Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 9
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
9
j>v Stuttar fréttir
Útlönd
Rússar fá lán
Bandaríkjamenn ætla að veita
Rússum 600 milíjóna dala lán til
kaupa á bandarískum matvæium.
Auk þess ætla Bandaríkjamenn
að gefa Rússum 1,5 milljónir
tonna af hveiti.
Cohen til Jórdaníu
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Banda-
ríkjanna, hélt i
gær til Amman,
höfuðborgar
Jórdaníu.
Cohen ætlar
að nýta heim-
sóknina til að
ræða alvarlegt
ástand mála í Irak við embættis-
menn í Jórdaníu.
Hrollvekjandi skýrsla
Starfsmaður S.Þ. á sviði mann-
réttindamála sagði í gær að ný
skýrsla um ástand mála í
Afganistan væri hrollvekjandi. í
skýrslunni er greint frá morðum
á þúsundum borgara í nágrenni
Mazar-i-Sharif.
150 á sjúkrahúsi
AUs hafa 150 manns verið lögð
á sjúkrahús í Stokkhólmi eftir að
hafa andað að sér eitruðum guf-
um í skautahöll. Talið er að ísvél
hafl bilað og farið að leka.
Louise enn fyrir rétti
Breska bamfóstran Louise
Woodward kom
enn fyrir rétt i
gær. Nú berst
Louise ásamt
lögfræðingi sín-
um fyrir þvi að
þurfa ekki að
greiða foreldr-
um Matthews
litla Eappen umtalsverðar skaða-
bætur vegna dauða litla drengsins
fyrir tveimur árum.
Ófrægingarherferð
Ásakanir um afbrigðUega kyn-
lífshegðun á hendur Ánwar Ibra-
him, ráðherra í Malasíu, eru ekki
á rökum reistar. Þessu hélt fjár-
málaráðherra Malasíu fram i gær
og sagöi málið allt ófrægingarher-
ferð á hendur Anwar.
Norðmaður
drepinn á
Kanaríeyjum
Breskur ferðalangur var í gær
handtekinn á Kanaríeyjum grun-
aður um að vera valdur að dauða
norsks manns sem hefur búiö um
skeið á eyjunni.
Mennirnir hittust á nætur-
klúbbi og svo virðist sem þeir
hafi orðið ósáttir. Slagsmál brut-
ust út í kjölfarið.
Bretinn mun hafa sparkað ít-
rekað í höfuð Norðmannsins en
hann lést af sárum sínum á
sjúkrahúsi í Las Palmas í gær.
Bretinn situr nú i fangelsi og
bíður réttarhalda.
Clinton hvassyrtur:
írakar hlýði strax
Svíf þú inn í svefninn„.
á RB-rúmi
Sprenging í flölbýlishúsi í Berne:
Húsið hrundi
eins og spilaborg
Að minnsta kosti þrír týndu lífi
og átján særðust þegar fimm
hæða hús í svissnesku höfuðborg-
inni Beme eyðilagðist í spreng-
ingu í gær.
Talsmaður lögreglunnar, Franz
Maerke, sagði að níu fullorðnir og
tvö börn sem hlutu sár í spreng-
ingunni hefðu verið flutt á sjúkra-
hús. Hann sagði að björgunar-
sveitamenn hefðu síðar fundið
þrjú lík og fjölda særðra í rústum
hússins.
Maerke sagði að enn væri verið
að rannsaka tildrög sprengingar-
innar. Grunur leikur á að annað
hvort hafi bensin eða dísilolía á
verkstæði á jarðhæð hússins
sprungið eða að gasleiðsla að hús-
inu hafi valdið slysinu.
Ekkert bendir til að sprenging-
in hafi orðið fyrir ásetning. Tals-
maður lögreglunnar vildi þó ekki
útiloka neitt á þessu stigi málsins.
Húsið hrundi eins og spilaborg,
að því er sjónarvottar sögðu við
svissnesku fréttastofuna SDA.
Svona lítur húsiö í Berne út eftir spreng-
inguna í gær.
Þeir sögðu að sprengingin hefði
verið svo öflug að gluggar í nær-
liggjandi húsum hefðu brotnað og
að glerbrotunum hefði rignt yfir
næstu götur.
Talsmaður lögreglunnar sagði í
gærkvöld að ekki væri ljóst hvort
fleiri væru fastir undir rústunum.
Björgunarsveitamenn með spor-
hunda leituðu enn í rústunum
mörgum klukkustundum eftir
sprenginguna.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti var
mjög hvassyrtur í garð íraka i gær
og sagði að stjómvöld í Bagdad yrðu
að fara þegar í stað að kröfum Sam-
einuðu þjóðanna. Ella ættu þau á
hættu að gripið yrði til hemaðarað-
gerða gegn þeim.
Forsetinn sendi frá sér reiðiyfir-
lýsingu eftir að Öryggisráðið for-
dæmdi ákvörðun íraka um að hætta
allri samvinnu við vopnaeftirlits-
sveitir S.Þ. Ályktun ráðsins var
samþykkt með fimmtán atkvæðum.
Enginn var á móti.
Clinton sagði að ályktunin tæki
af allan vafa um að Saddam Hussein
íraksforseti yrði að hlýða og taka
upp fulla samvinnu við vopnaeftir-
litsmennina.
Talsmaður bandariska þjóðarör-
yggisráðsins sagði að Bandaríkin
teldu sig hafa öll tilskilin leyfi frá
S.Þ til að hefja árásir ef Clinton
sýndist svo.
Gæðarúm
á géðu verði
Ragnar Björnsson
Dalshraun 6, Hafnarfírði • Sími 555 0397
Unglingar í Gautaborg fóru í gærkvöld í blysför ab diskótekinu sem brann í
síöustu viku meö þeim afleiöingum að 63 létust.
Blair synir linkind
Nærri helmingur Breta telur að
Tony Blair forsætisráðherra hafi
sýnt hryðjuverkamönnum linkind í
friðarsamningaviðræðunum á
Norður-írlandi. Heldur fleiri, eða
helmingur, telja svo ekki vera. Þetta
kemur fram í skoðanakönnun
Gallúps sem breska blaðið Daily
Telegraph birti í morgun.
Samkvæmt könnuninni eru flest-
ir Bretar á meginlandinu andvígir
því að fleiri fangar yrði látnir laus-
ir á Norður-írlandi áður en skæru-
liðahóparnir hefðu afhent öll vopn
sin.
Aðeins fimmtungur aðspurðra
telur að írski lýðveldisherinn hafi
endanlega snúið baki við öllum of-
beldisverkum en 71 prósent telur
svo ekki endilega vera.
18" mtþmm áleggsteg-. 12"
hvttlmksbmuð, 21 Cöke og
hvitkuksölk &ðeíns 1890 kr\
* 16" mlþmi áleggsteg.
i öðetns 1280 kr,
af