Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 22
22 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 KauptU jólagjafirnar heima í stofu fyrir þessi jól Þú ferð inn á Vísi.is... yf’ylt*— |sf w O HAOKAUP @ vísir.ís ...og smellir á þetta merki. Þú skoðar bækur, geisladiska og myndbönd, lest gagnrýni, viðtöl og umfjöllun, heyrir upplestur höfunda úr bókum og gagnrýnir sjálf(ur). Þú velur bækur, geisladiska og myndbönd í körfúna þína með því að smella á „Kaupa”... Kaupa! Svo greiðir þú fýrir vörurnar með greiðslukortinu þínu *... <<p-' ... og bíður þess að fá vörurnar afhentar. Mestar líkur eru á því að Pósturinn komi heim til þín með bækurnar, geisladiskana og myndböndin þín innan 18 tíma frá því að þú pantaðir. PÓSTURIN N Góða skemmtun og gleðileg bókajól. HAGKAUP@ vísir.is Það er jafnöruggt að versla með greiðslukorti í þessari Hagkaupsbúð og öðrum Hagkaupsbúðum. Kortanúmerið er dulkóðað með 40 bita dulkóðunarlykli. Lfkurnar á þvf að einhver annar en Hagkaup geti numiö kortanúmerið þitt eru stjarnfræðilegar. www.visir.is Fréttir Skólaminjasafn á Hólmavík DV Hólmavík: „Ég tel að við þurfum að hefjast handa sem fyrst til að varðveita skólasögu okkar með því til að mynda að safna saman hinum ýmsu munum sem tengjast þeirri sögu. Við þurfum að byrja á þessu áður en fleira glatast en nú er orðið. Á hátíðarstundum er oft rætt um að efla at- vinnulíf og stuðla að meiri fjölbreytni í mann- lífi og atvinnutækifær- um, sérstaklega á smærri Skarphéðinn Jóns- son skólastjóri. DV-mynd Guðfinnur stöðum sem búa við einhæft atvinnulíf. Nú er tækifærið, ekki síst fyrir okkur sem hér búum. Við eigum ýmsa muni til að leggja í safn sem þetta - meira að segja gamalt skólahús- næði,“ sagði Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri á Hólmavík, þegar minnst var hálfrar aldar afmælis gamla skólans á Hólmavik. Hann sagðist í gegnum tíðina hafa verið góður liðsmaðm- þeirra sem best telja að öllu því sé fleygt sem ekki hefur lengur notagildi en batn- andi manni sé best að lifa. Forstöðumaður skólaskrifstofu Vest- fjarða, Pétur Bjarnason, hefur kveikt áhuga á að komið verði á laggirnar skólaminjasafni. „Það er ekki til i dag. Við búum við heppilegar aðstæður. Okkur vantar fjölbreyttari atvinnu- - við viljum laða að fleiri tækifæri ■ ferðamenn. Ég tel að þetta sé góð hugmynd sem mætti útfæra og vinna betur að og þykist vita að ef að yrði kæmu ýmsir til með að styrkja þetta fjárhagslega . Get þar nefnt menntamálaráðuneytið, kenn- arafélögin, atvinnuþróunarfélög og eflaust fleiri aðila,“ segir Skarphéð- inn. -Guðfinnur Ólafur að leiðbeina konu á námskeiðinu. DV-mynd Ægir Kr. Utskurðarnámskeið á Fáskrúðsfirði DV, Fáskrúðsfiröi; Nýlega lauk á Fáskrúðsfirði út- skurðamámskeiði þar sem Ólafur Eggertsson frá Berunesi var leið- beinandi. Kennslustundir á nám- skeiðinu eru 28 og þau standa venjulega yfir í þrjá til fimm daga eftir því hvað viðveran er löng á degi hverjum. Ólafur sagðist heyra það á fólki að það væri áhugi á framhaldi á þessu sviði og nokkrir sem ekki komust að vegna starfa að þessu sinni vildu taka þátt í næsta nám- skeiði ef af yrði. Hér var aðeins einn hópur en stundum eru bæði dag- og kvöldhópar. Það fer eftir fjölda þátttakenda og fólk borgar einungis fyrir þann tíma sem það er á námskeiðinu og getur farið og komið þegar það vill. Elsti þátttak- andinn nú var Sölvi Ólason. Hann er orðinn 83 ára gamall og var nokkuö ánægður með námskeiðið. Sagði verst að þegar því lyki þá vantaði sig útskurðarjám til að gera meira, en leiðbeinandinn legg- ur þau til meðan á námskeiðinu stendur. -ÆK Raufarhöfn: Verkstæðishús að rísa DV, Raufarhöfn: Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki í einstaklingseigu reisir myndar- legt hús undir starfsemi sína hér á Raufar- höfn. Þann 11. nóvember sl. hóf verktakafyrir- tækið Iðufell hf. að reisa burðar- Burðargrindin að rfsa á Raufarhöfn. DV-mynd GAJ grind fyrir myndarlegt verkstæðis- hús sem fyrirtækið er með í bygg- ingu. Verkstæðið verður 300 m að stærð í fyrsta áfanga en möguleikar era til stækkunar um eina 400 m til viðbótar. Trésmiðir frá SR-mjöl hf. á Rauf- cuhöfn annast smíðavinnu og upp- setningu hússins. Iðufell hf. er al- hliða vélaverktakafyrirtæki i eigu hjónanna Vilhjálms Konráðssonar og Heiðrúnar Þórólfsdóttur. Það hefur yfir að ráða þremur vélgröf- um, 40 tonna krana, steypubifreið og stórri ámokstursskóflu og er þar að auki í náinni samvinnu við vörubílstjóra hér á staðnum þegar verkefni kalla á slikt samstarf. Iðufell hf. hefur annast marghátt- uð verkefni á sviði jarðvinnu og gatnagerðar, lagnavinnu fyrir Rarik og Islandspóst auk þess sem fyrirtækið sér um löndun fyrir SR- mjöl hf. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um hvaða þýðingu og ör- yggi það hefur fyrir samfélagið að hafa fyrirtæki af þessari gerð á staðnum á móti því að sækja alla þessa þjónustu til annara. Hjá Iðu- felli vinna að jafnaði tveir fastir starfsmenn en þeim fjölgar síðan eftir þörfum á álagstíma. -G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.