Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 14
popp plötudómur Súrefni - Wide noise: ★★★ Naustið. Leikarinn Öm Árnason og pianóleik- arinn KJartan Vaidlmarsson veröa með Gleði- stundina sína í kvöld og annað kvöld. Svo verður dansað til þrjú. f Naustkjallaranum verður Skugga-Baldur plötusnúður og svo skal dansaður línudans á fimmtudaginn eins og venjulega. Grand Hótel v/Sigtún. Að venju leikur Gunnar Páll og syngur fyrir gesti og eru allir velkomnir. Kringlukráln. Hljómsveitin í hvítum sokkum klikkar ekki. Ætlar að leika alla helgina í aðal- salnum. Garðar Garðarsson verður hins vegar í Leikstofunni. Café Romance. Llz Gammon er píanóleikari af Irfi og sál. Hún ætlar að spila fyrir gesti Romance og Óperu fram eftir kvöldi alla helgina. Hvíti rapparinn Vanilla lce seldi bílfarma af plötu sinni „To the extreme" fyrir átta árum en síðan ekki söguna meir. Hann týndist, hreinlega hvarf - og eins og poppara er siður þá tapaði hann sér í dópneyslu. En hann fann Guð og er aftur kominn í poppið. „Æs æs beibí“, söng Vanilla Ice (Rob Van Winkle) fyrir átta árum og seldi 15 milljón eintök af plötunni sinni „To the extreme" í kjölfarið. Hann var hvítur og þægilegur í miðju kolsvörtu gangstarappi og karlarnir á kontórunum vildu auðvitað gera það sama við hann og þeir gerðu þegar rokkið var að fæðast. Þeir héldu ísnum að krökkunum, rétt eins og þeir létu Pat Boone og fleiri franskbrauðsdrengi syngja rokkið sem Chuck Berry og fleiri reiðir blökkumenn höfðu fundið upp. En Vanillan varð bara eins-smells-undur og ekkert hélt blökkumönnunum niðri í rappinu. Strákur var næst beð- inn um að gera eitthvað létt, söng væmin lög, t.d. „I love you“ (sem fór í fyrsta sætið í Brasil- íu!), en svo hvarf hann með öllu í nokkur ár. Og hvað heldurðu að hann hafi verið að gera? Dópa sig til andskotans, hvað annað? Þegar Vanillan féll í dópað öngvit á gólfið hjá vinum sínum fannst honum tími til að snúa við blaðinu. „Guð hefur blessað mig á marga vegu,“ segir hann. „Ég fann Guð þegar ég vaknaði á gólf- inu við það að hellt var úr fötu yfír mig. Ég dópaði yfir mig og fann Guð daginn eftir.“ Nú er hann kominn með konu og barn og hættur sukki. Hann fékk sér nýtt tattú á magann - stórt laufblað, enda búinn að snúa við blaðinu. Svo er hann að snúa aftur með nýja plötu, „Hard to swallow", þar sem hann rapp- ar oní drulluhart þungarokk í anda þess sem nú ríður rokk- heiminum, einhvers konar Rage against the machine / Korn drullurokk. Lið eins og Lenny Kravitz og Jimmy Pop úr Blood- hound gang leggja hönd á plóginn. Vanillan hljómar eins og hann sé ofsareiður en hefur svo sem yfir engu að kvarta, getur lifað áhyggjulaust til æviloka á monníglásinni sem hann fékk á sínum tíma. Hann bölvar þó og ragnar blaðamönnum og plötu- fyrirtækjum í lögum eins og „F**k me“, en svo kemur í ljós að hann bullar bara tóma steypu í viðtölum. „Mannkynið er allt komið frá v m öðrum hnöttum," segir hann. „Hingað voru sendir loftsteinar sem drápu risaeðlurnar og mann- kynið var á þessum steinum. Byggðar voru borgir af því eg- ypski sólguðinn Ra kom niður og kenndi fólki siðmenningu." Vanilla snýr sér að umboðs- manninum sem er með honum í viðtalinu: „Af hverju ertu aö hrista hausinn? Ég má alveg segja þetta. Allavega, það stendin- i Biblíunni að Guð ferðist með ljósinu. Guð er ljós, og hvað seg- ir það? Að hann sé tímavél! Guð heimsækir okkar plánetu á tvö- þúsund ára fresti." Hann er þá vcentanlegur um aldamótin? „Já, en dagatalið gæti verið vitlaust sem nemur 7-8 árum. 2000 er talið frá Jesú, skilirðu mig? Og þeir í Kína nota annað tímatal. Svo Guð kemur ein- hvern tímann á milli 2000 og 2008. Ég veit ekki hvort tímatalið er rétt, en það er staðreynd að Guð er á leiðinni og að risaeðl- urnar voru ekki til á sama tíma og við mennirnir." Takk fyrir það, gamli rjómaís. -glh Brallið lamið til hlýðni Súrefnið úr Hafnarfirðinum eru tveir strákar að bralla á tölvur. Brali þeirra hefur verið á stöðugri uppleið þvi á þessari þriðju plötu sýna þeir mun glaðbeittari tennur en á fyrri verkum. Fyrst sýndu þeir lit með stuttum Geimdjassi og stórri plötu í fyrra sem bar þess merki að þeir höfðu verið of lengi í lagningu í hárgreiðslustofunni Franska bylgjan. Nú sýna þeir hvað í þeim býr enda orðnir vel krullað- ir og afskrifaðir úr hárblásurum Daft punks og finnst réttilega kom- inn tími til að bralla eitthvað upp úr eigin snyrtitösku. Víði hávaðinn tekur 34 mínútur og á níu lögum kíkir Súrefni víða. Fyrstu fjögur lögin eru liflegt raf- popp, grípandi skakgjafar og at- vinnumannslega brölluð úr tólun- um. Gestir setja sterkan svip á partíið. Fyrst kemur Franz úr Ens- íma og syngur ofan í „Unfold“; nett rafpopp og fln byrjun á plötunni. Þá kemur Tómas Tómasson, kenndur við Rokkabillíband Reykjavíkur, og sullar viskíi á „Slide off‘, sem er ásamt „Skyzo“ best heppnaða lag plötunnar. Tómas rymur eins og Malboromaður sem hefur fest í gaddavír en losar um ilækjuna með því að hamast á rennigítar. Þessi starfskynning blúsrokkarans hjá rafvirkjunum hlýtur að hafa verið lærdómsrík fyrir báða aðila og nú við árþúsundamót eru slíkir fundir einmitt það sem helst hefur verið að fríska upp á poppið; það að mixa ólíklegustu tónkryddum saman. Heimavanari gestur kíkir næst inn, rapparinn Hössi úr Quarashi. Skrækimir úr Hössa breyta Súrefni eiginlega í Quarashi en síðan fallast böndin í faðma og riðlast saman á gömlu Donnu Summer-lagi. „Skyzo" er útkoman, blautt eðal- popp sem krakkarnir ættu að senda hátt á vinsældalistana. Þegar partíið er búið eru Páll og Þröstur einir eftir og finna sig næst á víðavangi þar sem skroOandi búskmaður rúllar hjá og jarmar að þeim neyðarkalli. Þeir svara með brokkandi takti og pikka á gervilinn eins og matvandir orm- ar að pikka í örbylgjumat. Útkoman er „Desert drifter" og fólk hlýtur að fá gæsahúð. Restin af plötunni er ekki eins Hljómsveitin Rússíbanar mun fagna vetrinum og útgáfu geisladisksins „Elddansinn" meö tvöföldum dansleik I Kafflleikhúslnu um helg- ina. Veislurnar heflast klukkan níu meö girni- legum kvöldveröi en dansinn hefst síöan um ellefuleytiö og veröur dansaö af krafti til kl. 2. Noröurkjallarl MH. Listafélagiö Telefunken veröur meö hip-hop kvöld I kvöld. Sérstakur kynnir veröur Anthony frá Skratz en plötu- snúðar veröa Flngaprlnt, Big G, Team 13 og Maglc. Það kostar sexhundruðkall inn en fimmhundruö fyrir þá sem eru í nemendafé- laginu. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi um helg- ina á Kaffl Reykjavík. Á sunnudaginn sjá Rut Reginalds og Blrgir Birgls svo um stuöiö. Á síödegistónleikum Hlns hússlns í dag leikur Interstate. Gæti verið fróðlegt. Álafoss fót bezt. I kvöld sýnir Lelkfélag Mos- fellsbæjar stykkiö sitt en kvöldið veröur líka til- einkaö Creedence Clearwater Revlval. Hin kvöld helgarinnar veröa það líka en þetta eru síðustu sýningar á þessari dagskrá. Kostar sexhundruðkall inn. Fógetlnn. Blál fiöringurinn leikur i kvöld. Á sunnudagskvöld veröur hins vegar leikin írsk tónlist, órafmagnað. í kvöld er lokað vegna einkasann- kvæmis á Broad- way en á morgun verður hin vin- sæla sýning, „ABBA“, í flutn- ingi frábærra h Ij ó m I i sta r- manna. Svo mæt- ir Páll Óskar og h Ijó msveiti n Casino eftir sýninguna. Gaukur á Stöng. Land og synlr leikur í kvöld. Það er ekkert öðruvísi. FJörukráln. í Hafnarfiröi er alltaf sama gaman- iö. Á Fjörunni leikur Jón Meller rómantíska píanótónlist fyrir matargesti en I Fjörugarðin- um veröa Víkingaveislur þar sem Víklnga- sveltin leikur og syngur. Á eftir veröur svo dansleikur með hljómsveitinni KOS. Hilmar Sverrls og Anna Vilhjálms leika alla helgina á Næturgalanum. Á Café Amsterdam verður Sixtles í kvöld. Á morgun mætir svo diskóboltinn DJ Blrdy, öðru nafni Fuglinn, og hann mun gera allt vitlaust með gömlum og nýjum lögum. grípandi og flögur fyrstu lögin. Lög- in eru instrúmental og heimta enga sérstaka athygli, líða hjá eins og fífukollur á flugi. Margt sniðugt er þó í gangi, taktar og sánd oft athygl- isverð og sterkur leikur var hjá dúettnum að fá trommarann Adda (úr Stolíu) til að lemja brallið til hlýðni. Lög eins og „Jay’s dimension" og „Morbid process" fá allt heilbrigt fólk til að gjugga höfð- inu eins og dúfur í stuði og þó þau skilji kannski ekki meira eftir sig en aðkenningu að hálsríg eru þau vel fléttuð og smart. Súrefni eru á góðu flugi og þetta er flott plata. Gestagangurinn er það krydd sem þá hefur alltaf vant- að í tilveruna og vonandi standa all- ar dyr opnar á næstu plötu. Þá gætu „Súrefni eru á góðu flugi og þetta er flott plata. Gestagangurinn er það krydd sem þá hefur alltaf vantað í tilveruna og vonandi standa allar dyr opnar á næstu plötu.“ nágrannarnir farið aö hringja í lögguna því það partí myndi sprengja þakið af kofanum. Gunnar Hjálmarsson 14 f Ó k U S 20. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.