Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Síða 15
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 15 Búmenn gera byltingu „Það virðist keppikefli að komast sem lengst frá móður jörð. - Ekki fleiri „elliturna", segir Reynir m.a. í grein sinni. Þeir voru hóflega bjartsýnir, forsvarsmenn húsnæðisfélagsins Bú- manna, þegar blásið var til stofnftmdar fyrir tæp- um mánuði. En háiftíma fyrir boð- aðan fundartíma fór fólk að streyma á fundarstað- inn og salurinn var „sprunginn" áður en fundm'inn átti að hefjast. Það lá greinilega eitt- hvað í loftinu. Ekki fleiri „elliturna" Það er ótrúlegt miðað við alla víðáttu íslands að ekki skuli finnast að- gengilegri úrræði í hús- næðismálum eldra fólks en margra hæða fjölbýl- ishús. Það virðist keppikefli að komast sem lengst frá móður jörð. En hér búa undir þeir hagsmunir verktakanna að byggja sem mest á viðkomandi lóðum. Til varð orðið „þjónustuíbúð", og út á þjónustu frá ríki og sveitarfélögum myndaðist yfirverð á ibúðum sem numið gat miiljónum á íbúð. Margir af bygg- ingarstöðunum hafa svo reynst illa í sveit settir vegna mikillar umferð- ar, hávaða og mengunar. Á stofnfundi Búmanna sagði fólk: hingað og ekki lengra og það vakn- aði von um nýjar leiðir. Hið nýja fé- lag boðaði lægri og manneskjulegri byggð með áherslu á gott aðgengi, gróður og gott umhverfi fyr- ir hreyfingu og göngur. Ekki fleiri elliturna - takk. Sparifé í steinsteypu Þær kynslóðir sem nú eru að kom- ast á efri ár urðu að verjast áratuga óða- verðbólgu með því að búa sér til spari- fé úr steinsteypu. Þannig risu þús- undir allt of stórra íbúða, sem nú kalla á mikinn rekstrar- kostnað og viðhald. í dag eru þessar íbúðir eins og sparisjóðs- bækur sem frystar hafa verið í bönkunum. Og taki fólk út úr bókinni og selji íbúðina er lausnin sú helst að kaupa undir vöruheitinu, „þjón- ustuíbúð", þar sem spariféð er aftur bundið í steinsteypu og dugar oft ekki til og ekkert afgangs til framfærslu og lífsfyllingar á efri árum. Því hugnaðist fólki sá kostur Bú- manna að fólk gæti keypt sér eignarhlut eða búseturétt við hæfi, notið öryggis í rekstri og við- haldi íbúða og átt síðan fyrir sig einhverja Qármuni til annarra nota. Þjónusta á röngum forsendum Þjónustumiðstöðvarnar sem reistar hafa verið í mörgum fjölbýl- ishúsum eldra fólks eru vissulega glæsilegar og við þær því bundnar margvíslegar væntingar. Er þær tryggja ekki það sem er eldra fólki mikilvægast, heilsu og starfsgetu. Hver fermetri í sameign kostar líka sitt í stofnkostnaði og rekstri. Hér sem víðar í húsnæðis- og þjónustumálum eldra fólks virðist því þurfa að breyta um áherslur. Hjúkrunarheimili og aðgangur að hjúkrun er mikið öryggisatriði fyrir eldra fólk. Búmenn hafa m.a. sett fram þá hugmynd að hjúkrunar- fræðingar séu búsettir þar sem eru ibúðakjamar eldra fólks. Þá má ekki gleyma því að með auknum tómstundum, lengri aldri og bættri heilsu þarf starfsgeta fólks að virkjast sem best. Fólk þarf sérstaka aðstöðu fyrir iðju sína, annaðhvort í íbúðunum með sérrými eða í þjónustukjama með vinnustofum. Hér veldur svo ekki síst tölvu- byltingin og sífellt fleiri hafa nú til- einkað sér þennan nýja heim enda- lausra viðfangsefna. Smiðshöggið rekið Það má reikna með húsfylli á framhaldsstofnfundi Búmanna, sem verður í Súlnasalnum á Hótel Sögu nk. sunnudag, 8. nóvember. Þar verður m.a. gerð grein fyrir þeim mörgu áhugaverðu stöðum, sem hugsanlega em í boði sem byggingarstaðir fyrir Búmenn. Þessir staðir em bæði í grónum hverfum, á mjög áhugaverðum ný- byggingarsvæðum og við nátt- úraperlur eins og Elliðavatn. Þá verður fjallað um mjög áhuga- verða hluti varðandi fjármál og sparnaðarmöguleika eldra fólks og kynntar nýjungar til að lækka bygg- ingarkostnað. Á fundinum verða svo síðustu forvöð að gerast stofnfélagi i Bú- mönnum og taka þátt í þessari ótrú- legu hreyfingu eldra fólks til að taka húsnæðismálin í sínar hendur. Þessi hreyfing nær til landsins alls, því Búmenn er landsfélag og er þegar vaknaður áhugi á ýmsum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. í upphafi þeirrar aldar sem nú kveð- ur brátt var talað um „Vormenn Is- lands“. Kannski taka Búmenn við þessu hlutverki á nýrri öld? Reynir Ingibjartsson Kjallarinn Reynir Ingibjartsson starfsmaður Búmanna „Þjónustumiöstöðvarnar sem reistar hafa verið í mörgum fjöl- býlishúsum eldra fólks eru vissu- lega glæsilegar og við þær því bundnar margvíslegar væntingar. Er þær tryggja ekki það sem er eldra fólki mikilvægast, heilsu og starfsgetu Róttæk vinstrihreyfing Sú hægri bylgja sem farið hefur víða um lönd um alllangt skeið birtist ekki fyrst og fremst í fylgis- aukningu hægri flokkanna heldur í almennri hægri þróun flestra rót- gróinna stjómmálaflokka. Lausnir á þjóðfélagsvandamálum eru að mestu sprottnar upp úr hug- myndasmiðju nýfrjálshyggjunnar. Hinir, sem kenna sig við vinstri- stefnu, félagshyggju eða jafnaðar- stefnu eða hvað það nú heitir, taka þær upp i besta falli svolítið mild- aðar, enda eru þær sagðar nútíma- legar og hagkvæmar, þótt ljóst sé að þær hafi ýtt undir efnahagslegt misrétti, bæði í einstökum löndum og á heimsvísu, og þvælist einlægt fyrir þeim góðu áformum sem þó eru uppi í umhverfismálum. Máliausir vinstrimenn Þess vegna eru margir efins um að þær ríkisstjórnir mið- og vinstriflokka sem hafa sums stað- ar verið að taka við völdum að undanfomu muni breyta miklu. Pólitísk hugsun og umræða er í viðjum nýfrjálshyggjunnar. Þetta veldur því að róttækir vinstri- menn þora varla að kalla hlutina réttum nöfnum. Sósíalismi, arð- rán, verkalýður og alþýða, borg- arastétt, auðvald, heimsvalda- stefna - þetta eru orð sem menn þora varla að taka sér í munn lengur. Menn tala um félags- hyggju og al- menning en hafa ekki einu sinni fyrir því að finna önnur orð fyrir arðrán, auðvald og heimsvalda- stefnu. En ef við höfum ekki rétt orö um hlutina - eða engin orð - þá erum við eins og skynlausar skepnur. Þó eru víða til róttækir vinstri- menn, menn sem hafna lausnum nýfrjálshyggjunnar hvort sem þær eru hráar eða mallaðar í einhverja nýfélagshyggjukássu. Þeir sitja þegjandi hver í sínu homi af því að þeir hcifa ekki mál til að tala saman, nema þá yfirborðslega um sérstök áhugamál og hagsmuni. Þar má nefna umhverfismál, andstöðu gegn hernum eða Evrópusamband- inu, byggðamál, ýmis- leg hagsmunamál þeirra sem höllum fæti standa o.s.frv. Það er ekki víst að þetta fólk muni allt gangast við nafninu vinstrimaður, en aðal- atriðið er að það er sammála um það grundvallaratriði að hafna efnahagslausn- um frjálshyggjunnar, sammála mn að hvert svo sem áhugasviðið eða hagsmunimir eru þá eru lausnir frjálshyggjunnar ógnun og það þarf að byggja á allt annarri hugsun - og það skiptir ekki máli hvað er kallað nútíma- legt, það er merkingarlaust hugtak af því að nútíminn er margbrot- inn, fólk býr við mismunandi kjör og veruleika, þar stangast á hags- munir og það er þörf róttækrar baráttu gegn því auðvaldi sem reynir að fela arðrán, eyðingu byggða og náttúruspjöll bak við orðagjálfur um nútíma. Endurreisn vinstrihreyfingar Með þeim hræringum sem að undanfómu hafa orðið á vinstri kanti stjórnmálanna hef- ur nú skapast svig- rúm og tækifæri fyrir róttæka vinstrimenn að skapa sér hreyf- ingu. Stefna, félag vinstri manna, er í mótun og vexti, fyrrverandi félags- menn og stuðnings- menn Alþýðubanda- lagsins og Kvenna- listans leita sér að vettvangi og nýlega boðað róttækt og grænt vinstra fram- boð ýtir við róttæk- um vinstrimönnum viðs vegar um land. Við þetta bætist að umhverfis- mál era nú mikið rædd og sú um- ræða tengist atvinnumálum og byggðamálum og kallar á róttæka lausn þeirra. Nú á næstunni virð- ist liggja beint við að beina kröft- unum að þessari framboðshreyf- ingu, nýta hana til að koma sam- an, skiptast á skoðunum og hafa áhrif á hana svo að hún einangrist ekki við fáeina frambjóðendm- heldur verði nýtilegt baráttutæki i samspili við víðtæka og sjálfstæða baráttuhreyfingu. Einar Ólafsson „Þó eru víða til róttækir vinstri- menn, menn sem hafna lausnum ný- frjálshyggjunnar hvort sem þær eru hráar eða mallaðar í einhverja nýfé- lagshyggjukássu. Þeirsitja þegjandi hver í sínu horni af því að þeir hafa ekki mál til að tala sama....“ Kjallarinn Einar Ólafsson rithöfundur Meö og á móti Lögleiðing fikniefna Bann gerir illt verra „Bann við fikniefnum skapar mikinn fjölda glæpa. Þegar áfengi var bannað í Bandaríkj- unum jókst morðtíðni gífurlega. Hún hrundi svo þegar það var leyft. Það sama gerist vegna fikniefnabanns- ins: fikniefna- salar þurfa að beita ofbeldi til að halda uppi starfsemi sinni. Einnig þurfa fikniefnaneyt- endur að fremja afbrot til þess að fjármagna neyslu sína á efnum sem eru mun dýr- ari við fíkniefnabann. Vegna hins svarta markaðar sem nú er með efnin eru þau mjög léleg. Ýmsum vafasömum efnum er blandað út í sem lyíjafyrirt.æki myndu ekki gera ef fíkniefni væru leyfð. Mikill styrkleika- munur er á efnum á svarta markaðinum sem veldur hættu á of stórum skammti. Slíkt myndi ekki gerast ef lögleg lyfja- fyrirtæki framleiddu efnin. Vandinn verður miklu verri við bann fyrir ungt fólk sem leiðist út í fikniefnaneyslu. Það selur eigur sínar, leiðist út í glæpi vegna hins háa verðs og um- gengst glæpamenn. Það lendir svo jafnvel í fangelsi. Það er ekki líklegt að fikniefnaneysla muni aukast mikið ef við leyfum fikniefni. Ungt fólk neytti mari- júana minna i Alaska eftir að það var leyft. Sama gerðist í Hollandi þegar byrjað var að líta fram hjá neyslu efnisins. Það er óréttlætanlegt að banna fólki að stunda athæfi sem skaðar að- eins það sjálft." Aukin neysla og afbrot Gunnlaugur Jóns- son nemi. „Þeir sem halda því fram að lögleiða eigi fíkniefni horfa al- veg fram hjá þeim hliðarverkun- um sem læknisfræðin telur sannað að séu þessara efna og þeim alvarlegu áhrifum sem neyslan sjálf hefur á ein- staklinginn og aðstandendur hans, sem og samfélagið í heild. Þá hafa þeir einnig horft fram hjá afleiðingum vegna lögleið- ingar fíkniefna samfara neyslu Ómar Smári Ár- mannsson, aöstoö- aryfirlögrogluþjónn í Reykjavik. Hollandi en þar hefur atbrotum Jjölgað geigvæn- lega eftir lögleiðingu efnanna. Auk þess hefúr greiöur aðgang- ur að slíkum efnum skapað mikla erfiðleika fyrir nágranna- löndin. Viðskipti með fikniefni hafa aukist mjög mikiö í Hollandi og afbrotum ljölgaö. Samkvæmt könnun Evrópuráðs- ins á neyslu fikniefna höfðu allt að 80“',, hollenskra 14 ára ung- linga prófað kannabisefni 1992. Sölustöðum kannabis fjölgaði úr 30 árið 1980 í 1500 árið 1992 sem segir sína sögu um aukið fram- boð og eftirspum. Reynt hefur verið að aðgreina hvaða fíkni- efni eru til sölu á kaffihúsum þar en reynslan hefur sýnt að þar er hægt að kaupa svo til öll fikniefni. Enginn alvarlega hugs- andi maður getur í raun leyft sér að mæla með framangreindu ástandi hér á landi þar sem fremur öðru er lögð áhersla á heilbrigt lífemi.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.