Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 8
Sjöfn Sveinbjörnsdóttir hefur búið í Breiðholti í tíu ár. A APTA Jón Halldórsson vagnstjóri ekur yfirleitt leið 5 en þessa dagana leysir hann af á leið 12. Vantar í Popp f Reykjavík Það er óhjákvæmilegt aö bera Popp í Reykja- vík saman við mynd Frlðrlks Þórs Frlðrlksson- ar, hina sextán ára gömlu Rokk I Reykjavík, þó ekki væri fyrir annað en nafniö sem aðstand- endur Poppsins völdu sér. En þetta eru samt ólíkar myndir. Rokk í Reykjavík var heimildar- mynd sem dró upp tiltölulega hlutlausa mynd af rokklandslaginu eins og það var á sínum tíma. Popp I Reykjavík er hins vegar eins kon- ar sviðsetning; hún birtir það popplandslag sem aðstandendur hennar vilja sjá. Þessi munur sést ágætlega þegar farið er yfir þá poppara sem eru á fullu í dag en ekkert sést af I myndinni. Versta dæmið er náttúrlega tölvuhljóm- sveitin Lhooq. En einnig vantar þungarokks- grúppuna Dead Sea Apple, „stuðmenn pönks- ins", Unun, húsvísku r o k k - hundana í Innvortls og Músíktil- raunasigur- vegarana í Stæner. Og þá vantar einnig Woofer-táfýluna, akureysku rokkarana í 200 þús. naglbítum og pönkhljðmsveitina Örkuml. Stylluppsteypu vant- ar og rappstrákinn Murl og rólyndasta dúett í heimi; Súkkat. Það vantar llka I sveitaballafióruna | eins og hún leggur I sig. Þetta eru hljóm-1 sveitir á borð viö Skitamóral, Reggae on lce, Land og synl, Sóldögg, gömlu kempurnar í Stuðmönnum, Grelfana, Snlglabandlð og Sálina og SSSól. Þessar hljómsveitir hafa líklega annað hvort þótt of gamlar og hallærislegar nema þá að sveitaballabransinn sé ekki eitthvað sem maður flíkar framan I útlendinga sem gætu slysast til aö sjá myndina. En ööru máli gegn- ir um konungborið fólk eins og Megas, I Bubba, Rúnar Júl., Bó og drottninguna Emllíönu Torr- inl. Þetta eru kannski ekki allt einhver unglömb en samt I hluti af poppflóru íslands. Svo vantar líka skrítna fugla í á borð við Öldu (nýja Björk?), | KK, Sverrl Stormsker, Bjarna Ara, Hallbjörn I Kántríbæ og sveiflugoöiö Gelrmund Valtýsson. Á meðan flestir eru enn sofandi rísa hefjurnar á fætur eldsnemma á iaugardagsmorgnum og drösla sér í vinnuna. Þetta er fólkið sem setur vélarnar í gang, hitar upp þjóðfélagið svo það sé orðið notalegt og hlýtt þegar við hin vöknum. Blaðamaður Fókuss iét sig hafa það á laugardaginn að taka einn hríng um Breiðholiið með leið tólf - Hlemmur Fell - og ræddi við fólkið HRk sem heldur þjóðfélaginu gangandi flKjv og kvartar ekki yfir komandi vetrí. HHk >\\ Æ Jóna Guöfinnsdóttir vinnur í eldhúsinu á Borgarspítala. Hún er andvíg ríkisstjórninni. íðustu í háttinn MjÓdd 24/10/1998 fyrsti vetrardagur kl. 6.51 -3°C „Ég ætti að hafa verið hættur fyrir tíu árum,“ segir Jón Hall- dórsson vagnstjóri þegar við stíg- um upp í vagninn. Hann hefur verið í þessum bransa í bráðum fimmtán ár en hljómar þó ekkert sérstaklega leiður. Upp í vagninn stígur ljóshærð- ur karlmaður á fertugsaldri. Hann vaggar lítillega og á i vand- ræðum með að finna fargjaldið. Ekkert nema krónur og flmmkall- ar sem koma upp úr vösun- um. En þetta hefst, hundrað- kallinn kemur í ljós og dettur ofan í baukinn ásamt fjórum í fimmköllum. Maðurinn geng- ur aftur f vagn- inn. „Égerbaraað leysa af héma í tólfunni. Yfírleitt keyri ég fimmuna og hef gert það á undanförnum árum,“ segir Jón Halldórsson, aðspurður hvort hann hafi keyrt tólfuna lengi. Vagninn leggur af stað upp í Fellahverfi. Það er bannað að ræða við vagnstjórann í akstri. Fyrir jólin stóð til að út kæmi tvöföld safnplata með SSSól en nú hefur verið hætt við þá út- gáfu. Ástæðurnar voru margar, m.a. aö von er á tvöfaldri safnplötu frá Sálinni hans Jóns mfns og eins var ekki útlit fyr- ir að Sólin gæti fylgt plötunni eftir. Þó bandið sé f dvala er það þó í ágætu stuöi og stefnir á að koma safnplötunni út næsta sumar eða jafnvel bara að koma með glænýja plötu þá. Helgl BJörnsson blandar sér þó aöeins f jólaplötuslag- inn þvf hann syngur á plötu til heiðurs Vilhjálmi Vllhjálmssynl. Aðrir flytjendur þar eru m.a. Sól- dögg, BJörvin Halldórsson og Máni Svavars, sem gerir nýja útgáfu af lagi Vilhjálms en lætur rödd frænda sfns halda sér. Það var ekki hlaup- iö að þvi aö fá rödd Helga í verkefniö. Hann er staddur þessa dagana úti í Ratey að leika í næstu kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur og þurfti hljóðmaðurinn Addi „800" að koma sér þangað með græjurnar og láta Helga syngja yfir hljóðrás sem búiö var að gera f bænum. Leið 12- Hlemmur Fell: laugardagsmorgun 24. okróber 1998 kl. 7 Skýringar: S A \£J Strætisvagnabílstjóri ™ Kona sem vinnur á spítala “ Maður í glasi ------------------------ © Nýbúi © Verkamaður © Iðnaðarmaður Verkamaðurlnn Gulll heldur því fram að það skipti engu máli hvað maður kýs því það sé sama rassgatið undir þessu öllu. Verkamaður (á fylliríi) kl. 6.59 Ljóshærði maðurinn hefur fengið sér sæti rétt fyrir aftan miðjuútgang vagnsins. „Ég er bara á fylliríi," segir ljóshærði maðurinn. Hvað heitiröu? „Gulli.“ Viö hvaö vinnuröu þegar þú ert ekki ú fylliríi? „Ég er verkamaður." Var mikiö djamm í gœr og í alla nótt? „Ég man það ekki.“ Ekkert partí eöa neitt svoleiöis? „Nei, ég var bara fullur.“ Áttu heima uppi í Breiöholti? „Já.“ Hefuröu búiö þar í mörg úr? „Jáhu.“ Tekuröu yfirleitt tólfuna? „Nei. Ég tek bara svona þann sem er næstur.“ Ertu hlynntur ríkisstjórninni? „Nei.“ Af hverju ekki? Þol- iróu ekki Daviö? „Nei, ég er bara hlut- laus í þessum málum. Það er sama hvað mað- ur kýs, það er sama rassgatið undir þessu öllu.“ Hvaö finnst þér um gagnafrumvarpiö? „Ha?“ Kári Stefánsson og allt þaö? „Ég bara þekki hann ekki. Nei, nei.“ Verkakonur spítaianna kl. 7.09 Þær sitja tvær framarlega í vagninum, önnur fyrir aftan hina. „Ég heiti Jóna Guðflnnsdóttir og vinn í eldhúsinu á Borgarspít- alanum,“ segir sú sem situr fram- ar í vagninum og bætir við að hún vinni annan hvern laugardag. Konan fyrir aftan hana heitir Sjöfn Sveinbjörnsdóttir og vinnur í býtibúri Landspítalans. Hún vinnur þriðju hverja helgi og þá líka á sunnudögum. Eruð þið búnar að búa í Breiö- holti lengi? Sjöfn: „Já, ég hef búið hérna í tíu ár. Haföi búið hér áður og flutti hingað aftur.“ Jóna: „Ég er búin að búa hér síðan ’90.“ Þær stöllur, sem eflaust þekkja hvor aðra ekki neitt, eru sam- mála um að það sé fint að búa í Breiðholti. Takiö þiö tólfuna á hverjum morgni? Jóna: „Já, og svo skipti ég um vagn í Mjódd. Tek þristinn, þannig kemst ég beint á Borgar- spitalann.” Sjöfn skiptir líka um vagn í Mjóddinni en hún fer yfir í hund- rað og ellefu. Horföuö þiö á sjónvarpiö í gœr? Báðar: „Nei.“ Voruö þiö aö lesa? Jóna: „Nei, það voru gestir hjá mér.“ Sjöfn svarar spurningunni ekki. Kvenskörungarnir tveir eru annars andvígar ríkisstjóminni og bera við hlutleysi hvað gagna- frmnvarpið varðar. Reynt við nýbúa kl. 7.14 Skyndilega fjölgar í vagninum. Einhver Ari neitar að spjalla og sömuleiðis tveir menn sem sitja saman. Þeir eru bersýnilega feðg- ar, báðir með mjög skæra rödd. Strætisvagninn stöðvast og inn í vagninn stígur kona af asískum uppmna. Hún fær sér sæti fram- arlega í vagninum. Konan neitar líka að tala við okkur og ber fyr- ir sig tungumála- örðugleikmn. Þá kemur Gulli að- vifandi og hlammar sér við hlið konunnar. Hún virðist ekki vera ánægð að sjá hann né finna út úr honum brennivínslykt- ina. Honum stendur á sama og reynir að brydda upp á samræðum. Kon- an hristir höfuð- ið í tíma og ótíma og flissar vand- ræðalega. Gulli skilur ekkert í því af hverju hún vill ekki spjalla og á endanum rís konan upp og flýr út úr vagninum. Gulli situr einn eftir. Ertu aó fara aftur niöur í bœ, Gulli? „Vagninn er að fara niður í bæ,“ svarar hann hneykslaður og augljóst er að hann kærir sig ekki um að skilgreina það frek- ar. Mjódd kl. 7.20 -2 C Allir nema Gulli drífa sig út úr vagninum og hraða sér í nærliggj- andi strætisvagna. Bílstjórinn segir að þetta sé daufasti tíminn. Að fólk sé ekki almennilega vakn- að og ekki bætir frostið. Vagninn lokast og hetjusög- unni lýkur. Hvunndagshetjur í ei- lífri barráttu klára daginn með sóma, árið með sóma og öldin tuttugasta verður legsteinn þessa fólks. Þá er ekkert eftir nema að finna upp vélmenni sem geta unn- ið öll störfin svo þetta fólk geti verið heima og sofið út. -MT Gulli reynir hér að brydda upp á samræðum við konu af asískum uppruna. Hún neitaði að tjá sig um mállð. f Ó k U S 30. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.