Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 15 Sjálfræði og skyldur ríkisins Fyrir nokkru varp- aði Björn Þ. Guð- mundsson lagaprófess- or fram þeirri spurn- ingu í Morgunblaðinu hvort ríkinu væri heimilt að setja lög af þvi tagi sem nú liggja fyrir þingi í frumvarpi um miðlægan gagna- grunn. Fennt hefur yfir þessa spurningu í deilum um friðhelgi einkalífs, frelsi til rannsókna og rétt- mæti einokunar á þessu sviði. Þetta mikið umræðuefni og enn ekki til lykta leitt, né heldur nægilega reifað til skynsamleg- ” ar ákvörðunar. Þrátt fyrir mikilvægi þessa tæknilega efnis er ljóst að þetta er ekki kjarni máls og snertir ekki það sem Bjöm spurði um. Spuming Bjöms er tvíþætt: Er rikisvaldinu rétt að takast á hend- ur svo víðfeðmt verkefni sem hér er stefnt að? Og: Er ríkisvaldinu rétt að leggja byrðar á þegnana í Kjallarinn þessu skyni? - Það virðist ljóst að svara verður báðum þess- um spurningum neitandi. Markmið stjórn- valda Tilgangur gagna- grunnsins er að bæta heilsufar heil- brigðisþjónustu, ekki hér á landi heldur alls staðar. Því er ljóst að hags- bót íslendinga af þessu sprytti af al- þjóðlegri nýtingu grannsins. Hún til- heyrir ekki okkur sérstaklega, né held- ur ráðum við því hvort hún kemur fram og hvar. Markmiðið sem stefnt er að liggur utan sviðs ís- lenskra stjómvalda. Stjórnvöldum er ekki skylt að taka sér slík markmið, hversu há- leit sem þau kunna að vera. Vera má að íslensk lög séu þannig snið- in að stjómvöldum sé að lögum heimilt að setja slík markmið. En í því að skyldu brestur til slíkrar ákvörðunar stendur þó enn eftir hvort stjórnvöldum er rétt að velja sér slík markmið. Þetta síð- Halldór Guðjónsson dósent við Háskóla íslands „Ekki fer á milli mála að grunnur■ inn nær ekki árangri nema heilsu- farsupplýsingar um obba þjóðar■ innar fari í hann. Því hafa þeir sem sömdu frumvarpið neitað að taka til greina rökstudda ósk margra að leitað verði samþykkis hvers eins við því að upplýsingar um hann fari ígagnagrunninn.u asta ætti helst að skoða í ljósi greiningar á réttmætu valdi stjórnvalda en þó nægir í þessu tilviki að horfa til þeirra byrða sem leggja verður á hvern þegn til að koma þessum áformum fram. Vegið að sjálfræðinu Ekki fer á milli mála að grunn- urinn nær ekki árangri nema „Það er sjálfræði manna mikilvægara að geta hafnað því að taka ákvörðun en að geta tekið af skarið með eða móti. - Tölvunefnd fundar um gagnagrunninn. heilsufarsupplýsingar um obba þjóðarinnar fari í hann. Því hafa þeir sem sömdu frumvarpið neitað að taka til greina rökstudda ósk margra að leitað verði samþykkis hvers og eins við því að upplýsing- ar um hann fari í gagnagrunninn. Frumvarpið kveður í þess stað svo á að hverjum sé heim- ilt að hafna því að upplýsingar um hann fari 1 grunninn. Með þessu er vegið að sjálf- ræði hvers og eins. Ríkisvaldið tæki fram fyrir hendur þeirra sem em ekki reiðubúnir til að taka ákvörðun sjálfír. Að grípa þannig fram fyrir hendur manna er að taka ákvörðun fyrir þá og svipta þá sjálfræði á viðkomandi sviði. Það er rökleysa að telja þögn sama og samþykki. Ákvörðun um tiltekið efni getur fallið á þrjá vegu: með, móti eða engin ákvörð- un tekin. Almennar reglur um fundarsköp sýna þetta ljóslega. Krafist er nægrar þátttöku á fundi og í ákvörðun. Engum dettur í hug að telja beri auða seðla með jáyrðum. Það er sjálfræði manna mikilvægara að geta hafnað því að taka ákvörðun en að geta tekið af skarið með eða móti. Óviss tækifæri til ávinnings Enginn vafi er á að ríkisvaldinu er við knýjandi aðstæður rétt og skylt að ganga á sjáifræði manna. En hér er ekki um að ræða knýj- andi aðstæður er lúta neinu því sem ríkis ber að gera. Hér er um að ræða óviss tækifæri einstak- linga til ávinnings. Ríkinu er ekki skylt að beita allsherjarvaldi til að veita slíku framgang. Engu af sjálfræði þegnanna er fyrir slíkt fómandi. Halldór Guðjónsson Kvennaklósettið Þegar ég var að komast til vits og ára barst mér í hendur bók eft- ir bandaríska rithöfundinn Mari- lyn French. Bókin heitir í ís- lenskri þýðingu Kvennaklósettið. Þessi bók vakti mikla athygli þeg- ar hún kom út og hafði talsverð áhrif á þjóðfélagsumræðuna, þó að hún hafl að sumu leyti verið barn síns tíma. Kvennaklósettin áfram að koma við sögu jafnréttisbar- áttimnar af og til. Til dæmis hafa bandarískar kven- réttindakonur barist mikið fyrir jafnrétti á sviði klósettmála á und- anförnum árum. Þær krefjast þess að á opinberum stöðum séu jafnmörg salerni fyrir bæði kynin. Um þetta mál hafa þar í landi verið flutt mörg framvörp og ræður, bæði í gamni og alvöru. Postulínsþakið Enn koma kvennaklósett við sögu varðandi stöðu kvenna, nú síðast hér á íslandi. Nýlega átti Guðný Guðbjömsdóttir, þingkona Kvennalistans erindi á karlakló- settið á Alþingi. Þar átti að taka upp auglýsingu til þess að minna á að það þyrfti að fjölga konum í stjómmálum. Við töku auglýsingarinnar kom athyglisverð staðreynd í ljós. Það eru fjórum sinnum fleiri salemi, ef „pissuskálar" eru meðtaldar, fyrir karla heldur en konur á hina háa Alþingi. Það er sérstaklega at- hyglisvert í ljósi þess að alþingis- konur eru einmitt fjórðungur þingmanna, ef miðað er við aðal- menn á þingi. Það er sem sagt ekki gert ráð fyr- ir því að á Alþingi geti verið meira en ein kona á móti hverjum fjórum körlum. í postulínsskálunum á Al- þingi kristallast því kenningin um „glerþakið". Samkvæmt henni geta konur komist til nokkurra áhrifa og valda, en aðeins að ákveðnu marki. Þegar því marki er náð fara þær að reka sig í glerþakið, eða í þessu til- viki postulínsþakið, sem kemur í veg fyrir að konur nái „of ‘ langt. Þannig geta konur orðið deildarstjórar en ekki bankastjórar. Þær geta orðið einn fjórði þingmanna, en helst ekki mikið fleiri. Og þær geta verið í öðra eða þriðja sæti á framboðslista, en helst ekki efstar. Ekki gert ráð fyrir konum Að öllu gamni slepptu, þá segir þessi staðreynd um postu- línsskálamar sina sögu. Það er ekki gert ráð fyr- ir konum, þó að þær séu helmingur þjóðar- innar. Sama vandamál hefur komið upp viða á svokölluðum“karla- vinnustöðum", þegar konur hafa komið þar til starfa. Þrátt fyrir allar auglýsingar með kvenlegum þingkörlum og karlmannlegum þingkonum era konur enn langt frá því að eiga helming fulltrúa á Alþingi. Allt of margir trúa áróðri „flokkseigenda- félaga" um að hæfni einstakling- anna en ekki kyn skipti öllu máli. Allt of fáum dettur í hug að spyrja af hverju allar konum- ar séu taldar svona óhæfar. Hversu lengi ætla konur að sætta sig við það að kúldrast undir glerþaki þeirra sem völdin hafa? Og hversu lengi ætlum við, kjósendur, að trúa því að konur sem bjóða sig fram séu ekki eins hæfar, ekki nógu miklir skörungar, of hroka- fullar, væmnar, allt of frekar eða hvað það nú annars er sem helst er notað gegn þeim? Um þessar mundir er verið að vinna að skipan framboðslista flokkanna um allt land. Ýmsar að- ferðir eru viðhafðar og hlutur kvenna verður eflaust misjafn eins og áður. Ég vil hvetja kjós- endur, kjördæmisráð og uppstill- ingarnefndir til þess að veita hæf- um konum brautargengi og brjóta með því postulínsþakið á Alþingi íslendinga. Ingibjörg Stefánsdóttir hafa haldið „Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir því að á Alþingi geti verið meira en ein kona á móti hverjum fjórum körlum. í postulínsskálun- um á Alþingi kristallast því kenn- ingin um „glerþakið“. Kjallarinn Ingibjörg Stefánsdóttir framkvæmdastýra Sam- taka um kvennalista Með og á móti Flugfélagið Loftur yfirtaki hlutverk Leikfélags Akureyrar? Oddur Halldórsson, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri. A að skoða þetta „Ég vildi fara aðra leið en meirihluti bæjarráðs sem vill fyrst skoða rekstur Leikfélags Ak- ureyrar og samninga við ríkið og ræða síðan hugsanlega við Flugfélagið Loft. Ég skil ekki hvers vegna málin eru ekki skoðuð öll í samhengi ef verið er að leita að rekstr- argrundvelli fyrir atvinnu- leikhús á Akur- eyri. í mínum huga er það ekki spurning eða aðalatriði hver rek- ur atvinnuleikhús á Akureyri, heldur hvort það er rekið. Mér sýnist að málið snúist hins vegar um hagsmunagæslu fyrir einhvern ákveðinn hóp því það geta fleiri séö um svona rekstur en Leikfélag Akureyrar. Ef annar hópur gefur sig fram og segist geta rekið hér atvinnuleikhús fyr- ir lægri upphæð, hvers vegna er þá ekki samið við hann, eða a.m.k. talað við þann aðila? Mér flnnst ckki skipta máli hvort sá aðili sem sér um þetta heitir Flug- félagið Loftur eða Leikfélag Akur- eyrar. Á mínum stutta ferli í bæj- arstjórn hef ég komið þrívegis að því að veita Leikfélagi Akureyrar aukafjárveitingu, nú síðast 18 milljónir króna. Ég er ekki að leggja til að samið verði við Loft en finnst fáránlegt að ekki sé rætt við aðila sem telja sig geta rekið hér atvinnuleikhús á hagkvæmari hátt en gert er.“ Akureyringar geri þetta sjálfir „Mér finnst algjört lágmark að Akureyringar sjái um það sjáiflr að reka atvinnuleikhús í bænum, það þurfi ekki að fá til þess hluta- félag úr höfuð- borginni. En það sem þarf að gera er fyrst og fremst að skoða þau skilyrði sem era til rekstrarins. Það litla sem ég veit um rekstur Flugfé- lagsins Lofts er að hann er ákaf- lega ólíkur rekstri Leikfélags Ak- ureyrar. Þrjú stóru leikhúsin sem oft er talað um, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og leikliúsið hér Akureyri era rekin undfr ailt öðrum formerkjum en Loftkastal- inn. Þessi leikhús eru bundin af ákveðnum kjarasamningum við leikara, leikstjóra, leikmyndahöf- unda, hljómlistarmenn og leikrita- höfunda, og bera meiri ábyrgð gagnvart sínum listamönnum en t.d. Flugfélagið Loftur sem sam- kvæmt minum heimildum semur á annan hátt við sina listamenn. Frá mínum bæjardyrum séð snýst rekstur leikhúss þó ekki einungis um peninga, því hætt er við að hinn listræni metnaður setji niður ef einungis er horft á þá hlið málsins. Á það má líka benda að það er annað að reka leikhús á 200 þúsund manna svæði en á Akureyri þar sem segja má að markaðssvæðið sé 20-25 þúsund manns. Leikhúsið á Akureyri er lítið, tekur ekki nema um 200 manns í sæti og út- koman á rekstri Leikfélags Akur- eyrar væri allt önnur og betri ef við hefðum yfir að ráða á fimmta hundrað sætum eins og Flugfélag- ið Loftur hefur í Loftkastalan- um.“ -gk Traustl Olafsson, lclkhússtjóri Lelk- félags Akureyrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.