Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 13 Fréttir Tillaga um lækkun leikskólagjalda á Akureyri: Plataðir til að hækka gjöldin - segir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans. DV, Akureyri: Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, fulltrúi L-listans í skólanefnd Ak- ureyrarbæjar, hefur flutt tillögu þess efnis að leikskólagjöld verði lækkuð um 10% en leikskólagjöld- in voru einmitt hækkuð um þá prósentutölu á síðasta ári. Tillagan er til meðferðar í „kerfinu" en Oddur Helgi Halldórsson, oddviti bæjarfulltrúi L-listans sem þá stóð að hækkuninni sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins í bæjarstjóm, seg- ist þess fullviss að tillagan um lækkunina verði samþykkt, enda hafi sjálfstæðismenn og alþýðu- bandalagsfólk, sem nú er í meiri- hluta bæjarstjórnar, greitt atkvæði gegn hækkuninni á sínum tíma. „Ég tala bara fyrir mig en ég tel að við sem stóðum að hækkuninni höfum verið plataðir. Mitt mat er að embættismenn bæjarins hafi gert mistök og ekki veitt réttar upplýsingar, að minnsta kosti var ég í þeirri trú eftir upplýsingar þeirra að leikskólagjöldin á Akur- eyri yrðu ekki þau hæstu í land- inu eftir hækkunina eins og raun- in varð hins vegar á. M.a. þess vegna á að taka þessa hækkun til baka og lækka gjöldin nú,“ segir Oddur. Hann segir að leikskólagjöld séu einn þeirra þátta sem ungt fólk líti til þegar það sé að ákveða búsetu sína og í þeirri varnarbaráttu sem Akureyri er í um að fá fólk til að setjast að í bænum. „Við það að lækka leikskólagjöldin verður bærinn af um 8 milljóna króna tekjum á ári en það er nú ekki helmingur þess sem verið er að veita Leikfélagi Akureyrar í auka- fjárveitingu. Ég tel það ekki spurn- ingu að það eigi að lækka þessi gjöld“ segir Oddur. -gk Sjö varaþing- menn á Alþingi Sjö varaþingmenn eru nú á Al- þingi. Þetta eru þau Ólafúr Hannibals- son, Drífa Hjartardóttir, Jörundur Guðmundsson, Lilja Rafney Magnús- dóttir, Þuríður Bachmann, Bryndís Guðmundsdóttir og Þórunn Svein- bjömsdóttir. Ólafur tekur sæti Einars Odds Kristjánssonar, Drífa tekur sæti Þor- steins Pálssonar, Jörundur er fyrir Ágúst Einarsson, Lilja Rafhey er fýrir Kristin H. Gunnarsson, Þórunn fyrir Magnús Áma Magnússon, Þuríður fyrir Hjörleif Guttormsson og Bryndís tekur við sæti Kristínar Halldórsdótt- ur. DV hitti varaþingmennina í gær og spjallaði stutt viö nokkra þeirra. „Þetta er í sjöunda sinn sem ég tek sæti sem varaþingmaður og ég er þvi orðin nokkuð heimavön hér á Al- þingi. Ég verð með tvö mál strax á morgun (í dag) sem ég get ekki greint frá fyrirfram hver era,“ segir Drífa. Jörundur Guðmundsson, fyrrum skemmtikraftur, tekur sæti á þingi í fyrsta skipti. „Þetta er ekkert svo ólíkt skemmtanabransanum. Þetta verður gaman og áhugavert að kynn- ast þingmennsku," segir Jörundur. „Það brennur óneitanlega ýmislegt á hjarta manns. Það verður að koma í ljós hveiju maður kemur í verk,“ seg- ir Ólafúr Hannibalsson. „Það brennur á ýmislegt varðandi réttindamál á vinnumarkaði. Það era ýmsar reglugerðir sem taka of langan tima að fara í gegn og ég mun taka upp fyrirspum hér á Alþingi hvað þeim málum líður," segir Þórunn Sveinbjömsdóttir. -RR Varaþingmennirnir sjö sem taka nú sæti á Alþingi. DV-mynd Teitur Emir Snorrason í ítarlegu viðtali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.