Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 2
r 2 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Fréttir Umhverfisverndarsinnar urðu undir á flokksþingi Framsóknar: Steingrímur skamm- aði flokksþingið Steingrímur Hermannsson sagðist harma að ekki náðist að samþykkja að lög um umhverfismat næðu til Fljótsdalsvirkjunar. DV-mynd ÞÖK Miklar og harðar deilur urðu um umhverfismál á 25. flokksþingi Framsóknarflokksins. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður fylgdi fast eftir þeirri skoðun sinni að í umhverfisályktun flokksþingsins yrði lagt til að umhverfismat yrði gert á áhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar. „Það varð ekki sátt um mína tillögu. Ég hélt því til streitu að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfis- mat samkvæmt lögum um um- hverfismat en Landsvirkjunar- vinnan ekki látin nægja. Ég vil að almenningur fái að koma að mál- inu. Mín tillaga var ekki sam- þykkt,“ sagði Ólafur við DV. Aðspurður um frekari eftirmál af hans hálfu sagði hann: „Ég held baráttunni áfram. Það er vaxandi fylgi við mín sjónarmið meðal þjóðarinnar og ég hygg að þau verði ofan á.“ Góða samvinnu Jón Kristjánsson alþingismaður var formaður umhverfismála- nefndar flokksþingsins. Hann sagði að nefndin hefði ekki viljað fallast á að tilgreina einstakt virkj- unarverkefni í umhverfismálaá- lyktun flokksþingsins eins og falist hefði í tillögu Ólafs heldur ætti hún að vera almenn stefnu- mótun. Halldór Ásgrímsson sagði að umfjöllunin um umhverfismála- ályktunina sýndi hve mikinn sess umhverfismál skipa í starfi Fram- sóknarflokksins. Hann sagði að starfsemi frjálsra félagasamtaka og umhverfissamtaka væri mjög mikilvæg í umhverfismálum og miklu skipti fyrir stjórnvöld að hafa sem besta samvinnu við slík samtök. Halldór sagði að stjórn- völd stefndu að sjálfsögðu að því að ísland yrði aðili að Kyotosam- komulaginu. „Það er alls ekki ætl- un stjórnvalda að skorast undan í þeim efnum,“ sagði Halldór. Ólafur M. Magnússon, formaður samtakanna Sól í Hvalfirði, lýsti mikilli ánægju með orð Halldórs Ásgrímssonar og sagði þau ná- kvæmlega þann tón sem fram- sóknarmenn ættu að fara með af þinginu út í þjóðfélagið. Steingrímur undrandi „Ég harma það að ekki náðist að samþykkja að lög um umhverfis- mat næðu til Fljótsdalsvirkjunar. Eitt af því mikilvægasta sem fram undan er er að ná sátt við um- hverfissamtökin. Sú sátt mun aldrei nást ef ekki fer fram lögboð- ið umhverfismat," sagði Stein- grímur Hermannsson sem tók til máls við lokaafgreiðslu ályktunar- innar. Hann sagði mikilvægt að Framsóknarflokkurinn yrði leið- andi í umhverfismálum á ný, eins og hann var í forystutíð Eysteins Jónssonar. Hann kvaðst ekki sátt- ur við það sem gert hefði verið í seinni tíð í umhverfismálum sem væri bæði of lítið og of lítill skiln- ingur ríkti á mikilvægi þeirra. „Það er staðreynd að við íslend- ingar losum um það bil meðaltal á hvern íbúa af koltvísýringi. Það er vegna hins gífurlega togaraflota sem við rekum. Svo við erum alls ekki hreinir, alls ekki saklausir og ættum að taka miklu ákveðnar á þessum málum,“ sagði Steingrím- ur. -SÁ Nýkjörin framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins: Finnur vann slaginn viö Finnur Ingólfsson sigraði Siv Friðleifsdóttur örugglega í varafor- mannskjöri á flokksþingi Fram- sóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Finnur fékk 343 atkvæði eða 62,8%. Siv Friðleifsdóttir fékk 198 atkvæði, eða 36,1%. Á kjörskrá voru 619 manns. 549 tóku þátt í kosningum um nýja framkvæmdastjóm flokks- ins Halldór Ásgrímsson var endur- kjörinn formaður flokksins með yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða. Hlaut Halldór sovéska kosningu, 519 atkvæði, eða 97,6%. Aðrir sem at- kvæði fengu voru Guðni Ágústsson og Páll Pétursson en þeir fengu hvor um sig fjögur atkvæði. Ingibjörg Pálmadóttir var kjörin ritari flokksins og fékk 456 atkvæði, eða 90,3%, en Siv Friðleifsdóttir flokksþinginu í gær þegar kosning framkvæmdastjómar hófst, enda framsóknarmenn óvanir harðri kosningabaráttu í trúnaðarstöður flokksins. Kosningin var því leyni- legri en hún hefur oftast verið áður og var hver þingfulltrúi einn með sínum kjörseðli þegar hann kaus í stað þess að kjörseðlum væri dreift á borð þeirra í þingsalnum. Framsóknarmaður af Norður- landi sagðist hafa orðið þess var að mörgum fyndist baráttan um vara- formannssætið óþægileg. Eldri þing- fulltrúum þætti Siv fúllung til að verða varaformaður og óttuðust að hún réði ekki við það að þurfa að taka við formennsku flokksins ef Halldór hætti skyndilega. „Þessi mikli stuðningur er mér mikilvægur á þessari stundu, ekki síst af því að ég er að fást við mörg mjög erfið verkefni," sagði Finnur Ingólfsson eftir að úrslit lágu fyrir. „Ég vonast til að við munum eiga mjög gott og náið samstarf í framtíð- inni,“ sagði Finur um Siv og tók hún undir þau orð. -SÁ Vestmannaeyingurinn Smári Harðarson sigraði í flokki karla yfir 90 kg og í opnum flokki á Islandsmeistaramótinu í vaxtarrækt um helgina. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir bestu pósurnar. Jón Guðmundsson og Guðmundur Bragason urðu í næstu sætum. DV-mynd JAK KEA hafði handsalað samningi við 10-11: Bauð einnig í Nóatún KEA hafði handsalað samningi við Tíu-ellefu verslanirnar um kaup á 70 prósentum hlutafjár í fyr- irtækinu áður en Eiríkur Sigurðs- son og kona hans, eigendur verslan- anna, ákváðu að ganga til viðskipta við aðra aðila. Skv. heimildum DV hafði náðst samkomulag milli KEA og 10-11 um sölu upp á 900 milljón- ir króna. Þá hafi aðrir aðilar boðið betur rétt áður en skrifað var und- ir og eigendur fyrirtækisins gengið að því tilboöi. KEA mun ætla að margfalda umsvif sin á höfuðborg- arsvæðinu og mun einnig hafa gert tilboð oftar en einu sinni í Nóatúns- verslanimar sem eru metnar í dag á um 2,4 milljarða. Eigendur þeirra verslana hafa þó ekki í huga að selja þær. Eiríkur og eiginkona munu ætla að halda eftir 25 pró- senta hlut í 10-llog flmm prósent verða seld almenningi áöur en fyr- irtækið fer á almennan hlutabréfa- markað. -hb Ég mun núna vinna af enn meiri krafti að framgangi Framsóknarflokksins bæði í Reykjaneskjördæmi og í hinum dreifðu byggðum landsins," sagði Siv Friðleifsdóttir þegar úrslit í varaformannskjörinu lágu fyrir. DV-mynd ÞÖK ----------------------------------- fékk 15 atkvæði. Unnur Stefánsdótt- ir var kjörin gjaldkeri flokksins með 86,8% atkvæða. Helgi S. Guð- mundsson fékk 24 atkvæði. Drífa Sigfúsdóttir var kjörin vararitari og Þuríður Jónsdóttir varagjaldkeri. Loft var nokkuð lævi blandið á Stuttar fréttir dv Eimskip berst Eimskip hefúr ekki hætt baráttu sinni fyrir flutningum Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Eimskip höfð- aði fyrir nokkru lögbannsmál í Was- hington DC til að fá samningnum við Atlantsskip hnekkt en tapaði. Eimskip hefúr nú sent dómstólnum ítarlega greinargerð, 10 cm að þykkt, til að fá dómnum breytt. Dagur greindi frá. Upplausn til vinstri Davíð Odds- son sagði á flokksráðsfúndi Sjálfstæðis- flokksins að upp- lausn væri á vinstri kanti stjómmálanna og að hún stafaði meðal annars af því að gömlu flokk- amir hefðu ekki sett stefnuskrámar út í hom og ekki munað hvað þeir stæðu fyrir þegar kom að því að semja stefnuskrá samfýlkingar. Hann sagði enn ffernur að Margrét Frímannsdóttir hefði farið til Kúbu eins og fulltrúi eins kommúnista- flokks til annars. RÚV greindi frá. Eldsneyti úr sorpi Sorpa er reiðubúin að hefja fram- leiðslu vistvæns eldsneytis úr lif- rænu sorpi, að sögn Ögmundar Ein- arssonar, ffamkvæmdastjóra Sorpu. Hann sagði að aðrir en Sorpa yrðu að sjá um dreifingu. Helstu notend- ur yrðu almenningsvagnar og sorp- bílar og myndi lítrinn af metangasi ekki kosta yfir 25 krónur. Útbúnað- ur í almenningsvagna kostar um þrjár milljónir, um 1,5 milljónir í sorpbíla og kostnaður fyrir fólksbil yrði um 200 þúsund krónur. Morg- unblaðið greindi frá. Endurvígsla I gær endur- vígði herra Karl Sigurbjömsson biskup gömlu kirkjuna í Stykk- ishólmi. Kirkjan var byggð á ár- unum 1878-80. ____________________ Eftir athöfnina var kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu. Bækur hækka Verð á íslenskum skáldverkum eftir þekkta rithöfúnda hefúr hækk- að um 8% á milli ára miðað við við- miðunarverð í Bókatiðindum. Verð á ævisögum þekktra manna hefúr þó hækkaö um 12%. Útgefhum æviminningum hefur fækkað um 10 á milli ára. 24 titlar era í boði nú en vom 34 i fyrra. RÚV greindi frá. Útboö Skaftafells Náttúruvemd ríkisins vill bjóða út rekstur verslunar, tjaldstæðis og veit- ingasölu í þjóðgarðinum i Skaftafelli. Forstjóri Náttúmvemdar segir að margir hafi lýst áhuga á rekstrinum, þar á meðal heimamenn og útlending- ar. RÚV greindi frá. Leiðrétting Ekki var rétt greint frá fjöl- skyldu íslenska sjómannsins sem lést í slysi um borð í norska tog- aranum Solkjer síðastliðinn mið- vikudag. Þórir Axelsson var kvæntur og lætur eftir sig flmm börn. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Svíþjóðarheimsókn Forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, fer í dag í opinbera heim- sókn tU Svíþjóð- ar. Með honum era í fór utanrík- isráðherra, ráðu- neytisstjóri utamíkisráðuneytisins, sendUierrann i Sviþjóð, forsetarit- ari, embættismenn og forystumenn íslensks atvinnulífs. Ólafur hittir Karl Gústaf, konung Svia, á morgun. Verslun eykst Rúmlega 28% aukning varð á sölu verslana tU erlendra ferðamanna fyrstu níu mánuði ársins sé miðað við endurgreiöslu virðisaukaskatts. Tollfrjáls sala hefur aukist um 27,5 prósent í Reykjavík á móti 3,8% í Ósló. Aukningin er mest í sölu uUar- vara. Morgunblaðið greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.