Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Qupperneq 28
b í ó
Bíóborgin
A Perfect Murder Andrew Davis, leik-
stjóri A Perfect Murder, ræóst ekki á garöinn
þar sem hann er hæstur því að fyrirmyndin,
Dial M for Murder (1954) telst ekki til bestu
mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó
ágætisafþreying sem kemur stundum
skemmtilega á óvart. -ge
The Horse Whlsperer ★★★ Bók Nicholas
Evans hlaut misjafnar viótökur og var annars
vegar lofuö sem glæsilegt meistaraverk og
hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft-
bóla. Myndin brúar aö mínu mati biliö og
kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge
Bíóhöllin/Saga-bíó
The Avengers ★ Herra Steed og frú Peel eru
leyniþjónustumenn sem eiga í höggi viö veður-
Sþámann sem hefur tekiö að sér veðurstjórn-
un svo þaö er allra veöra von. En skrautlegt
veöurfar er ekki nóg til að halda uppi heilli
mynd og vandamálið hér er aö þegar svona
mikiö hangir á stílnum þá veröur sá að ganga
upp; virka smart og kúl en ekki vandræðalega
tilgerðarlegur. -úd
Snake Eyes ★★★ Snake Eyes fer af staö með
miklum glans, atburðarásin er hröö og mark-
viss. Brian De Palma nær slöan að fylgja eftir
góöri byrjun á meöan sögusviðiö er Iþróttahóll-
in. Þegar síöan sagan færist úr höllinni yfir I
spilavítiö og ofnotkun fer aö verða á mynd-
skeiðum frá tilræöinu fer myndin að missa
flugiö. í lokauppgjörinu nær De Palma sér aft-
ur á strik. -HK
Wrongfully Accused ★★ Myndir Leslie Niel-
sen eru farnar aö veröa svona dálítiö eins og
Spaugstofan, þreyttar en ennþá færar um aö
kitla upp magahlátur á góðum stundum. Ef þú
ert nægilega skilyrt I aulahúmor þá má vel
skemmta sér yfir þessari þvælu. -úd
Töfrasverölö ★★
Háskólabíó
Stelpukvöld ★★ Persónur allar dregnar skýr-
um, einföldum dráttum og lifna ágætlega á
tjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmynda-
gerö, hér er málað á tjaldiö eftir númerum og
satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdag-
skrám sjónvarpsstöövanna. -ÁS
Maurar ★★★ Vel heppnuö og skemmtileg
tölvugrafísk teiknimynd meö rómantísku ivafi
sem óll íölskyldan getur sameinast um aö
sjá. Woody Allen talar fyrir aðalpersónuna Z og
fer á kostum í hlutverki sem skrifaö var fyrir
hann. Af öðrum frægum röddum er vert aö
geta hlutverka Sylvesters Stallones og Genes
Hackmans sem báöir komast vel frá sínu.-HK
Prlmary Colors ★★★ Mike Nichols hefur búið
til snjalla og góöa kvikmynd sem er beitt í
ádeilunni á atvinnufólk í pólitíkinni, hefur góð-
an húmor og er skemmtilega kræf og laus viö
fordóma. Þaö er ekki rangt aö draga þá álykt-
un aö fýrri hluti myndarinnar sé aö miklu leyti
byggður á framboði Clintons árið 1992. -HK
Smálr hermenn ★★ Eina ferðina enn er það
brúöuhönnuðurinn og brellumeistarinn Stan
Winston sem stendur með pálmann í höndun-
um því þaö eina merkilega og skemmtilega í
annars einhæfri ævintýramynd er sköpunar-
verk Winstons. Leikstjórinn Joe Dante, þekkt-
ur hryliingsmyndaleikstjóri á árum áöur, hefur
fengist viö sams konar atriöi og í Small Soldi-
ers en hefur gert betur. -HK
Danslnn ★★★ Ágúst Guðmundsson meö sína
bestu kvikmynd frá því hann geröi Með allt á
hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan
ósnortinn. Vel gerð og myndmál sterkt. Oft á
tíðum frumleg þar sem dansinn dunar f for-
grunni og eöa bakgrunni dramatfskra atburða.
Leikarar I heild góöir og ekki hallað á neinn
þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína
Jónsdóttir og Gísli Halldórsson séu best meö-
al jafningja. -HK
BJörgun óbreytts Ryans ★★★★ Stríö I sinni
dekkstu mynd er þema þessa mikla kvik-
myndaverks. Stórfenglegt byrjunaratriöi gæti
eitt sér staöið undir ómældum stjörnufjölda
en Steven Spielberg er meiri maöur en svo aö
hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og í kjöl-
fariö kemur áhugaverö saga um björgun
mannslífs, saga sem fær endi í öðru sterku
og löngu lokaatriði þar sem barist er gegn of-
ureflinu. -HK
Paulle ★
Kringlubíó
Popp f Reykjavík ★★ Helsta vandamál Popps
í Reykjavfk: rysjóttur taktur, blindandi leiöin-
legur á köflum en meö þónokkrum smart mó-
mentum. En með nokkrum ffnum vísúal-
sprettum og ánægjulegri leiösögn Páls Óskars
um næturlifiö þá er Popp f Reykjavfk alls ekki
slæm sem kynning á tónlistarmenningu nú-
tfmans - og tónlistin sjálf er fin. -úd
FJölskylduglldran ★★★ Sumar sögur eru svo
vel byggðar upp og skemmtilegar að ekki er
hægt aö eyðileggja þær og þessi ágæta út-
gáfa af tvfburunum sem skipta um hlutverk er
skemmtileg og notaleg þó búiö sé aö troða
inn á hana misgóöum rokklögum sem ekkert
hafa með myndina aö gera, hún stendur alveg
fyrir sínu án þeirra.
Westley Snipes leikur aðalhlutverkið í Blade, hátækni-framtíðar-hrollvekju-
trilli sem frumsýndur verður í dag í Laugarásbíói og Stjörnubíói
Laugarásbíó
The Truman Show ★★★ The Truman Show er
enn ein rós í hnappagat Peters Weirs. Hún er
ekki besta kvikmynd hans en á meðal þeirra
bestu, virkilega góö og áleitin kvikmynd sem
byggö er á snjallri hugmynd. Jim Carrey hefur
hingaö til tekist best upp i försum en sýnir hér
agaðan leik f erfiöu hlutverki þótt ekki veröi úr
nein snilld.
Wesl
hæsta launaflokk
Wesley Snlpes hefur allar göt-
ur frá því Spike Lee kom honum
á blað verið ófeiminn við að tjá
sig um eigið ágæti og nú er svo
komið að hann telur sig eiga að
vera í flokki með þeim launa-
hæstu í Hollywood. Er hann þá að
miða við Arnold Schwarzen-
egger, Jim Carrey, Mel Gibson
og nokkra aðra og bendir á að
hann hafi leikið í mörgum
kvikmyndum sem urðu
vinsælar út á hans
frammistöðu. Ekki
hafa framleiðendur
orðið við þessari ósk
hans og þótt kjaftur- / 'í"
inn sé á réttum
stað hjá Wesley
Snipes þá hefur
hann ekki þorað
að ásaka þá um f,
að hann fái ekki f
þessi háu laun
vegna þess að
hann er svartur,
því til að mynda
Denzel Was-
hington er í
hærri launaflokki
en hann.
Flestir mundu nú
vera ánægðir með
sitt ef þeir
Wesleys Snipes
© King of New York 1990 ® Wlo’ Better Blues 1990 ® Jungle Fever 1991
O New Jack City 1991 ® The Waterdance 1992 © Passenger 57 1992
T White Men Can’t Jump 1992 © Boiling Point 1993 © Rising Sun 1993
® Demolition Man 1993 • Drop Zone 1994 © To Wong Foo... 1995 ®
Money Train 1995 © The Fan 1996 O One Night Stand 1997 O Murder at
1600 7997® U.S. Marshalls 1998 • Blade 1998
væru í sporum
Snipes því hann
fær nokkrar
milljónir
dollara
f y r i r
hlutverk
og hefur
hingaö til
ekki þurft
að kvarta
yfir verk-
efnaleysi.
H a n n
h e f u r
meira að
segja sýnt
‘ þann mann-
dóm að lækka
launakröfur sín-
ar verulega þeg-
ar góð hlutverk
eru í boði eins og
hann gerði þegar
Mike Figgis
bauð hon-
u m
hlutverk í One Night Stand og fyr-
ir vikið var hann valinn besti leik-
arinn á Kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum í fyrra.
Wesley Snipes ólst upp á stræt-
um New York-borgar, nánar til-
tekið í South Bronx. Ekki varð
mikið úr skólagöngu hjá honum
og snemma ákvað hann að gerast
leikari og skráði sig í leiklistar-
skóla í New York. Draumar um
frægð á Broadway og i sjónvarpi
urðu að engu þegar móðir hans
flutti til Flórída. Þar varð hann að
setjast á skólabekk í venjulegan
skóla með öðrum jafnöldrum sín-
um. Löngunin til að verða leikari
bjó samt cilltaf í honum og um leið
og skyldunámi lauk fór hann að
þreifa fyrir sér í leikhúsum og tók
þátt í hæfileikakeppnum.
Umboðsmaður einn tók eftir
honum í einni slíkri keppni og í
gegnum hann fékk hann smáhlut-
verk í Wildcats, 1986, sem Goldie
Hawn lék í. í kjölfarið kynntist
hann mörgum svörtum leikurum
og leikstjórum sem hann hélt hóp-
inn með. Eftir nokkur lítil hlut-
verk tók Spike Lee hann upp
á arma sína og fékk hon-
um gott hlutverk í Mo’
Better Blues og aðal-
hlutverkið í Jungle
Fever og þá var
brautin rudd. Má
1 segja að með
New Jack City
hafi ný stjarna
fæðst en þar lék
hann snilldar-
lega eiturlyfja-
, barón sem eng-
7 um hlífir.
í.
-HK
Snipes æfir
af kappi sjálfs-
varnaríþrótt
sem kallast
Capoeria og
er afrísk-
brasilísk
aö uppruna.
Vampíruveiöarinn Blade i fullum skrúöa.
Vampíruveiðarinn
Blade lifnar af síðum
teiknimyndablaðanna:
Vampírur
fram-
tíðarinnar
Framtíðartryllirinn Blade, sem
frumsýnd verður í Laugarásbíói og
Stjörnubíói í dag, segir frá framtíð-
arvampírum sem hafa búið um sig i
stórborg. Aðalpersónan er vampíru-
veiðarinn Blade sem Wesley
Snipes leikur. Hann er ódauðlegur
eins og vampírurnar, hefur sama
líkamlega styrk og þær en þrífst
ekki á blóði. Auk þess á hann auð-
velt með að athafna sig þótt bjartur
dagur sé. Hann hefur því nokkra yf-
irburði í baráttu sinni gegn vampír-
unum sem lúta forystu Deacons
Frosts en sá er ákveðinn í að leiða
vampirumar til sigurs gegn mann-
kyninu. í byrjun myndarinnar fáum
við skýringar á því hvernig Blade
varð slíkur yfirburðamaður. Þegar
hann var í móðurkviði var móðir
hans bitin af vampirum og þar með
er hann orðinn að hálfu leyti vamp-
íra og að hálfu leyti mannlegur.
Auk Wesley Snipes leika í Blade
Stephen Dorff, sem leikur Frost,
gamla kempan Kris Kristoferson,
N’bushe Wright, Donald Logue,
Traci Lords og Udo Kier.
Blade er byggð á teiknimyndaper-
sónu sem fyrst var kynnt til sögunn-
ar í teiknimyndaseríunni Tomb of
Dracula árið 1993. f byrjun var þessi
persóna ekki mjög áberandi en hef-
ur verið í stöðugri sókn og í fyrra
var Blade komin í samstarf við
Kóngulóarmanninn og hærra verð-
ur varla komist innan hins þekkta
teiknisögufyrirtækis Marvel Comics.
Er Blade ein fyrsta ofurhetjan í
teiknimyndasögum sem er af afrisk-
ameriskum uppruna. Eins og svo
margar teiknimyndahetjur er Blade
einfari en öfugt við Batman og
Superman þarf hann ekki á neinu
dulargervi að halda, hann klæðist
sínum bardagafötum nótt sem dag
og er ávallt tilbúinn þegar vampír-
umar birtast.
Leikstjóri Blade er Stephen
Norringthon sem lengi hefur unnið
við gerð tæknibrellna og sviðs-
myndir og sem slíkur starfað við
margar stórmyndir. Blade er önnur
kvikmyndin sem hann leikstýrir.
-HK
b í ó d ó m
Sam-bíóin -
Álagabfetlir
Lelkstjóri; Jeremiah Chechik. Handrlt: Don
MacPherson. Kvlkmyndataka: Roger Pratt.
Tónllst: Joel McNeely. Afialhlutverk: Uma
Thurman, Ralph fiennes, Sean Connery og
Jim Broadbent.
Það mætti halda að sjónvarps-
þættir væru eins konar álagablett-
ir því ekki ætlar að takast vel fyr-
ir hollývúddara að koma þeim á
breiðtjald. Dýrðlingurinn fékk
slæma útreið og sömuleiðis Lost
in Space (sem mér þótti reyndar
sæt) og ekki virkuðu Ráðgátum-
ar, eina vel heppnaða raðbíó-
myndin var Mission Impossible
en eftir það hefur útfærsla sjón-
varpssería í kvikmyndaformi ver-
ið ómögulegt verkefni.
Hér gengur allt út á stíl og lúkk.
Hinn ofurherramannslegi Herra
Steed (Ralph Fiennes) og hin of-
urvirðulega frú Peel (Uma Thur-
man) eru leyniþjónustumenn sem
þjóna undir dulnefndum yfir-
mönnum að hætti 007, og líkt og
sá góði Englendingur missa þau
aldrei tök á stílnum hvað sem á
dynur. Og það dynur heilmikið á
því þau hjúin eiga í höggi við veð-
urspámann mikinn (Sean Conn-
ery) sem hefur tekið að sér veður-
stjómun svo það er allra veðra
von.
En skrautlegt veðurfar er ekki
nóg til að halda uppi heilli mynd
og vandamálið hér er að þegar
svona mikið hangir á stílnum þá
verður sá að ganga upp; virka
smart og kúl en ekki vandræða-
lega tilgerðarlegur. í þokkabót var
alltaf eitthvað óþægilega kunnug-
legt við lúkkið og ég fékk á tilfinn-
inguna að þarna ríkti mikill
draugagangur, nefnilega maður í
svörtiun gúmmígalla með leður-
blökulega skikkju. Tvífari frú
Peel rigsaði um í batmennskum
búningi, músíkin minnti óþægi-
lega mikið á síðustu Batman-
framleiðsluna og veðuráhugamað-
urinn Sir August De Wynter
minnti í frosthörkum sínum ekki
lítið á Frosta úr sömu mynd; og
þegar Sean Connery er farinn að
herma eftir Arnold Swarzen-
egger, ja, myndu ekki margir
líkja því við heimsendi?
Þetta er einnar stjömu mynd og
hana á Uma Thurman, einhvem
veginn tókst henni að halda sínu í
gegnum þetta allt.
Úlfhildur Dagsdóttir
f Ó k U S 20. nóvember 1998