Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 8
8
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
Útlönd
Stuttar fréttir dv
Clinton ekki
sóttur til saka
Vaxandi líkur eru á því aö þing-
menn repúblikana og demókrata nái
samkomulagi um að Clinton forseti
verði víttur vegna Lewinskymálsins
en málsókn á hendur honum verði
látin niður falla. Þetta kom fram í
máli Martins Frost, eins valdamesta
demókratans í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings, í gær.
Nú standa yfir yfirheyrslur á þingi
vegna málsins en vist þykir að
nokkrir þingmenn repúblikana muni
ekki greiða atkvæði með málsókn.
Saksóknarinn Kenneth Starr hef-
ur viðurkennt að ekkert misjafiit
hafi fundist í Whitewatermálinu
sem gæti haft í för með sér afsögn
forsetans. Clinton, sem er á
ferðalagi um Asiu, fagnaði þessum
tiðindum í gær og sagöist vona að
málinu færi að ljúka.
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
Formaður norskra hægrimanna ætlar að bjarga ríkisstjóm landsins á síðustu stundu:
Kallar Bondevik
ráðalausan vingul
- styður samt ríkisstjórn hans frekar en að koma Verkamannaflokknum til valda
DV, Ósló:
„Ríkisstjómin verður að taka sig á
og sýna af sér dug. Að öðrum kosti ná
vinstriöflin hreinum meirihluta í
næstu kosningum," segir Jan Peter-
sen, formaður Hægriflokksins norska,
og er að settum ströngum skilyrðum
reiðubúinn til að bjarga norsku ríkis-
stjóminni. Skilyrðin em að séra Kjell
Magne Bondevik forsætisráðherra
samþykki stefnu hægrimanna í ríkis-
fjármálum.
Séra Kjell Magne hefur þannig fúlla
ástæðu tO að trúa því að ríkisstjóm
hans lifi af kreppuna sem hún rataði
í vegna óafgreiddra fjárlaga. Hann
þarf bara að faila frá áformum um
skattahækkanir og auknar álögum á
atvinnulífið, hætta við niðurskurð á
framlögum til hersins og lofa að gera
eitthvað í einkavæðingu í opinberum
rekstri og þá halda allir ráðherrar
hans stólum sínum.
Norska ríkisstjómin er minnihluta-
stjóm þriggja miðflokka
með hikandi stuðningi
tveggja hægriflokka.
Hægri formaðurinn Pet-
ersen lýsir þessari
stjóm sem „ráðalausri
og máttlausri".
í viðtölum við norska
fjölmiðla í gær talar
hann um „vingulshátt“
og á við staðfestuleysi
séra Kjell Magne það
rúma ár sem hann hef-
ur verið við völd. Samt
ætla hægrimenn að
koma stjóminni til
bjargar því aðrir kostir
era taldir verri. Thorbjöm Jagland,
formaður Verkamannaflokksins, hef-
ur biðlað ákaft til hægrimanna síð-
ustu daga og á landsfundi flokksins
um helgina sagði hann ekki eitt illt
orð um hægrimenn. Það mun vera í
fyrsta sinn i 111 ára sögu Verka-
mannaffokksins.
Séra Kjell Magne hefúr
tekið yfirvofandi stjóm-
arkreppu með stakri ró.
Hann hefúr treyst á að
flokkamir til hægri muni
aldrei fella hann. Það
væri til þess eins að
koma Verkamannaflokk-
um til valda. Á fimmtu-
daginn verður kosið um
nýja fjárlagafrumvarpið
og séra Kjell Magne er
viss um að það verður
samþykkt - bara ef hann
fómar öllum baráttumál-
um sínum.
Skoðanakannanir sýna
að vinsældir stjómarflokkanna dala
stöðugt í kreppunni. Nú er samanlagt
fylgi tveggja þeirra 18% og þriðji
stjómarflokkurinn er nær alveg rúinn
kjósendum.
Carl I. Hagen, formaður Framfara-
flokksins, hefúr hins vegar aldrei ver-
ið vinsæfli en einmitt nú. GK
--SB
Kennedyfjölskyldan minntist þess í gær að 35 ár eru liðin frá því John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn
til bana í Dallas. Ted Kennedy öldungadeildarþingmaður, Victoria, eiginkona hans, og Ethel Kennedy, ekkja Roberts
Kennedy, leggja hér blóm á leiði forsetans og konu hans, Jacqueline. Símamynd Reuter
Sleppt úr haldi
Rithöfundinum Taslimu Nasreen
frá Bangladesh var sleppt úr haldi
í gær gegn trygg-
ingu. Nasreen er
ásökuð um guð-
last í bókum sín-
um og hafa
strangtrúaðir
múslímar haft í
hótunum við
hana. Nasreen
hefur dvalið í sjálfskipaðri útlegð í
fiögur ár en sneri heim til
Bangladesh fyrir stuttu.
Kanna ásakanir
Þýska lögreglan kannar nú
hvort Abdullah Ocalan, leiðtogi
Kúrda, hafi átt þátt í ránum á
þremur kúrdískum ungmennum
og látið flytja þau í skæruliðabúðir
sínar.
Hungurverkfall
Palentínskir fangar sem sifia i
fangelsum í ísrael hófu í gær hung-
urverkfafl. Fangamir mótmæla því
að ísraelar slepptu nýlega 150
glæpamönnum í stað pólitískra
fanga.
Kuldakast i Frakklandi
Að minnsta kosti þrír létust í
miklu kuldakasti sem gekk yfir
Frakkland um helgina.
Hillary býður aðstoð
Hillary Clinton hét í gær 3.4
milljónum dala til uppbyggingar-
starfs á Haítí en eyjan fór mjög illa
þegar fellibylurinn Georg gekk yfir
landið fyrr í mánuðinum.
Morðingjar ófundnir
Morðingjar rússnesku þingkon-
unnar Galinu Starovoitovu, sem
var myrt aðfara-
nótt sunnudags
í Pétursborg,
em enn ófundn-
ir. Aðstoðar-
maður þingkon-
unnar liggur
enn illa haldinn
á sjúkrahúsi.
Mikil sorg ríkir í Rússlandi vegna
morðsins en Galina var mikill bar-
áttujaxl fyrir lýðræðisþróun í
landinu.
44 láta lífið á A-Tímor
Fyrrum ráðgjafi Habibie, forseta
Indónesíu, segir að 44 manns hafi
látið lífið í árás hersins á búðir að-
skilnaðarsinna á dögunum.
Færri glæpir
Glæpir hafa ekki verið færri í
Bandaríkjunum 123 ár. Þetta kem-
ur fram í nýrri skýrslu alríkislög-
reglunnar. Morðum og ránum
fækkaði um 7% á síðasta ári. Þrátt
fyrir það er framið morð á hálf-
tímafresti og rán á hverri minútu.
Orval no+a^ra bíla af öllom s-faerfcow 03 3er*ow /
Margar biíreiöar á söluskrá
okkar er hægt að greiöa meö
Visa- eöa Euro- raögreiðslum
MMC Pajero '89. 5 dyra, ssk., ek.
133 þ.km., blár
V. 1.080 þús.
BMW 318i '89. 4 dyra, ssk., ek.
114 þ.km., steingr. fráb. eint.,
V. 650 þús.
Ford Escort st. 1.6 '97 5 dyra,
5gíra, ek. 42 þ.km., grænn, listav.
1.240 þús.
V. 1.090 þús.
Suzuki Sidekick '93. 5dyra, 5gfra,
ek. 84 þ.km., svartur
V. 1.030 þús.
VW Golf GL '95 5dyra, 5gíra, ek.
85 þ.km., d-blár
V 920 þús.
Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511
MMC Colt GL '91.3dyra, 5gíra,
ek. 47 þ.km. rauður
V. 570 þús.
MMC Carisma GLX '98. 4dyra,
5gíra, ek.2 þ.km. grænn. Nýr bíll.
V. 1.490 þús.
MMC Pajero '97 5dyra, ssk., ek.
45 þ.km. bl/gr„ 32“ dekk, spoiler
V. 2.980 þús.