Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Side 25
r Líður be á brúnir Hilmir Snær Guðnason er ekki beint nýútskrifaður eða geð- veikt efnilegur lengur. Hann er 29 ára gamail, á eitt bam og konu, finnur ekki fyrir góðær- inu, gekk í Hagaskóla (sem og ljósmyndarinn sem tók myndirn- ar af honum fyrir Fókus), hann trúir annars á Guð þegar honum hentar og svo óttast hann skatta- djöfulinn. Hvað er í gangi hjá þér þessa dagana? „Ég er að leika Listaverkið, Bróður minn Ljónshjarta og svo erum við Sveinn Þórir Geirs- son með útvarpsþátt eftir sex- fréttir á Bylgjunni. Annars er maður alltaf að æfa og nú er ég á fullu í Tveir tvöfaldir sem verður frumsýnt í næsta mánuði. Eftir það fer ég að æfa Mýs og menn og svo er verið að klippa Myrkra- höfðingjann hans Hrafns þessa dagana. Hún verður frumsýnd einhvern tíma á nýja árinu.“ Það er sem sagt nóg að gera hjá þessu óskabami þjóðarinnar í leiklist. Hann á líka að leika í nýju myndinni hans Friðriks Þórs, Englum alheimsins, en það fer að vísu eftir því hvort hann verður laus í leikhúsinu eða ekki. Ert þú ekki líka sekur um aó hafa leikiö í erótísku myndinni hans Friöriks? „JÚ.“ Myndin fjallar um konu sem fróar sér á grýlukerti á íslandi (leikin af Nínu Björk Gunnars- dóttur) á meðan karlmaður í Ástralíu hengir sig með því að standa á ísklumpi sem bráðnar (Hilmir Snær Guðnason). Um hvaö fjallar myndin? „Ætli þetta sé ekki um hvaða vald konan hefur yfir karlmann- inum. Listræn erótík í anda Frið- riks Þórs Friðrikssonar." Hvenœr veröur hún sýnd? „Ég er ekkert viss um að hún verði sýnd hérna heima. Hún er gerð fyrir þýska sjónvarpið." Og hvernig var aö leika í þess- ari mynd? „Mér fannst aðallega gaman að fara til Ástralíu. Það er land sem ég ætla að heimsækja aftur. Feikilega gaman að koma þang- að.“ Svo ertu aö fara aö leikstýra í Nemendaleikhúsinu. Er það leiðin til aö brenna ekki út.fara bara aö leikstýra eins og Balti? „Ég veit það nú ekki. Ég er ekkert endilega á því að allir leikarar eigi að leikstýra. Sjálfur er ég svona að gera þetta meira til gamans. En auðvitað er landið lítið og fólk fær leiða á manni fyrr eða síðar. Þá er bara að draga sig aðeins í hlé og velja hlutverkin betur og halda veru- legri fjölbreytni. Það er mjög mikilvægt að festast ekki i sömu rullunni." Hilmir Snær er galdramaður á sviði. Hann er ekki Hilmir Snær heldur persónan sem hann leikur hverju sinni. „Ég reyni auðvitað að hverfa inn í karakterinn," segir hann og brosir dauft. „Og þá reyni ég að hugsa eins og hann. Bý hann og hans hugsanir í rauninni til. Annað handrit sem er ekki með texta heldur hugsunum hans sem hann hugsar þegar hann er ekki að tala. Þetta er vinnan mín. Maður reynir líka að temja sér aðrar hreyfmgar, gengur öðru- vísi og nýtir sér alla litlu hlutina sem við gerum.“ Nú hefur verið talað um að leikarar á borð við Robert DeN- iro séu algerlega búnir að tapa eigin persónu. Að þeir séu það magnaðir leikarar að þeir hverfi bara. Þú ert ekkert hræddur um að Hilmir Snær hverfl með tím- anum? „Ég held nú að DeNiro hverfi ekkert. Samt er það oft með ákveðin hlutverk að þau hafa áhrif. Ef maður er að leika þunga rullu þá er maður þungur í skap- inu.“ En notaröu einhverja sérstaka tœkni þegar þú ert aö hamast þetta? „Nei. Héma heima, í Leiklist- arskólanum, er mjög mikil fjöl- breytni og úr henni nýtir leikar- inn sér það sem hann telur að virki best fyrir hann. En það eru mjög margir skólar erlendis sem festa sig við einhverja fasta línu en það er nú bara þannig að skóli getur ekki kennt neinum að verða góður leikari. Hann flýtir bara fyrir þroska og gefur reynslu sem hægt væri að fá með því að leika.“ En er ekki veriö aö útskrifa alltof mikiö af leikurum, sem kem- ur síöan ekkert út úr? „Nei, nei. Það held ég ekki. Það er ekkert hægt að segja til um hvað komi út úr hverjum leikara, jafnvel ekki á tíu árum. Menn út- skrifast og fá kannski ekki mikið að gera en fara þá að harka og það koma oft mjög góðir hlutir út úr því. Og svo eru sumir alltaf að verða betri og betri og persónu- lega finnst mér að það eigi að út- skrifa glás af leikurum. Síðan kemur bara í ljós hvort þeir fái eitthvað að gera.“ Hvaö meö uppganginn í ís- lensku leikhúsi? „Það er alveg rosaleg gróska og mikill áhugi hjá almenningi. Kannski vegna þessa að leikhús- ið er að verða betra, jafnari leik- arahópur. Nú er krafa áhorfand- ans orðin sú að það nægir ekki að hafa einn góðan aðalleikara heldur þurfa allir að standa sig. Og í svona grósku eru flest allir leikarar að fá tækifæri." í svona grósku er einmitt verið að skrifa ný íslensk leikrit, sem eiga það til að floppa of auðveld- lega, hvað er í gangi þar? „Kannski erum við bara aftar- lega á merinni hvað þetta varðar. Það eru voðalega fáir höfundar að baksa við að skrifa leikrit. Þorvaldur Þorsteinsson hefur annars skrifað mörg ágætis leik- rit. Svo er Ólafur Haukur Sím- onarson að skrifa ansi góð leik- rit. En kannski vantar að skáldin séu meira inni í leikhúsinu og finni út hvemig það virkar. Það koma oft góð verk ef höfundur fær að vera með og þróast innan leikhússins. En það má vera að þau séu of fá og þá verðum við bara að halda áfram að reyna.“ Þú ert ekkert aö skrifa? „Ekki leikrit, nei.“ Eitthvaö annaö þá? „Ég er svona skúffuskrifari. Hef aldrei skrifað leikrit að vísu en dunda mér við að skrifa smá- sögur og ljóð þá sjaldan ég hef tíma til þess.“ En eru nútímaverk ekki meiri hluti af menningunni en þessi klassísku verk þar sem þau eru í raun arfleifö en ekki okkar eigin? „Þetta er allt saman hluti af menningunni. Allt sem er í bóka- skápnum er hluti af henni. Klass- ísku verkin eru hluti af okkur og þess vegna ganga þau allaf. Þau eru líka alltaf ný vegna þess að einhver hefur ekki séð verkið, leikarinn ekki leikið það áður og svo framvegis." Hvaöa verk, sem þú hefur leikiö í, hafa haft veruleg áhrif á þig? „Fávitinn, Hamlet, Listaverkið og Leitt hún skyldi vera skækja em þau verk sem mér þótti mjög skemmtilegt að vinna. Settu mann svolítið á brúnina. Bæði í Mikiö að gera hjá Hilmi Snæ þessa dagana: Erótísku stuttmyndinni hans Friðriks Þórs iokið, Myrkrahöfðinginn hans Hrafns í klipp- ingu, Ljónshjarta og Listaverkið í sýningu, æfingar á Tveir tvöfaldir og Mýs og menn ásamt fyrirliggjandi leikstjórnarverkefni og Englum alheimsins. FOKUSMYND: HILMAR ÞOR æfingatímanum og á sviðinu. Þetta em svona þær sýningar sem hafa haft mest áhrif og látið mann þenja sig aðeins út. Svo var helvíti gaman að leika í Myrkrahöfðingjanum hans Hrafns. Hættulegt hlutverk, al- veg á ystu nöf og leiðirnar sem við völdum voru alveg á brún- inni. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út því þetta er það sem er svo gaman við þetta. Að taka áhættu og þá skipta dómarnir minna máli. Sénsinn er alltaf þess virði. Mað- ur er sáttari við sjálfan sig þegar maður fer alla leið með hlutverk- ið.“ Er oröið þreytt aö kalla þig kyn- tákn? „Ég held að það sé nú aðallega skrifað í fyrirsagnir." Þú hefur aldrei tekiö upp á því aö trúa þeim og líta á þig sem kyntákn? „Nei. Mér fínnst þetta aðallega fyndið. Enda held ég að þessi stimpill sé farinn af mér. Ég er til dæmis ekki mikið kyntákn í Listaverkinu. Það er bara svo auðvelt að búa til kyntákn. Bara ein blaðagrein og þá er það kom- ið. En þetta er ekkert sem truflar mann. Ágætt ef þetta fær fólk til að koma í leikhús." -MT Hiimir fiyflnasoa er einfaldlega besti leikari á íslandi. Þessi súperstjarna í íslensku leikhúsi hefur hrist af sér kyntáknsstimpilinn, hefur sýnt og sannað að hann er ekki bara sætur. Hann er galdramaður sem sekkur sér gjörsamlega inn í þá persónu sem hann leikur hverju sinni. %Í 30. október 1998 f Ókus 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.