Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 6
m a t u r ARGENTÍNA ★★★ Bar- ónsstíg lla, s. 551 9555. .Bæjarins besta steikhús hefur dalað.“ Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. „Undarlegir stælar og takmarkaður áhugi á mat- reiðslu." Op/ð frá 17.30 til 23.30. CARPE DIEM ★ Rauöarárstig 18, s. 552 4555. „Hátt verðlag hæfir ekki tilviljanakenndri og brokkgengri matreiðslu staðarins." Op/'ð kl. 18-20 virka daga, 18-23 um heigar. EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og veröur því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." Op/'ð 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunnl, s. 568 9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fyrr." Op/'ð 11.30-23.30. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat- argeröariist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerirjafnvel baunir að Ijúfmeti." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu■ og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstræti 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Op/'ð frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæðaþjónustan er hálfitölsk. Það, sem tæpast hangir í ítölskunni, er matreiðslan." Op/'ð 11.30-11.30. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er þaö, sem dregur, matreiðsla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kínahúsið að einni af helztu matarvinjum mið- bæjarins." Op/'ð 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 „Kínamúrinn eitt fárra frambærilegra veit- ingahúsa hér á landi, sem kenna sig við aust- ræna matreiðslu." Op/'ð 11.30 til 22.30 alla daga nema sunnudaga frá 17.00 til 22.30. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvöld, barnafiölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Op/'ð 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, frambærileg eða vond eftir atvikum." Op/'ð mánudaga-miövikudaga 11-23.30, fimmtu- daga-sunnudaga 11-0.30. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaieg og næstum rómantísk veitingastofa með góðri þjónustu og frambæri- legum Ítalíumat fyrir lægsta verö, sem þekkist hér á landi." Op/'ð 11.30-14.00 og 18.00- 22.00. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée." Op/'ð 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrisgrjónaréttir og óteljandi til- brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengjandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn eropinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því." Op/'ð 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús." Op/'ð frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. SKÓLABRÚ ★★★ Skólabrúl,s. 562 4455. „Matreiöslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dá- lítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm." Op/'ð frá kl. 18 alla daga. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Nú virðist Tjörnin endanlega hafa gefið for- ystuna eftir og raunar ann- að sætið líka, gerir oftast vel, en ekki alltaf og mis- tekst raunar stundum." Op/'ð 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum Is- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Op/ð 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og iaugardag. meiraá www.visir.is Georg Lárusson veröur sjálfsagt á árs- hátíö lögreglumanna á morgun. Ef hann verður ekki í búningi þá verður hann örugglega með bindisnælu með merki lögreglunnar. Hann er sjaldan alveg ómerktur löggunni. Tækifæri til að qera eitthvað Ijótt? Allar Reykjavíkur- löggur á árshátíð annað kvöld Löggur úr Flóanum koma í bæinn Stór hluti lögreglunnar verður fjarri góðu gamni um helgina. Og þó, þeir verða í Gullhömrum á árshátíð í stað þess að hanga niðri í bæ og hindra að fólk fari sér að voða. Það eru líka fleiri árshátíðir um helgina því hluti Kópavogslöggunnar ætlar líka að fá smáfri til að fara á árshátíð. Já, löggur eru líka fólk og verða því að fá að skemmta sér rétt eins og aðrir landsmenn. En löggan á Sel- fossi og í Hveragerði munu ekki skemmta sér mikið um helgina því þær verða margar hverjar i bænum að leysa félagana af. í fyrstu kann það að hljóma sveitó að löggur utan af landi ætli að gæta borgarbúa og sumir gætu haldið að nú væri rétti tíminn til að ræna, dópa og keyra fullur. En það er ekki svo. Selfosslöggan er þekkt fyrir að vera óvenjuhörð og skilvís hvað sektir og annað slíkt varðar. Svo reykvískum glæpa- mönnum er ráðlagt að fara sér hægt um helgina og halda sig inn- an dyra því besta löggan á land- inu er mætt á svæðið. Creole Mex: 'k'k'kik Eiríkur var fastagestur í stofum landsmanna á hverju kvöldi í nokkur ár eða þar til hann hætti og fór að vera alla morgna á Aðalstöðinni. Nú hefur ekkert heyrst frá þessum manni í marga mánuði og þegar slíkir menn hverfa þá er eðlilegt að forvitnast: Hvar er Eiríkur Jónsson? „Ég er nú bara búinn að vera i fríi í nokkra mánuði. Er á bið- launum eins og bankastjórarnir." Eftir að Eiríkur Jónsson hætti á Stöð 2 réði hans sig til að sjá um morgunþáttinn á Aðalstöðinni. Sú stöð er hætt og því hefur lítið sést til Eiríks í sumar og haust. „Maður hefur verið að vinna eins og vitfirringur í áratug og ég þurfti að hvíla mig aðeins. Var þarna í Barcelona meira og minna í allt sumar. Það er búið að ganga það mikið á undanfarið ár að hvíldin var mjög góð. Ég held það veitti ekki af að fleiri gerðu það af og til.“ Ekkert búinn aö ákveöa hvaö þú œtlar að gera? „Nei, ég er svona að gera upp við mig hvort ég eigi að halda áfram í þessum bransa eða hvað. Ég er allavega ekki að leita mér að neinni stöðu og jafnvel ekki vinnu. Ætla mér að fara að gera eitthvað skemmtilegt." En hvernig var í Barcelona? „Það var alveg frábært og það er nú bara þannig að þegar maður er búinn að vera í stórborg svona lengi þá er svolítið trist að vera allt í einu á Skólavörðustígnum. Það er þá sem maður hugsar með sér að það væri nú ekki verra fyr- ir mann eins og mig, sem lifir á tungumálinu, ef við hefðum það eins og Spánverjar. Þeir geta ferð- ast á milli heimsálfa en samt talað sitt móðurmál. Kannski er bara málið að fara til Kanada og athuga hvort íslenska tungan sé í fullri notkun þar.“ Það er nokkuð augljóst að hug- ur Eiríks er úti um allt þessa dag- ana. Svona á meðan hann gerir það upp við sig hvað taka eigi við hjá honum. Við hin bíðum og von- um að það verði á opinberum vett- vangi svo við fáum að sjá kauða eitthvað. -MT Kaffihúsið á Vesturgötu 3 hefur verið þekkt fyrir flest annað en kraftmikla rokktónleika. Nú ætlar staðurinn að opna dymar fyrir rokki og róli og það er vonandi að kvartgjarnir íbúar Grjótaþorps slappi af í kveininu. Öll fimmtu- dagskvöld í nóvember mun rokkið óma úr Kaffíleikhúsinu og Magga Stína ríður á vaðið þann 5. með nokkuð öðruvísi prógramm en fólk á að venjast frá henni. Hún ætlar að bindast tryggðaböndum við sýrupolkahljómsveitina Hringi og saman ætla þau að bjóða upp á ný- stárlegt tónlistargotterí þetta kvöld. Magga er annars á leið til Englands um miðjan nóvember til að hita upp fyrir Björk vinkonu sina á þrennum tónleikum. Viku seinna, þann 12., spilar sitt alræmda rokk á síðasta kaffi- Ensími, Unun og Rúnar Júl. troða rokkkvöldinu, þann 26. upp þann 19. og Örkuml pönka Fallegt, mikið og gott Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á mat- reiðsluhefðum skilgreinds svæðis, í þessu tilviki suðurstrandar Bandaríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó. Útkoman er fal- leg, bragðgóð og matarmikil í Creole Mex á Laugavegi 178, þar sem einu sinni var Smárakaffi, síðan Halti haninn, svo Gyllti haninn, þá Gullni haninn og loks Safari, áður en núverandi mynd- birting kom til skjalanna í vor. Innréttingar eru frá tíð Gullna hanans, viftur, speglar og tréverk í lofti, veggbogarið milli hálf- súlna, viðarpanill upp eftir veggj- um, plastplötur og trérammar á berum borðum, vandaður hús- búnaður. Inn í þetta hefur verið komið fyrir mexikóskum skreyt- ingum, höttum, vefnaði og ljós- myndum, svo og mexíkóskri mús- ík, einnig kaktusum, gerviblóm- um og rómantískum kertaljósum. Eina ómerkilega atriði mat- reiðslunnar var súpa dagsins, uppbökuð hveitisúpa að dönsk-ís- lenzkum hætti millistríðsáranna. Hún var þáttur í tveggja rétta há- degistilboði á 795 krónur. Annars kosta aðalréttir um 1560 krónur og þríréttað með kaffi 3.000 krón- ur. Allt er þetta hóflegt á íslenzk- um mælikvarða. í hádegistilboðinu er val milli nokkurra aðalrétta. Fallegur og bragðgóður réttur fólst í Creole- krydduðum kjúklingavængjum með hrísgrjónum og salati. Enn betri var Chinichanga frá Mexikó, stór tortilla-kaka úr maísmjöli, vafin utan um kjúklingabita, bor- in fram á glæsilegan hátt með djúpsteiktum og stökkum brauð- ræmum efst, pönnukökunni næst og blöndu af hrísgrjónum og steiktu grænmeti neðst. Glæsilegur og góður forréttur var lárperusalat með góðri sjávar- réttablöndu ofan á djúpsteiktu brauði. Mjög bragðsterkar voru Nachos, djúpsteiktar brauðræmur með jalapeno-pipar, papriku, osti og lárperumauki. Slökust var Quesadilla, fremur bragðsterk, djúpsteikt kaka, fyllt osti og chilli- pipar, með salsa og sýrðum rjóma. Gamalkunnur aðalréttur frá Hard Rock var Fajitas, sem kom á þremur diskum, pönnukökur í kökuboxi, snarkandi kjúklingabitar á pönnu og í þriðja lagi meö- læti, einkum hrásalat. Þetta var gott, rétt eins og mjúka Burrito tortillan, vafin utan um kjöt- og baunahakk. Bezti aðalrétturinn var nákvæmlega hæfllega eld- steikt silungsflak, borið fram á hvolfi, með upp- brettu roði til hálfs, ofan á hrísgrjónum og ristuðu grænmeti, með sítrónu- blandaðri eggjasósu. Betri gerist matreiðslan ekki í beztu sjávarréttahúsum. Ágætir voru þrír pílárar af súkkulaði-lagköku með ávaxtasalati og þeyttum rjóma og enn betri var hun- angs-engiferís með myntu- súkkulaðibitum og þeyttum rjóma. Vonandi verður þessi staður langlífari en fyrirrennaramir á staðnum. Jónas Kristjánsson „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á matreiðsluhefðum skil- greinds svæðis, í þessu tilviki suður- strandar Bandaríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó.“ 6 f Ó k U S 30. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.