Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 18
■Jy 26
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Bæjarstjórn Hveragerðis neitaði beiðni Einars:
Auglýsingaskilti
Listaskálans fjarlægt
Mynd af skiltinu (hálfu) eins og það var 1. nóvember 1998. DV-mynd Eva
DV, Hveragerði;
Helmingur af auglýs-
ingaskilti Listaskálans í
r Hveragerði, sem stendur
skammt frá hringtorginu
við innakstur í bæinn,
hefur vakið athygli veg-
farenda um Suðurlands-
veg. Á skiltinu er auglýst
starfsemi Listaskálans,
listasýningar og veitingar.
Einar Hákonarson, eig-
andi og framkvæmda-
stjóri, sagði í samtali við
DV að skömmu eftir að
hann hefði sett upp skiltið
i sumar hefði honum
borist erindi frá sýslu-
manni á Selfossi um að
honum bæri að fjarlægja
skiltið í samræmi við
< náttúruverndarlög um að
auglýsingaskilti mætti
ekki setja upp í dreifbýli.
Einar sagðist vera ósam-
mála því, að staðsetning
þess samræmdist ekki
reglugerðinni þar sem það
væri innan bæjarmarka
Hveragerðisbæjar.
Hann hefði sýnt sýslumanni
teikningu sem staðfesti þetta. Sýslu-
maður ráðlagði honum að leita til
umhverfisráðuneytisins og sækja
um að fá að hafa skiltið áfram.
Svar ráðuneytisins var að bæjar-
yfírvöld i Hveragerði yrðu að úr-
skurða um málið. Bæjaryfirvöld
höfnuðu alfarið beiðni Einars um
að fá að halda skiltinu.
„Ég gerði það að gamni mínu í
framhaldi af þessu,“ sagði Einar,
„að telja skiltin á milli Hveragerðis
og Selfoss og voru þau þá 13 talsins.
Mér finnst með ólíkindum að ekki
megi reyna að laða fólk til
Hveragerðis, m.a. með
listasýningum, og ekki
veitir bæjarfélaginu af
tekjum."
Einar sagði að reyndar
hefðu mörg skiltanna rétt
við Selfoss verið fjarlægð
nú en samkvæmt reglu-
gerð fengju þau skilti að
standa sem væru inni á lóð
fyrirtækja ef þau „auglýstu
starfsemi fyrirtækisins á
látlausan hátt“, eins og
segir í náttúruvemdarlög-
um.
Einar segist vera lög-
hlýðinn maður og hafi nú
þegar rifið hálft skiltið en
bifreið sín hafi bilað í
miðju kafi þannig að smá-
töf verði á því að hinn
helmingurinn fari.
„Það verður að segjast
eins og er að ef fyrirtæki í
Hveragerði mega ekki
vekja á sér athygli við
þjóðveginn hér innan bæj-
armarkanna, hvar á þá að
gera það?“ spyr Einar.
Hann benti einnig á að eft-
ir því sem hann best vissi hefði
flettiskilti staðið við þjóðveginn
skammt frá „Húsinu á sléttunni"
um árabil og látið óáreitt á meðan
sá veitingastaður var 1 rekstri. -eh
DV
Akureyri:
50 þúsund hurfu
úr veskinu
DV, Akureyri:
Ung kona á Akureyri varð fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu s.l.
mánudag að tapa veski sínu, og
þegar það fannst aftur skömmu
síðar var búið að stela úr því 50
þúsund krónum.
Konan lagði leið sína á Amts-
bókasafnið og skömmu eftir að
hún uppgötvaöi að hún hafði tap-
að veskinu fór hún þangað aftur
og fann þá veskið á bílastæði
safnsins. Innihald veskisins var
allt á sínum stað, skilríki og ann-
að, en peningarnir hoi-fhir sem
fyrr sagði.
„Ég vil endilega að fólk hugsi
sinn gang og sé heiðarlegra.
Héma á fjögurra bama móðir í
hlut og tjón hennar er tilfinnan-
legt,“ segir Jóna Sighvatsdóttir
vinnuveitandi konunnar. -gk
Stuttmyndir:
Hugmyndir ungs
fólks um eiturlyf
Lokið hefur verið við röð stutt-
mynda sem forvamarverkefni
gegn eiturlyfjum. Stuttmyndimar
eru allar unnar af ungu fólki fyr-
ir ungt fólk.
Alls framleiddu ungmennin
tuttugu og eina stuttmynd sem
hver um sig er 5 til 6 mínútna
löng. Stuttmyndimar verða sýnd-
ar í sjónvarpinu í vetur.
„í þessum þáttum er verið að
sýna mynd af alla vega krökkum
sem segja frá viðhorfum sínum og
hugmyndum um eiturlyf," segir
Snjólaug Stefánsdóttir, sem er í
verkefnisstjórn áætlunarmnar ís-
land án eiturlyfja. -RR
iiiun hin árlega
jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn.
Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í
jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruð hugmynda
aö gjöfum fyrir jólin.
í fyrsta sinn verðurjólagjafahandbókin prentuö á hvrtari og vandaöri
pappír sem veröur til þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér
mun betur. Lögö verður áhersla á skemmtilega umfjöllun um
jólaundirbúning, hugmyndir að föndri, uppskriftir og margt fleira.
Auglýsendur, athugíð að skilafrestur auglýsinga er til 20. nóvember
en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á
aö hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720
eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt
reynist aö veita öllum sem besta þjónustu.
Ath. Bréfsími auglýsingadeildar
DVj
er 550 5727.