Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Page 20
föld
ánægja!
Hringdu og
pantaðu
16" pizzu
með 5
áleggsteg.
fyrir aðeins
1400 kr.
Nýdanskrar
Ekki er á allt kosið... 1988
★★
Bandið kemur ferskt á ís-
lenska rokksviðið. Sveita-
legt bílskúrspopp! bland við
fínni spretti. .Apaspil" gefur
tóninn tyrir það sem síðar
kom.
Regnbogaland 1990 ★★★
Jón og Stefán koma inn í
ungbandið með aukin bítlaá-
hrif og fagmennsku. Tónlist-
in er blanda af Trúbrotslegu
hefírokki og nýbylgiurokki.
„Frelsi" og „Nostradamus“
meik'aða feitt.
Kirsuber 1991 ★★
Sjö laga sumarplata. Lura-
lega hippalegt hetjurokk í
bland með sterkari og svip-
hreinni popplögum. „Hjálp-
aðu mér upp" gerir það
best.
Deluxe 1991 ★★★★
Besta plata Ný danskrar.
Frískar pælingar, góðar
lagasmíðar, þétt rokk og eö-
alfínt popp. „Alelda" og
„Landslag skýjanna" trylla
lýðinn.
Himnasending 1992 ★★★
Ný danskir reyna meik I
London (sem „Kind"). Koma
heim með fina plötu sem
verður þeirra vinsælasta.
„Horfðu til himins" og „llm-
ur" bólstra eyru útvarps-
hlustenda.
Hunang 1993 ★★
. Samstarfið aðeins farið að
lýjast. Fátt minnisstætt ger-
ist á þessari plötu, engir
smellir, og gítardrifið bítla-
þoppið er aðeins farið að
I þynnast. Sveitin hættir
I tímabundið, Björn gerir
sólóplötuna „BJF" og fer til
Liverpool, Daníel í gusgus og hinir gerast popp-
verktakar.
1987-1997 1997
★★★
Vinsældir þessarar tvöföldu
safnplötu sanna að fólkið
man enn eftir Ný dönsk, og
sjá: sveitin kemur saman
aftur (án Daníels). Fínn
pakki, t.d. í partí og ferða-
lög.
Einnig:
Drög að upprisu 1993 ★★★
Ný dönsk leikur undir á tónleikaplötu Megasar.
Gauragangur 1994 ★★i
Sveitin leikur og syngur frumsamið efni í ung-
lingaleikriti Ólafs Hauks Símonarsonar.
Dr. Gunni ræddi við Björn Jr.
í Nýdanskri um nýju plötuna
og þræddi með honum
uppáhaldsstaði hans í bænum.
karldýr
Björn Jörundur er effcir sig
um hádegi á mánudegi. Hann seg-
ist hafa verið að til fimm nóttina
áður. Hann segist þó vera í góðri
þjálfun og árin tuttugu og átta lít-
inn toll búin að taka. Ný dönsk
var að gefa út „Húsmæðragarð-
inn“ og ætlar að halda útgáfutón-
leika í Óperunni fimmtudaginn 5.
nóv. Bjöm segir að þeir ætli að
reyna að fá Baldur Brjánsson
eða HaUa og Ladda til að hita
upp. Svo heldur bandið áfram að
skólaballast og spilar þá bara eig-
ið efni, enda af nógu að taka, og
margur smellurinn sem hefur
komið úr þessari herdeild.
„Við vorum eiginlega bara sof-
andi,“ segir Björn, „gáfum aldrei
neina yfirlýsingu um að við vær-
um hættir. Þegar við gerðum
safnplötuna vildum við endilega
hafa ný lög með og í kringum það
byrjuðum við að tala um að gera
heila nýja plötu. Svo kom i ljós að
Daníel var of upptekinn við gus
gus og baðst lausnar. Þá veltum
við hinir því fyrir okkur hvemig
við ættum að snúa okkur og
ákváðum að láta það ekki koma í
veg fyrir að við gerðum þessa
plötu; áttum slatta af
lögum og vildum koma
þeim á koppinn.“
Eiga allir lög á
nýju plötunni?
„Jú, allir nema
Stefán, hann hefur
verið svo upptek-
inn við að hljóð-
setja teiknimyndir.
Jón á tvö lög, Óli
eitt, ég á sjö og svo
eigum við eitt saman, allir þrír.
Ég á textana, Jón hjálpaði mér
við tvo og tvo samdi hljóðmaður-
inn okkur (Ken Thomas) á ensku
og ég snaraði yfir og endurstað-
setti. Hann er búinn að vera með
okkur á síðustu þrem plötum, við
kynntumst honum þegar við fór-
um út og tókum upp „Himnasend-
ingu“.“
Þú ert að syngja um konur aö
vanda, er það ekíti?
„Ja, ekkert bara um konur,
sko. Auðvitað koma þær við sögu,
enda helmingur mannkynsins.
Þetta er mikið, jú, um samskipti
fólks."
Ertu búinn að lœra eitthvað?
„Nei, ekki nokkurn skapaðan
hlut! Ég er voða beisikk, bara
hefðbundið karldýr."
Lækjartorg
„Staðurinn er mér mjög
hjartfólginn. Hérna
drakk maður brennivín-
ið sitt þegar maður var
þrettán ára, fjórtán
og fimmtán ára og nú
er það ailt komið á
myndband hjá kyn-
slóðinni sem er að
vaxa úr grasi og þau
verða öll sett í fangelsi
fyrir það. Mér finnst
það bara ekki nógu
gott mál. Þau eiga að
fá að drekka í friði hér
á Lækjartorgi fyrst
ekki er hægt að hafa
þau inni. Það hlýtur
að vera hægt að hafa
þau í friði úti, þó að það sé náttúrlega alveg rétt að þegar menn eru að mis-
þyrma samborgurum sínum þá á ekki að sýna því neina linkind. Mér þætti
nú eðlilegra að bæta við fleiri löggum í staðinn fyrir að vera með svona
Stóra bróður-tilburði. Þetta endar bara á því að það verður komin myndavél
frá lögreglunni inn á klósett heima hjá manni. Ef maður þvær sér ekki um
hendurnar kemur löggan bara og handtekur mann á tröppunum!"
Húsdýragarðurínn
„Húsdýragarðurinn er skemmtilegur að því
leyti að hann er eins og Húsmæðragarður-
inn gæti orðið, þegar hann verður settur
upp. Hér fær maður innsýn í heimilishald
svína og fleiri dýra. í Húsmæðragarðinum
gæti maður fengið að sjá litiar stillimyndir
af daglega lífinu hjá fólki. Þar yrði boðið
upp á allan fjölbreytileika mannlífsins, eins
og segir frá í laginu. Maður gæti t.d. staðið
fyrir framan rimla og virt fyrir sér fjölskyldu
sem er að snæða kvöldverð eða að leggja
sig. Ég er viss um að svona garður verður
gerður. Á næstu öld þegar fólk verður
komið enn fjær uppruna sinum, þá verður
hægt að fá að gægjast inn í gleymdan
menningarheim, þegar íslenskt heimilis-
hald verður orðið að safngrip.
Þetta er að einhverju leyti kom-
ið í Árbæjarsafninu. Þar er
nokkurs konar Húsmæðragarð-
ur fyrri alda.“
plötudómur
Ný dönsk - Húsmæðragarðurinn: ★★
íiUitlifS®! íhujSjí
Seölaveskið vegur þyngra en
sjálfsvirðingin og því er það fátítt
að vinsælar hljómsveitir hætti að
vera til. Þær lognast kannski út af
í einhvern tíma en eins og vondu
karlamir í hasarblöðunum snúa
þær aftur í nýjum búningum og
spenna poppvöðvana framan í
heiminn.
í byrjun áratugarins var
Nýdönsk með vinsælli sveitum á
skerinu. Grípandi popplög vora
þeirra ær og kýr, og nú er okkur
boðið upp á fleiri slík í Hús-
mæðragarðinum.
Gripurinn er vissulega fallegur,
umslag glæsilegt og hljómur afar
góður. Byrjunin lofar einnig góðu;
hæggengispopp sem minnir á
Urge Overkill þegar það minnir
ekki bara á Nýdönsk. Fjórða lag
plötunnar er titillagið, vel samið
popplag og ekki skrýtið að það
skuli hafa verið valið tU að kynna
hana, þvi það er besta lag plötimn-
ar. Á eftir þvi er lagið ÓskUamun-
ir, rokkaðasta lag plötunnar og
enn virðist Nýdönsk stefna upp á
við þegar baUaðan Óskýrar minn-
ingar kemur eins og skrattinn úr
sauðarleggnum og dregur mann
niður í einhvem (húsmæðra)for-
garð evróvisjonhelvitis.
Þó að meðlimir Nýdanskrar séu
hagvanir þar um slóðir nær plat-
an ekki fyrra flugi aftur og gæti
maður í raun freistast tU að halda
að öUu besta efninu hafi verið
komið fyrir fremst, væntanlega til
að spara heilann á plötusnúðum
útvarpsstöðvanna. Hefði þá ekki
verið nær að gefa bara út smá-
skífu?
Hinn megingalli Húsmæðra-
garðsins er sá að maður hefði von-
ast til að eftir fimm ára fjarveru
hefði hljómsveitin upp á eitthvað
nýtt að bjóða. í staðinn fara þeir
troðnar slóðir eða sitja bara kjur-
ir. Fyrir aðdáendur sveitarinnar
er það kannski nóg. En ég hefði
heldur kosið að Nýdönsk hefði
hent uppskriftinni sinni að hinu
fullkomna popplagi og byrjað aft-
ur með óskrifað blað. Því það er
jú best, eins og þeir segja sjálfir.
Ari
„Óskýrar minningar kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum og
dregur mann niður í einhvern (hús-
mæðrajforgarð evróvisjonhelvítis.
<
20
f Ó k U S 30. október 1998