Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 10
0 p n a n i r Hannes Lárusson veröur miö- punktur myndlistarheims- ins frá kl. 14.00 til 15.30 á morgun. 1 Geröubergi í Breiö- holti mun hann á Sjónþlngl fara yfir feril sinn frá tvö til fjögur og viöra skoöanir sínar á myndlist, listaheiminum, stöðu listamannsins og samtlmanum. Ef marka má viöbrögö viö fyrri til- raunum Hannesar til aö koma sjónarmiðum sín- um á framfæri má bú- ast við einhverju fussi og sveii í salnum. Hann- esi til aöstoöar við að komast til botns I honum sjálfum og veröldinni umhverfis hann veröa Gunnar J. Árnason, heimspeking- ur og myndlistargagnrýnandi á Mogga, og Þor- gelr Þorgelrson, rithöfundur og kerfisskelfir. Jafnhliöa sjónþinginu veröur opnuð yfirlitssýn- ing á verkum Hannesar frá 1978 fram að lok- um níunda áratugarins í Geröabergi. Klukkan fimm verður Hannes slöan mættur í Galleríl Sævars Karls í Bankastræti þar sem hann fremur gjörning í tilefni af opnun sýningar á nýju verki. Eftir klukkan hálfsex verður Hannes síöan aftur ekki neitt, þaö er ef marka má orö hans sjálfs um aö myndlistarmenn skilji ekk- ert eftir sig í samfélaginu, enga umræðu, eng- ar deilur, ekkert. 3 Hv«r er moati rohkwi allra Umtiý „Rokk&ról-arkitektinn Little Richard. Voöalega margir fleiri eru líka í uppáhaldi með sin tilbrigði, eins og Chuck Berry, Rolling Stones og Elvis Presley.“ UgpAlv»Will|tW „Sagan af brauðinu dýra eins og er en þetta breytist frá degi til dags.“ Be«tu tóiuaiksu' aom þú httfur farið Á? „Ray Charles á Broadway í Reykjavik. “ T B«*tt a&o^eiknr altm timif „Grease. “ Kvort hélatu moð Durui ötutui eda Whwn? „Hvorugri, nema ég sá og heyrði strax hvað George Michel er gífurlega hæfileikaríkur tóniistarmaður. “ í Geröarsafnl í Kópavogi verður opnuö sýning til heiöurs Sæmundl Valdl- marssyni á morgun. Á sýn- ingunni veröa verk sem spanna allan feril Sæ- mundar. Þessi konungur rekaviöarins hefur verið ausinn heiðri og prís að undanförnu en nýkom- in er út bók þar sem Guöberg- ur Bergsson fjallar um verk kappans. Þaö má búast viö fullu húsi í Gerðarsafni því enginn hefur enn litiö drumba Sæmundar án þess aö langa í einn inn í stofu, til dæmis milli stólsins og sófans eða jafnvel skáhallt fýrir framan arininn. List Slgurjóns Ólafssonar er meiri en svo að hún rúmist í safni hans. Á morgun verður opnuö sýn- ing á verkum hans í Hafn- arborg, menningarsetri þeirra Gaflara. Þar munu þeir sem enn hafa ekki . ... . ______ séð nóg geta fylgt Sígur- jóni frá leir yfir járn yfir í tré. Hinir munu rifja upp kynni sín. Færeyingarnir koma, Fær- eyingarnir koma! Hvern- ig ætli þaö sé að vera settlegur og menning- arlega sinnaöur og búa í Hamborg, Vest- ur-Þýskaiandi, þegar opnuö er sýning I menn- ingarmiðstöð úthverfisins á verkum íslenskra lista- manna? Jú, einmitt svipaö og viö munum fá að upplifa á Kjarvalsstööum á morgun þegar „Framsýnlng: Föroysk nútíöarllst" veröur opnuð vestnorrænum listunnendum til fróö- leiks og yndisauka. Þessi sýning er þrennt í senn: I fyrsta lagi tækifæri fýrir íslendinga til aö upplifa hvernig íslensk myndlist birtist stærri menningarþjóöum. I öðru lagi próf í for- dómum, gryfja til aö falla f. „Sko þara, þetta er nú bara nokkuð nútímalegt hjá þeim, greyj- unum," er til dæmis bannað. 1 þriðja lagi er þetta sýnishorn af færeyskri list. Á sama tíma og Færeyingarnir leggja undir sig austursal Kjarvaisstaða munu unglr norrænlr arkitektar sýna hugmyndir sýnar aö borgum og húsum í Vestursal. Arkitektasýningar njóta sfvaxandi vinsælda enda er þaö trú margra aö arkitektúr sómi sér oftast betur f sýningarsöl- um heldur en úti um borg og bí. Þriöja sýningin sem veröur opnuö á Kjarvals- stööum veröur mitt á milli hinna tveggja eöa einhvers staðar f kringum kaffistofuna. Þar mun Halldór Ásgelrsson uppljóstra hvaö hann fór aö gera eftir aö hann hætti að mála með eldi og reyk. í vissum skilningi má segja að hann hafi ekki fært sig langt um set þvf nú er þaö tónlistin sem hann grípur til og býr til myndlist úr, nánar tiltekiö tónlist Snorra Slg- fúsar Blrglssonar, glað- og góölega pfanistans og tónskáldsins. í dag opnar Harpa Björnsdóttlr sýningu á Ijósmyndum á Mokka. Myndirnar eru hluti af stærra verki sem fjallar um gróöur- setningu og það sem þrífst í harðræðinu, fegurö hins náttúrulega og hins manngeröa og samspil þarna á milli, jafnt í stóru sem smá - eöa svo segir listamaðurinn sjálfur. Hálendi, láglendi, dreif- þýli og þéttbýli, fegurö hins smáa og fegurö hins stóra, fegurö hins nytsama og fegurö hins einskisveröa koma einnig við sögu. Gallinn við að ferðast um landið (að ekki sé nú talað um heiminn) og rokka fýrir fóik á einum stað eftir annan, er sá að það þarf að komast á milli þessara staða. Hér rifja nokkrír popparar upp skrítnar ferðir sem þeir hafa lagt í og fáránlega staði sem þeir hafa lent á. r~* a Einu sinni var Sykurmolunum boðið að koma fram í þættinum Saturday Night Life. Gert var ráð fyrir að þeir spiluðu þar tvö lög. Enginn bjóst við neinu veseni en þeir hinir sömu þekktu greinilega ekki Sykurmolana. Eins og Mar- grét Örnólfsdóttir orðar það voru þau nefhilega alltaf rétt fólk, á réttum stað og á réttum tíma. „Við vorum búin aö ákveða að spila lagið Motorcrass. Þegar við svo mættum á svæðið var allt í hers höndum og okkur var sagt að það lag mættum við ekki spila nema breyta textanum. Aðalorðið í laginu, Motorcrass, mátti alls ekki heyrast af því að leikarinn Matthew Broderick, sem var einhvers konar gesta“host“ i þætt- d&n inum, hafði nýlega lent í þvi að vera dæmdur fyrir að keyra fullur á mann- eskju og stinga svo af. Okk- ur var því uppálagt að breyta orð- inu Motorcrass í rainbow eða butterfly eða eitthvað þaðan af verra," segir Margrét. Að sjálfsögðu fóru Sykurmol- amir ekki að þessum fyrirmælum og héldu sig við upprunalegu út- gáfuna. Þeim tókst líka að gera Broder- ick skíthræddan. „Hann var svo óheppinn blessaður að vera í her- bergi við hliðina á okkur. Fyrst stálum við nafnspjaldinu af hurðinni hans og svo drógum við hann fram á gang og létum taka mynd af okkur með honum. Við vomm öll búin að mála eina tönn í okkur svarta og hann sá ástæðu til að hræðast okkur verulega. Samt tókst honum að vera nokkuð eðlilegur á mynd- inni. Okkur var aldrei boðið að koma fram í þessum þætti aft- ur.“ Guðlaugur Júníusson er einn meðlima hljómsveitarinnar Vín- yls. Þótt þeir séu ekki aldnir að árum hafa þeir lent í hinu og þessu á ferðalögum sínum. Gulli segir hér frá ferð sem þeir fóra til Akureyrar í fyrra í þeim tilgangi að spila á balli í Verkmenntaskól- anum þar í bæ. „Þetta var allt í góðu lagi þegar við fóram á loft i Reykjavík og við lékum á als oddi. Þegar við lentum fyrir norðan þá byrjaði hins vegar um leið hin mesta helvítis snjóhrið. Við þurftum að bíða á flugvell- inum í góðan tíma þangað til við voram sótt- ir og snjóhríðin varð alltaf meiri og meiri. Þegar við vor- um komnir í Sjallann og búnir að sánd- tékka og allt svoleiðis þá langaði okkur að kíkja aðeins á vistarverar okkar. Þær reyndust vera sumarbústaður fyrir utan bæinn. Það var fenginn ein- hver náungi, nýkominn meö bíl- próf, til að skutla okkur. Þegar við komum út úr bænum vora engir ljósastaurar svo að við hættum að sjá almennilega á veginn af því að helvítis bylurinn var orðinn svo mikill að þetta var eins og að keyra á móti hvítum vegg allan timann. Þegar við voram búnir að keyra í tíu mínútur þá áttuðum við okkur á því að við hlytum að hafa farið framhjá bústaðnum og snéram við en fóram út af veginum í leiðinni. Við litum á klukkuna og það var 1 Rvar w' meatt rokkui •UxmtinM? „Keith Richards." D XIppAhaadttajiö? „Absolut Beginners með David Bowie.“ W Bestu tónleikar aom þú hofur farið á? „Pulp-tónleik- arnir í Laugardalshöll.“ IV Boati aöngleikur allra tima? „Ég er ekkert fyrir söngleiki.“ V Hvort hðlatu með Duran Duran eðaWham? „Duran-Duran. Mér fannst Wham vera ógeöslega væmnir frá því ég var fimm ára.“ kortér þangað til við áttum að byrja að spila. Allt í einu lýsist upp vegurinn og hjálpin var komin í líki danskennara frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Hann skutlaði okkur upp eftir og var geysilega hress og ég man að ég hugsaði allan tímann hvort hann væri með tennumar málaðar hvít- ar af því að við þurftum allt í einu enga ljósastaura, það lýsti nóg af honum. Ballið gekk vel þótt lögregl- an hefði nánast bannað fólki að vera á ferð og lýst yfir hættuá- standi út af veðrinu. Vinur okkar dansarinn var laminn i köku af ein- hverri karatestelpu fyrir að hafa tekið af henni mynd og við sofnuð- um klukkan 6.30 í partíi og vöknuð- um klukkan 6.39, biðum þangað til flugvélin legði af stað (sem var þó mjög tæpt vegna veðurs) og drall- uðum okkur heim.“ tónleikaför RverermeatirokkariaUratima? „Mér finnst erfitt að gera upp á milli fyrrverandi félaga minna í Sykurmolunum. Þeir voru a.llir mlklir rokkarar." II Xjrppáhaldalaglö? „Stranger in Paradise." m Beatu tónleikar aem þú hefur farlö á? „Tónleikarnir með Stevie Wonder í Nauta hringnum í Barcelona 1984. Hann tók lagið I just called to say I love you með símtól í hendinni og það gjörsamlega leiö yfir fólk.“ IV Beatt sönfleikur allra tima? „Mér finnst söngleikir leiðinlegir þannig að enn er enginn í uppáhaldi. Ætli ég verði ekki að skrifa elnn sjálf.“ V Hvort hðlatu með Ðuran Duran eðaWham? „Ég var Duran Duran-manneskja en held nú upp á George Michael. Ég hafði ekki þroska tál að uppgötva hann fyrr en mun seinna.“ Þegar Rúnar Júlíus- son er beðinn um að segja frá einhverju sér- stöku, skemmtilegu, eft- irminnilegu eða frábæra á löngum tónlistarferli hans koma undireins upp í huga hans styrkt- artónleikarnir Með stuð í hjarta sem haldnir voru fyrir hann á Hótel íslandi hér um árið. „Þetta er það minnisstæðasta á mínum ferli. Ég er enn þakklátur fyrir hversu margir mættu og tóku þátt í tónleikahaldinu. Þama var fullt hús, hátt í þijú þúsund manns, og ofboðslegt fjör. Allir bestu vinir mínir úr brans- anum lögðu mér lið og fremstir í flokki voru þeir Ólafur Laufdal, Óttar Felix og Gunni Þórðar. Á miðjmn tónleikunum tók Ólafur svo við símtali frá einhverjum fulltrúa Damons Albarns úr hljómsveitinni Blur. Sá tilkynnti að Damon væri að mæta á svæð- ið með tuttugu manna hóp og vildi fá frítt inn fyrir alla, ókeyp- is bjór og besta borðið. Ólafur hélt nú ekki og var hinn hneyksl- aðasti, gerði honum grein fyrir því að allir borguðu sig inn, líka hljómsveitimar sem spiluðu af því að þetta væra styrktartón- leikar og að ef hann myndi mæta yrði hann að borga tvöfalt miða- verð fyrir allt gengið. Kröfu Damons var sem sagt hafnað, við höfðum engan áhuga á að fara út í neinn höfðingjasleikjugang.“ Imeira átl www visir is f Ó k U S 30. október 1998 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.