Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 Spurningin Hvert ferðu helst til að skemmta þér? Guðmundur Skúlason uppvask- ari: Á Hótel ísland. Haukur D’Leo: Það er bara mis- jafnt. Steinar Þór Sigurgeirsson nemi: Á Astró. Alfreð Gíslason nemi: Astró. Jóhann Oddsson nemi: Astró. Lesendur Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Börnin horfa á foreldrana hlaupandi í lífsgæðakapphlaupinu mikla. - Þar veltur á hæfileika foreldra til þess að velja og hafna. Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Ég vil þakka Ingigerði Guðmunds- dóttur gott lesendabréf í DV þann 28. okt. sl., en hún bendir réttilega á rót hins samfélagslega vanda sem við er að fást hvað varðar uppeldi barna okkar. Tilhneiging hefur verið til þess að líta á uppeldismál frá af- mörkuðu sjónarhorni, t.d. frá sex ára aldri þegar grunnskólaganga hefst, en steingleyma árunum þar á undan sem móta hvern einstakling til lífstíðar. Viðhorf okkar gagnvart uppeldi bama þarfnast verulegrar endur- skoðunar. Það er ekkert sjálfsagt við það atriði að senda börn úr faðmi foreldra til daglegrar vistar innan við ársgömul, en fæðingarorlof hefur ekki tekist að lengja hér enn sem komið er. Á þessu tímaskeiði er til- finningalegt öryggi barnsins í mótun og rannsóknir hafa sýnt, að dvöl beggja foreldra með barni sínu er það atriði er fyrirbyggir til dæmis leitun í fikniefni og aðra óáran seinna meir. Einfaldlega vegna þess að þetta sama bam hefur orðið ör- yggis foreldra sinna aðnjótandi, og þar með byggt upp tilflnningalegt ör- yggi sem verður þess valdandi að sjálfstæðiskennd barnsins er rík, og það getur sagt NEI. Það er hörmulegt til þess að vita að í höfuðborginni skuli hafa verið stigið skref aftur á bak, með því að fella niður þær litlu heimgreiðslur til foreldra er þó hvöttu til dvalar með bömunum heima. Leikskólar og dagvistun geta aldrei komið í staðinn fyrir umönnun foreldra fyrstu æviárin, en böm yngri en tveggja ára ætti ekki að vista á þeim stofnunum, nákvæmlega sama hve mikil gæði þeirra stofnana kunna að vera. Bömin horfa upp á foreldrana hlaupandi í lífsgæðakapphlaupinu mikla sem aldrei tekur enda heldur býr til nýjar hlaupabrautir daglega. Þar veltur á hæfileika foreldra til þess að velja og hafna, en það að velja og hafna í gegndarlausri flóð- bylgiu auglýsingaskrums þurfum við að kenna bömum okkar. Við þurfum einnig að kenna þeim að frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk. Og innan marka frelsisins fáum við notið þess. Annars ekki. AP og ITC-samtökin Guðmundur Halldór Magnússon, forseti IRPU, skrifar: AP er kerfi sem ITC-samtökin nota til að mæla einstaklingsframmi- stöðu við framkvæmd verkefna inn- an samtakanna. Kerfið heitir „Accreditation Program" á ensku og útleggst sem „hæfnismatskerfið". Þetta kerfi byggist á því að tveir ein- staklingar meta verkefni sem fLutt er á fundi í ITC-deild. Þessir einstak- lingar þurfa að vera vanir, með 5 ár að baki í starfi. Að flutningi loknum sitja þeir með flytjandandum og fara yfir verkefn- ið, hvemig þeim fannst, svo og flytj- andanum. Þetta gerir það að verkum að fólk fær tiifinningu fyrir því að vinna verkefnin sín og leggur sig fram við að vinna þau verk sem vinna þarf. Við í ITC köllum samtökin okkar þjálfunarsamtök og er AP stór hluti af þjálfuninni. Þegar fólk lýkur áfanga í AP-kerfinu fær það „diploma" og titil, sem virkar hvetjandi til að ljúka meiru, fara í næsta áfanga. Smitferðir til sólarlanda? Lagt af stað í sólarlandaferð. - Hafa allir tilskilin heilbrigðisvottorð í fartesk- inu? Ingi skrifar: Er hið margrómaða heilbrigðis- eftirlit okkar íslendinga nægilega strangt? Þetta er spurning sem ég og margir aðrir hafa margsinnis spurt sjálfa sig. Ekki síst þegar mað- ur verður þess var, að við komu til íslands um Keflavíkurflugvöll er sjaldan (kannski aldrei) spurt um vegabréf til að líta á stimplana frá síðasta viðkomulandi. Frá Norður- löndum er ekki krafist vegabréfs af Islendingum. En bæði þeir og aðrir ferðamenn geta rétt eins verið að koma frá öðrum löndum, og það samdægurs. Löndum sem eru al- þekkt pestarbæli þar sem smithætta er veruleg. Mörg Afríkuríki eru í þeim hópi, svo og önnur lönd vítt og breitt um heiminn. Jafnvel Kúba telst ekki í hópi landa með sóma- kært heilbrigðiseftirlit. Ég vek máls á þessu nú þar sem þessa dagana eru heilu flug- vélafarmar íslendinga að leggja upp í ferðir einmitt til þessara landa, þar sem smithætta er veruleg fari menn út af sporinu, þ.e. eigi sam- skipti við heimamenn og neyti mat- ar annars staðar en á viðurkennd- um hótelum sem bjóða upp á staöl- aða þjónustu í mat, drykk og á hreinlætissviðinu. - Ekki er krafist sérstakra varúðarráðstafana ís- lenskra ferðamanna til þessara staða. Aðeins „mælt með“ sprautum af hinu og þessu taginu (taugaveiki, kóleru, o.fl.). íslendingar eru ekki það varkárir og raunar kærulausfr með sjálfa sig, að marga skiptir engu máli þótt þeir fari alls óvarðir í þessar ferðir. Auðvitað á íslenskt heilbrigðiseft- irlit að vera það strangt að vera með skyldueftirlit við vegabréfa- skoöun til landsins. Þetta er í besta lagi i Bretlandi og í Bandaríkjun- um, Frakklandi og víðar í menning- arlöndum, en afleitt hér á íslandi. Við eigum ekki að vera eftirbátar þessara landa. DV Verötrygging- ar lána Sigurður Ámason hringdi: Það er alkunna að verðtrygg- ing lána er verulega íþyngjandi fyrir flesta skuldara, ekki bara ungu kynslóðina sem er að slig- ast undan íbúöarkaupum. Þessi verðtrygging er hvergi við lýði í efnahagskerfinu nema hér á landi. Hún er löngu úrelt og þjónar í raun engum tilgangi öðrum en tekjuöflun fyrir lána- stofnanir, banka og lifeyrissjóði. Þessar stofnanii’ hér eiga að nota vextina, sem eru nú nógu háir samt, til að komast af. Þar koma einnig til dráttarvextir og van- skilavextir, svo þeim ætti ekki að vera nein vorkunn. Ekki hafa verkalýðsfélögin staðið nógu vel við bakið á sínum umbjóðend- um, en mál er að þau vakni. Umferðarráð - umferðar- stofa? Friðrik hringdi: Maður heyrir að dómsmála- ráðuneytið hyggist koma á lagg- imar einu bákninu til viðbótar. Einhverju sem kalla á „Umferð- arstofu"! Höfum viö ekki nóg af því tagi þar sem er Umferðar- ráð? Og hverju ætti Umfei’ðar- stofa (eins og nafnið er nú fer- lega ljótt og misvísandi) að þjóna? Hér er einungis verið að búa til stofnun sem ekkert raun- verulegt hlutverk hefur. Lögregl- an og Umferðai’ráð hafa unnið vel saman og viöbótar-“stofa“ er óþörf. Hver skyldi nú eiga að fá þar ixmi sem forstjóri eða æðsti maðui’? Við skulum fylgjast vel með þessu nýja viðbótarbákni og tilgangi þess. Börnin ávallt bitbeinið Þórunn Ólafsdóttir hringdi: Ég horfði á þáttinn Titring i Sjónvarpinu sl. þriðjudag. Þetta er fyrirtaks þáttur og lofar góðu, hann tekur fyrir mál sem ekki em annars mikið til umræðu, dálítið í felum, en umsjónarfólk- ið, karl og kona, eru mjög fram- bærileg og virðast hafa nef fyrir þarfri umræðu um málin. Eins og t.d. um kynskiptin í síðasta þætti og nú um feður sem eiga í erfiðleikum meö að fá umgengn- isrétt við börn sín eftir skilnað. Það er ömurleg staðreynd að skilnaður bitnar mest og verst á börnunum. Það er hárrétt sem fram kom hjá Þórhildi Líndal í innskotsviötali í þættinum; það þarf í í’aun að gera fólki erfiðara að slíta sambúð þar sem böm eru annars vegar. Sjálfseignar- stofnun í eigu sveitarfélags? Björn Ól. Hallgrímsson skrifar: Er ég fór í gegnum blaðabunk- ann nýlega rakst ég á frétt á bls. 27 í DV frá 27. okt. sl. Hún fjall- aði um dvalai’heimilið Höfða og 57 milljóna króna halla í rekstri þess. Fréttin er merkt „DV, Akranesi" og virðist fréttamað- urinn, DVÓ, hafa stýrt penna. Það sem vakti einkum athygli mína við lesturinn var, að höf- undurinn segir dvalarheimilið vera „sjálfseignarstofriun í eigu Akraneskaupstaðar og ná- grannasveitarfélaganna.“! - Nú er mér spurn: Hvort er dvalar- heimilið sjálfseignarstofnun eða eign nefndra sveitarfélaga? Varla getur það verið hvort tveggja, eöa hvað? Siðar í grein- inni er svo talað um framlög eig- enda til ,jöfhunarhalla“, en vera má að þar sé prentvillupúkinn frægi að verki, og að átt sé við ,jöfnun halla“, frekar en aö einn eitt nýyrðið sé til orðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.