Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Qupperneq 29
í Snákaaugumí Brian De Palma,
sem framsynd verður í dag, “ i
leikur Nicholas Cage löggu í Atlanta
n
Ísem verður vitni að morði méðan
á hnefaleikakeppni stendur
inake VÉmamiálarádhéiY'a
myrtur & hneláleikakeppni
Snake Eyes, sem frumsýnd er í
dag í þremur bíóum, Bíóhöllinni,
Kringlubíói og Stjörnubíói, gerist
að langmestu leyti innan stórrar
íþróttahallar. í aðalhlutverki er
Nicholas Cage sem leikur lög-
reglumanninn Rick Santoro sem
starfar í Atlanta. Hann eins og
fjórtán þúsund aðrir íbúar borgar-
innar bregður sér á hnefaleika-
keppni þar sem barist er um
heimsmeistaratitilinn. Er hann í
fylgd með vini sínum, Kevin
Dunne, sem er háttsettur foringi í
hemum og vinniu- náið með varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna.
Þegar Dunne snýr baki í ráðherr-
ann er hann skotinn og myrtur.
Allir í höllinni eru nú grunaðir
um morðið.
Til þess að enginn sleppi út er
íþróttahöllin nánast einangruð
meðan rannsókn stendur yfir.
Reynsla Ricks er dýrmæt og hann
er því fenginn til að aðstoða við
leitina að morðingjanum. Þrjú
vitni eru talin geta hafa séð hver
var morðinginn, dularfull kona
sem var að tala við ráðherrann
rétt áður en hann var skotinn,
heimsmeistarinn í þungavigt, sem
var að keppa, og Kevin Dunne
sem hafði staðið viö hlið ráðherr-
ans en snúið sér að öðru rétt áður
en hann var skotinn. Öll þrjú em
látin segja sína sögu og út frá því
býr Rick til atburðarás sem sýnir
að líklega er um samsæri að ræða
sem fleiri en einn á aðild að.
Auk Nicholas Cage leika í Sna-
ke Eyes Gary Sinese, sem leikur
Dunne, John Heard, Carla Gug-
ino og Stan Shaw. Leikstjóri er
einn af stóru leikstjórunum í
Bandaríkjunum, Brian De
Palma. Hann segir um mynd
sína: „Fyrstu tuttugu mínútumar
er stanslaus keyrsla fram á við en
þegar Rick fer aö púsla hlutunum
saman er meira um að farið sé
nokkrar klukkustundir aftur í
tímann og atburðimir séðir frá
mismundandi sjónarhorni."
Cage segir að mikil keyrsla hafi
verið þegar fyrstu tuttugu mínút-
umar vom teknar: „Brian vildi
taka atburðarásina í réttri röð og
á sem stystum tíma. Yfirleitt vil
ég taka mér góðan tíma í lestur á
textanum áður en kvikmyndað er
en þar sem Gary og ég þurftum
mikið að tala meðan á þessari
hröðu atburðarrás stóð og lítill
tími var til að fara yfir textann
var þetta líkara því að leika á
sviði en í kvikmynd en allt tókst
þetta og það verður að þakka
kraftinum í Brian að ekkert fór
úrskeiðis."
Snake Eyes var að mestu kvik-
mynduð í Atlanta en Atlantic City
Boxing Arena, þar sem hnefa-
leikakeppnin fer fram, er þó ekki
til og höllin sem notuð er í kvik-
myndinni er fræg íshokkíhöll sem
er í Montreal og tók þessi fom-
fræga íþróttahöll, sem heitir ein-
faldlega Forum, miklum breyting-
um meðan á kvikmyndatökum
stóð. -HK
Species II í þetta sinn tekur geimveran sér
bólstaB í líkama karlmanns, sem barnar
hverja konuna á fætur annarri af geimbörnum
(hann er jú hetja) og ætlar sér heimsyfirráö án
dauöa. Þessi framhaldsmynd fellurí allar þær
gildrur sem framhaldsmyndir eiga á hættu og
virBist vera aB framhalda fleiri en einni mynd,
Terminator II, Aiiens, Invasion of the Body
Snatchers, Xtro og Insemnoid. -úd <
Sliding Doors Paltrow er Helen, ung
kona á uppleiB, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og líf hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góBur en
þó handritiB innihaldi heilmikiö af skemmtileg-
um punktum og klippingarnar milli sviBa/veru-
leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein-
hvern herslumun. -úd
Regnboginn
Halloween: H20 ★★★S/'á gagnrýni ÚLfhildar
Dagsdóttur hér á opnunni.
Dr. Doolittle ★★★ Þaö kom mér á óvart
hversu lítiö púöurvarí handriti Nat Mauldin og
Larry Levin, en sagan serp slík heföi átt aö
tryggja fjörmeiri og eftirminnilegri mynd. Gam-
an er aö ærslunum í Eddie Murphy, en Dag-
finnur olli mér vonbrigöum. -ge
Phantoms ★★★ Phantoms inniheldur mikiö
af mögnuöum senum og sitúasjónum sem
gera hana bara nokkuB eftirminnilega. ÞaB er
fátt sem kemur á óvart, en hér er unniö vel úr
gömlum tuggum, og meö vel völdum og ágæt-
um leikurum má vel hrylla sig (ánægjulega)
yfir þessari. -úd
The X-flles ★★ Einhvern veginn þýddust ráö-
gáturnar illa á stóra tjaldiö. Þarna er sannleik-
ann bak viö þættina aö finna en þaö er eins
og aöstandendur hafi aldrei almennilega get-
aö gert upp viö sig hvort gera skuli langan
sjónvarpsþátt eöa bíómynd. David Duchovny
sýnir enn og sannar aö hann er og veröur
aldrei annaB en þriöja flokks sjónvarpsleikari
meöan Gillian Anderson ber breiBtjaldifl betur.
-úd _
Stjörnubíó
Les Mlsérables ★★★
Bille August er á
heimavelli en honum
lætur vel aö kvik-
mynda miklar skáld-
sögur og áhorfandinn
fær þaö ekki á tilfinn-
inguna aö efniö sé
sótt f 1.500 síöna
bók. Hér er á feröinni
ágætis skemmtun og
saga sem svíkur eng-
an. -ge
The Mask of Zorro ★★★ Þeir nafnar og félag-
ar Antonio Banderas og Anthony Hopkins
náöu einhvern veginn aldrei sérlega vel sam-
an f þessari mynd um tvær kynslóöir skylm-
ingahetjunnar Zorró. Hins vegar mátti vel
skemmta sér yfir þessum ýktu hetjulátum og
útblásnu rómantfk og myndin var ákaflega
áferflarfalleg, glæsileg og giamúrus og flott
og smart, en einhvern veginn vantaöi
herslumuninn. -úd
Imeira á.
www.visir.is
bíður þín!
Þú þarft hvorki að vera Ríkur og undarlegur (1932)
að eiga erindi í Bóksölu stúdenta. Hvort sem þú ert Ungur
og saklaus (1937), lllræmdur (1946) eða Brjálæðingur (1960)
þá tökum við vel á móti þér. Maðurinn sem vissi of mikið
(1956) og Rangi maðurinn (1956) hafa aldrei sést hér innan dyra.
Þó 39 þrep (1935) liggi upp á efri hæðina hjá okkur, hefur Lofthræðsla
(1958) ekki hrjáð viðskiptavini okkar og Sviðsskrekkur (1950) er óþekktur.
Ég játa (1953) að einstaka Dama hverfur (1938) ofan í bækurnar eins
og í álögum (1945) sé, og hef Grunsemdir (1941) um að það sé Ráðabrugg
fjölskyldunnar (1976) að leggjast í viðskipti við okkur. Því við eigum Án
nokkurs vafa (1943) bækur fyrir alla hópa, hvort sem þú vilt lesa um
Fuglana (1963) eða fræðast um Topaz (1969) eða aðra eðalsteina.
Hringdu í M fyrir morð (1954) en í síma 5700 777 ef þú vilt ná sambandi
við sérpöntunarþjónustu okkar, sem er Björgunarbáturinn (1944) sem
aldrei bregst. Þú getur líka pantað bækur beint af heimasíðunni
www.boksala.is.
Við erum til húsa í Stúdentaheimilinu við Hringbraut, Norð-norð vestur
(1959) af Norræna húsinu.
bók/^lk /túdeixtðL
-hörkuspennandi verslun!
30. oWóber 1998 f Ókus
29