Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 14
14 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTl 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Engin áhætta tekin Framsóknarflokkurinn er íhaldssamur flokkur. Þar gerast hlutirnir hægt og óþarfa áhætta er ekki tekin. Það sannaðist enn og aftur í varaformannskjöri flokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Finnur Ingólfsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, bar þar sigurorð af Siv Frið- leifsdóttur, alþingismanni og leiðtoga flokksins í Reykja- neskjördæmi. Fyrir löngu þótti líklegt að Finnur Ingólfsson hefði hug á þessum valdastóli flokksins. í síðustu alþingis- kosningum lagði Framsóknarflokkurinn þunga áherslu á atvinnumál og fjölgun starfa. Finnur tók við mikilvæg- um ráðherraembættum í því sambandi. Sem iðnaðarráð- herra náði hann samningum um stóriðju og virkjanir í tengslum við hana. Fyrri hluta kjörtímabilsins naut hann vinsælda vegna framkvæmdasemi og árangurs sem leiddi meðal annars til aukins hagvaxtar hér. Leiðin virt- ist greið. Kosning forystumanna Framsóknarflokksins hefur jafnan verið átakaminni en gengur og gerist í íslenskum stjómmálaflokkum. Þar hafa leiðtogar verið nokkuð óskoraðir og regla fremur en hitt að varaformaður taki við þegar formaður lætur af störfum. Því er varafor- mannsembættið mikilvægt í flokknum. Hafi leið Finns í það embætti virst greið, er það losnaði, þá breyttist stað- an þegar leið á það kjörtímabil sem nú er senn á enda. Ráðherrann mætti harðri andstöðu vegna stóriðjufram- kvæmda og virkjana. Umhverfismál vega stöðugt þyngra og verða æ meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Það sem áður þótti sjálfsagt og æskilegt í stóriðjufram- kvæmdum er það ekki lengur. Þá lenti viðskiptaráðherr- ann í erfiðum málum tengdum rekstri ríkisbankanna. Þessi staða ráðherrans greiddi leið Sivjar Friðleifsdótt- ur í varaformannsframboð. Siv leiddi Framsóknarflokk- inn til góðs sigurs í Reykjaneskjördæmi í síðustu kosn- ingum og fékk umboð sitt endurnýjað í kjördæminu á dögunum. Siv þykir skelegg í málflutningi og lagði áherslu á að breyta ímynd hins staðnaða Framsóknar- flokks, höfðaði til ungs fólks og kvenna. Báðir frambjóðendur lögðu nokkuð undir, Finnur þó meira. Keppt var um embætti sem samkvæmt hefðum getur fleytt þeim sem því gegnir í formennsku flokksins þegar tímar líða. Þá var einnig tekist á um hugsanleg ráðherraembætti taki Framsóknarflokkurinn þátt í ríkis- stjórn eftir kosningar, svo sem allar líkur eru á. Með sigrinum gulltryggði Finnur Ingólfsson stöðu sína innan flokksins. Hann mun væntanlega leiða flokkinn í Reykjavík og halda stöðu sinni sem ráðherra verði flokk- urinn í stjórn. Sigurinn var ótvíræður, nær 63 prósent greiddra atkvæða. Talið var víst að Finnur nyti stuðn- ings Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknar- flokksins. Fulltrúar á landsþinginu hafa ekki látið það á sig fá þótt Finnur sé óvinsælastur allra ráðherranna í ríkisstjórninni. Þrátt fyrir ósigurinn er staða Sivjar bærileg. Með framboði sínu hristi hún upp í hinum íhaldssama flokki og vakti athygli á sjálfri sér og hlut kvenna í stjómmál- um. Sá hlutur er ekki viðunandi. Siv hlaut rúmlega 36 prósent atkvæða sem er á engan hátt niðurlægjandi út- koma. Siv Friðleifsdóttir á því framtíðina fyrir sér og hefur metnað til þess að ná langt. Fái Framsóknarflokkurinn góða kosningu í Reykjaneskjördæmi undir hennar for- ystu, líkt og í síðustu kosningum, má telja hana líklegt ráðherraefni flokksins. Jónas Haraldsson „Hér er á ferðinni þjóðarauður byggður á aðfengnu fjármagni sem menn eiga að varðveita og nýta til góðs fyrir heimsbyggðina," segir greinarhöfundur m.a. - í íslenskri erfðagreiningu. Forseti íslands heimsækir fyrirtækið. ^ Gagngrunnsfrumvarpið: A Alþingi að af- greiða fyrir áramót? Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaður jafnaðar- manna um að ræða. Gott er ef satt reynist. Almenning- ur hefur meira og minna tjáð sig um þetta efni í þjóðarsál og í blöðum og er nokkur mismunur á sjónarmið- um en líklega er góður meirihluti með frum- varpinu. Ágætir félagar mínir í þingflokki jafn- aðarmanna hafa flutt þingmál sem þeir telja öruggara mál gagnvart aðgengi persónulegra upplýsinga. Það tel ég gott til að varpa meira ljósi á málið og e.t.v. er ástæða til fyrirvara gagnvart þeim atriðum og einkaréttarúthlutun til langs tíma. „Miklar líkur eru á að gagna- grunnshugmyndin sé mjög arð- vænleg framkvæmd, sem auka muni þjóðartekjur og bæta fjár- hagsafkomu einstaklinga.” Mikil umræða og greinaskrif hefur farið fram um gagnagrunnsfrum- varpið á þessu ári. Fyrir 2-3 árum vissu menn vart hvað um var að ræða þó að þessi orð, miðlægur gagnagrunnur, væru nefnd. Erfða- greining var einnig eitthvað sem al- menningur helst tengdi fornleifa- fræði eða ein- hverju sem fjarlægt er daglegu lífi og lífsháttum. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði er nú orðið eitthvað sem flestir kunna skil á. Miklum flár- munum og tíma hefur verið varið í kynningu og skipt- ar skoðanir eru á milli manna (vís- indamanna) um meðferð málsins og hvernig ber að af- greiða það frá Alþingi. Þingmenn greiði atkvæði eftir sinni samvisku Vissulega hefur verið höfðað til þess að menn greiði atkvæði í samræmi við samvisku og islensk lög en oft hafa menn verið bornir þeim sökum að greiða atkvæði eft- ir því sem valdastofnanir viðkom- andi flokka gefa fyrirskipun um. Margir þingmenn hafa verið spurðir um álit og afstöðu til þessa máls. Svör eru yfirleitt á þann veg að um þverpólitískt mál sé að ræða og líklega sé ekki flokkslínur Gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði verður hvatning til afreka á heilbrigðissviði. Meiri þekking verður til um eðli sjúkdóma og til- urð. Ég hef fufla trú á að þetta frumvarp leiði til spamaðar og bæti líðan þeirra sem við sjúk- dóma eiga að stríða. Með tilkomu íslenskrar erfða- greiningar fjölgaði atvinnutæki- færum fyrir menntað fólk á rann- sóknarsviði. Fjölmörg hálauna- störf hafa skapast sem leiða til þess að við höldum einstaklingum á heimaslóð og einnig höfum við fengið velmenntaða einstaklinga heim frá útlöndum. Af þessum síð- asttöldu ástæðum er forsenda fyr- ir sérleyfi (einkaleyfi). Nýtt fyrirtæki, alþjóðlegt fjármagn og tækifæri í samræmi við það sem að fram- an er sagt er alltof mikið í húfi til að ég geti leyft mér að hafna fyrir- liggjandi frumvarpi um þetta efni. Sú breyting sem gerð var í sumar á frumvarpinu styrkti það mjög. Miklar líkur eru á að gagna- grunnshugmyndin sé mjög arð- vænleg framkvæmd, sem auka muni þjóðartekjur og bæta fjár- hagsafkomu einstaklinga. Trú á að uppbygging gagnagrunnsins muni bæta meðferð upplýsinga um heilsufar einstaklinga og vernda einstaklingana betur er ekki síst ástæða skoðunar minnar. Hér er á ferðinni þjóðarauður byggður á aðfengnu íjármagni sem menn eiga að varðveita og nýta til góðs fyrir heimsbyggðina. Hér eru á ferðinni auðæfi sem byggjast á hugviti ef möguleikinn sem fyrir liggur er nýttur. Það er alþjóð ljóst að um tugi mifljarða króna í kostnaði er að ræða við gerð gagnagrunns sem hér um ræðir, því er eðlilegt að einkaleyf- isréttur sé veittur. Ég treysti vinnu heilbrigðisnefndar Alþingis í þessu vandasama verkefni og ef breytingar verði gerðar þá verði þær vel rökstuddar. Ég hef reynt að fylgjast með rökum með og á móti og virði sannarlega að gagn- rýni leiðir til bættrar málsmeð- ferðar. Ástæðan fyrir ritun þessara greinar er að mér finnst kominn tími til að einhver úr títtnefndum þverpólitískum hópi geri nokkra grein fyrir sinni afstöðu. - Af- greiðsla verði fyrir áramót. Gísli S. Einarsson Skoðanir annarra Fólkið raði á Bistana „Margir hafa orðið til að gagnrýna prófkjörið i Reykjaneskjördæmi vegna kostnaðarins. Auðvitað þarf að reyna að takmarka fjáraustur við slíkt val á milli manna ... Samfylkingarmenn eru enn að takast á um það hvort efna eigi til prófkjörs í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi vegna röðunar á sameiginlega lista A-flokkanna. í raun er furðulegt að þeir skuli enn vera í vafa. Sameiginlega framboðið getur ekki ætlast til þess að kjósendur fylki sér um framboðs- lista sem þeir hafa engin áhrif á hvernig lítur út. Með þvi að efna til almenns prófkjörs í þessum stærstu kjördæmum landsins og leyfa fólkinu sjálfu að ráða niðurröðun á framboðslistana gæti samfylkingin loksins gefið sjálfri sér tækifæri til að ná árangri." Elías Snæland Jónsson í Degi 20. nóv. Skattar skulu ekki hækka? „Fái barnlaus og skuldlaus maður 100 þúsund króna tekjuauka á ári, heldur hann eftir u.þ.b. 60 þúsundum. Sé hann skuldugur og með einhver börn, má hann þakka fyrir, ef hann heldur eftir 40 þúsund- um, þegar tekjutengingin hefur fært ríkissjóði hans hlut í tekjuaukanum ... Allt er þetta með ólíkindum, því að almennt þykir í skattkerfum við hæfi að lið- sinna þeim, sem eru skuldugir og eiga börn. Hér er þessu þveröfugt farið. Og kórónan á öllu saman er það, sem áður var sagt um skattsvikarana. Þeir halda sínum tekjuauka óskertum og bótunum að auki. Það er ekki ónýtt að hafa þá einörðu og ófrá- víkjanlegu stefnu, að skattar skuli ekki hækka.“ Jón Sigurðsson í Mbl. 20. nóv. Óhemjuskapur vegna virkjana „Hvers eiga Austfirðingar að gjalda með sín fogru og orkuauðugu héruð? ... Ástandið eykur á fólks- flótta til Reykjavíkur sem er þó talinn ærinn fyrir ... Þessum óhemjuskap verður að linna nú þegar og áður en tjón þjóðarinnar verður óbætanlegt því Austurlandsvirkjun er búin að vera mjög lengi í kostnaðarsömum undirbúningi og verða menn nú þegar að hefjast handa ... Allt þetta fjas um eyðilegg- ingu hálendisins með virkjanaframkvæmdum er alls ekki rétt, þessar framkvæmdir gæða öræfin lífi og tilgangi ef vel og tildurslaust er staðið að.“ Halldór Eyjólfsson í Degi 20. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.