Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Fréttir Val styrkþega úr 80 miUjóna króna sjóði iðnaðarráðherra gagnrýnt: Vafasöm vinnubrögð og vond stjórnsýsla - segir Ásta Ragnheiöur - krefst skýrra reglna „Mér þykir mjög vafasöm vinnu- brögð viðhöfð við styrkveitingar úr þessum sjóði iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Ég tel að þau stangist á við grundvallarreglur um góða stjóm- sýslu sem er að fmna í ákvæðum EES-samningsins. Þegar pólitískt valdir samherjar sjá um að vinna úr umsóknum kallar það á efasemdir um að faglega sé að verki staðið. Það má ekki vera minnsti grunur um póli- tíska misnotkun á opinberu fé og svör ráðherra kalla á skýrar og afdráttar- lausar reglur um vinnubrögð við styrkveitingar af almannafé," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður um svör Finns Ingólfs- sonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við íyrirspum hennar á Álþingi. Ásta Ragnheiður spurði hverjir hefðu fengið úthlutað styrkjum af þeirri 80 milljóna króna fjárveitingu sem ríkisstjómin hefði árlega sam- þykkt sérstaklega til ráðherrans, hversu hár hver styrkur hefði verið og til hvaða verkefiia þeir vom veitt- ir. Þá var spurt um kynningu og aug- lýsingu styrkjanna og hvemig staðið hefði verið að mati á umsóknum. Féð sem um ræðir er sérstaklega samþykkt í ríkisstjóminni til verk- efna á sviði atvinnuþróunar og ný- sköpunar og hefur verið úthlutað 1997 og 1998. í svari Finns kemur fram að 36 styrkir hafi verið veittir 1997, þeir hæstu upp á 8 milljónir króna, og 60 styrkir á þessu ári, sá hæsti upp á 10 milljónir króna. Árið 1997 vora m.a. 8 milljónir króna veittar til hagkvæmnisathug- unar vegna byggingar polyol-verk- smiðju, 8 milijónir til ýmissa ferða- þjónustuverkefiia víða um land, 7 milljónir til að rannsaka stóriðjukosti á Reyðarfirði og 5 milljónir til sam- vinnuverkefnis í textíliðnaði. í ár runnu m.a. 10 milijónir króna til átaks um jarðhitaleit á köldum svæðum, 6,5 milljónir til forhag- kvæmnisathugunar á framtíðarapp- byggingu orkufreks iðnaðar í Norður- landskjördæmi vestra, 6 milljónir til Ásta Ragnheíður. samvinnuverkefiiis prjónastofa og 4 milijónir til reksturs verkefha um at- vinnuþróun á svæðrnn sem ekki njóta stóriðjuuppbyggingar. Hér era einungis teknir stærstu styrkirnir. Ekki er hægt að sjá hvaða einstaklingar standa á bak við hvert verkefhi sem fær styrk. Sérfræðingar ráðherra En það er mat umsókna sem Ásta Ragnheiður gerir sérstakar athuga- semdir við. í svari Finns segir að í fyrstu hafi allar verkefnahugmyndir verið metnar af þriggja manna mats- nefiid sérfræðinga. Hana skipaði m.a. Ámi Magnússon, aðstoðarmaður ráð- herra. Á þessu ári hafi mat á verkefnum og lokaafgreiðsla þeirra verið færð í hendur stjómar Átaks til atvinnu- sköpunar. Frummat er hins vegar í höndum framkvæmdastjóra Átaksins og tveggja sérffæðinga. Fram- kvæmdastjóri átaksins er Bjöm Ingi Stefánsson, kosningastjóri Framsókn- arflokksins í Reykjavík í síðustu kosningum. Sérfræðingamir era þeir Ámi Magnússon, aðstoðarmaður ráð- Finnur Ingólfsson. herra og formaður stjómar átaksins, og Benedikt Ámason. í svarinu segir að verkefnin hafi verið metin eftir því hversu líkleg þau væra til að leiða til varanlegrar atvinnuuppbyggingar á viðkomandi stað. Gagnsæi aðgerða í leiðbeiningum Eftirlitsstofhunar EFTA um ríkisstuðning, 3. hluta, kemur fram að hafa beri í huga meg- inreglur EES-samningsins um „góða stjómsýslu" sem m.a. felist í gagnsæi aðgerða og banni við mismunun ein- staklinga og fyrirtækja. Lögð er áhersla á að stuðningsaðgerðir fari fram eftir fyrirframgerðum staðfest- um áætlunum. „Svona styrkir geta verið nauðsyn- legir en ég gagnrýni vinnubrögð við val á styrkþegum sem pólitískir full- trúar ráðherrans annast og stjómin leggur blessun sína yfir. Það er ein- kennilegt að Byggðastofnun, sem á að sinna svona byggðaaðstoð, eða jafhvel Iðntæknistofriun skuli ekki haifa um- sjón með þessum styrkjum og hafa yf- irsýn yfir styrkveitingamar. Sam- Bæði skemmt og skemmt Árnl Magnússon. kvæmt reglum EES ber að kynna slík- ar styrkveitingar að lokinni veitingu þeirra þannig að öllum sé ljóst hvem- ig staðið hefur verið að þeim. En það er ekki fyrr en ég spyr að þessar upp- lýsingar era birtar. Iðnaðarráðherra hefur nýverið fengiö 80 milljóna króna skammt til úthlutunar á næsta ári. Ég get ekki séð að neinn sætti sig við að sömu vinnubrögð verði viðhöfð við útdeilingu á því fé,“ segir Ásta Ragnheiður. Undirróður stjórnarandstöðu Finnur Ingólfsson var spurður um þetta mál á flokksþingi Framsóknar- flokksins í gær. Hann sagðist hiklaust telja að málatilbúnaöur Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur væri eitt af þeim verkfærum sem hún og sfjómar- andstaðan hefði gripið til gegn sér í því skyni að hafa áhrif á niðurstöð- una í varaformannskjörinu í Fram- sóknarflokknum. Hann tók sérstak- lega fram að hann teldi alls ekki að Siv Friðleifsdóttir, andstæðingur hans þar, hefði átt hlut að máli. -hlh/SÁ Klofningur hefur komið upp í Frjáls- lynda flokknum. Ekki það að búið sé að stofna flokkinn, en stofnfundurinn er í að- sigi, og ef Frjálslyndi flokkurinn á að ná fót- festu verður hann að sjálfsögðu að klofna nokkrum sinnum. Flestir aðrir flokkar hér á landi hafa klofn- að, og það jafnvel oftar en einu sinni, sumir hverjir. Þetta mun hins vegar vera í fyrsta skipti í íslandssögunni sem flokkur klofnar áður en hann er stofn- aður. Sverrir segir að þetta skemmi fyrir og skemmti andstæðing- unum. Hér er sem sagt bæði skemmt og skemmt en þetta gerir ekki svo mikið til vegna þess aö það á eftir að stofna flokk- inn og það á eftir að stilla upp og ef Sverrir verð- ur kjörinn formaður þá semur hann við fulltrúa þjóðareignarinnar um framboðin og aftur öfugt ef þjóðareignarliðið slær eign sinni á flokkinn. Þetta er jú frjálslyndur flokkur, ekki satt? Þeir með þjóðareignina halda því fram að Sverrir sé ekki heppilegur formaður og vilja Bárð. Þetta er eflaust rétt hjá fylgismönnum Bárðar en hefur þó þann annmarka að Sverrir trekkir, og í raun og vera sá eini sem trekkir, þannig að Frjálslyndi flokkurinn er andvana fæddur nema Sverrir verði með. En Sverrir verð- ur ekki með, nema hann verði formaður, og þar stendur hnífurinn í kúnni, en auövitað geta þeir Sverrir og Jón í Jámblendinu stofnað sér flokk og þeir með þjóðareignina stofnað sinn flokk og látið á það reyna hvor fái minna fylgi og þá er hægt að ganga til sameiningar í kosningum eftir fjögur ár, enda hefur Sverrir nægan tíma eftir að hann hætti í bankanum og þjóöareignin fer held- ur ekkert meðan útgerðarmenn gæta hennar og svona flokksmyndun tekur sinn tíma og við sjá- um það af sameiningarferli vinstriflokkanna að málefnin skipta ekki mestu máli heldur hverjir eru formenn og frambjóðendur og frekar ganga menn sundraðir til leiks heldur en að láta þá sem maður ætlar að sameinast ganga yfir sig. í því felst frjálslyndiö. Frjálslyndi flokkurinn er greinilega alvöru- flokkur sem hefur alvöramenn í fararbroddi sem gera sér strax grein fyrir mikilvægi þess einstak- lings sem á að vera formaður og Sverrir skal ekki halda að hann geti formálalaust gengið inn í for- mannssætið, bara af því að hann var látinn hætta í bankanum. Þaö skemmir fyrir. Ekki það að það skemmi fyrir með því að skemmta skrattanum (Sverrir veit að það borgar sig), en þetta verður spennandi stofnfundur um næstu helgi, einkum fyrir þá sök að ekki er leng- ur víst hvort flokkurinn lifir stofnfundinn af. Dagfari Stuttar fréttir i>v Arni ætlar fram Ámi Gunnars- son, aðstoðarmað- ur félagsmálaráð- herra, hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað sæti Framsóknar- flokksins á Norð- urlandi vestra. Ámi er formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Stefán Guð- mundsson var áður í öðra sæti flokksins en hann hefúr sagt að hann muni ekki gefa kost á sér fyrir næstu kosningar. Ný kennarasamtök Á fundum fulltrúaráðs Hins is- lenska kennarafélags og samráðs- nefndar Kennarasambands íslands, sem haldnir vora á fóstudaginn, var samþykkt að fram færi allsherjarat- kvæðagreiðsla um sameiningu kennarafélaganna. Milliþinganefhd félaganna hefúr unnið drög að lög- um fyrir ný samtök. Atkvæða- greiösla um sameininguna fer fram í mars á næsta ári eftir kynningu laganna. Verði sameining samþykkt verða ný samtök til 1. janúar 2000 og í þeim yrðu 6000 felagsmenn. Viöurkenning Þróunarfélag Reykjavíkur veitti eigendum 10-11 viðurkenningu fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar miðbæjarins. Reykjavíkurborg og ís- lensk verslun veitti starfsfólki og eigendum verslunar Sævars Karls Ólasonar Njarðarskjöldinn og var verslunin útnefhd Ferðamanna- verslun ársins 1998. Þetta er í þriöja sinn sem skjöldurinn er veittur. Morgunblaðið greindi frá. Oddvitaklögur Nokkrir yfumenn heilsugæslunn- ar í Hafharfirði hafa klagað í bæjar- stjóra og oddvita Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjóm vegna hugmynda Þorsteins Njálssonar, oddvita fram- sóknarmaima í bæjarstjóm, og hins oddvita meirihlutans. Þorsteinn vill flytja heilsugæsluna í þijár hæðir í miðbæjarhúsinu Firði auk þess sem hann vill færa heimahjúkrun undir öldrunaimálaflokkinn. Þetta þykir yfirmönnum heilsugæslunnar slæm- ar og varhugaverðar hugmyndir. Dagur greindi frá. Vestmannaeyjavegur Frumrannsókn á möguleikum á vegtengingu Vest- mannaeyja og lands er hafin hjá Vegagerðinni en Alþingi sam- þykkti síðastlið- inn vetur þingsá- lyktunartillögu þess efiiis að slík at- hugun færi fram. Ályktunin gerir ráð fyrir athugun á þremur mögu- leikum, jarðgöngum, botngöngum eða flotgöngum. Jarðgöng þykja heppilegasti kosturinn. Frumrann- sóknin mun að öllum líkindum taka eitt til eitt og hálft ár. Morgunblaðið greindi frá. Lengri lestrartíma Páll Skúlason háskólarektor segir brýnt að lengja afgreiðslutíma Þjóð- arbókhlöðunnar og hafa lestrarsal- ina opna lengur. Fulltrúar Háskól- ans hafa fariö á fund fjárlaganefhdar og menntamálaráðherra og munu hitta menntamálanefiid i vikunni. Menntamálaráðherra beitti sér fyrir fjögurra milljóna króna viðbót til Þjóðarbókhlöðunnar en fram- kvæmdastjóri samskipta- og þróun- arsviðs HÍ segir þurfa 14 mifljónir. RÚV greindi frá. Qjaldið lækkaö Stjóm Spalar hf. hefur ákveðið aö endurskoða gjaldskrá Hval- fjarðarganga næsta vor. Gisli Gíslason, stjóm- arformaður Spal- ar, sagði það næsta víst að lögð yrði til lækkun. Tryggingafélagið John Hancock verður þó að samþykkja gjaldskrár- breytinguna en það er stærsti lán- veitandinn. Gísli telur líklegt að samþykki fáist Morgunblaöið greindi frá. .sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.