Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Qupperneq 6
meira á.
www.uisir.is
I Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, verða tónleikar á sunnudaginn og
hefjast þeir kl. 20.30. Fram koma Hlín Slgur-
Jónsdóttlr fiðluleikari, Junah Chung lágfiölu-
leikari og Siguróur Halldórsson sellóleikari. Á
efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk:
Strengjatrió op. 53 eftir Franz Joseph Haydn,
þrír Madrigalar eftir Bohuslac Martinu og
Strengjatríó i G-dúr op. 9, nr. 1 eftir Ludwig
van Beethoven. Miðasala að tónleikunum
verður í Hafnarborg laugardag og sunnudag frá
kl. 12-18.
„Ég reyni að
eyða peningunum
einhvern óþarfa
Skúli Gautason: „Ég hef aldrei veriö jafnlengi
aö semja lag, enda eru smá núansar á því
- þaö er ekki eins einfalt og þaö hljómar."
Það er síður en svo auðvelt að leiða á laginu enn og honum
semja lag sem slær í gegn, hvað
þá að gera jólalag sem slær í gegn,
enda jólalögin bundin í tíma og
hætta á að gleymist að rifja upp
vinsælt jólalag frá því árinu áður.
Jólahjólið er líklega nýjasta við-
bótin við hið klassíska jólalands-
lag og sumum fínnst jafnvel jólin
ekki á næsta leiti fyrr en Stebbi
Hilmars byrjar að syngja „undir
hjóla jólatré er pakki“. Höfundur
lags og texta er Skúll Gautason
og hann söng það sjálfur þegar
lagið kom fyrst út á 12“ árið 1984.
Það var í flutningi Lagavalsnefnd-
ar Bifhjólasamtaka lýðveldisins
sem var einhvers konar forveri
Sniglabandsins. Útgáfa Skúla
heyrist sjaldan og það var ekki
fyrr en ungur söngvari, Stefán
Hilmarsson, söng lagið aftur
tveim árum síðar að frægðarferill
Jólahjólsins hófst fyrir alvöru. Sú
útgáfa kom á jólasafnplötu og síð-
an þá hefur lagið komið út á ýms-
um jólaplötum.
Skúli segir það merkilegt að
hann skuli ekki vera búinn að fá
finnst alltaf jafngaman að því þeg-
ar það fer að hljóma úr útvarpinu.
„Ég hef aldrei verið jafnlengi að
semja lag,“ segir hann, „enda eru
smá núansar á því - það er ekki
eins einfalt og það hljómar. Á sín-
um tíma gerði ég vísindalega
könnun á laginu, spilaði grunn-
taktinn tímunum saman - það má
eiginlega segja að ég hafi álags-
prófað það.“
Þegar lagið kom út á sínum
tíma hringdi íslenskuprófessor úr
háskólanum í Skúla og þakkaði
honum sérstaklega fyrir texta-
gerðina. „Það kom mér í opna
skjöldu og ég hélt að einhver væri
að gera grín að mér. En hann gaf
sig ekki svo ég fór að trúa því að
þetta væri ágætistexti hjá mér.
Svona lætur maður alltaf álit ann-
arra hafa áhrif á sig því enginn er
spámaður í eigin kroppi."
í bransanum gekk sú saga að
Skúli hefði selt Jóni Ólafssyni í
Skífunni öll réttindi að laginu á 50
þúsund kall en höfundurinn tekur
alveg fyrir það. „Litli skattur frá
Það hlakfca sjáifsagt
fáir jafnmikið fil
jóianna og Skúli
Gautason leikari.
Jólin færa honum
nefnilega peninga og
hann þarf ekkert að
hafa fyrir þeim. Hann
er höfundur lagsins
Jólahjól, sem er farið
að óma í útvarpinu og
mun halda áfram að
glymja þar næstu
fimm vikunnar.
Stef kemur alltaf í desember og
uppistaðan í tékkanum er spilun
á þessu lagi. Ég reyni að eyða pen-
ingunum í einhvem óþarfa fyrir
mig og mína nánustu, eins og jóla-
konfekt, en stundum hverfur
tékkinn í vísitölupyttinn, maður
borgar reikninga eða eyðir þessu í
aðra eins heimsku."
En þó lagið sé mikið spilað í
sirka 5 vikur á ári getur Skúli
ekki lifað af jólahjóli einu saman
og segist vera aðallega í leiklist.
Hann er þessa dagana að leikstýra
leikriti í Menntaskólanum á
Laugarvatni. „Spilakláðinn tekur
sig þó alltaf upp annað slagið og
þá fæ ég útrás með hljómsveitinni
Rjúpunni. Við höfum komið fram
á mjög lítið auglýstum samkom-
um og stefnum ekki að frægð og
frama heldur erum við í þessu til
að fullnægja sköpunarþörfinni,"
segir höfundur Jólahjólsins að
lokum.
-glh
Það má ekki taka í vörína á íslandi. Það er bannað með lögum. Munntóbak má
hvorki flytja inn, framleiða né selja. Og þetta eru margir mjög ósáttir við.
Manna ósáttastur mun þó vera Einar Baldvin Árnason laganemi.
Eins og að banna pilsner en
Hvaó segirðu Einar, þú ert eitt-
hvaó óhress meö að fá ekki aó taka
í vörina í friði?
„Mér finnst það yfirnáttúrulega
fáránlegt. Ég veit ekki hvað okkar
háæruverðugu alþingismenn telja
vera sitt hlutverk, en hitt veit ég
þó að það er ekki þeirra hlutverk
að hugsa fyrir hvern og einn ís-
lending. Samt sem áður finnst
þeim alveg sjálfsagt að segja þeim
einstaklingum sem taka í nefið eða
vörina að þeir megi ekki gera það.
I fyrsta lagi er þetta forræðis-
hyggja af verstu tegund sem lýsir
engu öðru en ótrúlegum hroka og
sýnir að alþingismenn telja sér
ekkert óviðkomandi í daglegu lífi
fólks. Það er sjálfsagt að reyna að
koma í veg fyrir sölu til barna en
það er ekkert annað en mannfyrir-
litning að segja fullorðnu fólki
svona fyrir. í öðru lagi er bannið
byggt á misskilningi frá upphafi.
Heilbrigðisráðherra hélt því fram
að munntóbak væri bannað innan
Evrópska efnahagsvæðisins og
sýndi þar með yfirgripsmikla van-
þekkingu sína á málinu. Stór hluti
Svía tekur í vörina og myndu þeir
aldrei líða slikt bann. í þriðja lagi
er bannið brot á EES-samningnum
þar sem leyft er að selja íslenskt tó-
bak í nef og vör en það erlenda
bannað. Slík mismunun brýtur
gegn skuldbindingum Islands.
Hvað vakti fyrir þingmönnum er
mér hulin ráðgáta. Reyklaust tóbak
er margfalt hættuminna en reyktó-
bak. í umræðum um þetta sögðu
þeir að það væri algengt að menn
leiddust úr neyslu munntóbaks út í
reykingar. Það er eins og að banna
pilsner en ekki bjór. Ég vil ineina
að alþingismenn hafi ekki bara
gert sig seka um brot á þjóðréttar-
legum skuldbindingum íslands með
þessu banni heldur einnig sýnt af
sér ótrúlegt dómgreindarleysi. Það
kemur reyndar ekki á óvart að
hluta þingmanna hafi fundist þetta
bann vera sjálfsagt og algjört þarfa-
þing þar sem þeir telja sig vera bet-
ur til þess fallna að taka ákvarðan-
ir fyrir fólk. Þeirra hugsun er alltaf
sú að margir séu svo vitlausir að
það þurfi að hugsa fyrir þá. Hvað
hina varðar sem ekki höfðu sýnt
slíkan hroka áður er gríman fallin.
Ef einhverjir hafa talið sig vera að
standa vörð um frelsi einstaklings-
ins þá hafa þeir heldur betur sofn-
að á verðinum. Samband ungra
sjálfstæðismanna er á sjö-mílna
skónum sinum og talar um lögleið-
ingu fikniefna. Það er tragí-kó-
mískt í ljósi þess að þingmenn
þeirra vilja ekki einu sinni leyfa
mönnum að taka í vörina. Ég grát-
bið ráðamenn þjóðarinnar að leið-
rétta þetta rugl og aflétta innflutn-
ingsbanninu og leyfa mér að
ákveða sjálfum hvort ég tek í vör-
ina eða ekki.“
Kór Langholtskirkju
heiórar Þorkel Slgur-
björnsson tónskáld í
Langholtskirkju á laug-
ardaginn í tllefni af sex-
tugsafmæli hans. Ein-
söngvari I nokkrum
verkanna veröur Ólöf
Kolbrún Haröardóttir og
einnig syngur Gradualekór Langholtskirkju
ásamt Moniku Abend
roth hörpuleikara. Á tón-
leikunum verða einnig
flutt kirkjuleg verk, þar af
eru nokkur sem Þorkell
hefur gegnum tíðina
samið fyrir kórinn. Dag-
skráin hefst kl. 17.
Miðasala verður við inn-
ganginn.
Sólrún Bragadóttlr óp-
erusöngkona heldur
einsöngstónleika I Safn-
aðarhelmlli Akureyrar-
kirkju á laugardaginn
og hefjast þeir kl. 17.
Tónleikarnir eru liður I
ferð Sólrúnar um land-
ið. Tilefnið er útgáfa
geisladisks þar sem
Sólrún syngur íslenskar
einsöngsperlur.
Lúörasveit verkalýðslns heldur hausttónleika í
Ráöhúsi Reykjavíkur á laugardaginn og af-
hjúpar hvað hún hefur verið að æfa í sumar. Á
efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Leon-
ard Bernsteln, Engelbert Humperdinck,
Percy Aldrldge Gralnger, Rossini, Prokofleff
og Gordon Langford. Alls leika um 40 hljóö-
færaleikarar með Lúðrasveit verkalýðsins.
Stjórnandi sveitarinnarerTryggvi M. Baldvins-
son. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og
hefjast þeir kl. 14.
Kammertónleikar Tón-
listarskólans í Reykja-
vík verða haldnir föstu-
daginn 20. nóvember
nk. og heflast þeir kl.
20.30 I Grensáskirkju.
Á efnisskrá eru: Tríó í g-
moll op. 63 eftir C.M. I
von Weber, Strengja-
kvartett op. 77 nr. 1 í
G-dúr eftir J. Haydn, Planókvartett í g-moll Kv
478 eftir W.A. Mozart. Knintett op. 57 fyrir pí-
anó og strengjakvartett og Strengjakvartett nr.
1 eftir D. Sjostakovitsj. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Tjamarkvartettlnn úr Svarfaðardal heldur út-
gáfutónleika í Tjamarbíól á laugardaginn. Þar
munu fjórmenningarnir þau Rósa Kristín Bald-
ursdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, HJörlelfur
Hjartarson og Krlstján E. Hjartarson syngja lög
af nýútkomnum geisladiski sínum sem ber heit-
ið I fíflúlpum. Einnig munum þau flytja eldri lög í
nýjum útsetningum. Tónleikarnir hefjast kl. 16.
6
f Ó k U S 20. nóvember 1998