegnum aldirnar. Þeir vilja að ríkið haldi uppi aga, setji reglur og standi við þær en sé jafn- framt miskunnsamt og réttlátt. t æ k i ö Myndavélar sem heita Lomo eru framleidd- ar í Pétursborg. Þaö sem gerir þær svo skemmtilegar er hvað þær eru einfaldar í notkun, eru glænýjar en llta út eins og mynda- vélar frá 6. áratugnum. Vélin virkar þannig að venjulegar filmur eru settar í hana en myndin verður eins og frá 1950. Þú þarft að mæla fjarlægðir sjálfur. Það er gert þannig aö þegar horft er I gegnum linsuna sést rússnesk blokk og fjölskylda fýrir framan hana. Fjölskyldan getur farið I allt að þriggja metra fjarlægð frá blokkinni. Þannig veistu að myndefnið má ekki vera lengra frá þér en þrjá metra. Vélin kemur pökkuð inn I plast og meö fylgja tvær filmur og leiðbeiningabæklingur bú- inn til I gamla, gamla Sovét. Myndavélin sjálf er svo pökkuð inn í smjörpappír, sem og band til að setja um úlnliðinn og gjarnan fylgir skrúf- járn, því þær eiga til að losna, skrúfurnar I vél- inni. Ekki má svo gleyma myndabókinni sem er full af myndum teknum með Lomo en ár- lega hittast hópar vlðs vegar um heiminn, þar sem allir eiga Lomo og sýna hverjir öörum myndirnar sem þeir hafa tekið á vélina slna. 30. október 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.