Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,. SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Þjódfélagsmeinið mesta Alvarlegasti vandi sem við er að etja í félags- og heil- brigðismálum hérlendis er fikniefhavandinn. Um þetta voru þingmenn sammála í utandagskrárumræðu í fyrradag um úrræði fyrir ungmenni í vímuefnaneyslu. Það er lýsandi fyrir þær áhyggjur sem þingheimur hef- ur af máli þessu að um þriðjungur þingmanna tók þátt í umræðunni. Rannveig Guðmundsdóttir hóf umræðuna. í máli hennar kom fram sú nöturlega staðreynd að neysla áfengis, hass og harðra vímuefna, líkt og amfetamíns, færi vaxandi meðal unglinga og jafnvel yngsta aldurs- hópsins. Áherslumunur var í sumu í máli stjórnar og stjórnarandstöðu um leiðir og meðferð fjármuna sem varið er til vímuefhavarna en áhyggjurnar þær sömu og sameiginlegur vilji til að berjast gegn þeim voða sem að steðjar. Það kom jafnt fram hjá stjómarþingmönn- um sem stjómarandstöðu að nauðsyn væri á sameigin- legu átaki til að reyna að leysa vandann. Þeir sem eitrinu dreifa svífast einskis enda miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Markhópur eitursal- anna er unga fólkið, sá hópur samfélagsins sem síst get- ur varið sig. Einar K. Guðfinnsson sýndi fram á hugs- anlega veltu í fíkniefnasölu hérlendis með því að nota úttekt sem tímaritið The European gerði á umfangi vímuefnasölu í Bretlandi. Niðurstaða blaðsins var að umfangið svaraði til hálfs prósents af vergri landsfram- leiðslu þar. Ef þetta er notað sem viðmiðun hér á landi kemur í ljós að sú upphæð nemur um 2,9 miUjörðum króna. Miðað við þessa útreikninga má ljóst vera að engir smápeningar eru á ferð í þessum geira undir- heimanna hérlendis. Vandinn er mikill og því er umræða líkt og á þing- inu vonandi undanfari þess að enn markvissar verði tekið á flkniefnavandanum. Þá var það ekki síður merk ráðstefna sem hófst í gær og stendur fram eftir degi í dag í Reykjavík þar sem fjölmargir sérfræðingar, inn- lendir sem erlendir, spyrja sig þeirrar spurningar hvort vímuvarnirnar séu á villigötum. Þar er bent á að vímuvamir hafi sætt nokkurri gagnrýni í ljósi aukinn- ar fíkniefnaneyslu ungs fólks og um leið bent á árang- ur aðgerða. Að mati þeirra sem að ráðstefnunni standa er svarið ekki einfalt. Skoða verði meðal annars opin- bera stefnu, samanburð við alþjóðlega þróun og hvaða möguleika samfélagið hafi til varnar gegn neyslu vím- efna. Síðast en ekki síst sé það spuming hvort heimil- in standi sig í vímuvömum. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, stóð í fyrrakvöld fyrir umræðufundi um lögleiðingu eitur- lyfia hér á landi, hvort menn hafi frelsi til að skaða sjálfa sig meðan þeir skaða ekki aðra. Sú umræða, eins og önnur um vímuefnin, er þörf, sem og að hlusta á rök þeirra sem telja að glæpum fækki með því að leyfa sölu fíkniefna. Á þá aðferð er þó ekki hægt að fallast heldur ber að berjast gegn þessari vá með öllum tiltækum ráð- um. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, hefur bent á að í Hollandi hafi flkni- efni verið lögleidd að vissu marki. Þetta hefur leitt tH þess að viðskipti með fíkniefhi þar í landi hafa aukist mjög og glæpum fjölgað. Svo árangur náist í baráttunni við fíkniefnavandann þurfa aUir að snúa bökum saman, almenningur, stofn- anir og stjórnvöld. Verkefnið er erfitt, krefjandi og kostnaðarsamt en meinið verður að reyna að uppræta með öUum tHtækum ráðum. Jónas Haraldsson Frá blaðamannafundi í júlí sl. um lífeyrissjóði. Ný löggjöf um lífeyrissjóði - mesta hagsmunamál landsmanna hlutfall heildarið- gjalda, hafa farið vax- andi á undanfornum árum. í anda fyrr- greindra laga hafa þeir boðið lasgra iðgjald en 10% sem þó tryggir þá lágmarkstryggingar- vemd sem lögin skil- greina. Sumir sjóðir hafa gerst svo djarfir að fara vel undir 8%. Mismunurinn að 10% leggst þá í séreignar- sjóð viðkomandi sjóð- félaga. Séreignarhlut- inn erfist við andlát sem samtryggingar- hlutinn gerir ekki. - Séreignarsjóðir hafa verið uppfinningasam- ir og hafa kynnt marg- ar nýjungar og ýtt „Svokallaðir séreignarsjóðir hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Iðgjöld til þeirra, sem hlutfall heildariðgjalda, hafa farið vaxandi á undanförn- um árum. í anda fyrrgreindra laga hafa þeir boðið lægra ið- gjald en 10% sem þó tryggir þá lágmarkstryggingarvernd sem lögin skilgreina.“ Kjallarinn Árni Ragnar Árnason alþm. og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Með samþykkt laga nr. 129/1997 er í fyrsta sinn sett heildstæð löggjöf um lífeyri landsmanna. Lögin skapa sátt um samtryggingar sj óði sem og skylduaðild að lífeyrissjóðum. Samhliða eru lögin að skapa grunn að aukinni samkeppni milli samtryggingar- sjóða og svokallaðra frjálsra sjóða en fyrsti slíki sjóðurinn var stofnaður árið 1978. Uppfinninga- samir séreignar- sjóðir Margir hefðu vilja afnema skylduaðild að lífeyrissjóðum og hafa þeir aðilar tals- vert til síns máls. Fagfélögum ásamt VSÍ er þó ljóst að ná má fram svipuðum áhrifum með sam- einingu sjóða til að skapa nauðsynlega hagræðingu í rekstri. Framsýn og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn eru dæmi um sjóði sem eru af-- sprengi margra sjóða sem sameinuðust enda töldu fyrri sjóð- ir að „Stærð væri styrkur". Þeir sjóðir sem sameinuðust voru margs konar, m.a. gengu til sam- runa undir merkjum Framsýnar sjóðir sem voru þverfaglegir og með sjóðfélaga víða um land. Svokallaðir séreignarsjóðir hafa verið að sækja í sig veðrið undan- farin ár. Iðgjöld til þeirra, sem verulega við samtryggingarsjóð- unum. Áhættudreifing til staðar Ekki skal gleyma erlendum sjóðum sem hafa hafið starfsemi hérlendis. Margir þeirra, ef ekki allflestir, eru verulega frábrugðnir okkar samtryggingarsjóðum. Landsmenn gætu hugsanlega beint þeim 2% sem koma til frá- dráttar á skatti frá næstu áramót- um til erlendra sjóða og þar með dreift sinni áhættu. íslenskir sjóðir eru því ekki að- eins að mæta innlendri sam- keppni, heldur þurfa þeir að stand- ast erlenda samkeppni hvað þetta framlag gildir, en sjóðfélagar eru frjálsir með hvert þeir greiða það framlag sem bætist við frá áramót- um. Án efa munu flestir láta inn- lenda sjóði ávaxta þennan hluta, enda hafa þeir staðið sig vel og gætu líklega lagt land undir fót og sótt á erlenda markaði. í reynd er ákveðin áhættudreif- ing til staðar í dag. ísl. lífeyrissjóð- ir eru að fjárfesta erlendis og þá einkanlega í verðbréfasjóðum. Þeir eru að sækja aukna þekkingu sem mun nýtast þeim um komandi ár. Lögin munu hvetja smærri sjóði til samruna enda er það stað- reynd að stærri sjóðir hafa sann- að sina tilveru með lægri kostn- aði á sjóðfélaga og í vissum tilfell- um hærri raunávöxtun. Stærri sjóðir geta einnig, í sumum tilfell- um, gefið sjóðfélögum betri þjón- ustu þ.e. þegar þeir hafa sérstak- an starfsmann sem nær í ýmis vottorð og skírteini fyrir sjóðfé- laga sem er í örorkumati. Skylduaðild afnumin Það er mat margra að innan fárra ára verði skylduaðild af- numin og sjóðir muni þurfa að keppa um hylli sjóðfélagans. Sam- tryggingin mun þó vera áfram þrátt fyrir aukna samkeppni enda er verið að velta hluta af kostnaði almannatrygginga á lífeyrissjóð- ina. - Öflugt lífeyriskerfi er hags- munamál okkar allra og ný lög munu skila sér til komandi kyn- slóða. Árni Ragnar Ámason Skoðanir aimarra Sameining til hagræðingar Talsverður titringur hefur verið í kringum hluta- fjárútboð íslenskra sjávarafurða ... Á síðasta ári nam tap ÍS 310 milljónum króna og var það í fyrsta skipti í sjö ára starfsemi þess sem það er gert upp með tapi. Á sama tíma skilaði SH 277 milljón króna hagnaði og SÍF 155 milljón króna hagnaði... Fróðlegt verður að fylgjast með því hvemig útboð á 200 milljóna króna hlut í ÍS á eftir að ganga á næstu vikum og hvort ein- hverjar breytingar eiga eftir að verða á eignaraðild stærstu hluthafa félagsins." GH í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 5. nóv. Verðkannanir „Enn einu sinni er komin upp deila kaupmanna og þess hluta neytendafrömuða sem ekki sætta sig við að kanna verð í verslunum nákvæmlega eins og kaupmenn samþykkja. Þrjú neytendafélög á lands- byggðinni hafa tekið sig til og sýnt fram á að vöra- verð í jaðarbyggðum er ótrúlega miklu hærra en neytendum á þéttbýlisstöðum býðst ... Margt fólk á landsbyggðinni hefur reyndar lítið sem ekkert val. Þá leggja kaupmenn ofuráherslu á að kynna þjón- ustu og gæði í verslunum sínum með auglýsingum. Varla vegna þess að fólk gerir engan greinarmun? Fátt er minna leyndarmál en vöruverð i verslunum. Þar sem álagning er frjáls og neytendavald dreift er mjög mikilvægt að birta reglulega kannanir af þessu tagi.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 5. nóv. Verslun eða vísindi? „Gagnagrunnsframvarpið hefur verið lagt fram á ný í nokkuð breyttu formi frá því sem það var i vor, þegar átti að keyra það í gegn með offorsi... Allt hef- ur verið gert sem unnt er til að ragla almenning í ríminu og fela hið raunverulega markmið fram- varpsins að selja upplýsingar um íslendinga erlend- um lyfja- og líftæknifyrirtækjum ... Einkaréttur fyr- irtækisins á rekstri gagnagrannsins mun hefta rannsóknir óháðra vísindamanna ... Ljóst er að þetta framvarp er borið fram vegna viðskiptahagsmuna væntanlegs rekstrarleyfishafa, en ekki fyrst og fremst til að auka þekkingu og efla heilsu.“ Tómas Helgason í Mbl. 4. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.