Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 11
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
ennmg
Jóhann Siguröarson, órakaður og sjálfumglaður, með Caput í baksýn. DV-mynd Hilmar Þór
Örsögur góða dátans
Einhvern veginn flnnst mér svona eftir á að hyggja
að ég hafi siglt undir folsku flaggi sem tónlistargagnrýn-
andi inn í Iðnó síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem
Caput-hópurinn var með uppákomu
undir titlinum „Örsögur". „Örsögur"
er tónlistarleikhús, upphaflega
samið fyrir tveimur árum fyrir litla
hátið í Thurso í Norður-Skotlandi.
Verkið samanstendur af tólf stutt-
um sögum eftir Rússann Daniil
Kharms í þýðingu Árna Bergmann
og tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, - ég segi „og“ tón-
list, ekki „við“ eða „með“ tónlist, því í raun er þetta
tvennt aðskilið. Hafliði segir í efnisskránni: „Ég valdi
tólf sögur eftir Kharms og ákvað síðan að semja mínar
eigin „sögur" í tónlist, án þess að taka nokkurt tillit til
sagna hans. Með því að tefla fram sögu, og síðan tónlist,
taldi ég að nægilega miklum „fáránleika" í anda
Kharms yrði náð.“
Jóhann Sigurðarson var órökuð eilítið sjálfumglöð
ræfilstuska sem sagði sögur af mönnum sem klóra sér í
kjaftinum, sofa í skónum, muna ekki hvort 7 eða 8 kem-
ur fyrr í talnaröðinni, hitta ekki á rúmið sitt þegar þeir
ætla að fleygja sér í það, hreinsa í sér tennurnar með
einhvers konar kertastjaka og sem brotnir eru saman og
hent eins og rusli. Mér flaug í hug að ef góði dátinn
Svejk hefði kunnað að segja örsögur hefðu þær orðið
eitthvað í líkingu við þessar.
Sögimum var stillt upp á móti tónlist Hafliða sem er
stemningstónlist með titlum líkt og „Dularfull sigling",
„Rautt tré, blár himinn, visnuð lauf‘ og „Vinstri hand-
ar söngur". Tónlistin er ekki í neinu beinu samhengi
við sögumar og gæti þess vegna staðið ein sér en ein-
hvem veginn smellpassaði þetta tvennt þó saman og
tengdist þegar fram í sótti. Flytjendur tónlistarinnar
vom Signý Sæmundsdóttir, sópran,
Guðni Franzson, klarínetta, Zbigni-
ew Dubik, fiðla, Hávarður Tryggva-
son, kontrabassi, Þorsteinn Gauti
Sigurðsson, píanó og stofuorgel, og
Steef van Oosterhout, slagverk.
Samsetning hljóðfæranna var sí-
breytileg. Signý og Þorsteinn Gauti
vom saman í „söngtíma" þar sem Signý brá sér í hlut-
verk söngnemans sem er frekar taugaóstyrkur í byrjun
en vex ásmegin eftir því sem á líður og Þorsteinn Gauti
var í hlutverki undirleikarans eða kennarans sem þarf
að taka á honum stóra sínum til að springa ekki úr pirr-
ingi. Signý söng svo „Vinstri handar söng“ með undir-
leik hópsins, angurværan söng án orða, meðan sögu-
maður skoðaði mynd af konunni sinni sem hafði yfirgef-
ið hann. Þessar sýnilegu tengingar urðu meira áberandi
eftir því sem á leið. Þannig vakti Þorsteinn Gauti t.d.
sögumann af væmm blundi með ffábærum leik sínum í
„Sigur Boogywoogy".
Skemmst er frá því að segja að allur flutningur bæði tón-
listar og sagna var til fyrirmyndar. Caput-hópurinn hefur
á sér ákveðinn gæðastimpil enda ekta fínir tónlistarmenn
sem leika undir hans merkjum. Jóhann Sigurðarson sagði
þessar grátbroslegu sögur af hreinni snilld sem fair gætu
sennilega leikið eftir, og útkoman varð ffábær skemmtun
sem vonandi verður endurtekin hið snarasta svo allir þeir
sem ekki komu og líka við hin fáum annað tækifæri til að
eyða vel varinni kvöldstund með Caput.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsddttir
Sár á sálinni
í nýjustu unglingabók Gunnhildar Hrólfsdóttur, Það
sem enginn sér, er viðfangsefni höfundar óvenju við-
kvæmt. Aðalpersónur sögunnar, þau Laufey og Benni,
em krakkar sem eiga svo bágt að lesendur óska þess af
öllu hjarta að _______________________________
reynsla þeirra __ , _
sé aðeins tu í Bokinenntir
skáldskap en
ekki í raunvem- , .
íeikanum. Margret Tryggvadottir
Benni missti ------------------------------
fóður sinn en er
uppálagt að vera sterkur og duglegur, og hann byrgir
sorgina inni þar til hún verður óbærileg. Þar að auki
flytur hann með móður sinni í nýtt umhverfi og
gengur illa að eignast vini. Laufey, eina vinkona
hans á nýja staðnum, býr við enn verri'heimilisað-
stæður. Mamma hennar er duglaus og fósturfaðir
hennar er drykkjusjúkur rumur sem tollir illa í
vinnu. Ábyrgðin á hálfsystkinum Laufeyjar hvíl-
ir á henni og álagið er mikið. Vandræði hennar
hefjast þó fyrst fyrir alvöru þegar fósturfaðir henn-
ar tekur að beita hana kynferðislegu ofbeldi.
Einhverjum kynni að finnast þessi söguþráður of
þungur fyrir unglinga en höfundi tekst að búa svo um
hnútana að frásögnin verður aldrei yfirþyrmandi né
sóðaleg. Sá hluti sögimnar er segir frá eymd Laufeyjar
og Benna er sérlega vel unninn og einkar trúverðugur.
Persónumar em svo lifandi og sannfærandi að maður
vill helst geta tekið þær í fangið og þerrað tár þeirra.
í síðari hluta verksins einbeitir höfundur sér svo að
lausn vandamála Laufeyjar og Benna. Þau era heppnari
en flestir í þeirra spomrn því þau fá hjálp frá fagfólki,
þó ljóst sé að þau verði alltaf brennimerkt af erfiðleik-
jrm sínum. Sögumaður eyðir þó of miklu
púðri í lýsingar á félagslegri að-
stoð í stað þess að beina
sjónum lesenda
að söguhetjun-
um og sigri
þeirra. Aðalper-
sónumar, sér-
staklega Laufey,
sem er lífleg og
sterk persóna,
missa karakter þeg-
ar þau eru ekki
lengur miðdepill frá-
sagnarinnar. Það er
skiljanlegt að höfundi
unglingabókar sé mik-
ið í mun að benda á
leiðir til lausnar en
verkið má ekki missa
máttinn fyrir vikið. Það
hefði verið betra að benda
á raunverulegar leiðir til
úrbóta í eftirmála sem væri
vel viðeigandi í verki sem þessu.
Þrátt fyrir þessa vankanta er hér margt feikivel gert
og óhætt að mæla með bókinni fyrir stálpaða krakka og
unglinga.
Gunnhildur Hrólfsdóttir:
Það sem enginn sér
Mál og menning 1998
11
og Skífan kynna
stórskemmtilegan
netleik!
...vertu með!
Komdu á Visi.is og ef heppnin
er með þér gætir þú unnið þér inn
bíómiða á myndina sem
talað er um, húfu
eða glæsilegan bol...
CAMERON DIAZ
MATT DILLON
There’s
SoJviÉlHlNG AbouT
M/4RY
Frumsýnd 6. nóvember.
iiHrHWwTriia.il mmifik =A0 j?e„p°x,e,r JL
www.visir.is
Borðplötur
& sófbekkir
Sérstök slithúS
sem eykur endingu
vatns- og
(B3, B4)
BakhliS einnig
þétthúðuS
Nýjasta
plasthúSunartækni
Melamine rakaheld filma til
vamar vatni og raka oð neðan
Framleitt samkvæmt ISO 9000 gæðastaðli
Fjölbreytt litaval, margar þykktir og breiddir.
Hagstæðustu verðin!
Sögurnarþjónusta
ó staðnum.
RAOCnœSLUR
VERSLUN FYRIR AUA t
Vió Fcltsmúia
Simi 588 7332
eða rúnnaðir
• Sturtuhorn
Sturtul
Baðkars, sturtiWífar
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
lánud. - föstud. kl. 9-18, laugarU
Vönduð vara
ð9sfa»ðustu verðuo^
Toppurinn í sturtubúnaði
_ w frá tabsnítalíu
Hert \
ryggis-
gler Jc>)
RADCREIÐSLUR
EUROCARD
raðgreiðslur