Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 26
Gunnlaugur Jónsson frjálshyggju-
maöur hefur ærlega hrist upp í fólki
meö þeirrl skoöun sinni aö réttast
væri aö lögleiöa fíkniefni á íslandi.
Heimdallur
með fund
um fíkniefni
Á efri hæð Sólons kl. 20,30 á
miðvikudag verður fundur á veg-
um Heimdallar. Á fundinum
verða þær hugmyndir um hvort
lögleiða skuli fíkniefni ræddar.
Þetta er í framhaldi af þeirri um-
ræðu sem fór fram í málefnahópi
á vegum SUS og endurspeglaðist í
ályktun sem samþykkt var á SUS-
þinginu í byrjun mánaðarins. Sú
samþykkt er að vísu ekki sú vin-
sælasta hjá SUS þessa dagana og
hefur yfirstjóm félagsins flengrið-
ið um bæinn til að skýra út fyrir
fólki „sína túlkun" á ályktuninni
ásamt því að þvo hendur sinar af
þessum öfgafullu frjálshyggju-
mönnum.
En þetta er alveg ömgglega
fundur sem á eftir að hrista upp i
mörgum enda verður Gunnlaugur
Jónsson frjálshyggjumaður einn
af framsögumönnunum en hann
er einmitt einn af höfundum til-
lagna SUS um frelsi einstaklings-
ins, og svo mætir Margrét Frí-
mannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, á svæðið og má því
búast við fjömgri umræðum um
málið.
bíódómar
Sjónþing Hannesar
Lárussonar verður
haldið klukkan tvö
á morgun í Menn-
ingarmiðstöðinni
Gerðubergi.
Þar mun lista-
maður renna
í gegn um feríl
sinn og skoðanir
á listinni,
listaheiminum
og samfélaginu.
Hannes Lnrusson listnmnöur liefur veriö
hnvaðasamnri i menningarumræöunni en flestir
aörir listamenn i seinni tið. Þnð má þvi buast
viö snorpu sjonþingi i Geröubergi á morgun.
FÓKUSMYND: TEITUR
offnileg
„Mln list og minnar kynslóðar
er ekki sýnileg vegna pólitiskrar
ákvörðunar í menningarheimin-
um um að hafa þá millikynslóð
sem ég tilheyri ekki sýnilega," seg-
ir Hannes Lárusson myndlistar-
maður. Á morgun verður sjónþing
í Gerðubergi þar sem Hannes mim
sýna og fjalla um ævistarfið hing-
að til og viðra skoðanir sínar á
listinni og menningarumræðunni.
Á undanfomum árum hefur Hann-
es reglulega hent sprengjum inn í
menningarheiminn með skrifum í
blöð og timarit. Það má því búast
við líflegu þingi. Hannesi til að-
stoðar verða Gunnar J. Ámason,
heimspekingur og gagnrýnandi á
Mogganum, og Þorgeir Þorgeir-
son rithöfundur. Þeir kumpáncir
munu spyrja Hannes um verkin og
skoðanirnar og prjóna sjálfir við.
Myndlistarverk Hannesar eru
óvanaleg og margbrotin, þrungin
persónulegum táknum og tilvísun-
um í allar áttir. Hannes fer aðrar
leiðir en aðrir íslenskir myndlist-
armenn því hann hefur notað út-
skurð í verkin sín á undanfomum
árum - það má segja að hann skeri
sig úr fyrir þær sakir. Og hann er
hagleikssmiður. í Gerðubergi
verða eldri verk hans á yfirlitssýn-
ingu - verk frá 1978 og fram undir
lok síðasta áratugar. Hins vegar
mun hann fjalla meira um nýrri
verk á sjónþinginu, sýna myndir
og vídeóupptökur af þeim.
„Það sem einkennir mín verk er
kannski fyrst og fremst tungutak
myndlistarinnar og myndlistin
sem afsprengi menningarlegra
skilyrða," segir Hannes, þegar
hann er beðinn að lýsa inntaki
verka sinna.
Ertu pólitískur og gagnrýninn?
„Mín pólitiska gagnrýni felst i
því að fást við þessi menningar-
legu skilyrði. Og maður verður að
velta því fyrir sér hvað hægt er að
sýna og hvað sé sýnt. í þvi felst
pólitísk og þjóðfélagsleg gagnrýni.
En ég er ekki pólitískur hvað
Marx eða neitt svoleiöis varðar.“
Þú ert sem sagt aö fást við þaö
hvernig veröldin birtist okkur.
„Já. Hvað er sýnilegt og hvað
ekki? Það virðist til dæmis full-
nægja menningunni að hafa bara
þessa gömlu listamenn, eins og
Jón Girnnar og fleiri fugla, sem
eru annað hvort áttræðir eða
dauðir, sem fulltrúa framúrstefnu-
listamanna á meðan aðrir fá ekki
neina athygli. Og það er einmitt
þetta og margt fleira sem verður
rætt á þinginu á morgun og þá
ekki bara út frá mér heldur list-
inni sem slíkri.“
Þetta veröur sem sagt óheföbund-
ið sjónþing?
„Nei, ætli það verði ekki bæði
og. Það sem er frábrugðið tengist
forminu. Aðaláherslan verður lögð
á verkin og viðfangsefni þeirra í
stað ævi eða ættfræði listamanns-
ins. En sjálf umgjörðin er hefð-
bundin með spyrlum og stjóm-
anda.“
-MT
Sambíóin - Popp í Reykjavík: ★★'i
Sambíóin - Popp í Reykjavík: ★★
Með nafhgifit, treileram og al-
mennri kynningu hefur nýja rokk-
myndin, Popp í Reykjavík, borið
sig saman við hina sextán ára
gömlu heimildarmynd Friðriks
Þórs, Rokk í Reykjavík. Munurinn
er bara að Rokkið var sönn heim-
ild, myndin náði stemningu sem
var virkilega í gangi og gerði lítið
til að fegra hlutina, en Poppið er
uppsett dæmi. Aðstandendurnir
hugsa: Þetta finnst okkur flott,
svona ákveðum við að láta ástand-
ið á íslenska rokkinu '98 líta út.
Kannski er þetta gert vegna þess að
búist er við að myndin verði lyfti-
stöng fyrir islenska tónlist erlendis
og aðstandendumir hafa dregið þá
ályktun að best sé að láta útlend-
ingana sjá eitthvað sem er dálítið
artí og hugsanlega eins og eitthvað
svipað og er í gangi í útlöndum;
m.ö.o. „samkeppnishæft". Þess
vegna fá sveitaballa- og poppbönd-
in ekki að vera með, þess vegna
sést enginn af eldri kynslóðinni og
þess vegna
er ekkert band með af lands-
byggðinni. Ef Poppið ætti að vera
sönn heimild væri Skítamórall að-
albandið í myndinni og farið yrði á
sveitaball með Stuðmönnum.
Reynt er sem sé í Poppinu að
hæpa eitthvað upp sem er ekkert
sérlega vinsælt „meðal almenn-
ings“ og segja að það sé gott, að þar
sé „gróskan", sem má vel vera að
sé alveg satt. Ágæt breidd er i
myndinni, þetta er góður þver-
skurður, en hún er samt sögufols-
im og ekki sá samtíðarspegill sem
skemmtilegra hefði verið að hún
væri. Það er ekki nema með stutt-
um myndskeiðum af fullum krökk-
um að slást niðrí miöbæ að þessi
mynd verður með sanni íslensk.
Hvað sem þessu líður er þetta að
stærsta leyti skemmtileg mynd. Al-
veg eins og í Rokkinu breytast
luralegir rokkarar með litla sviðs-
framkomu í æsta stuðbolta sé
kamerunni beint að þeim og í við-
tölum reyna allir að toppa alla með
sniðugheitum og frumlegu vali á
viðtalsumhverfi. Páll Óskar er
rauði þráður Poppsins, dregur
áhorfendur með sér um miðbæinn
að næturlagi og malar skemmti-
lega um ýmislegt, auk þess að af-
klæðast með fatafellum. Fyrst
SkítamórEd vantar er séns að
krakkamir flykkist i bíó til að sjá í
rassinn á Palla. Aðrir hápunktar
eru viðtölin við Vínil (opinbera
hvað gerðist á Raufarhöfh), Stolíu
(eru eins og aular úr Coen-bræðra-
mynd), Botnleðju (detta íða með
kameruna yfir sér), DJ Adda (þyk-
ist vera vélmenni) og Quarashi
(bulla bara). Mörg önnur viðtöl eru
fremur flöt og frasinn „það væri
gott ef við gætum lifað á þessu“
sagður einum of oft. Það hefði mátt
minnka vægi viðtalanna, enda tjá
flestar hljómsveitir sig betur með
tónlist.
Tónlistin sjálf er oftast góð; Spit-
sign, Sigur Rós, Maus og Botnleðja
koma sérstaklega vel út. Staðsetn-
ing tónleikanna (Héðinshús og
Loftkastalinn) verður þó fljótlega
einhæf en því er reddað eins og
hægt er með flottum klippingum og
fjölbreyttri kvikmyndatöku. Hljóm-
urinn er líka frábær og vonandi að
myndinni veröi áfram blastað jafn
hátt og á frumsýningunni. Tækni-
lega séð er þetta því fin rokkmynd.
Magga Stína segir í sínu viðtali
að henni finnist vera orðið óþarf-
lega mikið komið inn í íslenska
tónlist til að hún eigi möguleika á
að gera eitthvað í útlöndum. Þetta
má yfirfæra á myndina sem reyn-
ir fullmikið að vera „samkeppnis-
hæf ‘ og Damon Albam er jafnvel
fenginn til að sýna andlegan
stuðning. Það er hellingur að ger-
ast í rokkinu á Islandi eins og
þessi mynd sýnir og bara vottur
um landlæga minnimáttarkennd
og útlendingasnobb þegcir þarf að
leita til sjúskaöra poppstjama til
að segja okkur hvað við erum æð-
isleg.
Gunnar Hjálmarsson
Á miðvikudögum starfa ég á SPACE
hárstúdíó, Rauðarárstíg 41, frá kl. 9-18.
Aðra daga er ég í Hveragerði á stofu
minni, Hjá Sollu.
Solveig
Pálmadóttir
Rauöarárstígur 41
S. 551 3430
hjá sollu
hárgrelðslustofa
'PÆ sifijijni3í|2Jíj
,Helsti kostur myndarinnar er að hafa
Palla svona í miðdepli.“
Það verður að við-
urkennast strax í
byrjun að gamal-
mennið ég er orðið
svo dense að ég náði
alls ekki gítargjöm-
ingnum sem fluttur
var á undan frumsýn-
ingunni á Poppi í
Reykjavík. Kannski
gaf þetta slæman tón
fyrir vanhæfni mína
(sökum aldurs) til að
dæma mynd sem svo
greinilega er
við yngra fólk. En ég
er allavega ekki orðin
of gömul til að þekkja
úr lélegt hæp, líkt og það sem felst
í þvi að láta fólk bíða fram úr hófi
fyrir utan hinar og aðrar luktar
dyr; kannski átti þetta að minna á
Kaffibarsröðina sem var í bak-
granni Páls Óskars þar sem hann
talaði fjálglega um frægðina? Ann-
ars var það helsti kostur myndar-
innar að hafa Palla svona í mið-
depli, og það hæfði honum einstak-
lega vel að bera myndina uppi með
skemmtilegum kommentum og El-
vis-jakkanum.
Tónleikamyndir af þessu tagi
era ekki auðvelt viðfangsefni, ein-
faldlega vegna þess að alltaf er
mjög takmörkuð hamingja fólgin í
þvl að horfa á fólk spila á hljóð-
færi í 2 tíma. Enn erfiðara verður
verkefnið þegar um er að ræða
margar ólíkar hljómsveitir og
mjög mismunandi (og misgóða)
tónlist en þá getur áhorfandinn
ekki einu sinni treyst á tónlistina.
Og þetta var helsta vandamál
Popps í Reykjavík: rysjóttur takt-
ur, blindandi leiðinlegur á köflum,
en með þónokkram smart mó-
mentum. Annað vandamál er að
sjáifsögðu tilvísunin stóra og er nú
aftur komið að aldri gagnrýnand-
arinnar. Líklegast er ég fjötruð í
fortíðarþrá þegar ég segi að poppið
standist rokkinu ekki snúning.
Popp í Rvík tekur sér Rokk í Rvík
mikið til fyrirmyndar með tilheyr-
andi viðtölum við tónlistarfólk,
umræðum um eiturlyf og áberandi
áhrif áfengis. Viðtöl þessi áttu að
einhverju að leyti að vera
paródísk (vona ég), meðvituð og
sjálfshæðin stæling á Rokkinu,
með smáskoti á þann veruleika
sem þar var til umræðu og deilna.
En einhvem veginn gekk þessi til-
vísanaleikur ekki vel upp og sam-
anburðurinn var engan veginn
Poppinu í hag, viðtölin flest frem-
ur óáhugaverð og rislág.
Með nokkrum finum vísúal-
sprettum og ánægjulegri leiðsögn
Páls Óskcirs um næturlífið þá er
Popp í Reykjavík alls ekki slæmt
sem kynning á tónlistarmenningu
nútímans - og tónlistin sjálf var
fín. Úlfhildur Dagsdóttir
T
26
f Ó k U S 30. október 1998